Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 60
UMRÆÐAN
60 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Skólavörðustíg 12 og 16
Sími 552 1412 og 551 2242
Verið velkomin
Í tilefni af opnun
Skólavörðustígs
er 15% afsláttur
af öllum myndlistar- og föndurvörum
föstudag kl. 10-18
og laugardag kl. 11-18
MEÐ störfum sínum á Alþingi
hefur Guðmundur Hallvarðsson bar-
ist ötullega fyrir málefnum hinna
ýmsu hópa í þjóð-
félaginu. Guð-
mundur hefur verið
á þingi síðan 1991 og
gegnir nú m.a. for-
mennsku í sam-
göngunefnd. Þar
hefur hann beitt sér
fyrir úrbótum í samgöngumálum
Reykvíkinga. Nýlega lagði Guð-
mundur fram þingályktunartillögu
um stöðu hjóna og sambúðarfólks. Í
tillögunni er harðlega gagnrýnt að
þjóðfélagið virðist hafa innbyggða
hvata til málamyndaskilnaða fólks
með slakan fjárhag. Þá er Guð-
mundur góður og þaulreyndur mál-
svari eldri borgara, en málefni
þeirra virðist oft og tíðum gleymast í
þjóðfélagi tækniframfara og hraða.
Það kemur að því að við verðum öll
gömul og kjósum að eyða síðustu
ævidögunum áhyggjulaus.
Um næstu helgi fer prófkjör sjálf-
stæðismanna í Reykjavík fram.
Tryggjum traustum manni öruggt
sæti á þingi og merkjum 5 við Guð-
mund Hallvarðsson í prófkjörinu –
mann úr hópi launþega sem lætur
sig málefni fólksins varða.
Guðmundur er
maður fólksins
Guðrún Helga Jóhannsdóttir, stjórnmála-
fræðinemi, skrifar:
STEFANÍA Óskarsdóttir stjórn-
málafræðingur, sem gefur kost á
sér í 6. sæti lista Sjálfstæðiflokks-
ins í Reykjavík, er öflugur tals-
maður sjálfstæð-
isstefnunnar eins og
þeir vita, sem fylgst
hafa með öflugum
málflutningi hennar
á Alþingi, sem vara-
þingmanns Reyk-
víkinga, sem for-
manns Hvatar og í almennri
umræðu. Stefanía hefur varað við
að of geyst sé farið hvað varðar
þátttöku Íslendinga í ESB og að
mikilvægt sé að Íslendingar móti
eigin stefnu en láti ekki kúga Ís-
lendinga að samingaborðum sem
þeir ekki vilja sitja við. Á sama
tíma hefur Stefanía lagt áherslu á
að mikilvægt sé að gæta hagsmuna
atvinnuveganna og leitað sé leiða
til að stuðla að áframhaldandi hag-
vexti og eðlilegu rekstarumhverfi
fyrirtækja. Undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins hefur hagkerfi Ís-
lands tekið umskiptum í átt til
frjálsræðis og heilbrigðis. Mik-
ilvægt er að standa vörð um þann
árangur. Kjör Stefaníu Ósk-
arsdóttur er góð leið til að tryggja
að á Alþingi setjist öflugur tals-
maður sjálfsstæðisstefnunnar.
Framfarir,
frelsi og fjöl-
breytileiki –
Stefaníu á þing
Guðjón Valdimarsson sjómaður skrifar:
ÉG hvet alla sjálfstæðismenn til
þess að leggja Soffíu Kristínu Þórð-
ardóttur lið í prófkjörinu næstu
helgi. Soffía er ung kona sem hefur
bæði til að bera rétt-
sýni og staðfestu,
hún er heiðarleg og
einlæg og hefur
sannarlega bein í
nefinu. Eitt aðal-
áherslumála Soffíu
er þynging refsi-
dóma fyrir kynferðis- og ofbeld-
isbrot. Í íslenskri refsilöggjöf er
mikið ósamræmi milli refsinga fyrir
einstakar brotategundir. Dómar fyr-
ir kynferðisbrot eru margfalt styttri
en dómar fyrir auðgunar- og fíkni-
efnabrot. Það er kominn tími til að
taka þessi mál til gagngerrar endur-
skoðunar. Soffía er reiðubúin að tak-
ast á við þessi málefni af festu. Það
er mikilvægt að hafa einstaklinga á
þingi sem eru tilbúnir að senda skýr
skilaboð til samfélagsins. Soffía er
ennfremur öflugur málsvari sjálf-
stæðisstefnunnar. Það væri mikill
fengur fyrir sjálfstæðismenn að hafa
hana ofarlega á lista okkar í kosn-
ingunum í vor.
Soffíu Kristínu
í 8. sætið
Guðríður Margrét Kristjánsdóttir, félagi í
stjórn Hvatar, skrifar:
ÉG hef þekkt Ástu Möller frá því
við vorum í menntaskóla.
Hún er mæt stúlka, dugleg, heið-
arleg og ábyggileg í öllu því sem hún
tekur sér fyrir hend-
ur.
Hefur þú velt því
fyrir þér að þetta er
hennar fyrsta kjör-
tímabil sem þing-
manns? Samt sem
áður hefur hún áork-
að miklu. Þegar hún kemur fram í
fjölmiðlum eru málin rædd af festu,
yfirvegun og skynsemi.
Ásta Möller er manngerðin sem á
að vera þingmaður. Heilbrigðismálin
eru henni hugleikin. Hún þekkir
þau, veit að málaflokkurinn er við-
kvæmur, markmiðið er einatt að
sjúklingurinn sé númer eitt. Skipu-
lagsbreytingar gætu leitt til enn
betri nýtingar á fjármagni. Henni er
treystandi til að takast á við það.
Vegna þessa er mikilvægt að gefa
henni gott brautargengi í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins.
Kjósum
Ástu Möller
Haraldur Sigurðsson, augnlæknir, skrifar:
FYRIR nokkrum árum buðu
nokkrar ungar konur í Sjálfstæð-
isflokknum mér í kvöldkaffi í risíbúð
vestur í bæ. Við spjölluðum fram eft-
ir öllu um heima og
geima í íslenskri
pólitík. Mér leist al-
veg rosalega vel á
þær. Var glöð að
kynnast svona skyn-
sömum og víðsýnum
stelpum með hjartað
á réttum stað. Raunsæjum hug-
sjónamanneskjum. Ég hvatti þær til
að láta meira í sér heyra og fór létt-
stíg af þessum fundi.
Síðan hef ég fylgst með þeim bæta
við menntun sína og reynslu og vitað
að þarna eigum við góðan hóp, sem
hefur mikla burði til að láta gott af
sér leiða. Guðrún Inga er ein af þess-
um stelpum.
Ég fagna því að hún skuli gefa
kost á sér í prófkjöri til Alþingis.
Þessi þrítuga, vel menntaða kona
hefur þegar töluverða reynslu af
stjórnmálum og hefur staðið sig með
prýði í krefjandi störfum. Hún á er-
indi á þing og sækist eftir 9. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins. Ég ætla
að kjósa hana og hvet aðra til að
gera það líka.
Guðrúnu Ingu
í 9. sætið
Guðrún Pétursdóttir skrifar:
GUÐMUNDUR Hallvarðsson
hóf ungur afskipti af félagsmálum
sem beindust aðallega að málefnum
sjómanna. Honum rann blóðið til
skyldunnar því 14
ára gamall hóf hann
sinn sjómennskufer-
il sem vikadrengur
á fraktskipi. Að
loknum tilskildum
siglingatíma á flutn-
inga- og varðskipum
tók hann stýrimannspróf frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík og
starfaði sem stýrimaður um nokk-
urra ára skeið. 1972 var hann kos-
inn í stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur og varð síðar formað-
ur félagsins. Guðmundur var síðar
kjörinn formaður Sjómannadags-
ráðs, en undir það heyrir Dval-
arheimili aldraða sjómanna, Hrafn-
istuheimilin. 1991 var Guðmundur
kjörinn á Alþingi. Á því tímabili
sem liðið er síðan hefur hann lagt
mikla áherslu á velferðarmál sjó-
manna og hefur flutt á þingi marg-
ar tillögur þar að lútandi. Á Alþingi
situr Guðmundur í sjávarútvegs-
nefnd og er formaður samgöngu-
nefndar. Það hefur ekki gerst fyrr í
sögu Alþingis að þingmaður
Reykjavíkur sé kjörinn formaður
samgöngunefndar. Ég vona að sem
flestir stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík taki þátt í
prófkjörinu og greiði Guðmundi at-
kvæði í 5. sæti í prófkjörinu.
Guðmund í
5. sætið – stétt
með stétt!
Helgi Hallvarðsson, fyrrverandi skipherra,
skrifar:
UM helgina gefst sjálfstæð-
ismönnum tækifæri til að velja full-
trúa sína á framboðslista flokksins
í Reykjavík fyrir þingkosningar í
vor. Formaður og
varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins
sækjast einir eftir 1.
og 2. sæti í próf-
kjörinu. Þeir munu
því leiða lista
flokksins í Reykja-
víkurkjördæmunum tveimur og
veita þar örugga og trausta for-
ystu.
Sólveig Pétursdóttir sækist eftir
stuðningi í 3. sætið í prófkjörinu.
Sólveig hefur verið þingmaður
Reykvíkinga frá árinu 1991 og
gegnt embætti dóms- og kirkju-
málaráðherra þetta kjörtímabil.
Sólveig er eina konan í þingliði
Sjálfstæðisflokksins sem gegnir
ráðherraembætti. Í störfum sínum
sem ráðherra hefur Sólveig tekið af
festu á hinum mikilvægu málum
sem heyra undir ráðuneyti hennar.
Það er mikilvægt fyrir ímynd
Sjálfstæðisflokksins að flokksmenn
sýni með skýrum hætti að þeir
treysta konum jafnt sem körlum til
forystustarfa. Um helgina gefst
færi á að sýna það í verki með því
að tryggja Sólveigu Pétursdóttur
afgerandi kosningu í 3. sætið og
veita jafnframt öðrum konum
brautargengi í prófkjörinu.
Sólveigu Péturs-
dóttur í 3. sætið
Dögg Pálsdóttir lögmaður skrifar:
ALLIR kvenframbjóðendur í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík héldu framsöguerindi á
fjölmennum fundi sem Hvöt bauð til
þriðjudaginn 5. nóv-
ember sl. Þarna voru
bæði konur með
reynslu af setu á Al-
þingi svo og nýir
kvenframbjóðendur.
Konurnar voru
skemmtilega ólíkar
en allar höfðu þær áhugaverð
stefnumál fram að færa og gleyptu
fundarmenn í sig hvert orð. Fund-
urinn var þess vegna fjörugur og að
framsöguerindum loknum spunnust
áhugaverðar umræður, einkum um
heilbrigðismálin. „Verst að geta ekki
kosið þær allar,“ hugsaði ég en til-
efni þessara skrifa minna er að
hvetja karla jafnt sem konur til að
veita þeim gott brautargengi í próf-
kjörinu um næstu helgi.
Frábærar konur!
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, skrifar:
NÚ styttist í prófkjör sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík, en það verður
haldið um næstu helgi. Sjálfstæð-
isflokkurinn á góða forystumenn og
nauðsynlegt er að
þeir skipi efstu sæti
listans. Sólveig Pét-
ursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra,
sækist eftir þriðja
sæti listans og hvet-
ur undirritaður sjálf-
stæðismenn til að veita henni braut-
argengi í það sæti. Hér er á ferðinni
röggsamur stjórnmálamaður sem
tekið hefur á umfangsmiklum mál-
um ráðuneytis síns af dugnaði og
atorku. Hún hefur ætíð verið mikill
hvatamaður fyrir ungt fólk í stjórn-
málum og þekkir baráttumál þess
vel. Eftir setu í borgarstjórnarflokki
Sjálfstæðisflokksins og eitt kjör-
tímabil sem varaþingmaður tók hún
sæti á Alþingi 1991 og varð ráðherra
1999. Störfin segja meira en mörg
orð um hæfni hennar. Hún er for-
ystumaður sem eftir er tekið. Kjós-
um Sólveigu Pétursdóttur í þriðja
sætið!
Sólveigu
í 3. sæti!
Kjartan Ólafsson, stjórnarmaður í Sam-
bandi ungra sjálfstæðismanna, skrifar:
BJÖRN Bjarnason hefur um ára-
bil skipað forystusveit Sjálfstæð-
isflokksins.
Mikil þekking og yfirsýn Björns
Bjarnasonar á öllum
málefnum er varða
íslenskt þjóðlíf og
ekki síst þeim mál-
efnum er varða
stöðu Íslands á al-
þjóðavettvangi er al-
kunn. Störf hans
hafa sýnt að honum er treystandi til
að takast á hendur forsjá í þeim mál-
um er varða okkur miklu.
Af kynnum mínum við Björn
Bjarnason veit ég að hann er orð-
heldinn maður, sem axlar pólitíska
ábyrgð. Björn leitar ekki skjóls
gagnvart erfiðum verkefnum heldur
tekst á við þau. Hann býður fram
starfskrafta sína til að gæta af yf-
irvegun og dugnaði þeirra hags-
muna sem honum er trúað fyrir, en
ekki til þess að afla sjálfum sér met-
orða. Björn hefur einnig til að bera
framsýni, stefnufestu og kjark til að
taka ákvarðanir í samræmi við hug-
sjónir sínar þó að þær séu ekki alltaf
til dægurvinsælda fallnar. Þetta eru
mikilsverðir kostir forystumanns í
stjórnmálum.
Tryggjum Birni Bjarnasyni þriðja
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Tryggjum
gott brautar-
gengi Björns
Bjarnasonar
Þórunn J. Hafstein
skrifstofustjóri skrifar:
ÉG vil hvetja þá sem taka þátt í
prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja-
vík dagana 22. og 23. nóvember nk.
að veita Láru Margréti brautargengi
í 5. sætið.
Lára Margrét hef-
ur verið á þingi und-
anfarin þrjú kjör-
tímabil og staðið sig
með miklum sóma.
Hún hefur verið í
eldlínunni víða bæði
fyrir hönd flokksins og sem eftirlits-
fulltrúi Evrópuþingsins víða í Evr-
ópu, svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur
reynslu og þekkingu úr einkageir-
anum og rekstri hins opinbera, hvort
heldur sem er á sviði heilbrigðis- og
menningarmála eða rekstrar og
stjórnunar fyrirtækja.
Ferill Láru Margrétar er skýr vís-
bending um hæfileika hennar og
þekkingu, ásamt því trausti sem hún
nýtur á alþjóðlegum vettvangi. Það
er því ómetanlegt fyrir okkur sjálf-
stæðismenn að njóta krafta hennar,
þekkingar og persónulegra tengsla
áfram innan þingsins í náinni fram-
tíð.
Sem forystumaður úr íþrótta-
hreyfingunni get ég líka borið ský-
laust vitni um áhuga hennar og
metnað fyrir eflingu íþróttastarfsemi
í landinu og vil því ítreka hvatningu
mína til áhugasamra kjósenda í próf-
kjörinu um að velja Láru Margréti í
5. sætið.
Láru Margréti
í 5. sæti.
Jónas Egilsson skrifar:
BORGARBÚAR eiga að geta
gengið um stræti og torg án þess að
eiga á hættu að lenda í klónum á
misindismönnum. Er til of mikils
mælst að húseignir
okkar og bílar séu
örygg fyrir þjófum
og skemmd-
arvörgum? Við bú-
um í annars konar
umhverfi en fyrir
ekki svo mörgum ár-
um. Stórborgarbragurinn er meiri á
Reykjavík, með tilheyrandi glæpum
og öryggisleysi borgaranna. Okkar
annars fagra samfélag hefur verið
svert og er það með öllu ólíðandi.
Ein af frumskyldum ríkisvaldsins er
að standa vörð um frelsi borg-
aranna. Eins og staðan er í dag er
forgangsverkefnið að endurheimta
frelsið, eyða öryggisleysinu sem
Reykvíkingar búa við. Til þess að
berjast hinni góðu baráttu þurfum
við að eiga okkur öfluga talsmenn á
Alþingi, sem láta ekki deigan síga.
Sigurður Kári hefur gert þetta mál
að sínu. Hann sækist eftir 7. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, veitum honum stuðning
okkar!
Sigurð Kára
í 7. sætið
Ásgeir Jóhannesson, laganemi í HÍ, segir: