Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 61

Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 61 Taktu þátt í að leggja grunninn að sigri Sjálfstæðisflokksins í vor. debenhams S M Á R A L I N D Morgundögg allan daginn 100% ilmefnalaust Góðan daginn! Komdu og kynntu þér ferska sýn Clinique á förðun, Dewy Smooth Anti-Aging Makeup SPF 15 farðann. Þetta er einstaklega rakagæfur farði og auðvelt að bera hann á jafnvel mjög þurra húð. Áferðin er þægileg og mjúk og hann helst á allan daginn. Einnig veitir hann húðinni fyllingu þannig að smáhrukkurnar frá í gær virðast dofna og hreinlega hverfa. Um leið hylur farðinn afar vel allar misfellur og bletti, jafnar húðlitinn og gerir húðina bjartari. SPF 15-stuðullinn veitir góða vernd gegn áreiti umhverfisins. Láttu þér líða vel með Clinique. www.clinique.com ÉG vil lýsa yfir stuðningi við Stef- aníu Óskarsdóttur sem gefur kost á sér í prófkjörinu sem fram fer um næstu helgi. Oft er talað um að skort- ur sé á hæfileikafólki í stjórnmálum. Ekki verður lagt mat á þá fullyrðingu hér, en hitt er víst að Stef- anía er ákaflega hæf kona sem hefur bæði þá þekkingu og reynslu sem mun nýtast vel á Alþingi. Jafnframt er ég þess fullviss að Stef- anía mun gæta almannahagsmuna af heilindum. Hún hefur í störfum sín- um sýnt að hún er ósérhlífin og fylgir málum eftir. Annar mikilsverður kostur Stefaníu er að henni lætur vel að vinna með öðrum, hlusta eftir sjón- armiðum og vinna að lausnum sem flestir geta fellt sig við. Allt eru þetta mikilvægir eiginleikar sem nýtast ekki síst við úrlausn vandasamra ágreiningsefna. Sjálfstæðisflokk- urinn þarf á því að halda að framvarð- arsveit hans sé dugandi og end- urspegli þá miklu breidd sem flokkurinn hefur skírskotað til allt frá stofnun hans 1929. Stefaníu í fram- varðarsveitina Friðrik Páll Jónsson læknir skrifar: UNGIR sjálfstæðismenn hafa löngum verið óhræddir við að gagn- rýna Sjálfstæðisflokkinn og veita þingmönnum nauð- synlegt aðhald. Það segir meira en mörg orð um Björn Bjarnason að hann hefur staðist öll slík próf með stakri prýði. Björn gefur sér auk þess alltaf tíma til að hlusta á skoðanir unga fólksins og ber traust til þess. Það traust er gagn- kvæmt og er mikilvægt að sýna það í verki með því að kjósa Björn í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ungt fólk treystir Birni Ragnar Jónasson, lögfræðingur og stjórnarmaður í Heimdalli, skrifar: TVEIR af ungu frambjóðend- unum sem bjóða sig fram í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þau Guðrún Inga Ing- ólfsdóttir og Ingvi Hrafn Óskarsson hafa lagt mikla áherslu á það þarfa verkefni að lækka matvöruverð á Ís- landi. Hátt mat- vöruverð hér á landi er með öllu ólíðandi, of stór hluti ráðstöfunartekna fer í kaup á mat. Í samanburði við hin Norðurlöndin er verð á matvöru langtum hærra á Ís- landi, þó svo þau lönd teljist dýr í samanburði við önnur lönd Evrópu. Markmiði sínu um að lækka mat- arverð ætla þau Guðrún Inga og Ingvi Hrafn að ná með þeirri ein- földu aðgerð að lækka tolla og vöru- gjöld á innfluttum matvörum. Fyrir almenna neytendur myndi tollalækkun þýða mikla kjarabót, þar sem stór hluti af launum þeirra sem lægstar tekjur hafa í þessu sam- félagi fara í matarkaup. Lækkun á matarverði myndi því hafa mjög já- kvæð áhrif á kaupmátt fólks. Nær- tækasta dæmið um vel heppnaða tollalækkun var afnám tolla á græn- meti fyrr á þessu ári. Fyrir þá að- gerð voru kaup á grænmeti mun- aður sem sumir gátu ekki leyft sér. Lækkun tolla á grænmeti hefur skil- að sér í verulegri lækkun á græn- metisverði sem og aukinni neyslu. Styðjum ungt fólk með einfaldar og góðar hugmyndir. Styðjum Ingva Hrafn í áttunda sætið og Guðrúnu Ingu í það níunda. Lækkum tolla á matvælum og bætum kjör launafólks Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, skrifar: ÞAÐ vakti fögnuð minn og vina minna innan Sjálfstæðisflokksins að einn frambjóðenda í prófkjöri flokksins setur út- rýmingu ósann- gjarnrar skatt- heimtu á oddinn í baráttu sinni. Guð- rún Inga hefur sagt að verði hún kjörin á þing muni hún beita sér fyrir afnámi eignaskatts og erfðaskatts. Þessir tveir skattar eru ósanngjarnasta skattheimta í okkar skattþjáða samfélagi. Í fyrsta lagi eru eigna- og erfða- skattar ósanngjarnir því sömu fjár- munirnir er skattlagðir tvisvar. Í öðru lagi bitnar þessi skattheimta á fólki á eftirlaunaaldri sem hefur sparað fyrir áhyggjulausu ævi- kvöldi. Þetta er því þvert á þá hug- sjón Sjálfstæðisflokksins að umbuna skuli einstaklingnum fyrir fyr- irhyggju og framtakssemi. Ég treysti Guðrúnu Ingu betur en flest- um til að taka á þessum málum, hún er með meistaragráðu í fjármála- hagfræði, hefur mikla reynslu af rekstri lífeyrissjóða og stýrði skatta- nefnd Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi. Guðrúnu Ingu í 9. sætið. Guðrúnu Ingu í 9. sætið og útrým- um tvísköttun Hulda Þórisdóttir skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík hefur efnt til prófkjörs vegna komandi þingkosninga. Afar ár- íðandi er að end- urnýjun eigi sér stað í þing- flokknum, enda vilja sjálfstæð- ismenn ekki lenda í sömu vandræðum og Samfylkingin í Reykjavík, að bjóða fram nánast sama lista og fyrir fjórum árum. Birgir Ármannsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Versl- unarráðs Íslands, gefur kost á sér í prófkjörinu og ef hann nær kjöri verður það afar góð viðbót við þingflokk sjálfstæðismanna. Birgir er vandaður maður sem hefur mikla reynslu hvort sem er úr fé- lagsmálum, stjórnmálum eða at- vinnulífinu. Fáir geta talist betur til þess fallnir að vinna Sjálfstæð- isflokknum gagn á þingi. Birgir er baráttumaður fyrir sjónarmiðum sjálfstæðismanna og hefur sýnt í störfum innan og utan flokks að hann er um leið rökfast- ur, ákveðinn og sanngjarn í mál- flutningi. Birgir mun eiga auðvelt með að ávinna sér traust kjósenda fyrir kosningarnar næsta vor og vinna að hagsmunum þeirra á þingi. Birgi Ármanns- son í 6. sætið Guðrún Gyða Árnadóttir, nemi við MBA- áfanga HÍ, skrifar:Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokks- ins sem fram fer 22.–23. nóvember næstkomandi er glæsilegt úrval ungra frambjóð- enda. Bent hefur verið á að nauðsyn- legt er að ungt fólk komist inn á þing í þessu prófkjöri því ef þinglið Sjálfstæð- isflokksins helst óbreytt verður komin upp sú staða að yngsti þingmaður flokksins verð- ur 48 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Þannig yrði enginn fulltrúi heillar kynslóðar frá 18–48 ára á þingi fyrir flokkinn. Slík samsetning er ekki heillavænleg fyrir flokk sem vill skírskota til breiðs hóps kjós- enda á öllum aldri. Guðrún Inga Ing- ólfsdóttir er ung kona sem gefið hef- ur kost á sér í 9. sæti í prófkjörinu. Hún er með góða menntun í hag- fræði frá bandarískum háskóla og hefur reynslu úr viðskiptalífinu. Hennar baráttumál snúa að miklu leyti að skattamálum og þá sér- staklega tollamálum. Þannig vill hún tryggja landsmönnum öllum bætt lífskjör án þess að auka umfang rík- isrekstrar. Ég mæli því með þessari nýju rödd á þing og hvet alla sjálf- stæðismenn til að kjósa þessa ungu konu í 9. sæti. Nýja konu í níunda sæti Guðríður Sigurðardóttir starfsþróun- arstjóri skrifar: MEÐ Guðmundi Hallvarðssyni fer öflugur málsvari eldri borgara sem áræðinn heldur uppi glæsilegri framtíðarsýn Hrafnistuheimilanna á höfuðborgarsvæð- inu. Er þar glöggt dæmi um bygging 64 leiguíbúða við Hrafnistu í Hafn- arfirði og nýleg skóflustunga að nýrri hjúkrunarálmu við Hrafnistu í Reykjavík. Þá þakka eldri sjálfstæðismenn honum fyrir frumkvæði hans að stofnun sam- bands eldri sjálfstæðismanna. Með störfum sínum á Alþingi og hjá DAS hefur Guðmundur sannað að þar fer öflugur og traustur málsvari eldri borgara. Setjum Guðmund Hall- varðsson í fimmta sætið og veitum honum brautargengi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjósum Guðmund Hallvarðsson Páll Gíslason læknir skrifar: flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.