Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 63
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 63
UM næstu helgi heldur Sjálfstæð-
isflokkurinn prófkjör sitt í Reykja-
vík. Fjölmargir nýliðar leita eftir
sæti á listanum. Þeirra á meðal er
Birgir Ármannsson,
aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Verzl-
unarráðs Íslands.
Ég kynntist Birgi
þegar við störfuðum
báðir á vettvangi
ungra sjálfstæð-
ismanna. Þar var Birgir sjálfskip-
aður forystumaður, meðal annars
einn yngsti formaður Heimdallar á
sínum tíma og stjórnarmaður í SUS.
Eins og gengur í slíku starfi takast
menn oft á og um hríð tilheyrðum
við Birgir andstæðum fylkingum
innan SUS. Ég minnist þess sér-
staklega að það var sama á hverju
gekk í hita leiksins – Birgir naut
ávallt óskoraðrar virðingar, ekki síð-
ur meðal andstæðinga sinna en sam-
herja innan hreyfingarinnar.
Birgir Ármannsson hefur gegnt
fjölmörgum trúnaðarstörfum innan
Sjálfstæðisflokksins. Hann er skel-
eggur málsvari frelsis og réttlætis
og hefur til að bera þá skynsemi,
heilindi og einurð sem þarf til að at-
hafnir fylgi orðum. Ég hvet sjálf-
stæðismenn til að veita honum
brautargengi í komandi prófkjöri.
Birgi í 6. sæti
Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur,
skrifar:
ÞAÐ er ánægjuefni fyrir okkur
sjálfstæðismenn í Reykjavík að
einn allra öflugasti borgarfulltrúi
okkar á síðustu árum, Guðlaugur
Þór Þórðarson, hafi
ákveðið að gefa kost
á sér í prófkjöri fyr-
ir alþingiskosning-
arnar.
Guðlaugur hefur í
störfum sínum í
borgarstjórn sýnt
bæði mikið frumkvæði og áunnið
sér orðspor fyrir vönduð vinnu-
brögð og mikinn dugnað. Hann er
hvarvetna góður málsvari Sjálf-
stæðisflokksins þar sem hann kem-
ur fyrir og hefur margoft sýnt að
hann á auðvelt með að koma máli
sínu til skila á einfaldan og skil-
virkan hátt. Í störfum sínum í ung-
liðahreyfingunni sýndi Guðlaugur
fram á að honum er vel treystandi
til þess að vera í fylkingarbrjósti
hjá Sjálfstæðisflokknum og hefur
hann löngu markað sér stöðu sem
einn efnilegasti foringi okkar sjálf-
stæðismanna. Það er gleðilegt að
hann skuli nú hafa ákveðið að láta
til sín taka á Alþingi og bjóða fram
krafta sína þar. Ég hvet alla sjálf-
stæðismenn til þess að tryggja
honum góða kosningu og kjósa
hann í 6. sæti í prófkjörinu næstu
helgi.
Styðjum Guðlaug
í 6. sætið
Þórir Kjartansson, verkfræðingur og MBA,
skrifar:
SEM þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins hefur Lára Margrét Ragn-
arsdóttir haft nokkra sérstöðu.
Hún hefur unnið unnið óvenju-
mikið á alþjóðavett-
vangi, ekki síst sem
formaður Íslands-
deildar Evrópuráðs-
ins, en þar hefur hún
gegnt formennsku í
félags-, heilbrigðis-
og fjölskyldu-
málanefnd. Hún hefur fengið marg-
ar viðurkenningar fyrir störf sín þar.
Hún er ekki fyrir að halda sjálfri sér
fram. Þess vegna hefur lítið verið frá
þeim sagt hér heima. En fyrir at-
beina annarra kom nýlega frétt hér í
blaðinu, þar sem sagt var frá heið-
ursviðurkenningu sem hún fékk frá
tékkneska þinginu fyrir hlut sinn í
eflingu neyðaraðstoðar vegna flóð-
anna í Tékklandi. Hún hefur einnig
tekið virkan þátt í friðarumleitunum
í Tétsníu, þar sem hún sýndi mikið
hugrekki er hún lagði líf sitt í hættu
sinn eftir sinn. Þannig mætti lengi
telja.
Sterk greind, traust menntun og
ágæt málakunnátta hafa í senn
skapað henni mikla möguleika og
góðan árangur. Sjálfstæðisflokk-
urinn má ekki missa slíka mann-
eskju af þingi. Þess vegna eigum við
að tryggja þessari sterku sjálfstæð-
iskonu fimmta sætið.
Lára Margrét –
ágætur fulltrúi á
alþjóðavettvangi
Þórir Stephensen, fv. dómkirkjuprestur og
staðarhaldari í Viðey, skrifar:
STEFANÍA Óskarsdóttir, stjórn-
málafræðingur og varaþingmaður,
býður sig fram í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík um
næstu helgi. Stef-
anía er verðugur
fulltrúi nýrrar kyn-
slóðar sem býður
fram krafta sína í
þágu framsækinnar
uppbyggingar ís-
lensks þjóðfélags.
Ég tek undir með henni þegar hún
leggur áherslu á að efnahagsleg
framþróun Íslands séháð áfram-
haldandi uppbyggingu íslenska
menntakerfisins og kröftugri inn-
lendri rannsóknar- og þróun-
arstarfsemi. Almennt er álitið að í
framtíðinni verði útrás íslensks iðn-
aðar sterklega háð þekkingarupp-
byggingu fyrirtækja.
Á síðustu árum hafa orðið miklar
breytingar á íslensku háskóla-
umhverfi og skólum á háskólastigi
hefur fjölgað. Rannsóknanám er
hinn skapandi þáttur háskólastarfs-
ins. Mikilvægt er að hafa á Alþingi
þingmenn með reynslu og þekkingu
Stefaníu af rannsóknum og háskóla-
starfi til að styðja þennan mik-
ilvæga málaflokk.
Ég hvet því alla til að tryggja
Stefaníu öruggt sæti í prófkjörinu.
Stefanía er
verðugur fulltrúi
Þorsteinn I. Sigfússon prófessor skrifar:
KATRÍN Fjeldsted, læknir og al-
þingismaður, sækist eftir fjórða sæt-
inu í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík nk. helgi.
Á þeim rúmu
tveimur áratugum
sem Katrín hefur
starfað sem læknir
hefur hún aflað sér
víðtækrar reynslu
og þekkingar á heil-
brigðismálum, ekki síst hvernig þau
mál snúa að þeim sem nota þurfa
þjónustuna – sjúklingum og fólkinu í
landinu. Þá hefur hún tólf ára
reynslu úr borgarstjórn og fjögur ár
á Alþingi, og er því hnútum kunnug
innan stjórnkerfisins. Öll þessi
þekking og reynsla er nauðsynleg í
dag, þegar heilbrigðismálin eru
stærsti útgjaldaliður ríkisins, krafan
um niðurskurð stöðug og kerfið í al-
gjörum ólestri. Nú er þörf á því að
taka til í þeirri ruslakistu sem heil-
brigðiskerfi þjóðarinnar er orðið.
Katrínu er treystandi til þess.
Tryggjum henni fjórða sætið á lista
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Lögum heilbrigð-
iskerfið – Katrín í
4. sætið
Viðar Magnússon, læknir, MBA, skrifar:
HLUTVERK okkar sem tökum
þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna er
að stilla upp sigurstranglegum lista
þannig að Sjálfstæðisflokkurinn geti
haldið áfram að
vinna að góðum mál-
um sem stuðla að
umbótum fyrir ís-
lenskt þjóðfélag. Því
eigum við að velja
ungt fólk í komandi
prófkjöri og til for-
ystu en það er nauðsynlegt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosn-
ingum í vor. Ingvi Hrafn Óskarsson,
sitjandi formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna og aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra, er í hópi ungra
frambjóðenda. Er mér sönn ánægja
að gefa honum góð meðmæli enda
hugmyndaríkur ungur maður á ferð.
Ingvi hefur í störfum sínum, sem
forystumaður ungra sjálfstæð-
ismanna, lagt áherslu á lækkun
skatta, ráðdeild og sparsemi í rík-
isrekstri og frelsi okkar til orðs og
athafna. Á nýafstöðnu málefnaþingi
SUS var ályktað um næstu skref
sem sjálfstæðismenn eiga að taka í
landsmálunum. Var Ingvi hug-
myndasmiður að þessu góða þingi,
sem heppnaðist einstaklega vel og á
sjálfsagt eftir að verða fyrirmynd
annarra málefnaþinga hjá ungum
sjálfstæðismönnum. Sjálfstæð-
ismenn, ungir sem aldnir, ættu að
beita sér fyrir því að þessi ungi mað-
ur nái góðum árangri í prófkjörinu á
laugardaginn.
Formann SUS
á þing!
Friðjón R. Friðjónsson, stjórnarmaður í
SUS, skrifar:
LÆGRI skattar og meiri velferð,
þannig eru áherslur Sigurðar Kára
Kristjánssonar, fyrrum formanns
SUS, sem nú býður
sig fram í prófkjöri
okkar sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík.
Það er rangt að
lægri skattar skerði
velferð, líkt og
vinstrimenn halda
látlaust að okkur. Léttari skattbyrði
á einstaklinga og fyrirtæki tryggir
þvert á móti blómlegt efnahagslíf
sem aftur skilar sér til ríkisins og í
öflugra velferðarkerfi. Heilbrigt
skattaumhverfi laðar fyrirtæki að
landinu, treystir nýsköpun og at-
vinnuumhverfið. Við þurfum að
sækja frekari skattalækkanir til rík-
isins, tryggja að meira af sjálfsaflafé
landsmanna lendi í þeirra eigin vös-
um. Sigurður Kári er ekki aðeins öfl-
ug viðbót við þingflokkinn, fram-
bærilegur fulltrúi ungu
kynslóðarinnar, heldur líka verð-
ugur fulltrúi skattgreiðenda. Sig-
urður Kári er málafylgjumaður og
hugsjónamaður sem mun standa
sína vakt sem þingmaður okkar
sjálfstæðismanna. Kjósum hann í 7.
sætið.
Sigurð Kára
í 7. sætið
Þorbjörn Þórðarson, nemi í VÍ og stjórn-
armaður í Heimdalli, skrifar:
Hver kona er einstök,
Helena Rubinstein
býður upp á fjölbreytt úrval farða
*m
eð
an
bi
rg
ði
r
en
da
st
Útsölustaðir: Ársól Grímsbæ, Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ,
Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8,
Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi,
Hygea Smáralind, Fína Háholti Mosfellsbæ.
Landið: Hjá Maríu Glerártorgi Akureyri, Jara Hafnarstræti 104 Akureyri, Bjarg
Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Konur og menn Hafnarstræti 9
Ísafirði, Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum.
Kaupaukinn* þinn
þegar þú kaupir
HR farða
Taska með svampi fyrir farða og
bursta fyrir púður, kinnalit og
sólarpúður.
meistar inn. is
HÖNNUN LIST
Kynnum OROBLU vetrarvörurnar
í Árbæjarapóteki í dag kl. 14-18.
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt
oroblu@islensk-erlenda.is
20% kynningarafsláttur
af OROBLU sokkum og sokkabuxum.
Árbæjarapótek
Hverfisgötu 18, s. 530 9314
Caffé Kúlture fagnar
„Thanksgiving“-hátíð
Bandaríkjamanna
Þessa helgi verður boðið upp
á sérstaka kalkúnarétti í tilefni
þakkargjörðarhátíðarinnar.
Einnig sérstakur jólamatseðill
fyrir hópa 1. des.-6. jan.
Tekið er við pöntunum núna.