Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 65

Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 65
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 65 VIÐ SEM störfum á heilbrigð- issviði vitum öll hve mikilvægt það er að velja til forystu einstaklinga sem hafa þekkingu og skilning á þeim störfum sem unnin eru á heil- brigðisstofnunum. Ásta Möller er einn þeirra. Ásta hefur verið í forystusveit okkar hjúkr- unarfræðinga um árabil og unnið að mörgum stórum framfaramálum í hjúkrun. Þar ber sennilega hæst sameiningu hjúkr- unarfélaganna tveggja sem áður störfuðu. Álagið á heilbrigðiskerfið vex stöðugt með tilheyrandi álagi á heilbrigðisstofnanir, önnum hjá heilbrigðisstarfsfólki og auknum byrðum skattgreiðenda. Það er nauðsynlegt að sátt ríki um rekstur heilbrigðiskerfisins, sátt sem trygg- ir okkur áfram þjónustu sem er á meðal þess besta sem þekkist á Vesturlöndum. Undirrituð hefur þekkt Ástu Möller í fjölda ára og veit að þar fer kona sem hefur þá hæfileika og þekkingu sem þarf til að móta það starf sem framundan er á heil- brigðissviðinu. Ég skora því á alla Sjálfstæðismenn í Reykjavík að fylkja sér á bak við Ástu Möller og setja hana í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í kosning- unum í vor. Styðjum Ástu Möller til forystu Helga R. Ottósdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar: ÉG kynntist Birgi Ármannssyni í menntaskóla en þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þá þegar getið sér gott orð fyrir störf að félagsmálum. Í MR gegndi hann m.a. embættum for- seta málfundafélags- ins Framtíðarinnar og skólafélagsins. Hann keppti marg- oft fyrir skólann í ræðukeppni og spurningakeppni. Yfirleitt vann hann til verðlauna á þessum sviðum enda víðlesinn og snöggur í til- svörum. Birgir valdist einnig til foryst- ustarfa í félagsstarfinu í Háskól- anum þar sem hann varði hagsmuni stúdenta með oddi og egg en sýndi þó jafnan sanngirni. Að námi loknu hefur Birgir gegnt trúnaðarstörfum í þágu atvinnulífs- ins þar sem hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir dugnað og réttsýni. Þeir sem kynnst hafa störfum Birgis eru sammála um að þar fari óþreytandi vinnuþjarkur, ábyrgur en þó áræðinn. Umfram allt er hann þó heiðarlegur og viðkunnanlegur maður með ríka réttlætiskennd. Einmitt þess vegna á Birgir erindi á Alþingi og hvet ég sjálfstæðismenn til að styðja hann til trúnaðarstarfa í þágu Reykvíkinga. Birgi á þing Guðbjörg Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræð- ingur skrifar: Í VIKULOK munu sjálfstæð- ismenn í Reykjavík velja fulltrúa sína á framboðslista flokksins til Al- þingiskosninga á vori komanda. Mikilvægt er að vanda valið og velja saman vaska sveit dugmikilla manna. Kröftugan hóp fólks með mikla reynslu og þekkingu. Æskilegt er að einhver nýliðun verði og að allar raddir fái að heyrast. Fagnaðarefni er að Birgir Ármannsson, sem hefur víðtæka reynslu af atvinnulífi og fé- lagsstarfi, skuli bjóða sig fram til setu á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Birgir hefur jafnan verið valinn til trúnaðarstarfa í framvarðasveit hvar sem hann hef- ur komið. Aldrei hefur hann brugð- ist trausti manna. Ég hefi aldregi verið í vafa um það að Birgir eigi fullt erindi á Alþingi Íslendinga, það leynir sér ekki á at- gjörvi hans að þar fer maður ríku- lega kostum búum, né fer það dult í ræðu eða riti. Ég vil því hvetja sjálf- stæðismenn til að veita Birgi Ár- mannssyni brautargengi í komandi prófkjöri. Birgi í 6. sæti. Veljum Birgi Snorri Stefánsson laganemi skrifar: SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, sem nú býður sig fram í þriðja sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hefur með verkum sínum allar götur frá því hún hóf stjórnmálaþátttöku verið ötul bar- áttukona fyrir jöfnun hlutdeildar kynjanna í áhrifastöðum í þjóð- félaginu, m.a. í sveit- arstjórnum og á Alþingi. Með fram- göngu sinni og góðum árangri bæði sem þingmaður og ráðherra er hún öðrum konum, sem hyggja á stjórn- málaþátttöku, góð fyrirmynd og hvatning. Hún er forystukona sem tryggja verður forystusæti í prófkjör- inu. Sjálfstæðismenn, fjölmennum á kjörstaðina og nýtum áhrifamátt okk- ar í Sjálfstæðisflokknum. Sólveigu í þriðja sætið! Sólveigu í forystusæti Kristín Guðmundsdóttir, fyrrv. formaður Hvatar – félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, skrifar: BJÖRN Bjarnason, alþing- ismaður og borgarfulltrúi, býður sig nú fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer 22.–23. nóvember. Að mínu mati er Björn Bjarnason einfald- lega einn af okkar allra bestu mönnum. Hann er sá maður í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins sem ég tel hvað vinnusamastan og traust- astan. Ég styð Björn heilshugar í prófkjörinu og hvet alla til að kjósa hann í 3. sæti framboðslistans. Björn Bjarnason til forystu Pétur Gautur myndlistarmaður skrifar: PRÓFKJÖR okkar sjálfstæð- ismanna er framundan. Hver og einn okkar ágætu frambjóðenda hef- ur augastað á sínu óskasæti á listan- um og hún Katrín Fjeldsted stefnir ótrauð á fjórða sæt- ið. Katrín hefur dýr- mæta reynslu í far- teski sínu. Hefur starfað lengst af sem heimilislæknir, verið borgarfulltrúi í fremstu víglínu og verið þingmaður af miklum móð, eins og kunnugt er. Á sviði heilbrigðismála er Katrín á heimavelli og er eini læknirinn í þingliði Íslendinga nú. Sú þekking og reynsla er dýrmæt þegar sá málaflokkur er annars vegar. Heil- brigðismálin eru geysilega viðamik- ill málaflokkur á þingi, eins og kunn- ugt er. Katrín er þekkt kjarnakona og ætlar að sveifla sér upp listann og í fjórða sætið – með okkar stuðningi! Svo er hún auðvitað formaður „Bæjarins bestu“ (félag okkar kvenna sem hafa verið í borg- arstjórn Reykjavíkur)! Segir allt sem þarf! Katrín fjórða! Margrét Theodórsdóttir skrifar: ÉG styð Ástu Möller í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 22. til 23. nóvember n.k. og hvet þig les- andi góður til þess að kjósa hana í 4. til 5. sæti. Ásta Möller al- þingismaður tekur nú þátt í prófkjöri fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Reykja- vík í fyrsta sinn. Ásta var í bar- áttusæti flokksins fyrir síðustu kosningar sem níundi maður á lista. Hún hefur á þessu fyrsta kjör- tímabili sínu vakið athygli fyrir skýra og einarða stefnu í fjölmörg- um málum. Ásta hefur m.a. verið leiðandi í umræðum um heilbrigð- isþjónustu og vakið athygli á þeim möguleikum sem liggja í fjölbreytt- ari rekstrarformum en nú tíðkast innan heilbrigðisþjónustunnar. Ég hef um árabil starfað með Ástu að málefnum hjúkrunarfræð- inga og veit að þar fer ósérhlífin, vönduð og stefnuföst kona sem hikar ekki við að standa við sannfæringu sína. Vegna reynslu sinnar, þekk- ingar og leiðtogahæfileika tel ég hana hafa stóru hlutverki að gegna í forystusveit Sjálfstæðisflokksins á alþingi Íslendinga. Ástu Möller í 4. til 5. sætið Lilja Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, skrifar: www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.