Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALAG velsku sveitarinnar Manic Street Preachers, frá tættu og tryllingslegu ræflarokki til íhugulli svæða; þar sem áleitnar, „stórar“ og melódískar smíðar eru í forgrunni er með þeim athyglisverðari í rokkland- inu góða. Allt síðan sveitin var stofn- sett árið 1988 hefur gustað um hana og einn af stóru leyndardómum rokk- sögunnar varð til þegar gítarleikari sveitarinnar, hinn dulúðugi Richey James, hvarf sporlaust árið 1995. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Hljómsveitin reis upp ári síðar, bæði úr volæði og til nýs, tónlistarlegs metnaðar með plötunni Everything Must Go. Sigling sveitarinnar hefur verið farsæl síðan, þó flestir séu á því að dampurinn hafi dottið dálítið niður á plötu þeirra frá því í fyrra, Know Your Enemy. Safnplatan nýja hristir saman, í engri sérstakri röð, nokkra af þekkt- ustu slögurunum frá ferli sveitarinn- ar. Einnig fylgir aukadiskur með, þar sem hinir og þessir endurhljóðbland- arar fara höndum um nokkur af þess- um lögum. – Segðu mér nú, Nicky, hvað finnst þér almennt um svona safnplötur? „Ja ... mér finnst þetta bara hið besta mál. Hérna getur fólk nálgast sögu sveitarinnar á aðgengilegan hátt.“ – En hver ákveður svona lagað? Eruð það þið eða fyrirtækið? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst okkur bara kominn tími á þetta. Ég ólst upp við „rauðu“ og „bláu“ safnplöturnar með Bítlunum og Greatest Hits með Abba. Mér hafa alltaf fundist safnplötur vera stórsniðugur hlutur.“ – Manic Street Preachers hefur alltaf verið mjög pólitískt band en svo virðist sem lítið sé um þannig sveitir í dag, þ.e. sveitir sem eru pólitískar um leið og þær eru „útvarpsvænar“? „Jú, það er rétt og ég held að sjald- an sé þörfin meiri en einmitt núna. Manni finnst svona að eftir 12 ár ættu fleiri að vera komnir á sjónar- sviðið en við og Primal Scream (hlær).“ – Í dag virðast hljómsveitir sem njóta hylli almennings líka ragari við að vera með stóryrtar yfirlýsingar, öfugt við það sem tíðkaðist á níunda áratugnum t.d.? „Já, þá virtust hljómsveitir hafa svo mikið að segja, utan við sjálfa tónlistina. Kannski eru menn orðnir settlegri í starfi núna...“ Albini á óskalista – Hvað finnst þér um þessa renni- reið ykkar þegar þú horfir til baka, úr ruslrokki yfir í epískar ballöður og aftur til baka? „Þegar ég hugsa um það þá er mik- ið af uppáhaldstónlistinni minni þannig. David Bowie sneri sér að sál- artónlist á tíma, Clash fóru yfir í reggí og döb o.s.frv. Ef þú ert skap- andi listamaður verður þú að leita nýrra leiða. Sumar sveitir get ég ekki hlustað á lengur því þetta er alltaf sama dæmið.“ – En hversu erfitt er það eiginlega að halda í listræna staðla, þegar unn- ið er innan markaðskerfis eins og þið gerið? „Við höfum alltaf verið frekar harðir á okkar, alveg frá því við byrj- uðum. Við höfum jafnframt alltaf verið meðvitaðir um hætturnar sem fylgja því að vera band á stóru merki, og reyna um leið að halda í hugsjón- irnar.“ – Hvað er svo framundan? „Við ætlum að túra plötuna aðeins, við erum farnir að sakna þess dálítið og við hlökkum til að spila þessi lög fyrir fólkið. Þessi lög væru ekki á plötunni væri það ekki fyrir fólkið. Hvað nýja plötu varðar er efst á óskalistanum að fara til Bandaríkj- anna og vinna plötu með Steve Albini (Pixies, Nirvana). Hvort af því verð- ur kemur svo bara í ljós.“ Safnplata með Manic Street Preachers Horft niður Brjálstræti Manic Street Preachers. Nicky Wire er lengst til hægri. Manic Street Preachers er efalaust ein af athygl- isverðari rokksveitum sem tíundi áratugurinn ól. Arnar Eggert Thoroddsen horfði stuttlega um öxl með Nicky Wire, bassaleikara sveitarinnar. Safnplata Manic Street Preachers, Forever Delayed, er komin í verslanir. arnart@mbl.is                 !     " #   $  %&  '  ('# )  !  # "   * # '#+,# - $  ,   '#+ . / 0 1 2 - '  / .#$ * 0  2 3  + # ! #   , )  " 10  ! 4#  *  5     6 4   76  89    4    ) *(   #:;;<=&<<<  >  # ,  "  )  ??+5 !   4  )  6  '#+,#  # *   + 4 2 * ( ABCD .# *#  % + C   " $$ )       # *( -# 65 &; *+E## # + "  0 ,# !    $ F ' G # 0 * H * D  + ID # # J & & K & F & & F K : L & :F && & & &< M : : L :& J : F& L F & L ! ! !     !      ! %    %        ! ! ! N   !$# ! %    ! ! :<<: !# -# 65 )DA D,     !# )DA N   %            & M L I F J :& : K :< 2 :: ; &L :F &; && :I :L 2 2 :M &K :J 2 &: &F :K KJ &M                            O    $     #   4# P  4Q        AD .#   !  (   + !  + $   4  # D#   44    4      C * R R"  $RD7# D D R! S  R0  # !  R  D1  #                              < < %;  5  =       BUBBI Morthens er búinn að endurheimta toppsæti Tónlistans! Írsku ofurrokkararnir í U2 stálu sætinu af kónginum í síðustu viku en sem fyrr sýnir Bubbi að hann er ekk- ert lamb að leika við og tryggir sér fyrsta sætið á nýjan leik. Þeim fer þannig stöð- ugt fækkandi sem ekki hafa tekið góðan göngutúr út á Gróttu í fylgd Bubba, en „Við Gróttu“ er eitt þeirra tólf laga sem prýða plöt- una Sól að morgni, plata sem hefur fengið fá- dæma góðar viðtökur, jafnt hjá gagnrýnendum sem hinum almenna hlustanda. Sólin gægist! PEARL Jam er mætt á nýjan leik með plötu, sem kallast Riot Act og er sjöunda hljóðversplata sveitarinnar. Áður hafa komið út Ten (’91), Vs (’93), Vitalogy (’94), No Code (’96), Yield (’98) og Binaural (’00). Lagið „I am mine“ hefur hljómað nokkuð í útvarpi undanfarið og þar má heyra hinn ein- stæða fléttuhljóm gítarleikaranna Mike McCready og Stone Gossard. Pearl Jam-liðar hyggjast leggjast í ferðalag til að kynna plötuna á næsta ári og ætla að gefa alla tónleikana út líkt og gert var árið 2000 en þá komu út tugir ofan á tugi hljómleikaplatna. Perlusulta! JÁ, hverjir geta nú ekki sungið með í einu eða tveimur lögum með gæðasveitinni Nýdönsk („Hjálpaðu mér upp“ t.d.?). Platan Freistingar inniheldur 15 lög í tilefni 15 ára afmælis hljóm- sveitarinnar og ákváðu Jón Ólafsson og félagar að krukka aðeins í arfleifðina og leika sér með smellina – en einnig lög sem fóru kannski ekki hátt á sínum tíma. Einnig eru hér ný flunkuný lög og Daníel Ágúst, fyrrum meginsöngspíra sveitarinnar, syngur með í þremur lögum. Ein- hverjir hafa greinilega látið freistast af þessari plötu og þar með fleytt henni inn á Tónlistann góða eins og sjá má. Ný Nýdönsk! EYJÓLFUR Krist- jánsson hefur um árabil verið einn af ástsælustu dæg- urlagasöngvurum Frónbúans. Á dög- unum ákvað Eyfi, eins og hann er jafnan kallaður, að halda upp á 20 ára farsælt starfs- afmæli með al- mennilegum stór- tónleikum í Borgarleikhúsinu. Sem betur fer fyrir okkur sem af misstum voru upptökugræjur í gangi og efni tónleikanna gefið út á plötunni Engan jazz hér! Þar nýtur Eyfi aðstoðar margra þekktra dægurtónlistarmanna og lög eins „Dagar“, „Danska lagið“ og „Draumur um Nínu“ hljóma glatt ásamt þrettán öðrum. Engan jazz! EFTIR því sem næst verður komist eru liðsmenn Smack komn- ir úr annarri hljómsveit sem hafði að atvinnu að leika lög eftir aðra. Þeir hafa greinilega alið með sér þann draum að geta gefið út skíf- ur með eigin efni eins og sjá má á plötunni Number One sem kom út fyrir stuttu. Það er og gott og blessað, flestir hefja sinn rokktónlistarferil á því að stæla aðra en þróa síðan með sér eigin stíl. Hljómsveitin Smack á enn nokkuð í land með að teljast frumleg, en þó að Number One standist ekki ströngustu gæða- kröfur og tónlistin sé ekki ýkja frumleg er margt gott að finna á henni og ástæða til að gefa diskinn út. Líklegt verður að telja að söng- spíra Smack, Þorsteinn G. Bjarna- son, sé fremstur meðal jafningja í sveitinni, því hann semur öll lög hennar nema tvö sem eru skrifuð á hann og aðra, sem eru þó ekki liðs- menn Smack að því best verður séð. Hann er og prýðilegur laga- smiður, sjá til að mynda lög eins og „Emotion“, titillag plötunnar, sem Þorsteinn á með Magnúsi Einarssyni, og „Stuck in the Nude“, líklega besta lag skífunnar sem Þorsteinn syngur mjög vel. Helsti galli plötunar er hljómur á henni sem er langt í frá góður. Víst er allt vel upptekið, en útflatt og dauft, spilað undan værðarvoð. Aðallega er gítarhjómurinn dauf- ur; í svona tónlist eiga gítarar að vera beittir og kraftmiklir, ekki deigir og loðmollulegir. Víða eru útsetningar líka fullléttar og fyr- irtaks rokkarar, á pappírnum að minnsta kosti, verða eiginlega hvorki fugl né fiskur. Gott dæmi um þetta er þegar gítarkafli sem kemur um miðbik „1.000 years“, eftir þokkalega stígandi býst hlustandinn við kraftmiklum gít- arkafla en fær dauflegt miðjumoð. Umslag plötunnar er afleitt og sérkennileg sú högun að prenta texta og upplýsingar með svörtu letri á dökkan bakgrunn. Tónlist Undan værðarvoð Smack Number One Smack Number One, fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar Smack sem hljómsveitin gefur sjálf út. Hljómsveitina skipa Þorsteinn G. Bjarnason sem syngur, Ingvar Valgeirsson gítarleikari, Jörgen Jörgensen bassaleikari og Gísli Elíasson trommuleikari. Þor- steinn semur öll lög og alla texta, tvö laganna þó með öðr- um. Jón Ólafsson tók megnið af plötunni upp í hljóðveri sínu, en eitthvað var tekið upp í Stúdíói September undir stjórn Hafþórs Guðmundssonar. Árni Matthíasson Number One er fyrsta plata hljómsveit- arinnar Smack.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.