Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 84

Morgunblaðið - 22.11.2002, Side 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. afsláttur 25% ÍSLAND hefur skuldbundið sig til að verja allt að 300 milljónum króna til þess að leigja flug- vélar undir herflutninga á vegum Atlantshafs- bandalagsins (NATO), komi til aðgerða á vegum bandalagsins, þar sem slíkra flutninga verður þörf. Ríkisstjórnin hefur samþykkt þetta í fram- haldi af beiðni frá NATO um framlög, sem geti orðið til þess að styrkja hernaðargetu banda- lagsins. Þegar hefur verið gengið frá rammasamn- ingum við Flugleiðir og Flugfélagið Atlanta, sem gera stjórnvöldum kleift að óska aðstoðar þeirra með litlum fyrirvara og taka flugvélar á leigu. Nánari ákvörðun um slíkt framlag verður tekin í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, og þarf í hverju tilviki að skoða m.a. áhættumat, tryggingamál o.fl. Uppbyggingu friðargæzlu flýtt Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að Ís- lendingar vilji eins og aðrar þjóðir NATO styrkja bæði bandalagið og sjálfa sig innan bandalagsins með því að heita framlögum af þessu tagi, komi til kreppuástands sem NATO þurfi að fást við. 300 milljónir sé hámarksupp- hæð tengd einni slíkri hernaðaraðgerð; ef þær verði fleiri þurfi að skoða það sérstaklega. „Við vonum auðvitað að slíkt ástand komi ekki oft upp, og helzt aldrei,“ segir Davíð. Að auki hefur ríkisstjórnin samþykkt að flýta uppbyggingu Ís- lenzku friðargæzlunnar. Þannig verður virkum friðargæzluliðum fjölg- að úr 25 í 50 fyrir árið 2006, í stað þess að miða við 2008 eins og gert hefur verið. Þetta þýðir að kostnaður við friðargæzlu Íslands erlendis getur orðið allt að hálfur milljarður króna árið 2006. „Við viljum vera virkari í þessum efnum. Með þessari ákvörðun erum við að taka heilmikinn þátt, miðað við okkar hlutfall innan bandalags- ins,“ segir Davíð. Allt að 300 milljónum til loftflutninga fyrir NATO Prag. Morgunblaðið.  Loforð/42 HLJÓMSVEITIN Sigur Rós tekur sér stutt frí frá ferðalagi um heim- inn og heldur tvenna tónleika hér á landi í byrjun desember. Tónleik- arnir verða í Háskólabíói 12. og 13. desember, en hljómsveitarmeðlimir koma til landsins daginn fyrir fyrri tónleikana. Með Sigur Rós á tón- leikum leikur strengjakvartettinn Amina. Sigurður Ármann verður sérstakur gestur á þessum tón- leikum. Miðasala á tónleikana verð- ur í hljómplötuversluninni 12 tón- um á Skólavörðustíg 15 og hefst næstkomandi mánudag. Miðinn mun kosta 2.900 kr. Sigur Rós í Háskólabíói HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær ís- lenska ríkið til að greiða 11 ára gamalli stúlku rúmar 16 milljónir króna í bæt- ur. Barnið fæddist mjög skert andlega en móðirin greindist með meðgöngu- eitrun í mæðraskoðun. Konan fór heim til sín að lokinni skoðun en sama kvöld fór að blæða og var konan þá flutt á sjúkrahús þar sem kom í ljós að um fylgjulos var að ræða. Taldi Hæstiréttur að líklegast væri að meðgöngueitrunin hefði komið fylgju- losinu af stað og leitt til þess að barnið varð fyrir súrefnisskorti. Væri fötlun þess þannig sennileg afleiðing af ofan- greindum mistökum. Var talið að fæð- ingarlæknir konunnar hefði ekki gert henni nægilega grein fyrir nauðsyn innlagnar þegar í stað og hvað í húfi væri ef ekki kæmi til þess. Læknisfræðileg örorka 90% Móðir stúlkunnar greindist með meðgöngueitrun við mæðraskoðun í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur í febr- úar 1991, þar sem hún var með eggja- hvítu í þvagi, hækkaðan blóðþrýsting og vaxandi bjúg. Í mæðraskrá var skráð innlögn á kvennadeild Landspít- alans. Hún fór samt heim að lokinni skoðun og stóð til að hún legðist inn að morgni næsta dags. Um kvöldið varð skyndilega mikil blæðing hjá henni og var hún flutt á sjúkrahúsið með sjúkrabíl. Kom í ljós að um fylgjulos var að ræða. Var barnið tekið með keisaraskurði og hefur læknisfræðileg örorka þess verið metin 90% og fjár- hagsleg örorka 100%. 16 millj- ónir vegna mistaka Var ekki gerð nægj- anleg grein fyrir nauðsyn innlagnar ÓLAFI Elíassyni myndlistarmanni hefur verið boð- ið að sýna í túrbínusalnum, stærsta sal Tate Mod- ern-listasafnsins í London, á næsta ári. Verk hans verður hluti af sýningarröðinni „Unilever Series“. Fram að þessu hefur einungis þremur öðrum listamönnum verið boðið að vinna verk í þessa röð; þeim Louise Bourgeois, Juan Muñoz og Anish Kapo- or. Risavaxin verkin sem þau sköpuðu af þessu til- efni hafa öll vakið mikla athygli, bæði í listheim- inum og meðal almennra gesta safnsins. Ólafur sagðist í samtali við Morgunblaðið þegar vera farinn að setja saman fjölmennan hóp vísinda- manna úr ýmsum áttum sem standa á saman að sköpun verksins. Vinnan er þó öll á frumstigi en sýningin verður opnuð í október á næsta ári. / 34 ZUMA Press Túrbínusalurinn er sá stærsti í Tate Modern-listasafninu í London. Ólafur Elíasson í Tate Modern GÍFURLEG stemmning var í troð- fullu Háskólabíói þegar Sálin hans Jóns míns og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands tóku þar höndum saman í gærkvöldi. Uppselt er á tvenna aðra tónleika. Ríkarður Ö. Pálsson tónlistargagnrýnandi var meðal áheyrenda og segir í umsögn sinni að Sálin, Sinfónían og stjórnandinn hafi komist „langt með að gera sannfærandi bræðing úr flestu“. Morgunblaðið/Kristinn Bernharð Wilkinson, Una Sveinbjarnardóttir, Stefán Hilmarsson og Guð- mundur Jónsson voru einbeitt á svip á tónleikunum í gærkvöldi. Rífandi stemmning „VIÐ þurfum á hressilegu suðvestan roki að halda, með miklu brimi,“ seg- ir Aðalsteinn Einarsson, skipstjóri á netabátnum Hring HF frá Hafnar- firði. Afli neta- báta í Faxaflóa hefur verið óvenju dræmur í haust og segjast skipstjórnar- menn vart muna annað eins. „Tíðarfarið hefur verið okkur afar óhagstætt, það hefur varla hreyft vind hér í allt haust. Þá verð- ur sjórinn súrefnissnauður og fisk- urinn hreyfir sig lítið, leggst hrein- lega á botninn. Það sést best á því að færabátar hafa verið að fá ágætan afla innan um netatrossurnar. Þegar hinsvegar gerir brælu fer ætið á hreyfingu og þá lifnar yfir öllu lífrík- inu,“ sagði Alli á Hring. Þorsteinn Svavarsson, skipstjóri á netabátnum Mána HF frá Hafnar- firði, hefur sömu sögu að segja. „Það hefur verið alger ördeyða í netin í haust, ég man varla eftir jafnlélegri haustvertíð. Við erum með sex tross- ur og köllum það gott ef aflinn fer yf- ir tonnið eftir daginn. Hér hafa verið norðan- og norðaustanáttir og það kemur sér illa fyrir okkur sem stundum veiðar í Faxaflóa. Það þarf hressilegar vestlægar áttir til að hræra upp í lífríkinu í Flóanum.“ Biðja um hressilega brælu Döpur aflabrögð. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.