Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 44

Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 44
NEYTENDUR 44 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jólablað Húsfreyjunnar er komið út l l j Áskriftarsími 551 7044 ÞAÐ munar 40,5% á ódýrustu og dýrustu matarkörfunni í verðkönn- un Neytendasamtak- anna á Akureyri. Bón- us var með lægsta verðið en Nettó er næst ódýrasta verslun- in og munar tæpum 8% á þessum verslun- um. Verslunin Strax er næst dýrust en munar þó ekki nema tæpum 3% á Strax og 10–11. Í fréttatilkynningu frá samtökunum kem- ur fram að mikill verðmunur sé oft á einstökum vörutegundum og munar helmingi á lægsta og hæsta verði í tveimur tilvikum. Tvö kíló af kartöflum af tegund- inni gullauga voru ódýr- ust í Bónus þar sem þau kostuðu 99 krónur á til- boðsverði. Dýrastar voru kartöfl- urnar í 10–11 þar sem þær kostuðu 278 krónur sem er 180,8 % verð- munur. Tveggja lítra flaska af Coca Cola var á tilboðsverði í Bónus á 97 krónur og í Nettó á 98 krónur. Dýrast var kókið í Strax og 10–11 þar sem það kostaði 229 krónur á báðum stöðunum, en það er 136,1% verðmunur miðað við lægsta verð. Afgreiðslutíminn er að meðaltali lengstur í versluninni 10–11 eða 98 tímar á viku en Bónus er með stystan afgreiðslutíma, 48 og hálf- an tíma á viku. Mesta vöruúrvalið í matvörum er í Hagkaupum, 8.000 vöruteg- undir, en minnst í Bónus, 1.400 vörutegundir, samkvæmt heima- síðu Baugs. Segir í fréttatilkynn- ingunni að því sé augljóst sam- hengi milli vöruverðs annars vegar og afgreiðslutíma og vöruúrvals hins vegar. Segir ennfremur að lítið sem ekkert ósamræmi hafi verið á milli hillumerkinga og verðs á kassa í verslununum sex. Að lokum skal þess getið að upphaflegur vörulisti í verðkönn- uninni var með 32 vörutegundum en einungis 24 vörutegundir feng- ust í öllum verslununum. Könnunin var gerð í samvinnu við verkalýðsfélögin á staðnum.                           !" #$$ %& ' ! ' ()) **"+   ,   ' - . "  !& ' /"* '#  0  1" #$$  ! 2  ' 3*  **"+ !"" + !+4 #$$ 5*  6$$ 78"" #9:  + 22 #$$  ;2  9  24 % !22 - 6                                                                 $9 :: #:  < #< : =# =# <=> < # :< < :< =< # ' #<  #< 66< 6'# '#< #< " #$%                          &! $' :# #  : #: :' =6 =6 <:> $< #' #= : :# <<> 6< $#  # $ ' 6'< 6'# '##  # " $'(                           $< = 9< # =' :< ' '$: '$< 6: ## =6 '6 =' '6< < # ''< 6 9$ 6 : '< '<# ## # *+*                          , $< = 9< # =6 =' ' << '$< 6< ## =6 '6 << '9# < #< ''< 6 :# 6 = 6<= 69 =< # $*'                          - = =9 = :< 9$> =6 ' ''' ''<  < 9< < '# <' '9# < 9< '6# 6 :# 6<< '< 66< <= # "".                          $*/$$ = =< = =< 6<> =< '< ''' ''<  < = <6 '< =# ':= <# #< ' <  9# #< < 66< << # #.$                          $' :# #  : 6<> :' =6 =6 <:> $< #' #= : :# <<> 6< $#  # $ ' 6'< 6'# '##  # " $'(                          = =< = =< =6 =< '< ''' ''<  < = <6 '< << ':= <# 9< ' <  :# #< < 66< << # #.$ >   4  " Verðkönnun Neytendasamtakanna á Akureyri í sex matvöruverslunum 180% verðmunur var á gullaugakartöflum Morgunblaðið/Arnaldur Mikill verðmunur er oft á ein- stökum vörutegundum í verð- könnuninni. Bónus reyndist vera með ódýrustu matarkörfuna en 10–11 með þá dýrustu í verðkönnun sem Neytenda- samtökin á Akureyri gerðu í sex matvöruverslunum á Akureyri, hinn 28. nóvember síðastliðinn. Samhengi er á milli lægra vöruverðs annars vegar og styttri afgreiðslutíma og færri vöru- tegunda hins vegar. meiri skerpa í ljósinu en í hefð- bundnum ljósaseríum.“ Jólaljósaseríurnar eru aðeins framleiddar eftir pöntunum. „Við komum á staðinn, metum að- stæður og hönnum svo jólaser- íuna. Fólk getur ráðið hvaða liti JÓLASERÍUR með ljósleiðara, sem minna einna helst á norður- ljósin þar sem þau skipta litum í trjánum, hafa vakið athygli bæði innanlands og utan. Hug- myndin að baki jólaljósunum er íslensk og varð til í fyrirtækinu Dengsi, sem hefur sérhæft sig í smíði velti- skilta og ljós- leiðara. Eigandi fyrirtækisins Jóhannes Tryggvason, kallaður Dengsi, fékk hugmyndina fyrir 6 árum. „Við höfðum verið að setja upp ljós með ljósleiðara á veit- ingastöðum og verslunum sem við köllum stjörnuloft en arki- tektar hafa verið að sýna þessari ljóstækni áhuga. Svo var það ein jólin að ég ákvað að setja ljósin upp í garðinum hjá mér en hann er við fjölfarna götu. Vakti upp- lýst tréð athygli og nú er svo komið að þessar jólaseríur eru orðnar vinsælar.“ Jóhannes segir ljósleiðara- seríurnar þannig upp byggðar að ljósleiðari úr fíberefni sé leiddur frá peru og upp í tréð. „Það má líkja þessari tækni við vatnsslöngu en í stað vatns fer ljós eftir slöng- unni,“ segir Jó- hannes. „Það sem gefur ljósaseríunni skemmtilegt yfirbragð er hvernig fíberend- arnir eru látnir sitja í trénu. Lita- skiptunum er svo stjórnað úr kassanum: Litahjól er fyrir fram- an peruna sem sker hvíta geisl- ann og þannig verða litbrigðin til. Kosturinn við þessa gerð jóla- ljósa er að þau hafa mun lengri endingartíma og það er miklu Jólaljós vekja athygli Benedikt Jónsson, til vinstri, og Jó- hannes Tryggvason, sem starfa hjá hjá fyrirtækinu Dengsa. Morgunblaðið/Þorkell Jólaljósaseríur með ljósleiðara eru sérhannaðar fyrir hvert tré. Á MEÐAN sjö af hverjum tíu Norð- mönnum skoða upplýsingar um hversu varan er vistvæn áður en þeir kaupa pappírsvörur til heimilisins og þvottavél, skoða einungis fjórtán af hundrað sams konar upplýsingar áð- ur en þeir kaupa sér gistingu á hót- eli. Til samanburðar kanna 42 pró- sent Spánverja upplýsingar um umhverfisvernd á hótelum áður en þeir taka ákvörðun um gistingu. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á vegum norsku neytenda- rannsóknarstofnunarinnar hjá fjög- ur þúsund neytendum í Þýskalandi, á Spáni, á Ítalíu og í Noregi. Þrír af hverjum fjórum sem spurð- ir voru þekktu norræna umhverfis- merkið Svaninn og blómið sem Evr- ópusambandið merkir vistvænar vörur með var betur þekkt í Noregi en í öðrum Evrópuríkjum. Þekking neytenda á umhverfis- vernd þykir góð í þeim löndum sem könnunin náði til. Meirihluti neyt- enda var reiðubúinn til að leita upp- lýsinga um hversu vistvæn varan væri þegar þeir keyptu það sem spurt var um; pappírsvörur, þvotta- vél og hótelgistingu. En þótt neyt- endur kaupi nú meira af vistvænum vörum en áður, eru þeir almennt ekki eins uppteknir af umhverfis- vernd og þeir voru fyrir 10-15 árum segir Eivind Stø yfirmaður neyt- endarannsókna hjá SIFO. Norskir neytendur vilja vist- vænar vörur Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Sjónvarpsskápur 139.000 Kr www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.