Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 73

Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 73
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 73 RÉTT fyrir hádegi sunnudaginn 20. október síðastliðinn gekk ég yfir svonefnda Vatnsveitubrú á Elliða- ánum. Við mér blasti ófögur sjón. Árfarvegurinn var nánast þurr en heilmikið klakahröngl í honum. Örfá- ir sekúndulítrar af vatni seytluðu milli steinanna og klakahrönglsins. Miðað við ísmagnið hefur áin verið mjög vatnslítil í allmargar klukku- stundir, líklega megnið af undan- genginni nótt. Mér varð hugsað til laxaseiðanna á mikilvægasta upp- vaxtarsvæði þeirra í ánni og fæðunn- ar sem þau lifa á. Seiðin hafa örugg- lega drepist þúsundum saman og sömuleiðis hefur orðið mikið tjón í allri lífkeðjunni í ánum. Þetta voru náttúruhamfarir, því miður af manna völdum og því miður ekki í fyrsta sinn. Ég sá það sama í fyrstu frostum í fyrrahaust. Bæði nú og í fyrra hafði ég strax samband við Orkuveitu Reykjavíkur og lýsti því sem ég hafði séð. Skömmu síðar var eðlilegt vatn í án- um, en því miður örugglega of seint fyrir þúsundir laxaseiða. Það er dálítið kaldhæðnislegt að tveim dögum eftir þetta áfall birtist hér í blaðinu greinin Elliðaárnar á uppleið eftir Magnús Sigurðsson veiðivörð í Elliðaánum. Þar segir hann frá þeim ásetningi manna að hlúa að ánum eftir mögur ár. Liður í því er að halda jafnvægi í rennsli ár- innar að sögn Magnúsar. Ekki skal ég efast um þennan góða ásetning en því miður er árangurinn ekki sem skyldi. Það sýna þau óhöpp sem ég hef orðið vitni að. Síðastliðinn vetur varð ég oft vitni að því að syðri kvísl ánna frá Hunda- steinum að Árbæjarstíflu var alveg vatnslaus. Ég hef það eftir fiskifræð- ingum að þarna séu góð uppvaxtar- skilyrði fyrir laxaseiði, en að sjálf- sögðu að því tilskildu að vatn sé til staðar. Nú í haust, skömmu eftir að veiðitíma lauk og girðingin fyrir neð- an Hundasteina var fjarlægð, þorn- aði þessi kvísl enn einu sinni. Þá drepst allt í farveginum og mikil- vægu búsvæði var fórnað af tómum klaufaskap og hugsunarleysi. Margir hafa bent á að ekki fer vel á því að virkja laxveiðiá til raforku- framleiðslu. Ekki bætir úr skák að raforkuframleiðandinn eigi að bera ábyrgð á lífríkinu í ánni. Hann er örugglega ekki best til þess fallinn jafnvel þótt hann hafi kannski góðan ásetning. Elliðaárnar voru einu sinni ein af merkustu laxveiðiám í heimi. Þessar stuttu ár fóstruðu stóran laxastofn og gáfu veiðimönnum góðar stundir og oft góðan afla. Meðalafli á dag- stöng var með því hæsta sem gerist hér á landi. Virkjun í ánum var barn síns tíma en hún hefur það í för með sér að menn stjórna nú rennsli ár- innar. Það er unnt að gera af vand- virkni og viti. Því miður hefur skort á það undanfarið. Úr þessu verður að bæta. Verði það gert má gera sér vonir um bata í Elliðaánum. Elliðaárnar á uppleið? Eftir Björn Guðmundsson Höfundur er efnafræðingur. „Mikilvægu búsvæði var fórnað af tómum klaufaskap og hugsunarleysi.“ Málning fyrir vandláta www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð Dæmi um eldunartíma: Silit hraðsuða Venjuleg eldun Gúllas 15-20 mínútur 2 klst. Roast beef 30 mínútur 2 klst. Kartöflur 8 mínútur 20-25 mínútur Hraðsuðupottar Matur matreiddur í hraðsuðupotti er bæði bragðmeiri og hollari. Að auki er eldunartíminn miklu styttri og orkusparnaður verulegur. Borgartúni 28  562 2901 og 562 2900 Hollustan í fyrirrúmi - og stórkostlegur tímasparnaður! Maturinn er gufusoðinn undir þrýstingi. Við venjulega suðu glat- ast bragð, bæti- og næringarefni, en þetta gerist ekki þegar eld- að er í hraðsuðupotti. Í flestum tilfellum er líka óþarft að salta matinn sérstaklega. Ræddu við hússtjórnarkennara okkar, hana Dröfn, um eldun í hraðsuðu pottum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.