Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 2
2002 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
MANCHESTER UNITED LAGÐI CHELSEA Á OLD TRAFFORD/B2
Sem stendur er Sävehof í fjórðasæti sænsku deildarinnar, sex
stigum á eftir Redbergslid. „Það er
alveg ljóst að þetta er mjög sterkt lið,
trúlega talsvert sterkara en Álaborg-
arliðið sem við slógum út í síðustu
umferð. Það má því fastlega búast við
því að þetta verði enn erfiðara en þær
viðureignir,“ sagði Ágúst.
Svíarnir lögðu Bosna frá Sarajevó í
Bosníu í síðustu umferð, töpuðu með
einu marki á útivelli í fyrri leiknum
en unnu síðari leikinn með átta mörk-
um. „Við erum auðvitað mjög ánægð-
ir með að vera komnir þetta langt í
keppninni og mætum í þessa leiki til
að vinna og komast enn lengra. Það
er hins vegar langt í þetta verkefni og
okkur veitir ekkert af því að einbeita
okkur að deildinni hér heima. Við
munum því ýta þessu til hliðar og ein-
beita okkur að því að laga stöðu okk-
ar í deildinni,“ sagði Ágúst.
Spurður um hvort hann hefði átt
sér óskalið í átta liða úrslitunum,
sagði Ágúst: „Ég hefðu frekar viljað
fá ítalska liðið eða það gríska, svona
upp á möguleikana á að komast
áfram, en þetta er ágætt.“
Sävehof er með unga leikmenn í
sínum röðum og þar á meðal tvo af
efnilegustu leikmönnum Svíþjóðar.
Báðir eru þeir tvítugir og þykja gríð-
arleg efni. Jonas Larholm er leik-
stjórnandi, gríðarlega kvikur og
sterkur í fótunum og lætur boltann
ganga hratt og örugglega auk þess
sem hann er mjög ógnandi. Kim And-
ersson er örvhent skytta sem þykir
með þeim efnilegri sem fram hafa
komið á undanförnum árum. Alfreð
Gíslason, þjálfari Magdeburgar, hef-
ur meðal annars áhuga á að fá ha
til liðs við félagið.
Fyrri leikur Gróttu/KR og Säveh
verður 1. eða 2. mars í Gautaborg
síðari leikurinn 8. eða 9. mars h
heima. Þannig var þetta dregið
Svíar höfðu samband við forráð
menn Gróttu/KR strax eftir að drá
inn og nefnu þann möguleika að sp
báða leikina í Svíþjóð. „Við skoðu
auðvitað alla möguleika, en þetta
eitthvað sem verður ekki ákveð
fyrr en síðar,“ sagði Kristján Gu
laugsson, formaður handknattleik
deildar Gróttu/KR, í samtali v
Morgunblaðið í gær.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, sáttur við að mæta sænska liðinu Säveho
Ódýrt og gott ferðalag
„ÞAÐ fyrsta sem kemur upp í huganum er að þetta er ódýrt og gott
ferðalag,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, inntur eftir
hvernig honum litist á mótherjana í átta liða úrslitum Áskor-
endakeppninnar í handknattleik en Grótta/KR dróst á móti sænska
liðinu Sävehof.
■ Evrópudráttur/B2
Reuter
Ronaldo og Mia Hamm, knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins 2002, með viðurkenningar
sínar á stjörnuhófi FIFA í Madríd. Ronaldo var valinn í þriðja skipti og Mia Hamm í annað skipti.
RONALDO frá Brasilíu og Mia Hamm frá
Bandaríkjunum voru í gærkvöld útnefnd
knattspyrnukarl og knattspyrnukona ársins
2002 af Alþjóðaknattspyrnusambandinu,
FIFA. Ronaldo hlaut þar með þessa útnefn-
ingu í þriðja sinn, vann áður árin 1996 og
1997, og er sá fyrsti frá upphafi sem er kjör-
inn þrisvar. Þetta er jafnframt í fimmta sinn á
níu árum sem Brasilíumaður verður fyrir val-
inu en auk hans hafa Romario (1994) og Riv-
aldo (1999) orðið þessa heiðurs aðnjótandi.
Mia Hamm hefur nú hreppt þennan titil í
bæði skiptin sem knattspyrnukona ársins hef-
ur verið kjörin. Það voru landsliðsþjálfarar
sem greiddu atkvæði í kjörinu og Ronaldo
vann með yfirburðum í karlaflokki. Hann
fékk 387 stig, Oliver Kahn, markvörður Þjóð-
verja, fékk 171 stig og hinn franski Zinedine
Zidane varð þriðji með 141 stig. Mia Hamm
fékk 161 stig í kvennaflokki, Birgit Prinz frá
Þýskalandi 96 og Sun Wen frá Kína 58.
Ronaldo og
Mia best 2002
Teitur sagði við Morgunblaðið ígær að það hefði ekki verið lang-
r aðdragandi að þessari ákvörðun
sinni. „Það má segja
að þetta hafi farið af
stað um helgina og ég
tilkynnti stjórn
Brann um ákvörðun
ína í dag. Mér hefur liðið ágætlega
ér hjá Brann en síðan gerðist það á
eðan ég var í stuttu fríi á Íslandi á
ögunum að stjórn félagsins datt í
ug að breyta skipulagi þjálfunarinn-
r án þess að ræða við mig. Ég hef
erið með tvo aðstoðarþjálfara og
jórnin ákvað að þeir tækju að sér
kveðna hluta þjálfunarinnar. Það
efði í sjálfu sér ekki verið stórmál en
essi framkoma þykir mér fyrir neð-
n allar hellur, því það var ég sem bar
byrgðina. Ég ákvað því að kveðja og
akka fyrir mig,“ sagði Teitur.
Hann viðurkennir að það sé erfitt
ð yfirgefa Brann þar sem hann hefur
amtals þjálfað í sex ár, fyrst 1988 til
990 og síðan þrjú undanfarin tíma-
l. „Já, það er vissulega erfitt og
etta er staða sem ég sá ekki fyrir.
g hélt að hlutirnir væru á réttri leið,
tir að okkur tókst að vinna okkur út
r vandamálunum í haust og halda
kkur í úrvalsdeildinni. Það eru líkur
að félagið fái fjárhagslega aðstoð og
eti farið að setja markið hærra á ný.
n fyrst ekki er hægt að stóla á þá
m stjórna félaginu, fannst mér
etra að kveðja.“
Lyn eða AIK?
Norskir fjölmiðlar voru strax í gær
rnir að velta vöngum yfir næsta
angastað Teits og orðuðu hann við
slóarfélagið Lyn, sem hann þjálfaði
ður á árunum 1991 og 1992.
„Það hefur enginn haft samband
nnþá, enda er ég nýbúinn að til-
ynna þessa ákvörðun mína. Fyrir
eimur vikum höfðu þrjú félög sam-
and en ég ýtti þeim til hliðar þar sem
á var ekki á dagskránni hjá mér að
firgefa Brann. Tvö þeirra, Lyn og
IK í Svíþjóð, eru ekki búin að ganga
á sínum málum,“ sagði Teitur, en
vildi ekki upplýsa hvert þriðja félagið
var.
„Annars vona ég að þessi mál skýr-
ist fljótlega. Ég dreif í þessu núna til
að eiga möguleika á að komast strax
að annars staðar. Félögin hér á Norð-
urlöndunum sem enn eru þjálfaralaus
eru að ganga frá sínum málum þessa
dagana. Annars bind ég mig ekki
endilega við þjálfun á Norðurlöndun-
um og er opinn fyrir öllum möguleik-
um,“ sagði Teitur Þórðarson.
Þjálfaraferill hans er orðinn lang-
ur. Eftir 11 ár í atvinnumennsku í
Svíþjóð, Frakklandi og Sviss, tók
Teitur við þjálfun Skövde í Svíþjóð
árið 1987. Þaðan fór hann til Noregs
árið eftir og þjálfaði Brann, Lyn, Grei
og Lilleström en seint á árinu 1995
var hann ráðinn landsliðsþjálfari
Eistlands og tók um leið við fremsta
félaginu þar, Flora Tallinn. Í árslok
1999 hélt Teitur á ný til Noregs og
tók við liði Brann.
Teitur Þórðarson sagði upp hjá Brann
„Framkoma
fyrir neðan
allar hellur“
EITUR Þórðarson sagði í gær starfi sínu lausu sem þjálfari norska
nattspyrnufélagsins Brann. Þar hefur hann verið við stjórnvölinn í
rjú ár og var samningsbundinn félaginu til tveggja ára í viðbót, eða
t keppnistímabilið 2004. Hann gerði í gær samkomulag við stjórn
rann um starfslok sín hjá félaginu, sem greiðir honum laun næstu
vo mánuðina.
tir
ði
gurðsson
MIKA HÄKKINEN Í RALLIÐ
HÁSINGAR Í JEPPUM
NÝR JEEP CHEROKEE
NÝJAR REGLUR ESB
UMHIRÐA BÍLSINS
VATNSÞYNNANLEG BÍLLÖKK
LAND CRUISERStærri og betur búinn
Græjaðu jólin
Geislaspilarar, þjófavarnir, DVD-spilarar,
radarvarar, handfrjáls búnaður og margt fleira.
Mikið úrval góðra jólagjafa í bílinn.
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
Suðurlandsbraut 22 540 1500
www.lysing. is
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
K IA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
Loftpúðar og
TEMS-fjöðrun
BUSH EFLIR VARNIRNAR
Her Bandaríkjanna hefur fengið
fyrirmæli frá George W. Bush
Bandaríkjaforseta um að hefjast
handa við að koma upp gagn-
flaugakerfi til að verjast hugs-
anlegum eldflaugaárásum á Banda-
ríkin. Fyrstu gagnflaugarnar verða
teknar í notkun árið 2004. Stjórn
Bush hefur óskað eftir því að fá að
nota ratsjárstöðvar á Grænlandi og í
Bretlandi til eldflaugavarna.
Eitt mesta aflaárið
Árið sem nú er að líða stefnir í að
verða eitt mesta aflaár sem um get-
ur. Heildarfiskafli íslenskra skipa á
fyrstu 11 mánuðum ársins var kom-
inn yfir tvær milljónir tonna og orð-
inn 7% meiri en á sama tímabili í
fyrra.
Ungt fólk 25% atvinnulausra
Ungu fólki á atvinnuleysisskrám
hefur fjölgað og um 25% atvinnu-
lausra eru á aldrinum 16–24 ára. Há-
skólamenntuðu fólki á atvinnuleys-
isskrám hefur einnig fjölgað
verulega síðustu mánuði.
Nýr kostur í milli landaflugi
Nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu,
Iceland Express, hyggst hefja flug
milli Keflavíkur og Kaupmannahafn-
ar og Keflavíkur og Stansted við
London í lok febrúar. Fyrirtækið
stefnir að 12% markaðshlutdeild og
lægstu fargjöldin verða um 14.000
krónur.
Friðarsamningur í Kongó
Fulltrúar stjórnvalda og upp-
reisnarmanna í Lýðveldinu Kongó
undirrituðu í gær friðarsamning
sem vonast er til að bindi enda á
borgarastyrjöld sem staðið hefur í
meira en fjögur ár. Talið er að um
tvær og hálf milljón manna hafi látið
lífið í styrjöldinni, aðallega óbreyttir
borgarar sem dáið hafa úr hungri og
sjúkdómum í kjölfar átakanna.
Y f i r l i t
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 34/36
Viðskipti 14/15 Minningar 38/43
Erlent 16/19 Staksteinar 46
Höfuðborgin 20 Bréf 48/49
Akureyri 21 Kirkjustarf 44
Suðurnes 22 Dagbók 50/51
Landið 23 Fólk 52/57
Listir 24/29 Bíó 54/57
Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58
Viðhorf 34 Veður 59
* * *
NEMENDUR í Háteigsskóla
buðu foreldrum sínum í hádeg-
ismat í gær og var á boðstólum
hangiket og meðlæti. Þetta er
þriðja árið sem foreldrum er
boðið í skólahádegismat í jóla-
mánuðinum og á viðburðurinn
vaxandi vinsældum að fagna. Í
gær komu foreldrar yngstu
barnanna og í dag koma for-
eldrar barna á miðstiginu. Til
þess er leikurinn gerður að for-
eldrarnir kynnist skólastarfinu
á jákvæðan hátt með börnum
sínum yfir málsverði. Segir
Þröstur Harðarson matsveinn
að foreldrarnir gefi sér góðan
tíma frá vinnu til að þekkjast
hádegisverðarboð barna sinna
og aðspurður segir hann skóla-
eldhúsið ekki finna fyrir aukn-
um útgjöldum vegna skyndi-
fjölgunar í matsalnum, enda
gangi rekstur eldhússins vel.
Morgunblaðið/RAX
Foreldrunum boðið í hangikjöt
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, ASÍ, hefur óskað
eftir fundi með bankastjórn Seðlabankans til að
fara yfir „þá stöðu sem hefur skapast af því að
bankarnir skuli ekki skila lækkun stýrivaxta
Seðlabankans inn í verðtryggða vexti“ eins og það
er orðað í tilkynningu frá ASÍ. Að sögn Grétars
Þorsteinssonar, forseta ASÍ, hefur bankastjórnin
svarað beiðninni og fundur verið settur í Seðla-
bankanum á föstudag.
Grétar sagði við Morgunblaðið að það væri mik-
ið áhyggjuefni ef það væri virkilega svo að stýri-
vextirnir, mikilvægasta stjórntæki Seðlabankans,
hefðu ekki ætluð áhrif á peningamarkaði. Tak-
mörkuð viðbrögð bankanna hefðu afar neikvæða
þýðingu, hvort sem litið væri til greiðslubyrði
heimilanna í landinu af langtímalánum eða fjár-
festinga fyrirtækja.
„Við teljum okkur eiga brýnt erindi við Seðla-
bankann. Það kemur okkur alveg í opna skjöldu
hvernig bankarnir hafa brugðist við vaxtaákvörð-
unum Seðlabankans. Við minnumst þess frá síð-
astliðnu sumri að Seðlabankinn var gagnrýndur af
sumum bankanna fyrir að taka of lítil skref í vaxta-
málum og að það skapaði bönkunum ekki svigrúm
til að lækka vexti. Þess vegna koma lítil viðbrögð
bankanna núna okkur mjög á óvart. Verði engin
breyting á er Seðlabankinn ekki það stýritæki sem
menn hafa talið að hann væri,“ sagði Grétar.
Líklega fundað með bönkunum
Í bréfi Grétars til bankastjórnar Seðlabankans í
gær segir m.a. að óskað sé eftir því að fara yfir
stöðu peningamála í landinu og til hvaða úrræða
eigi að grípa. Aðspurður til hvaða úrræða ASÍ telji
að eigi að grípa í málinu segir Grétar þau ekki
liggja föst í hendi í dag. Megintilefni fundarins
með Seðlabankanum sé einmitt að finna einhver
úrræði þannig að breyta megi leikreglunum. Grét-
ar útilokar ekki að í framhaldinu muni forysta ASÍ
einnig óska eftir fundum með viðskiptabönkunum.
Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri
vildi í gærkvöldi ekki tjá sig um beiðni ASÍ að öðru
leyti en því að orðið hefði verið við henni í gær og
fundur væri boðaður á föstudag. Sagðist hann vilja
hitta forystumenn ASÍ fyrst áður en hann tjáði sig
efnislega um málið, en vísaði til ummæla sinna í
Morgunblaðinu í síðustu viku um vaxtalækkanir
Seðlabankans. Meðal þess sem Birgir Ísleifur
sagði þá var að áhrif lækkunar stýrivaxta bankans
á hagkerfið réðust að verulegu leyti af viðbrögðum
langtímavaxta á skuldabréfamarkaði og hjá lána-
stofnunum. Enda hefðu þeir meiri áhrif á einka-
neyslu og fjárfestingu en skammtímavextir.
„Þarna erum við fyrst og fremst að tala um verð-
tryggðu vextina sem ekki hafa fylgt þróun stýri-
vaxta Seðlabankans síðustu mánuði,“ sagði Birgir
Ísleifur í Morgunblaðinu sl. föstudag.
Áhyggjuefni ef stýrivextir
hafa engin áhrif á markaðinn
ASÍ óskar eftir
fundi með bankastjórn
Seðlabankans
RANNSÓKNARNEFND flugslysa
telur sennilegast að bandarísk
einkaflugvél, sem fórst skammt
vestan við Vestmannaeyjar í mars
2001, hafi brotnað á flugi eftir að
flugmenn hennar, tvær konur,
misstu stjórn á vélinni í ísingu. Þær
létust í slysinu.
Rannsókn á flugslysinu er lokið
og kemur þetta fram í skýrslu
Rannsóknarnefndar flugslysa. Jafn-
framt er talið sennilegt að vélin hafi
verið í ísingu í að minnsta kosti 20
mínútur fyrir slysið. Þormóður Þor-
móðsson, formaður Rannsóknar-
nefndar flugslysa, segir að þegar ís-
ing hlaðist á flugvél aukist viðnámið,
hún ofrísi og fari í dífu til jarðar, en
vísar að öðru leyti til skýrslunnar.
Flugvélin var á leið frá Bandaríkj-
unum til Englands til að taka þátt í
flugkeppni frá London til Sydney í
Ástralíu. Vélin kom til Keflavíkur
frá Grænlandi en hélt áfram daginn
eftir. Flugtak frá Keflavíkurflugvelli
var kl. 8:19 árdegis og voru sam-
skipti við flugvélina eðlileg þar til
um fjörutíu mínútum eftir flugtak að
hún hvarf af ratsjá flugstjórnarmið-
stöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli.
Brak úr vélinni fannst samdægurs
nálægt þeim stað sem hún hvarf af
ratsjá, en með henni fórust tvær
bandarískar flugkonur.
Í skýrslu Rannsóknarnefndar er
gerð athugasemd við það hve seint
leit að flugvélinni hófst og bent á að
ef ratsjárgögn hefðu verið skoðuð
nákvæmlega strax eftir að vélin
hvarf af ratsjá og samband við hana
rofnaði hefðu strax komið fram vís-
bendingar um að hún hefði farist.
Talið að flugvélin
hafi brotnað á flugi
Borgarráð og Landsvirkjun
Rætt um
arðsemi
virkjunar
BORGARRÁÐ Reykjavíkur átti fund með
fulltrúum Landsvirkjunar í gær þar sem
farið var yfir stöðu samningamála við Alcoa
um álver í Reyðarfirði og tilboðsgerð í
Kárahnjúkavirkjun. Að sögn Þorsteins
Hilmarssonar hjá Landsvirkjun var fyrst
og fremst um upplýsingafund að ræða en
líkt og aðrir eigendur Landsvirkjunar, ríkið
og Akureyrarbær, þarf Reykjavíkurborg
að gangast í ábyrgðir vegna lána sem taka
þarf vegna virkjanaframkvæmdanna.
Til fundarins með borgarráði mættu
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun-
ar, Stefán Pétursson fjármálastjóri og
Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri orku-
sviðs, en tveir hinir síðasttöldu hafa tekið
þátt í samningaviðræðunum við Alcoa. Auk
upplýsinga um orkusölusamning við álfyr-
irtækið voru borgarráðsfulltrúar upplýstir
um framhald málsins.
Fundur var í stjórn Landsvirkjunar síð-
asta föstudag, eftir að samningaviðræðum
við Alcoa lauk, og hefur stjórnin verið boð-
uð til nýs fundar á föstudag, að sögn Þor-
steins. Þar munu m.a. liggja fyrir arðsemis-
útreikningar á virkjanaframkvæmdum og
orkusölu til álvers Alcoa. Sérstök eigenda-
nefnd Landsvirkjunar, sem skipuð er
tveimur hagfræðingum og einum endur-
skoðanda, hefur fylgst með þeim útreikn-
ingum ásamt fleirum og mun skila sérstakri
skýrslu af sér í byrjun janúar til eigenda áð-
ur en stjórn fyrirtækisins tekur endanlega
afstöðu. Nefndinni er einnig ætlað að skoða
vinnubrögð Landsvirkjunar almennt og
áreiðanleika arðsemisútreikninganna.
Sálgreining sögunnar
Hávar
Sigurjónsson
ræðir við
Pétur
Gunnarsson
Andbyr – Ljóðasafn
nefnast fjögur bindi af
ljóðabálkum, lausavís-
um, leikritum, sögum
og gamanmálum al-
þýðuskáldsins Elísar
M.V. Þórarinssonar frá
Hrauni í Keldudal,
Dýrafirði, frá æsku til
æviloka. Kristjana S.
Vagnsdóttir, börn, og
tengdabörn söfnuðu
efninu saman.
Elías M.V. fæddist árið 1926. Hann
stundaði hefðbundin bústörf auk báta-
smíða og sinnti refaveiðum í fjölda ára.
Ungur kom hann nálægt sjómennsku og
vann annað slagið við beitingu á Þing-
eyri. Ásamt þessu gætti hann Svalvoga-
vita um hríð. Elías kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Kristjönu Sigríði Vagnsdóttur
og eignuðust þau átta börn. Elías lést ár-
ið 1988. Í formála segir að í önnum dags-
ins eða um nætur hafi ljóð og vísur Elías-
ar orðið til og oft verið tilviljunum háð,
hvort efnið hafi komist á blað. Við útgáf-
una hafi verið valin sú leið að birta það
sem í náðist „en þrátt fyrir harðvítuga
baráttu í söfnun þá hefur mikið efni far-
ið forgörðum“. Fljótlega eftir lát Elíasar
var farið að safna saman efni eftir hann.
Í bókunum er margslags kveðskapur, s.s.
ljóð og ljóðabálkar, vísur, stökur, gam-
anmál, gránur, leikrit, sögur, þulur eft-
irmæli, minningarorð og viðtöl. Afmæl-
isvísa er hann orti til dóttur sinnar lýsir
lífssýn hans betur en flest annað.
Hið góða skalt þú aldrei efa,
í sér vonin kærleik ber.
Þó mig skorti gull að gefa,
get ég beðið fyrir þér.
Útgefandi eru Siggeir Stefánsson og
Hrafngerður Ösp Elíasdóttir. Bækurnar
eru samtals 1.300 bls. Prentsmiðjan Oddi
prentaði. Ágóði af sölu ritverksins renn-
ur í Þyrlusjóð. Ritsafnið er eingöngu til
sölu hjá Páli S. Elíassyni Reykjavík,
Gunnhildi B. Elíasdóttur Þingeyri og Sig-
geiri Stefánssyni Raufarhöfn. Verð:
14.900 kr.
Ritsafn Elíasar M.V.
Þórarinssonar
Elías M.V.
Þórarinsson
SVEIGUR, ný skáldsaga Thors Vilhjálms-
sonar, gerist á sturlungaöld líkt og sú síðasta
sem frá honum kom, Morgunþula í stráum
(1998). Sturlungaöld er „öld heljargyðjunnar“
(7) – róstusamt tímabil Íslandssögunnar sem
einkenndist af harðri valdabaráttu höfðingja-
ætta og lauk með falli þjóðveldisins og innlimun
Íslands í norska konungdæmið. Í Sveigi segir
frá Guðmundi skálda, dyggum fylgdarmanni
Sturlu Sighvatssonar, og Þórði Narfasyni frá
Skarði en leiðir þeirra liggja saman hjá Sturlu
Þórðarsyni sagnaritara og Guðmundur ver elli
sinni á Skarði hjá Þórði. Samtímis sögu þeirra
er brugðið upp myndum af sérkennilegu fólki,
voveiflegum atburðum aldarinnar og grimmd-
arlegum yfirgangi höfðingjanna. Í fornbók-
menntunum er sturlungaöldin öld mikilmenna
og stórbrotinna örlaga; í Morgunþulu í stráum
úr Vatnsfirði og er upp frá því
villuráfandi. Hún lendir í slagtogi
við óknyttamanninn Galman
Víðkunnsson en ýmsum sögum
fer af endalokum hans. Líklegt má
telja að þetta ólánsfólk sé foreldr-
ar Guðmundar skálda en margt er
þokukennt í sögunni og erfitt að
átta sig á tengslum persónanna
þegar Sturlunguþekkingin er ekki
nema í slöku meðallagi. Þórður
Narfason elst upp á menningar-
heimili Sturlu Þórðarsonar sagna-
ritara og færir handrit og bækur
heim að Skarði. Honum er ætlað
að halda merki fóstra síns á lofti
og búa bækur í hendur komandi
kynslóða; skrá samtímaatburði á
spjöld sögunnar, stjórna samúð og andúð les-
enda framtíðarinnar. Hann er valdsmaður en
færist undan valdbeitingu, bókelskur góðbóndi
sem lifir í sátt við sjálfan sig og aðra og ann
landi og þjóð. Í Sveignum eru líka frásagnir af
grimmilegum örlögum Arnfinns fíflska og
er Sturla Sighvatsson, bænda-
höfðinginn breyski, aðalpersóna
sögunnar en í Sveigi stíga alþýðan
og undirmálsfólkið fram ásamt
þeim þátttakendum viðburða
skálmaldarinnar sem fornsögurn-
ar þegja um.
Frásagnarhátturinn er flókinn,
oft er skipt um sjónarhorn og
nokkrar sögur fléttast saman í
sveig. Sagt er frá Guðmundi
skálda þar sem hann elst upp með
friðelskandi munkum og lærir að
lesa og skrifa. Guðmundur fer til
Sturlu Sighvatssonar á Sauðafelli
til að skrifa upp handrit fyrir hann
og er á bænum þegar óvinir Sturlu
ráðast þar inn. Skáldið skríður í
felur og bjargar lífi sínu en losnar aldrei undan
vanmáttartilfinningunni og skelfingunni, sem
gagntók hann þegar varnarlaust heimilisfólkið
var limlest og höggvið, né reiðinni yfir tilgangs-
leysi réttmætra hefnda. Stúlkukind sætir sem
barn kynferðislegu ofbeldi af hendi höfðingjans
Skeggöld og skálma
SKÁLDSAGA
Sveigur
THOR VILHJÁLMSSON
208 bls. Mál og menning, 2002
Thor Vilhjálmsson
BÆKUR
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 18.desember 2002
Innsýn í ævi
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
E
D
D
1
97
46
12
/2
00
2
Halldórs Laxness
Óbirt samtöl, einkabréf og efni úr minniskompum
Ólafur Ragnarsson bregður hér upp afar persónulegri mynd af Halldóri
Laxness. Textinn glitrar af orðsnilld og gamansemi skáldsins og varpar
bókin nýju og einkar forvitnilegu ljósi á líf Halldórs Laxness.
H
A
L
L
D Ó
R L A X N
E
S
S
1 9 0 22 0 0 2