Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJU bekkingar í grunnskól- unum á Akureyri og að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit eignuðust í gær bókina Skák og mát, þar sem galdrar skáklistarinnar eru kenndir. Hrafn Jökulsson, for- maður skákfélagsins Hróksins, hefur verið á ferð um landið að undanförnu og fært þriðju bekk- ingum bókin að gjöf en þessi út- breiðsla boðskaparins er sameig- inlegt verkefni Hróksins og Eddu-miðlunar og útgáfu. „Viðtökur hafa alls staðar verið góðar og áhugi gríðarlegur,“ sagði Hrafn við Morgunblaðið í Hrafnagilsskóla í gær þar sem hann tefldi fjöltefli við nokkra krakkana. „Hugsunin með þessari gjöf er að byggja upp stóran og breiðan hóp áhugamanna um skák,“ sagði Hrafn. Í síðustu viku fengu nemendur á Ísafirði, Sel- tjarnarnesi, Hafnarfirði og Garða- bæ bókina og í dag kemur Hrafn færandi hendi til Reykjanesbæjar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Helga Jóhannsdóttir, til hægri, og Nanna Lind Stefánsdóttir, tefldu gegn Hrafni Jökulssyni, formanni Hróksins, í heimsókn hans í Hrafnagilsskóla. Skák og mát í þriðja bekk SKIPULAGT félagsstarf aldraðra í fimm félagsmiðstöðvum í Reykjavík verður ekki lagt niður, eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinn- ar fyrir árið 2003, nái fram að ganga tillaga um að fresta umræddum breytingum sem borgarfulltrúar R- listans lögðu fram í borgarráði í gær. Tillögunni var vísað til umfjöllunar borgarstjórnar sem kemur saman á fimmtudag til síðari umræðu A-hluta fjárhagsáætlunarinnar, eða þess hluta sem er borinn uppi með skatt- heimtu. Leggja borgarfulltrúar R- lista til að 10 milljóna framlag verði veitt úr borgarsjóði til að mæta kostnaði vegna tillögunnar. Sjálf- stæðisflokkurinn fagnar því að meiri- hlutinn hafi séð að sér í þessu máli en vill að algjörlega verði fallið frá fyr- irhuguðum breytingum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður fé- lagsmálaráðs, segir að komið verði á nánu samstarfi við starfsmenn og notendur miðstöðvanna til að þróa starfið þannig að það höfði til stærri hóps en áður. Það fari eftir því hvað samráðsferlið taki langan tíma hversu langur fresturinn verði. „Það er ljóst að fólk hefur ekki mikið gagn- rýnt þá hugmyndafræði sem lagt hef- ur verið upp með heldur þær aðgerðir sem hefur verið gripið til,“ segir Björk. Starfið verði mismunandi milli stöðva Því verði fallið frá þeim uppsögn- um sem fyrirhugaðar voru um ára- mót í tengslum við breytingarnar. „Við tökum tillit til allra þeirra miklu undirskrifta frá fólki sem nýtir sér þessa þjónustu þar sem það óskar eftir ríkara samráði og ég held að fólk sé ekkert andsnúið breytingum en það vill koma meira að þeim sjálft.“ Lagt verði út frá því að þeir sem sækja starfið hverju sinni geti mótað það að þörfum sínum. Haft verði að leiðarljósi að ná fram hagræðingu í rekstrinum og að áherslur og tilboð á frístundaiðju verði mismunandi eftir félagsmiðstöðvum, þannig megi tryggja að fjölbreytnin verði meiri, t.d. áhersla á félagslega samveru og klúbbastarf á einum stað, sértæka kennslu og listsköpun á öðrum, dans og íþróttir á þeim þriðja o.s.frv. „Við viljum í bili vinna í nánu sam- starfi við notendur þjónustunnar og starfsmenn um mögulega þróun á starfinu þannig að það nái til fleiri að- ila, þannig að það sé ekki fastmótað á sama hátt á öllum stöðunum. Það er megintilgangur breytinganna en við höfum greinilega ætlað þessu of skamman tíma þannig að við erum búin að fresta þessu meðan við náum þessu samráði,“ segir Björk. Á vegum Félagsþjónustunnar sé nú unnið að því að ráða verkefnis- stjóra til að hafa umsjón með fé- lagsstarfinu og muni hann á næstu mánuðum vinna að því að þróa starf félagsmiðstöðvanna þannig að þær nái að höfða til og sinna stærri hópi en nú sé raunin. Þegar hafi verið mót- uð sú stefna að í félagsstarfið geti all- ir sótt, óháð aldri, sem annars eigi á hættu að einangrast félagslega. Í greinargerð með tillögunni segir að til þess að 10 milljóna króna við- bótarfjárveiting dugi þurfi að ná nokkurri hagræðingu á starfseminni á árinu. „Við skulum sjá hvað kemur út úr þessu samráði við þá sem nýta sér þjónustuna, einhvers staðar get- um við kannski minnkað skipulagt starf og haft óskipulagt starf þannig að starfið verði mismunandi eftir stöðum. Ljóst er að það eru gríðar- legir fjármunir sem fara í þetta fé- lagsstarf, við viljum hagræða í starf- inu t.d. með því að hafa ekki sömu starfsemina skipulagða á öllum stöð- unum.“ Fallið verði frá breytingunum Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fagnar því að R-listinn hafi séð að sér í þessu máli. Sjálfstæðismenn hafi ítrekað lagt fram tillögu í félagsmálaráði um að hætt yrði við fyrirhugaðar breyt- ingar. „Við leggjum til að það verði al- gjörlega hætt við þessar lokanir og menn hafi áfram þetta skipulagða fé- lagsstarf,“ segir Guðrún Ebba. Það gangi ekki að félagsmiðstöðv- arnar sérhæfi sig og fólk fari á milli stöðva og leiti í það félagsstarf sem henti þeim. „Ég var t.d. á Sléttuveg- inum [í fyrradag], þar var kona með súrefniskút. Hún fer ekki t.d. á Afla- granda af því að þar hafi menn sér- hæft sig í listmálun, það gengur ekki,“ segir hún. Skort hafi á samráð við þá sem taka þátt í félagsstarfi aldraðra því fagni hún því að nú sé ætlunin að leita eftir samráði við not- endur þjónustunnar. Breytingum á fé- lagsstarfinu frestað R-listinn vill eiga samráð um breyt- ingar við aldraða og forstöðumenn VONIR stóðu til að háspennu- strengur, sem liggur yfir Ísa- fjarðardjúp milli Reykjaness og Nauteyrar, kæmist í lag í nótt, en hann fór í sundur í fyrradag. Byggðir vestan við Ísafjarðardjúp urðu straum- lausar í um stundarfjórðung en byggðir á Langadalsströnd og Snæfjallaströnd í nær tvo tíma. Kristján Haraldsson, orku- bússtjóri Orkubús Vestfjarða, segir að sterkar líkur bendi til þess að rækjubátur hafi togað í strenginn en ekki sé hægt að fullyrða um það. Vegna alvar- leika málsins og hættunnar hef- ur málinu verið vísað til lög- reglu og er það þar til rannsóknar. Þorsteinn Sigfússon, svæðis- stjóri hjá Orkuveitu Vestfjarða á Hólmavík, segir að verði menn varir við slitinn streng sé mjög mikilvægt að tilkynna um það, því annars geti verið mikil hætta á ferðum, þegar aftur sé spennusett. „Ef slitinn streng- ur er um borð, þegar við reyn- um innsetningu, getum við sett 6.000 volt í bátinn með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum,“ segir hann, en bætir við að ekki liggi fyrir að sjófarendur hafi séð þennan streng. Hjálmar S. Björnsson, verk- stjóri hjá Orkubúi Vestfjarða á Ísafirði, sagði í gærkvöldi að viðgerð hefði gengið hægt og sígandi en vonir stæðu til að verkinu lyki innan fárra tíma. Endinn Reykjanesmegin hefði fundist fljótlega. Hins vegar hefði þurft að taka strenginn upp Nauteyrarmegin. Háspennu- strengur í sundur í Djúpinu FORSVARSMENN Europay Ís- lands og VISA Íslands hafna því að fyrirtækin hafi haft með sér ólöglegt samráð um að útiloka Kortaþjónustuna ehf. frá því að nota hið svokallaða posa-kerfi. Kortaþjónustan sendi á dögunum kvörtun til Samkeppnisstofnunar þar að lútandi. Halldór Guðbjarnason, fram- kvæmdastjóri VISA Íslands, segir að danska fyrirtækið PBS, reikni- stofa dönsku bankanna, sé að reyna að komast bakdyramegin inn í hið svokallaða posa- eða rás- kerfi Fjölgreiðslumiðlunar, án þess að borga rétt verð fyrir. Fjöl- greiðslumiðlun hf., FGM, er í eigu banka, sparisjóða og kortafyrir- tækja. Halldór segir að danska fyrir- tækið PBS, sem Kortaþjónustan hefur umboð fyrir, sé sjálfstæður færsluhirðir, sem sé annað hlut- verk VISA. „VISA er formlegur útgefandi kreditkorta, fyrir hönd bankanna, en hitt hlutverk fyrir- tækisins er þessi svokallaða færsluhirðing. Nú er PBS komið inn á þennan markað, sem sjálf- stæður aðili, og samkvæmt reglum VISA ber því, ef það býður kaup- mönnum þjónustu sína, að hirða allar kortafærslur, hvort sem það eru debet- eða kredit- kortafærslur,“ segir Halldór, „og Korta- þjónustan annast þessa starfsemi fyrir danska fyrirtækið, sem hefur þessa skyldu sem aðili að VISA, en vill komast hjá því að annast VISA Electron debetkorta- færslur.“ Allir komast í FGM sem vilja Halldór segir að stofnun FGM hafi helgast af nýjum samkeppn- islögum. Allir þeir sem vilji kom- ast inn í fyrirtækið eða nýta sér ráskerfi þess, erlendir sem inn- lendir, hafi fullan rétt til þess. „Ef þeir uppfylla þau skilyrði sem eru í samþykktum félagsins. Þar kem- ur fram að viðkomandi fyrirtæki þurfi að vera innlánsstofnun, út- gefandi korta eða svokallaður færsluhirðir. Því getur PBS hæg- lega gerst aðili að FGM,“ segir hann. „Þegar Kortaþjónustan sótti um aðild að FGM var henni bent á að hún væri ekki rétti aðilinn til þess; eðlilegra væri að PBS gerði það.“ Halldór segir að Kortaþjónustan vilji sýnilega ekki sætta sig við það. „Við höfum í gegnum tíðina, sem aðili að ráskerfinu, gert samn- inga við ýmsar tækniþjónustur sem framleitt og selt hafa hug- búnað á borð við kassakerfi sem virka eins og stórir pos- ar og senda upplýsingar inn í kerfi Europay, VISA og Reiknistofu bankanna,“ segir hann. „Þessa samninga höfum við gert vegna þess að við höfum talið þá vera ráskerfinu til framdráttar.“ Ekki tækniþjónusta Að sögn Halldórs vill Kortaþjón- ustan sýnilega skilgreina sig sem slíka tækniþjónustu. „Sem hún er ekki í okkar augum. Hún er bara fulltrúi nýs færsluhirðis á mark- aðnum og vill komast inn í ráskerf- ið bakdyramegin.“ Hann segir að PBS geti gerst aðili að FGM, ann- aðhvort með því að kaupa hlut í fyrirtækinu eða með því að greiða sérstakt verð fyrir hverja færslu. Í kvörtun Kortaþjónustunnar til Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að Europay og VISA hafi haft með sér ólöglegt samráð. Hún hafi fengið drög að samningi um aðild að ráskerfi FGM send með viðhengi frá starfsmanni Europay Íslands. Í ljós hafi komið að skjalið hafi upphaflega verið samið af starfsmanni VISA Íslands. Ekkert ólöglegt samráð Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Europay Íslands, vísar því á bug að upp- runi samningsins bendi til ólöglegs samráðs fyr- irtækjanna. „Mér virðist sem Kortaþjónustan ætli að hasla sér völl á sviði tækniþjónustu og þjóna erlendu kortafélagi. Ef hún vill þjóna öðrum færslusöfnurum verður hún að semja sérstaklega við þá og þessi samningur var ein- mitt af slíku tagi, um milligöngu um færslur Europay á Íslandi,“ segir Ragnar, „við bjóðum öllum tækniþjónustum upp á svona samning og þessi var ekki frá- brugðinn öðrum.“ Aðspurður um hvort uppruni skjalsins með samningsdrögunum bendi til samráðs VISA og Euro- pay segir Ragnar að á sínum tíma hafi rásþjónustan verið deild í VISA. „Þegar FGM var stofnað var starfsemin lögð inn í það fyr- irtæki, sem stofnframlag. Áður hafði rásþjónustan gert samninga við tækniþjónustur um að þau önnuðust miðlun færslna inn í kortakerfið. Eftir að starfsemin var tekin út úr VISA varð okkur ljóst að slíkan samning vantaði milli Europay og þessara fyrirtækja. Við óskuðum því eftir að fá samninginn frá rás- þjónustunni og fengum hann á raf- rænu formi. Þetta er skýringin á því að samningsdrögin eiga upp- runa hjá VISA,“ segir hann. Sambærileg kjör æskileg Ragnar segir að það sé æskilegt, frá samkeppnissjónarmiðum, að öllum tækniþjónustum séu boðin sömu kjör. „Við teljum miklu lík- legra að það teldust vera tækni- legar hindranir, ef þau væru mis- munandi milli fyrirtækja. Við teljum okkur vera að greiða fyrir opnu og frjálsu starfsum- hverfi með því að bjóða þeim sömu kjör og í því skyni sendum við öll- um tækniþjónustum þessi samn- ingsdrög 5. desember og buðum þeim að senda inn athugasemd- ir,“ segir hann. Ragnar segir að svo, þegar vart hafi verið við áhuga Kortaþjónustunnar, hafi henni verið send samnings- drögin 9. desember síðastliðinn með sömu tilmælum um athuga- semdir. Ragnar segist undrast, að yf- irmenn Kortaþjónustunnar hafi ekki óskað eftir viðræðum við fyr- irtækið eða komið á framfæri at- hugasemdum, heldur snúið sér beint til Samkeppnisstofnunar. „Þeir eru velkomnir í heimsókn hvenær sem er.“ VISA og Europay um kvörtun Kortaþjónustunnar til Samkeppnisstofnunar PBS vill kom- ast inn bak- dyramegin PBS getur hæglega gerst aðili að Fjöl- greiðslumiðlun Kortaþjónust- unni boðinn sami samn- ingur og öðrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.