Morgunblaðið - 18.12.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 18.12.2002, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 13 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 97 29 12 /2 00 2 Komdu og sjáðu hvað þau eru falleg! 30% afsláttur af öllu jólatrésskrauti. Jólatréskúlur, toppar, garlandslengjur o.fl. Opið til kl. 22.00 öll kvöld fram að jólum 20-50% afsláttur af öllum jólasérium inni og úti. LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á mánudag tvo pilta sem höfðu ráðist að konu á átt- ræðisaldri á Laufásvegi um miðjan dag, hrint henni og hrifsað af henni veskið. Flytja þurfti konuna á slysadeild vegna eymsla í fótum og hand- legg. Þeir viðurkenndu einnig að hafa fyrr um daginn gripið tösku af sjötugri konu sem var á gangi við Austurbrún. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns gat konan sem varð fyrir árás piltanna á Laufásvegi gefið greinargóða lýsingu á þeim og var annar þeirra, 15 ára piltur, handtekinn á Lauga- vegi skömmu síðar. Við yfir- heyrslu viðurkenndi pilturinn að hafa rænt konuna ásamt 17 ára félaga sínum. Sá var hand- tekinn síðar um kvöldið. Pen- ingum og skilríki sem voru í veskinu var komið til skila. Þá viðurkenndu piltarnir að hafa gripið tösku af sjötugri konu sem var á gangi við Austurbrún og hlaupið á brott. Þeir hentu töskunni frá sér í nærliggjandi garð en hún fannst við leit síðar um kvöldið. Yngri piltinum hef- ur verið komið í umsjá barna- verndaryfirvalda. Piltar rændu eldri konur KJARTAN Jóhannsson, sendi- herra Íslands í Brüssel, verður for- maður samninganefndar Íslands vegna viðræðna við ESB um stækkun Evrópska efnhagssvæðis- ins. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir að forsætis-, fjár- mála-, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti muni öll skipa fulltrúa í samninga- nefndina. Haldnir verði margir samningafundir og það sé opið hvernig ráðu- neytin fylgja þessu eftir, þ.e. það muni vænt- anlega ráðast á hverjum fundi fyrir sig hverjir muni fara og eins frá hvaða ráðuneytum. Þannig liggi ekki fyrir útnefningar vegna fyrsta fundarins sem hald- inn verður 9. janúar. Gunnar Snorri segist sjálfur munu leiða ráðuneytisstjórahóp hér heima, sem leggja mun á ráðin og fylgjast með framgangi samn- inganna. „Við förum væntanlega yfir stefnuna hverju sinni og síðan ræðst af efni hvers fundar hverjir fara. Það má segja að það verði skipt inn á eftir þörfum og hvar áherslurnar liggja og hvernig þetta vinnst áfram. Það verður sem sagt hópur hér heima og hóp- ur úti í Brüssel og skipt inn á og út af á milli þeirra.“ Stýrir samninganefnd í viðræðum við ESB Kjartan Jóhannsson LOÐDÝRABÆNDUR á þeim 47 bú- um sem starfandi eru í landinu hafa undanfarnar vikur unnið að pelsun dýra sinna og eru um þessar mund- ir að ljúka skinnaverkun, flokkun og frágangi. Á minkabúinu í Ásgerði II í Hreppum eru pelsuð um 10.500 dýr. Bændur þar eru ánægðir með skinnin og segja að ræktunarstarf- ið sé farið að skila sér enda stöðugt unnið að kynbótum, meðal annars með því að fá kynbótadýr frá Dan- mörku. Allar líkur eru á að heims- markaðsverð á minkaskinnum verði stöðugt svo sem verið hefur undanfarin misseri. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Jóna Guðmundsdóttir, loðdýrabóndi í Ásgerði II, vinnur að flokkun skinna. Minkaskinn- in flokkuð Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. EKKI tókst að lokka hvítstorkinn í Breiðdal inn í búr í gær og verður því reynt aftur í dag, en til stendur að flytja hann suður í Húsdýragarðinn í Reykjavík. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur og Þorvaldur Björnsson hamskeri hafa verið fyrir austan síðan um helgina, fylgst með storkinum og borið út æti fyrir hann í þeim til- gangi að venja hann við búrið. Ólafur segir að fuglinn hafi ekki komið ná- lægt gildrunni í gær heldur veitt sér til matar úr lækjum vítt og breitt um dalinn og verið kominn um 10 km frá gildrunni undir kvöld. Storkurinn enn í Breiðdal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.