Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 17 TRÉSTUBBUR við vegarbrún í afskekktu þorpi í norðvesturhluta Kína vakti þjóðarathygli fyrir nokkrum vikum. Samkvæmt fréttum frá þorpinu flykktust Kínverjar þangað hvaðanæva til sjá tréstubbinn með eigin augum. Bramboltið hófst þegar einn þorpsbúanna kvaðst hafa komið auga á furðulegt fyrirbæri á hringjamynstri tréstubbsins: and- lit Maós formanns, frumkvöðuls byltingarinnar í Kína. Slíkar sögur eru ekki óalgeng- ar því að þótt Maó hafi dáið fyrir 26 árum er eins og hann sé alls staðar nálægur og hafi aldrei far- ið í burtu – og ekki aðeins vegna þess að lík hans er til sýnis í hjarta höfuðborgarinnar. Hann er enn dýrkaður sem holdgerv- ingur drauma kínversku þjóð- arinnar sem hann stjórnaði, fyllti eldmóði, gerði vansæla og sökkti í hörmungadíki með stefnu sem kostaði milljónir manna lífið. Hvarvetna getur á að líta myndir af Maó, allt frá verkum popplistarmanna til einnota kveikjara. Hans er minnst í vin- sælum hetjusöngvum og nánast á hverri pólitískri samkomu. Í aug- um Kínverja er hann undarleg blanda af keisara og Búddha, Abraham Lincoln, Elvis Presley og Kaligúla. Hann fyllir Kínverja enn óttablandinni lotningu og mærð. „Fólki geðjast jafnvel betur að Maó núna“ „Við Kínverjar höfum gert goð- sögn úr Maó,“ sagði Wang Li, sem liggur ekki á liði sínu í þess- um efnum. Hún hefur framfæri sitt af sölu skrautmuna og vegg- spjalda á útimarkaði í Peking og litríkar hetjumyndir af Maó renna þar út eins og heitar lummur. „Fólki geðjast jafnvel betur að Maó núna en þegar hann var á lífi,“ sagði Wang. „Hann er tákn lands sem stóð fast á sínu, lands sem varð öflugt.“ Forystumenn kínverska komm- únistaflokksins leggja einnig kapp á að halda minningu Maós á lofti þrátt fyrir andúð hans á kapítalismanum sem þeir hafa gert sér dælt við. Þegar nýir for- ystumenn flokksins voru kynntir á flokksþinginu fyrr í mánuðinum tóku þeir strax að lýsa dálæti sínu á Maó. „Við skulum byrja á því að minnast látinna byltingarmanna eins og Mao Tse-tung,“ sagði Li Peng, forseti kínverska þingsins, þegar hann setti flokksþingið. Hver ræðumaðurinn á fætur öðr- um vitnaði síðan í Maó formann næstu vikuna. Muna hörmungarnar Kínverjar eru þó farnir að við- urkenna að Maó byggði ekki að- eins upp alþýðulýðveldið Kína heldur leiddi hann einnig miklar hörmungar yfir þjóðina. Þegar þeir minnast Stóra stökksins framávið muna þeir hungursneyðina sem því fylgdi. Þegar þeir rifja upp menning- arbyltinguna á sjöunda áratug síðustu aldar muna þeir ekki eftir framförum heldur harðstjórn sem útrýmdi heilli kynslóð mennta- manna. Kínverjar hneigjast til að nota tölur til að útskýra allt á milli himins og jarðar og forystumenn kommúnistaflokksins hafa reikn- að það út að Maó hafi haft 70% rétt fyrir sér en 30% rangt. Í Kína hefur jafnvel verið gefin út bók með heitinu „Maó Tse-tung: maður en ekki guð“. Zhao Tianqi, 34 ára listamaður sem var átta ára þegar Maó dó, notar gamlar ljósmyndir af bylt- ingarforingjanum til að búa til sáldþrykksmyndir í anda Andy Warhols. Í einu verkanna býr hann til mynstur úr smámyndum af Maó og Búddha. „Maó og Búddha eru alls ekki svo ólíkir,“ sagði hann. „Þeir stjórnuðu báðir þjóðum sínum og fylltu þær andagift. Án Maós væri Kína ekki til.“ AP Sölukona bíður eftir viðskiptavin- um við myndir af Maó formanni á útimarkaði í Peking. Ekkert dregur úr Maó-dýrk- uninni í Kína Peking. AP. ’ Undarleg blanda af keisara og Búddha, Lincoln, Presley og Kaligúla. ‘ PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 Froðuþeytari fyrir cappucino verð án statífs kr. 2.500 m.statífi kr. 2.995 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.