Morgunblaðið - 18.12.2002, Page 18
ERLENT
18 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HUBBLE-geimsjónaukinn hefur
nú um nokkurt skeið fylgst með
sannkölluðum hrunadansi eyði-
leggingar og árekstra, hamförum,
sem taka munu nokkra milljarða
ára. Um er að ræða nokkrar vetr-
arbrautir, sem þyngdaraflið teygir
og togar og mun að lokum færa
saman í eina risastóra vetrarbraut.
Ætla má af myndunum frá
Hubble, að um sé að ræða sex vetr-
arbrautir en þær eru aðeins fjórar.
Sú fimmta, þyrilþokan, er í fimm
sinnum meiri fjarlægð en hinar og
sú sjötta er ekki vetrarbraut, held-
ur stjörnuslóð, sem rifnað hefur af
einni vetrarbrautanna. Kemur
þetta fram á fréttavef BBC, breska
ríkisútvarpsins, og heimasíðu
NASA, bandarísku geimvísinda-
stofnunarinnar.
Vetrarbrautaþyrpingin, sem er í
190 milljón ljósára fjarlægð frá
jörðu, er aðeins 100.000 ljósár á
breidd eða með öðrum orðum
minni en vetrarbrautin okkar.
Hver vetrarbrautanna er um
35.000 ljósár á breidd og þrjár
þeirra sýna merki um mikil áhrif
hver frá annarri og hugsanlega
frá vetrarbraut, sem ekki hefur
komið fram á myndunum.
Svo er að sjá sem stjörnur og
sólkerfi hafi verið rifin burt úr
heimkynnum sínum en það á þó
ekki enn við um allar vetrarbraut-
irnar. Ein þeirra, sem er eins og
upp á rönd efst á myndinni, heldur
enn sínu þótt hún sé augljóslega
orðin dálítið undin.
Hubble-sjónaukinn hefur áður
náð myndum af samruna eða sam-
spili vetrarbrauta en að þessu
sinni vantar alveg blámann, sem
einkennir ungar stjörnuþyrpingar.
Skýringin er hugsanlega sú, að
Hubble hafi nú náð myndum af
fyrstu stigum samrunans og áður
en hinar eiginlegu hamfarir hefj-
ast.
Eftir nokkra milljarða ára munu
vetrarbrautirnar fjórar hafa sam-
einast í eina. Telja stjarnfræðingar
raunar, að flestar sporöskjulaga
vetrarbrautir séu afleiðing „fjand-
samlegrar“ yfirtöku af þessu tagi.
Samruni vetrarbrauta
Hubble-geimsjónaukinn
hefur að undanförnu
verið að senda myndir af
miklum hamförum langt
úti í óravíddum him-
ingeimsins, samruna
fjögurra vetrarbrauta,
sem munu verða orðnar
að einni eftir nokkra
milljarða ára.
Vetrarbrautirnar, sem eru líklega að stíga fyrstu sporin í samrunaferli, sem taka mun milljarða ára.
FULLTRÚAR stjórnvalda og
uppreisnarflokka í Kongó und-
irrituðu í gærmorgun friðarsam-
komulag á fundi sínum í Pretor-
iu, höfuðborg Suður-Afríku og
binda menn nú vonir við að meira
en fjögurra ára borgarastyrjöld
sé á enda. „Senn mun friðar-
blómið anga í hinu fagra Kongó,“
sagði sérstakur fulltrúi Samein-
uðu þjóðanna á staðnum, Moust-
apha Niasse.
Enn er þó barist sums staðar í
landinu og eigast þar við ýmsir
klofningshópar. Talið er að um
tvær og hálf milljón manna hafi
fallið í stríðinu, aðallega óbreyttir
borgarar sem dáið hafa úr hungri
og sjúkdómum í kjölfar átak-
anna. Efnahagurinn og innviðir
ríkisins eru í rúst.
Viðræðurnar hafa staðið í nær
tvö ár, þær fóru fram í ferða-
mannabænum Sun City í Suður-
Afríku. Samið var um að deiluað-
ilar skiptu með sér völdum í
bráðabirgðastjórn fram að frjáls-
um kosningum sem halda á innan
30 mánaða og verða þær fyrstu
sinnar tegundar frá 1960. Yfir 50
manns, fulltrúar stjórnar Jos-
ephs Kabila forseta, flokka
stjórnarandstæðinga og helstu
uppreisnarfylkinganna auk nokk-
urra friðsamlegra félagasamtaka
undirrituðu samninginn. Margir
fulltrúanna voru örþreyttir enda
var karpað um ýmis atriði nær
sleitulaust frá því á sunnudag
þar til yfir lauk. Milligöngumenn
á vegum SÞ og fulltrúar Suður-
Afríkustjórnar stjórnuðu friðar-
umleitunum.
Uppreisnarhreyfingarnar ráða
alls yfir um helmingi landsins og
Jean-Pierre Lola-Kisanga, tals-
maður þeirrar öflugustu, Lýð-
ræðisfylkingar Kongó (RCD),
fagnaði samkomulaginu. Sagðist
hann vera stoltur af því að sjá að
menn sem barist hefðu öll þessi
ár sameinuðust nú um að færa
þjóðinni frið. Leiðtogi annarrar
hreyfingar sagði að deiluaðilar
myndu aldrei losna við sektar-
kenndina yfir því að hafa byrjað
að berjast. Bað hann þjóðina fyr-
irgefningar á blóðbaðinu.
Hreyfing Lola-Kisanga hefur
notið stuðnings stjórnvalda í
grannríkinu Rúanda en mörg
önnur grannríki hafa með einum
eða öðrum hætti blandað sér í
átökin, ekki síst til að klófesta
gróða af námuvinnslu.
Kabila forseti
til bráðabirgða
Kabila er um þrítugt og tók við
völdum í fyrra er öryggisvörður
skaut föður hans og þáverandi
forseta, Laurent Kabila. Hefur
Kabila yngri síðan unnið þrot-
laust að því að reyna að koma á
friði. Nokkur þúsund eftirlits-
menn á vegum SÞ eru nú í land-
inu.
Íbúar Kongó eru um 50 millj-
ónir, landið er auðugt af ýmsum
efnum, þ. á m. gulli, kopar, dem-
öntum og úrani. Það er heldur
stærra en Grænland að flatar-
máli, var lengi belgísk nýlenda
en hlaut sjálfstæði 1960. Eftir
blóðuga borgarastyrjöld rændi
Mobutu Sese Seko völdum og var
einráður í 32 ár. Er hann talinn
hafa stolið milljörðum dollara og
komið þeim fyrir í erlendum
bönkum. Íbúar Lýðræðislega
lýðveldisins Kongó, eins og ríkið
heitir fullu nafni, skiptast í ýms-
ar þjóðir og ættbálka, flestir eru
kristnir en um 10% eru múslím-
ar. Opinbert tungumál ríkisins er
franska.
Deiluaðilar
í Kongó
semja frið
Bráðabirgðastjórn Kabila forseta
við völd fram að kosningum
Pretoriu, Kigali. AP, AFP.
MIKILL ágreiningur er á fundi
sjávarútvegsráðherra Evrópusam-
bandsríkjanna í Brussel og fátt,
sem bendir til samkomulags um
kvótana á næsta ári og aðrar
breytingar á sameiginlegu fisk-
veiðistefnunni. Franz Fischler,
sem fer með sjávarútvegsmál í
framkvæmdastjórninni, hvikar þó
hvergi frá málamiðlunartillögu um
80% niðurskurð á þorskveiði en
Mariann Fischer Boel, sjávarút-
vegsráðherra Dana, sem eru nú í
forsæti í ESB, virðist ekki alveg
jafnföst fyrir.
Fiskifræðingar og aðrir vísinda-
menn höfðu lagt til, að þorskveiði
yrði alveg bönnuð en fram-
kvæmdastjórnin og Danir náðu
samkomulagi um að skera hana
niður um 80% og um jafnmikið í
ýsu og lýsingi. Á það vilja sex
ríkjanna, Frakkland, Grikkland,
Írland, Ítalía, Portúgal og Spánn,
alls ekki fallast og Spánverjar
hafna líka tillögu um, að nýsmíða-
styrkir falli niður um næstu ára-
mót.
Reglan hefur verið sú, að úreldi
útgerðarmaður tvö skip, fær hann
styrki til að smíða nýtt og stærra
og oftast með þeim afleiðingum, að
sóknargetan hefur aukist.
Eiga spánskar skipasmíðastöðv-
ar mikið undir þessu fyrirkomulagi
og spánska stjórnin vill, að
styrkjagreiðslunum verði haldið
áfram út árið 2006. Framkvæmda-
stjórnin og Danir nefna til mála-
miðlunar árið 2004 en þó með því
skilyrði, að sóknargeta nýs skips
verði helmingi minni en þeirra,
sem voru úrelt á móti.
Á fundinum í fyrradag lagði
Fischer Boel einnig til, að fækkað
yrði í fiskskipastól ESB-ríkjanna
um 100.000 skip og niðurgreiðslur
eða styrkir lækkaðir. Þá mælti hún
fyrir stórauknu eftirliti og refs-
ingum við hvers konar sviksemi en
fyrirhugað er, að frá árinu 2005
verði fylgst með öllum skipum,
sem eru 15 metra löng og lengri,
um gervihnött.
Þótt ríkin sex, sem andsnúnust
eru tillögunum, séu í minnihluta
innan ESB, geta þau samt tafið all-
ar breytingar í eitt ár. Hugsanleg
lending er, að kvótaákvörðunum
verði frestað fram á næsta ár og
gengið frá þeim fyrir marslok en
það þýddi, að Danir yrðu að skilja
við málið upp í loft og fela það
Grikkjum, sem taka á næstunni við
forystu innan sambandsins.
Hótar einhliða banni
Finnst Dönum það ekki gott til
afspurnar og leita því allra leiða til
að miðla málum. Fischler ítrekaði
hins vegar í fyrradag, að hann
væri ekki til tals um annað en 80%
niðurskurð í þorskveiðum og hót-
aði að grípa til neyðarráðstafana
og banna þær einhliða yrðu kvót-
arnir fyrir næsta ár ekki ákveðnir
fyrir áramót. Sagði hann, að öll töf
á því myndi óhjákvæmilega leiða
til þess, að fiskstofnarnir hryndu
hver á fætur öðrum.
Hver sem niðurstaðan verður á
Brussel-fundinum blasir það við,
að þúsundir og jafnvel tugþúsundir
manna muni missa vinnuna í evr-
ópskum sjávarútvegi á næstunni
vegna fiskleysis. Ástand fiskstofn-
anna er svo alvarlegt, að sumir vís-
indamenn óttast, að algert veiði-
bann muni jafnvel engu breyta
héðan af. Það bætist síðan við, að
náist ekkert samkomulag á fund-
inum, munu allar greiðslur til
greinarinnar falla niður sjálfkrafa
um áramót.
Evrópskur sjávarútvegur í illleysanlegri kreppu og fátt bendir til að samkomulag náist um kvótana
Mikill ágrein-
ingur á Bruss-
el-fundinum
AP
Þótt vísindamenn telji, að margir fiskstofnar séu að hruni komnir, virðist
lítill skilningur á því meðal evrópskra sjómanna. Þeir mótmæla öllum nið-
urskurði, eins og þessir Skotar, sem tóku sér í gær stöðu fyrir utan Evr-
ópuráðsbygginguna í Brussel.
Fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB
hótar einhliða þorskveiðibanni