Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 19 MEIRIHLUTI Bandaríkjamanna telur að stjórn George W. Bush for- seta hafi ekki tekist að réttlæta hern- aðarárás á Írak, ef marka má nýja skoðanakönnun. „Hvernig stendur á því að þeir geta sýnt gervihnatta- myndir af kjarnorkuveri í Íran en finna ekki sams konar hluti í Írak?“ spurði einn þátttakenda í könnuninni, Nancy Carolan frá Hawaii. Hún sagð- ist halda að þrátt fyrir þetta myndu bandarísk stjórnvöld hefja stríð. Geri Bandaríkjamenn árás eru 68% aðspurðra þeirrar skoðunar að setja beri það skilyrði að alþjóðasamfélagið styðji aðgerðirnar en 26% segjast myndu samþykkja árás jafnvel þótt Bandaríkin stæðu ein að henni. Stuðningur við stríð með þátttöku landhers hefur minnkað síðan í sam- svarandi könnun í ágúst en þá voru 64% hlynnt því, nú aðeins 58%. „Verðum að vera býsna vissir“ Fram kemur að 72% aðspurðra álíta að þar sem starf vopnaeftirlits- manna Sameinuðu þjóðanna hafi ekki leitt í ljós nein gereyðingarvopn eða tæki til smíði slíkra vopna skorti enn viðunandi sannanir fyrir staðhæfing- um Bush og manna hans um að Írak- ar ráði yfir gereyðingarvopnum. At- hyglisvert er að 60% repúblikana eru einnig þessarar skoðunar. „Ég er ekki á móti [stríði] ef það er nauðsynlegt,“ sagði Kramer Smith, leikpredikari, trésmiður og flokks- bundinn repúblikani frá Bloomfield í Iowa. „En mér finnst að við verðum að vera býsna vissir áður en við drög- um fram þungavopnin. Ef þeir kom- ast yfir sannanir fyrir raunverulegri framleiðslu á gereyðingarvopnum myndi ég segja að við ættum að hefj- ast handa.“ Meirihluti aðspurðra segist ein- vörðungu telja árás réttlætanlega ef SÞ komist að því að Írakar hafi fram- ið gróf brot á samningum um vopna- búnaðinn. Bush forseti hefur sagt að finnist einhvers staðar villa eða sleppt sé atriði í langri skýrslu sem Írakar hafa sent SÞ um búnaðinn réttlæti það árás en aðeins 22% þátttakenda í könnuninni reyndust sammála þess- ari túlkun Bush. Um 90% segjast sannfærð um að Írakar séu að smíða gereyðingar- vopn. Á hinn bóginn sögðust nær sex af hverjum tíu telja ósennilegt að eft- irlitsmenn SÞ fyndu írösku vopnin. Finni þeir engin vopn er nær helm- ingur andvígur því að hafin verði styrjöld en 41% styður stríð. AP-fréttastofan hafði eftir Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, á mánudagskvöld að efasemdir manna um að Írakar myndu í skýrsl- unni skýra umbúðalaust frá vopna- búnaði sínum hefðu reynst réttmæt- ar. Powell hyggst þó ekki segja í smáatriðum frá því hvað skorti í skýrsluna fyrr en Hans Blix, yfirmað- ur vopnaeftirlitsins, gefur öryggisráði SÞ skýrslu á morgun, fimmtudag. „Við sögðum strax í upphafi að við værum fullir efasemda og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið fram til þessa voru þær efasemdir á rökum reistar,“ sagði Powell. Var þetta í fyrsta skipti sem ráðherrann tjáði sig um skýrsluna sem er mörg þúsund blaðsíður. Bandaríkjamenn segja að mikill hluti hennar sé ekki annað en uppsuða úr margra ára gömlum skýrslum sem Írakar hafi áð- ur afhent SÞ um meint gereyðingar- vopn ríkisins. Ánægðir með störf Bush Þótt skoðanir séu skiptar um að- gerðir gegn Írak er staða Bush sterk ef marka má skoðanakönnunina. „Nær þrír af hverjum fjórum Banda- ríkjamönnum eru sáttir við það hvernig George W. Bush fæst við ógnina sem landsmönnum stafar af hryðjuverkamönnum og nær þrír af hverjum fimm eru einnig ánægðir með frammistöðu hans við að stjórna landinu,“ sagði Susan Pinkus sem stjórnaði gerð könnunarinnar fyrir The Los Angeles Times. Könnunin var gerð dagana 12.–15. desember og kom meðal annars í ljós að Bandaríkjamenn fylgjast vel með umræðum um hugsanlega árás á Íraka. 84% sögðust gera það sem er nokkru hærra hlutfall en í könnun sem gerð var í ágúst. Um 63% sögð- ust telja stríð óumflýjanlegt en aðeins fjórir af hundraði að ekki yrði nein styrjöld við stjórn Saddams Husseins Íraksforseta. Ljóst er að hættan á mannfalli í átökum við Íraka hefur mikil áhrif á afstöðu til hernaðarins, þannig sögð- ust 18% aðeins geta stutt árás af landi ef engin hætta væri talin á að banda- rískir hermenn féllu. En 29% að- spurðra voru herská og sögðust styðja árás án tillits til hættunnar á mannfalli. Loks má geta þess að 70% Bandaríkjamanna sögðu að þjóðinni bæri skylda til að vinna að uppbygg- ingu í Írak að loknum átökum ef til þeirra kæmi. Bandarískir kjósendur vilja sannanir fyrir sekt Íraka Meirihluti telur engu að síður óum- flýjanlegt að Bandaríkin hefji stríð Washington. The Los Angeles Times. Reuters Bandaríkjaforseti veifar til frétta- manna. Almenningur vill sannanir. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur þegið boð Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, um að senda í næsta mánuði nefnd til við- ræðna í London um umbætur innan palestínsku stjórnarinnar og nýjar til- raunir til að koma á friði í Miðaust- urlöndum. Í viðræðunum munu einn- ig taka þátt fulltrúar Kvartettsins, sem svo er kallaður, Evrópusam- bandsins, Rússlands, Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður Blairs sagði í gær, að fulltrúum ýmissa ríkja í Mið-Austur- löndum, líklega Egyptalands, Sádi- Arabíu og Jórdaníu, yrði einnig boðið en Nabil Shaath, einn ráðherra í pal- estínsku heimastjórninni, sagði, að Palestínumenn vildu ekki, að viðræð- urnar snerust aðallega um umbætur á stjórninni. Hann kvaðst þó binda miklar vonir við frumkvæði Blairs. Fulltrúar Kvartettsins ætla að hitt- ast í Washington á föstudag til að ræða nánar uppdrátt eða eins konar vegvísi að friði í Mið-Austurlöndum en í honum er gert ráð fyrir stofnun palestínsks ríkis 2005. Lítil viðbrögð í Ísrael Ísraelar, sem ekki er boðið til við- ræðnanna, vilja lítið tjá sig um þær en segjast vera hlynntir öllum tilraunum til að koma á umbótum meðal Palest- ínumanna. Þeir hafa hins vegar beðið Bandaríkjastjórn að bíða með að ganga frá vegvísinum þar til að lokn- um þingkosningum í Ísrael í janúar. Almennt er litið á viðræðurnar í London og opinbera heimsókn Bash- ar al-Assads, forseta Sýrlands, til Bretlands sem yfirlýsingu Blairs um, að Bretar hafi jafnmiklar áhyggjur af velferð Palestínumanna og þeirri ógn, sem stafar af Saddam Hussein Íraks- forseta. Palestínumenn fagna frumkvæði Blairs Þiggja boð um viðræð- ur í London Ramallah, London. AFP. fyrirtaeki.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.