Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LJÓSMYNDIN er sá miðillsem Hrafnkell Sigurðssonhefur valið flestum verkasinna en viðfangsefnið er íslenskt landslag. Myndmálið, stærð og lögun ljósmyndanna minna um margt á hefðbundin málverk og óneitanlega leiða verk Hrafnkels hugann að málverkum fyrstu ís- lensku landslagsmálaranna þar sem okkur birtast tignarleg fjöll, speg- ilslétt vötn, kyrrð og friðsæld í upp- hafinni náttúru þar sem tíminn virð- ist standa í stað. Hrafnkell kemur hins vegar með nýtt sjónarhorn inn í landslags- málverkið og óneitanlega leynist í því nokkurt háð þegar hann beinir sjónum okkar að þeim „fjöllum“ sem leynast í nánasta umhverfi okkar innan borgarmarkanna í stað róm- aðra fyrirmynda eins og Heklu. Hrafnkell upphefur ekki þjóðþekkt fjöll heldur ómerkilega snjóskafla sem hverfa í næstu rigningu. Hér tvinnast því saman á skondinn hátt hin hrikalega náttúra íslenskra óbyggða, sem óblíð náttúruöfl hafa mótað og manngert landslag sem stórvirkar vinnuvélar hafa skapað. Hrafnkell Sigurðsson fjallar einn- ig um samband náttúru og menning- ar í ljósmyndum sínum. Með mynd- um af stórum snjóskafli – sem hefur orðið til við hreinsun götunnar – inni í borgarhverfi, býr hann til nýja sýn á myndmálið og undirstrikar ekki síst miðilinn sem hann notast við með efnisvalinu. Eðli ljósmyndar- innar er að taka sanna mynd af augnabliki sem var aðeins til þegar smellt var af. Eins á við um snjó- skaflinn á myndinni sem í dag er horfinn og engin heimild er um nema þessi mynd. Myndin gæti einnig verið óður til fjallsins í anda nútímalegrar hugsunar eða írónísk skírskotun til þess að fjallaróm- antíkin umbreytist í snjóskafl. Morgunblaðið/Kristinn Án titils, 1999 Verkið er á sýningunni Íslensk myndlist 1980–2000 í Listasafni Ís- lands. Texti: Listasafn Íslands. HRAFNKELL SIGURÐSSON AÐVENTUSÖNGVAKA var haldin í Hjallakirkju s.l. sunnu- dagskvöld. Skiptust þar á söng- atriði og stuttir upplestrar úr ritn- ingunni, og mun það vera að brezkum sið skv. útskýringu upp- lesarans, sr. Írisar Kristjánsdótt- ur. Hinn 23 manna kór staðarins, Vox Gaudiae, söng tært og vel mótað Kom þú, kom, vor Imm- anúel í raddsetningu Róberts A. Ottóssonar, og Maríukvæði Atla Heimis Sveinssonar var ekki síðra. Ave Maria Bruckners var ofur- hægt og krefjandi, m.a. sakir langra háttliggjandi kafla í sópran og tenór, enda seig það örlítið í tónstöðu þó að flutningur heppn- aðist að öðru leyti vel. Hið bráð- fallega kórlag Brittens, A hymn to the virgin, sem skartar áhrifamik- illi andstæðu lítils sönghóps við allan kórinn, var sömuleiðis frekar hægt sungið en hljómaði samt vel þrátt fyrir nokkurt ósamvægi milli radda á stöku stað. Hrafnhildur Björnsdóttir söng dásnotran einsöng í Máríuversi Páls Ísólfssonar úr Gullna hliðinu við kliðmjúkan undirleik kórstjór- ans. Hið einfalda rómantíska kór- lag Eyþórs Stefánssonar, Kom Herra Jesús, kom í skýjum nú hljómaði hægt en látlaust. Að því loknu var tekið franska jólalagið Ding dong í útsetningu eftir Rich- ard Lloyd sem undirr. kannaðist ekki við í fljótu bragði; ólíkt þyngslalegri en sú algengasta, enda sennilega líka fullhægt flutt. Síðan kom trúlega erfiðasta við- fangsefni kórsins, O magnum mysterium eftir Francis Poulenc, sömuleiðis í hægara lagi – kannski einkum fyrir nokkra hnigtilhneig- ingu sem e.t.v. hefði farið minna fyrir á meiri hraða. Hin snilld- arlega raddsetning Hugos Distlers á 15. aldar laginu Það aldin út er sprungið var né heldur auðveld viðureignar, en tókst engu að síður furðuvel. Eftir víxllestur og bæn prests og áheyrenda lauk Vox Gaudiae dagskrá sinni með Blíða nótt, blessaða nótt (Heims um ból) Grubers í raddsetningu kórstjór- ans í 1. og 2. versi en G. Schrecks í því þriðja, og söng að endingu lag eftir H. J. Gauntlett, Einu sinni í ættborg Davíðs, við almenna þátt- töku, og fylgdu prentaðar nótur í tónleikaskrá gestum til stuðnings. Töluverður þokki var yfir skýrt mótuðum söng kórsins og hélzt víðast hvar ágætis jafnvægi milli radda, enda þótt stundum frekar silalegt tempóval virtist í fljótu bragði í nokkru ósamræmi við glaðvært heiti hans. En vera kann að það standi til bóta. TÓNLIST Hjallakirkja Verk eftir m.a. Distler, Britten, Bruckner, Atla Heimi Sveinsson og Poulenc. Ein- söngvari: Hrafnhildur Björnsdóttir. Kammerkórinn Vox Gaudiae. Söngstjóri: Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudaginn 15. desember kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Rödd gleðinnar Ríkarður Ö. Pálsson ÞAÐ er alltaf fagnaðarefni þeg- ar ný tónlist er gerð aðgengileg í hljóðrituðu formi. Að baki slíkrar útgáfu liggur mikill metnaður og áræði og víst er að ekki er þar skjótfenginn gróði sem freistar. En vonandi er stundum sáð fræj- um sem bera góðan ávöxt. Það er einlæg von þess er þetta ritar að það hafi verið gert með geisla- plötunni Rautt silki- band. Þótt ekki verði aðstandendum hrósað fyrir ríflegan skammt að þessu sinni. Rúm hálf klukkustund er með því knappasta sem undirritaður hef- ur kynnst á geisla- diski. Tónskáldið Hreiðar Ingi Þorsteinsson er aðeins tæplega hálfþrítugur að aldri. Hann lærði orgel- og píanóleik frá 12 ára aldri og lauk námi frá tónmenntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík á síðasta ári. Hann byrjaði að semja lög varla kominn af barnsaldri og eftir hann liggur nú nokkur fjöldi sönglaga, 25 þeirra hefur hann gefið út í nótnabókinni Strax eða aldrei – 25 einsöngslög. Þeir sem þekkja geisladiskinn vinsæla, Ef ég sofna ekki í nótt, með Moniku Abend- roth hörpuleikara og Páli Óskari, hafa kynnst Hreiðari Inga sem tónskáldi en hann á nokkur lög á þeim diski. Sönglagaflokkurinn 6 lög við ljóð Nínu Bjarkar (mér sýnist þetta vera sönglagaflokkur ef marka má uppsetningu í texta- hefti) er saminn fyrir söngkonuna Hólmfríði Jóhannesdóttur og hef- ur hún sjálf valið ljóðin sem eru úr nokkrum ljóðabókum Nínu Bjark- ar Árnadóttur. Ljóðin eru tilfinn- ingaþrungin og lög Hreiðars Inga sömuleiðis. Lögin fylgja stemmn- ingu textans vel og kannski of vel því þau eiga það til að veita ímyndunaraflinu lítið svigrúm. Til dæmis eru hinar miklu geðsveiflur í laginu Rautt silkiband full aug- ljósar og í laginu Dans er dans- takturinn málaður helst til sterk- um litum. Og ekki fara heldur á milli mála effektarnir í undir- spilinu í Einsemdarævintýrahöll („Fossbúinn seiddi mig til sín“, „Hérna niðri glitra steinar…“). En þetta er tónlist sem er allrar at- hygli verð og verður áhugavert að fylgjast með Hreiðari Inga og verkum hans í framtíðinni. Hólm- fríður Jóhannesdóttir syngur lagaflokkinn við píanómeðleik tón- skáldsins og gerir hún það af sannfær- ingarkrafti og skiln- ingi á tónmáli lag- anna. Sérstaka athygli vekur fallegur söngur hennar í lög- unum Söknuður og Morgunn. Lagaflokkur Gunn- ars Reynis Sveinsson- ar, Undanhald sam- kvæmt áætlun, hefur öðlast fastan sess í ís- lenskri sönglagaflóru og gert hana litríkari. Svo ekki sé talað um eyrnaorminn Maður hefur nú… úr kvikmyndinni Skilaboð til Söndru sem hvert mannsbarn þekkir. Í lögum Gunnars Reynis er það Lára S. Rafnsdóttir sem annast pí- anóleikinn og er þar vel vandað til verka. Hólmfríður syngur lögin sem fyrr af næmum skilningi og má í því sambandi m.a. nefna hið undurfallega Tileinkun (nr. 8). Og ekki má gleyma Maður hefur nú… þar sem Hólmfríður ratar beina leið að kjarna lagsins. Þetta er áhugaverður diskur, góður hálftími í heimi íslenskrar sönglistar. Góður hálftími TÓNLIST Geislaplötur Hreiðar Ingi Þorsteinsson: 6 lög við ljóð Nínu Bjarkar (Rautt silkiband, Söknuður, Einsemdarævintýrahöll, Svanur, Morg- unn, Dans). Gunnar Reynir Sveinsson: Maður hefur nú……, Undanhald sam- kvæmt áætlun (Eldur, Tileinkun, Elín Hel- ena, Vögguvísa, Grautur og brauð, Lág- mynd). Söngur: Hólmfríður Jóhannesdóttir. Píanóleikur: Hreiðar Ingi Þorsteinsson og Lára S. Rafnsdóttir. Heildartími: 33’12. Útgefandi: Hólm- fríður Jóhannesdóttir, 2002. RAUTT SILKIBAND Valdemar Pálsson Hólmfríður Jóhannesdóttir ÞESSI þriðji diskur Jóels er besti diskur hans til þessa – og einhver al- besti djassdiskur íslenskur – spila- mennskan flott og tónskáldskapur- inn brilljant. Fyrsta lag disksins nefnist Súr tá – hvers vegna veit ég ekki – en innihaldið er að vísu ekki nýtt, hefst og lýkur á Birdlandi – fyrst í stjörnumerki boppsins – síðar fönksins og Shorter tengiliðurinn; þar er frábær hammondorgelleikur Eyþórs Gunnarssonar – sem er í heimsklassanum – Smithlaus en með slettu af Zawinul. Greg Hopkins er fínn trompetleikari, en fyrst útlend- ing þurfti í hlutverkið hefðu margir verið ákjósanlegri því Jóel Pálsson er ekki maður sem hræðist að sól- istar skyggi á sig – styrkur hans felst ekki síður í tónskáldskapnum og hljómsveitarstjórninni þótt sjálfur sé hann einn magnaðasti sólisti í samanlögðum Íslandsdjassi. Ballað- an Yggur er tær snilld þar sem norðrið er í öndvegi og sérdeilis er ánægulegt að heyra hinn fagra bassatón Valdimars Kolbeins sem hefur aldrei leikið betur, svo ég hefi heyrt, en á þessum diski. Jóel blæs í tenórinn eina af þessum klassísku jóelskum sem einkennast af ljóðræn- ustu tónfegurð evrópskri utan Garbareks. En allt í einu er haldið í austur og í stað ballöðu eins og upp- hafið lofaði er svítan veruleiki. Góði dátinn er af þessu tagi og Palle Mikkelborg semur oft á þessum nót- um. Impressjónískt upphaf – svíng og fönk allt í einu og svo samspuninn þar sem Greg og Jóel hafa allan djassspuna sögunnar á hreinu. Húm er ljúf ballaða þar sem burstar Ein- ars Vals og djúptónabassi Valda Kolla njóta sín til fullnustu. Þeir fé- lagar Shorter og Hancock koma í hugann án þess að tengslin séu ann- ars eðlis en huglæg og segir það mik- ið um Jóel og tónskáldskap hans – tenórsóló hans þarna sannar enn einu sinni að fegurri tenórtón heyrir maður varla hérna megin Atlants- hafsins. Seinni fréttir eru ballaða í heimsklassa með samspili saxa og melódíu sem vekur minni úr djass- sögu eftirstríðsáranna – Valdi Kolli og Einar Valur fínir – en þrátt fyrir allt sem maður kannast við er mel- ódían jóelsk – má maður spyrja hvort eitthvað loði enn við frá Prími og Klifi? Þegar ballöðunni sleppir og raftónlistin tekur við í gömlum frasa- farvegi birtir á ný í fönkhimninum en samspuni Jóels og Flosasonar er sveiflunni líkari. Kvabb er ljúf mel- ódía án erfiðleika sem byrjar hjá Greg eins og Rakkmanínoff hjá Mingusi en fer út í Caravanfílíngu a la Ellington án þess að staðnæmast nokkurs staðar og bopprokk og allt hvað nafnið hefur skýtur upp koll- inum uns endað er í frjálsri stemmn- ingu gamalli. Hér hefur verið gerð tilraun til að lýsa í orðum tónlist septetts Jóels – en heyrn er lestri ríkari og ég held að allir þeir sem kunna að meta djass frá seinni helmingi aldarinnar síð- ustu njóti þessa disks til síðasta tóns. Jóel í heimsklassa DJASS Geislaplata Jóel Pálsson tenórsaxófón og bassaklar- inett, Greg Hopkins trompet og flýgil- horn, Sigurður Flosason barítón- og altó- saxófóna, bassaklarinett, altó- og pikkólóflautur; Eyþór Gunnarsson hamm- ond, wurlizer, harmonikku og hljóðgervla; Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa; Einar Valur Scheving trommur og jarm- dollu; Helgi Svavar Helgason slagverk, hljóðsmala og rödd. JÓEL PÁLSSON: SEPTETT Jóel Pálsson: Heyrn er lestri ríkari. Vernharður Linnet Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.