Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 29

Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 29 Í MOKKA kaffi sýnir Hildur Mar- grétardóttir 9 málverk unnin með ol- íu á teppastriga. Þetta er níunda einkasýning listakonunnar en hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1999. Í verkskrá sýningarinnar segir Hildur; „Með þessum verkum reyni ég til hins ýtrasta að losa mig við höft og lærða hegðun í myndmáli.“ Eins og lesa má í textanum er Hildur að tala um eigin höft en ekki almenn. Listræn höft eru alltaf persónuleg. Sjálf listin hefur í raun engin höft eða takmörk. Aðeins mannshugur- inn er heftur og takmarkaður og eitt af hlutverkum listamannsins er ein- mitt að ögra þeim takmörkum. Hild- ur tekst á við takmörk sín í óhlut- bundnu málverki sem hún vinnur gróflega og fljótlega og leyfir tilvilj- unum að njóta sín. Það er ósjaldan að listamenn sem nálgast málverk á þann veginn uppgötvi fljótlega að plattinn sem þeir blönduðu litina á hafi að geyma hin óheftu efnistök sem þeir leita að, langtum frekar en sjálft málverkið sem þeir voru kannski að hamast við að skapa. Nokkrir málarar hafa gert verk með góðum árangri þar sem þeir hlaða litum hverjum ofan á annan eins og þegar blandað er á platta. Þ.á m. Frakkinn Eugéne Leroy og Hollend- ingurinn Marian Breedveld. Að vissu leyti vinnur Hildur í þeim andanum nema að hún hleður litum sjaldan hverjum ofan á annan heldur vinnur hún þá hlið við hlið eftir jöðrum strigans sem hún skilur svo að miklu leyti eftir ómálaðan og ógrunnaðan. Í sumum tilfellum finnst mér hún raða litunum fullvarfærnislega á flötinn en í öðrum tilfellum, sérstak- lega í myndum nr. 7 og 9, nær hún að sleppa sér og myndirnar verða „lif- andi“. Smæð myndanna takmarkar listakonuna í efnistökum, en allar eru þær 60 x 60 cm að stærð, nema ein sem er 78 x 129 cm og er að mínu mati best heppnaða málverkið á sýn- ingunni. Það er ekki oft að ég geti sagt að málverk fari vel á veggjum Mokka kaffis en ógrunnaður teppastriginn er í sérlega góðu samræmi við grófa veggi kaffihússins og málverkin eru nógu hrá til að standast áreiti um- hverfisins. MYNDLIST Mokka kaffi Sýningin stendur til 15. janúar og er opin á sama tíma og kaffihúsið. MÁLVERK HILDUR MARGRÉTARDÓTTIR Höft hinnar óheftu myndlistar Jón B.K. Ransu Eitt af verkum Hildar á Mokka. Skák og mát eftir Anatolí Karpov hefur verið endur- útgefin í tengslum við skákátak skákfélagsins Hróksins. Bókin kom fyrst út árið 1997. Helgi Ólafsson stór- meistari í skák og skólastjóri Skák- skóla Íslands, þýddi bókina og stað- færði. Heimsmeistarinn í skák, Anatolíj Karpov, kennir ungum skákmönnum nýjar aðferðir til að tefla til sigurs, allt frá því að þeir læra mannganginn. Karpov nýtur aðstoðar Andrésar, Mikka, Guffa og fleiri teiknimyndaper- sóna úr smiðju Disney. Í bókinni er líka teiknimyndasaga um ævintýri Guffa í Skáklandi auk fróðleiksmola úr sögu skáklistarinnar. Edda og Hrókurinn gefa öllum börn- um í 3.bekk grunnskólans bókina. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 120 bls., prentuð á Ítalíu. Verð: 1.990 kr. Skák Poème nefnist fyrsti einleiksdiskur Sifjar Tulinius sem nú er kominn út og inniheldur „uppáhalds verk“ hennar. Flest eru þau skrifuð um og í kringum aldamótin 1900. Á diskinum eru verk eftir C.W. Gluck: Melodie í úts. Fritz Kreisler 1714–1787; F. Chopin: Nocturne í cís-moll í úts. N. Milstein 1810–1849; H. Wien- iawski: Souvenir de Moscou 1835– 1880; C. Debussy: La Fille aux cheveux lin 1862–1918; C. Franck: Andantino Quietoso 1822–1890; H. Vieuxtemps: Regrets 1820-1881; E. Chausson: Poéme 1855–1899; M. Ravel: Piéce en forme de Habanera 1875–1937 og M. Ravel: Tzigane. Undirleikari á píanó er Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Sif hefur komið fram sem einleik- ari og tekið þátt í flutningi kamm- ertónlistar í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Hún hefur komið fram á ýmsum alþjóðlegum tónlist- arhátíðum og tekið virkan þátt í flutningi nútímatónlistar. Sif er með- limur Kammerhóps Salarins og leik- ur auk þess reglulega með Caput- tónlistarhópnum og Kammersveit Reykjavíkur. Sif gegnir nú stöðu 2. konsertmeistara við Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Útgefandi Edda. Sveinn Haralds- son sá um upptökur og fóru þær fram í Salnum í Kópavogi í júní 2002. Fiðluleikur Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.