Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 31 það, að vonefndu, n yrði at- í skauti, skoðunar á sama ndunum, ok síðari um þar á og þessi tengslum forgörð- verður oðun að einhvers töðu og ið okkar með allt i en ná- kar. Þótt þátttak- tefnunni í oods um alþjóða- isins árið ill skiln- sem þar t, né var t að nýta sem hið ma varð samvinna ti í Evr- rins. Það am undir er komin r sem við- g skilyrði ar verða ir sem á gstjórn kert ein- kinni um ar gengu ætti bók- hann. Að dur nein- ýringar á inu. Ekki fram að rir hafta- jað frjáls flóknara við dreg- ið af reynslu þessa tímabils? „Það er ljóst að hagstjórnin tókst ekki eins vel á þessu tímabili og hún gerði í nágrannalöndum okkar og eins og hún hefði getað tekist hér. Þetta stafaði ekki síst af því að við vorum eftirbátar ná- granna okkar í hagþróun. Þetta kemur glögglega fram í þætti Guð- mundar Jónssonar, sem fjallar um hagsögu þessa tímabils. Við erum fátækasta land í Evrópu í lok 19. aldar og erum nokkrum áratugum á eftir a.m.k. Norðurlöndunum þremur, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Við náum miklum hagvexti á árunum frá því skömmu fyrir aldamótin og fram til fyrri heims- styrjaldar. Við fórum hins vegar illa út úr styrjöldinni og fyrstu ár- unum þar á eftir. Við náum okkur á strik á nýjan leik í nokkur ár undir lok þriðja áratugarins en síðan skellur kreppan yfir. Miðað við önnur lönd var kreppan þó ekki sérstaklega erfið hér á landi eins og oft hefur verið talið. Okkur tekst þó ekki að ná teljandi hag- vexti á þessu tímabili. Hin miklu umskipti verða svo á styrjaldarár- unum. Síðan gengur sú uppsveifla að hluta til baka og við eigum erfitt með að komast aftur á flug á sjötta áratugnum. Það skipti miklu máli að hér voru ekki til staðar þær stofnanir eða það fyrirkomulag sem á þurfti að halda við hagstjórn. Hér var t.d. enginn seðlabanki og var það af- drifaríkt, eins og rakið er ítarlega í þætti Jóhannesar Nordal um um- ræðurnar um bankamálin. Ísland er ómótað þjóðfélag á þessum tíma og hér vantar þær stofnanir sem nýtískuhagkerfi þurfa á að halda. Þess vegna getum við ekki brugð- ist við í hagstjórninni með eðlileg- um hætti. Þetta er meinið á öllu þessu tímabili, en seðlabanka var ekki komið á fót hér á landi fyrr en árið 1961,“ segir Jónas. Jafnaðarmenn ná ekki sömu pólitísku áhrifum hér á landi „Ýmislegt annað kemur einnig til þegar leitað er skýringa á þessu tímabili. Það voru til dæmis stöð- ugar deilur um fyrirkomulag versl- unarinnar og hugmyndir uppi um að samvinnuverslunin ætti að hafa sérstöðu. Kjördæmaskipunin er einnig veigamikill þáttur. Tilraunir Hann- esar Hafstein til að koma á nýrri kjördæmaskipun náðu ekki fram að ganga og við vorum þess vegna með kjördæmaskipun sem var öðruvísi en í nágrannalöndunum og miðaðist við þjóðfélag sem var að hverfa. Jafnaðarmenn ná ekki sömu pólitísku áhrifum hér á landi eins og á öðrum Norðurlöndum, enda þótt verkalýðshreyfingunni yxi ásmegin. Í „stjórn hinna vinn- andi stétta“ sem kom til valda árið 1934 var það bændaarmurinn sem var sterkari aðilinn, gagnstætt því sem var í þeim ríkisstjórnum sem um svipað leyti voru myndaðar á öðrum Norðurlöndum. Þetta beindi jafnaðarmönnum hér á landi til vinstri og torveldaði það að sam- staða gæti náðst um lausn efna- hagsvandans á milli stétta og á milli flokka. Þetta tókst hins vegar á öðrum Norðurlöndum, ekki síst í Danmörku, þar sem Stauning for- sætisráðherra stóð fyrir samkomu- lagi sem náði til beggja aðila á vinnumarkaði og til bæði stjórnar- flokka og helsta stjórnarandstöðu- flokksins. Þetta varð grundvöllur þess að Danir hófu sig upp úr kreppunni, sem var þeim sérstaklega þung í skauti, og reyndist upp- hafið að danska velferð- arríkinu. Þetta gerðist árið 1933, en hér á landi gat ekkert svipað gerst á þessum tíma. Það er ekki fyrr en á viðreisnarárunum, með júní-samkomulaginu 1964, sem hliðstætt samkomulag næst hér á landi og þróast síðan til þjóð- arsáttar árið 1990,“ segir Jónas Haralz að lokum. rir nýútkominni 1930–1960 r a r eft- afta- i voru erfi mein á ralz, Ómar mna sjö omfr@mbl.is Kreppan var ekki sér- staklega erfið hér miðað við önnur lönd Utanríkisráðherra Hall-dór Ásgrímsson, segistekki bjartsýnn á aðsamkomulag um aðlög- un EES-samningsins vegna stækkunar Evrópusambandsins takist við ESB fyrir miðjan apríl. Mátti ráða af ummælum hans í Morgunblaðinu á laugardag að hugsanlegt væri að sú staða gæti komið upp að aðlögun EES-samn- ingsins héldist ekki í hendur við stækkun Evrópusambandsins. Ut- anríkisráðherra hefur hins vegar lítið sem ekkert viljað tjá sig um hverjar afleiðingarnar yrðu ef að- löguninni yrði slegið á frest. Ekki aðrir möguleikar en stækkun EES eða uppsögn samningsins Í máli forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, í Morgunblaðinu á laugardag kom fram að hann telur að samningsstaða ESB sé ekki sterk nemi sambandið beiti afli og virði ekki þá samninga sem gerðir hafa verið. Ætla má að þar sé for- sætisráðherra að vísa til mögu- legrar uppsagnar ESB á EES- samningnum eða þá að sambandið brjóti gegn ákvæðum samningsins að því er varðar ný aðildarríki. Ekki verður annað séð, miðað við ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, en að Evrópu- sambandið eigi aðeins val um tvennt, þ.e. að segja samningnum upp eða samþykkja útvíkkun hans. Í 127. grein samningsins segir að: „sérhver samningsaðili getur sagt upp samningi þessum að því tilskildu að hann veiti öðrum samn- ingsaðilum að minnsta kosti tólf mánaða fyrirvara með skriflegum hætti. Jafnskjótt og fyrirhuguð uppsögn hefur verið tilkynnt skulu hinir samningsaðilarnir boða til ráðstefnu stjórnarerindreka til þess að meta hvaða breytingar sé nauðsynlegt að gera á samningn- um.“ Þetta eru tiltölulega skýr ákvæði. En í reynd er bæði flókið og erfitt mál fyrir ESB að segja samningnum upp og verður vikið nánar að því á eftir. Nýjum ríkjum ESB beinlínis skylt að gerast aðili að EES Gerð er grein fyrir hinum kost- inum í 128. grein samningsins en þar segir: „Evrópuríki, sem geng- ur í bandalagið er skylt, en heimilt gangi það í EFTA, að gerast aðili að samningi þessum. Það skal senda EES-ráðinu umsókn sína“ (skáletrun Morgunblaðsins). Að því gefnu að ekki komi til uppsagn- ar virðist því ekki hægt að skilja þetta á annan veg en þann að það sé beinlínis kvöð á nýjum aðildar- ríkjum að gerast aðili að EES, sem sagt, verði samningnum ekki sagt upp verða hin tíu nýju aðildarríki að gerast aðilar að EES. Annað væri þá væntanlega ekkert annað en brot á samningnum. Þá er og tekið fram í 128. grein að aðilar að EES og ríkið sem sækir um skuli gera með sér samkomulag um skil- mála og skilyrði fyrir slíkri aðild og að slíkt samkomulag skuli leggja fyrir alla samningsaðila til fullgildingar eða samþykktar. Hvað táknar það fyrir ESB að segja samningnum upp? Í uppsagnarákvæðum samn- ingsins er talað um samningsaðila. Ef við horfum fram hjá EFTA- ríkjunum þremur þá á samnings- aðili hér annars vegar Evrópu- bandalagið sem heild og síðan hvert og einstakt þjóðríki þess. Hvað táknar þetta? Jú, eiginlega ekki annað en það að leiðin úr Evr- ópska efnahagssvæðinu er ekki síður torfær en inn í það: aukinn meirihluta mun þurfa í ráðherra- ráði Evrópusambandsins til þess að samþykkja uppsögn samnings- ins og algerlega óvíst hvort sá meirihluti sé fyrir hendi ef á það myndi reyna. Þá má og ætla að Evrópuþingið þurfi að samþykkja úrsögnina rétt eins og það þurfti að samþykkja samninginn á sínum tíma. En þess fyrir utan þarf þjóðþing hvers einasta aðildarríkis að sam- þykkja uppsögn samningsins. Af þessu má ljóst vera að það er eng- an veginn auðvelt fyrir ESB að segja samningnum upp og samn- ingsstaða EFTA-ríkjanna því að mörgu leyti sterk. Hin óhugsandi staða Í viðtali í Morgunblaðinu sagði Gerhard Sabathil, sendiherra ESB, að það væri óhugsandi að á sömu stundu og sameining Evrópu verði undirrituð líði EES undir lok. Þess vegna verði menn hrein- lega að finna lausn sem báðir aðilar geti sætt sig við. Þarna gæti Sa- bathil verið að vísa til þess að nýj- um aðildarríkjum sé skylt að ger- ast aðilar að EES við inngöngu í sambandið. Sé Sabathil á hinn bóg- inn að gera ráð fyrir að stækkun EES tefjist að einhverjum orsök- um (þó ekki sé gert ráð fyrir slíku í samningnum) er hann væntanlega að vísa til þess að þegar menn eru á annað borð komnir inn í ESB þá eru þeir um leið komnir inn í EES, svona á svipaðan hátt og þegar menn eru komnir inn á Schengen- svæðið geta þeir ferðast að mestu óhindrað innan þess. M.ö.o. það er algerlega nauðsynlegt að samning- ar EFTA og ESB um stækkun evr- ópska efnahagssvæðisins haldist í hendur við inngöngu nýrra aðild- arríkja árið 2004. Það er t.d. nær óhugsandi hægt sé að að stöðva út- flutning á fiski frá Íslandi til Pól- lands um landamæri Þýskalands nema með því að skoða allan fisk sem færi á milli landanna. Sem væri kerfisbundið landamæraeftir- lit sem stríðir gegn fjórfrelsinu, þ.e. frelsi í vöruflutningum, fólks- flutningum, þjónustustarfsemi og fjármagnsflutningum innan landa Evrópusambandins. Hvað ef stækkun EES frestast nú samt? Samkvæmt ákvæðum samnings- ins er frestun á stækkun EES í raun ekki möguleiki. En setjum svo að það gerist nú samt af ein- hverjum orsökum. Hvað þá? Eitt- hvað verða menn væntanlega að gera og einna líklegast er að gefin yrði út einhvers konar bráða- birgðayfirlýsing um stækkun EES, þ.e. að samningurinn gildi áfram í einhvern tiltekinn tíma með nýju ríkjunum þótt hann hafi ekki formlega verið staðfestur af samningsaðilum. Að því er næst verður komist er ekkert sem bein- línis útilokar þennan möguleika. Það gæti hins vegar tekið alllang- an tíma að fá öll aðildarríkin til þess að staðfesta samninginn hvert í sínu lagi. Vilji menn á hinn bóginn fá ríkin til að skrifa öll undir í einu, eins og hefð er fyrir við samninga af þessu tagi, getur það einnig dregist því oft líður langur tími á milli þess að leiðtogar ESB-ríkjanna hittist allir saman. Setjum svo að leiðtogar ESB-ríkjanna komi aftur saman haustið 2003 eftir undirritun vegna stækkunar ESB í apríl. Þá ætti eft- ir að senda samninginn til fullgild- ingar hjá þjóðþingi hvers ríkis sem aftur getur tekið langan tíma. Ummæli Gerhards Sabathil verða kannski skiljanlegri í ljósi þess sem hér hefur verið rakið:. „Það væri óhugsandi að á sömu stundu og sameining Evrópu verð- ur undirrituð 16. apríl liði Evr- ópska efnahagssvæðið undir lok. Enginn lítur á það sem möguleika, hvorki í ESB, í umsóknarríkjunum né í EFTA-ríkjunum. Þess vegna verðum við að finna lausn sem við getum sætt okkur við.“ Stækkun ESB og Evrópska efnahagssvæðisins Flókið og erfitt að segja EES-samningnum upp Reuters Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Abdullah Gul, forsætisráðherra Tyrklands (l.t.v.), tókust í hendur á fundi Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn þar sem fjallað var um stækkun ESB. Á fundinum var m.a. fjallað um hugsanlega inngöngu Tyrklands í ESB. Lengst til hægri er Jacques Chirac, forseti Frakklands. Efasemdir hafa verið uppi um að takast muni að ljúka samningum milli EFTA og ESB í apríl. Arnór Gísli Ólafsson komst þó að því að samningsstaða ESB er ef til vill ekki eins sterk og menn hafa ætlað. arnorg@mbl.is ENGAR sérstakar viðræður eða vinna hefur farið fram innan Evr- ópusambandsins um þá hugmynd að Tyrkir kunni hugsanlega að fá aðild að samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Ljóst sé að fyrst verði menn að taka end- anlega afstöðu til þess hvort Tyrkjum verði boðin aðild að Evr- ópusambandinu sjálfu eða ekki. Þetta segir Reijo Kemppinen, aðaðaltalsmaður Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar ESB. „Þetta er bara hugmynd án þess að ég vilji með því nokkuð fullyrða um framtíð Tyrklands í Evrópu. Ég þykist viss um að jafn- vel þó að menn vildu ræða þann möguleika að Tyrkland geti orðið aðili að EES verða þeir auðvitað fyrst að afgreiða spurninguna um hugsanlega aðild Tyrklands að Evrópusambandinu sjálfu.“ Spurður um ummæli Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra þess efnis að hugmyndin um aðild Tyrklands að EES sýni vanþekk- ingu á eðli EES segir Kemppinen að að sjálfsögðu sé ekki verið að viðra hugmynd sem mögulegt sé að hrinda í framkvæmd hér og nú. „Ég vil einnig minna sérstaklega á í þessu sambandi að Romano Prodi hefur sjálfur alls ekki lagt til að Tyrkland verði aðili að EES. Hið eina sem hann hefur sagt er að vegna framtíðarþróunar ESB verði menn að byrja að ræða hvaða lönd eigi að vera í Evrópu- sambandinu. Við getum auðvitað ekki stækkað sambandið áfram endalaust. Sá dagur hlýtur að koma að við verðum að ákveða að sambandið sé orðið nógu stórt og að ekki eigi að stækka það frekar. Prodi hefur þess vegna bent á að menn verði að þróa samskipti við þjóðir sem verða nágranna- lönd Evrópusambandsins. Samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið, sem hefur reynst ákaflega vel til þessa, er einmitt gott dæmi um slíkt samband eða samskipti,“ segir Kemppinen. Ekki annað meira en hugmynd Talsmaður Rom- anos Prodis um aðild Tyrklands að EES

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.