Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ DANIR undirbúa nú sem óðast 200 ára fæðingarafmæli H.C. And- ersen. Til að afmælið megi takast sem best og vera sem veglegast keppast einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera um að leggja fé til ým- issa þátta undirbúningsins. Stærsta einstaka gjöfin til þessa var úr vasa dansks auðmanns, 600 milljónir ís- lenskar. Talið er að sameinuð fram- lög til afmælisins muni nema um fimm milljörðum íslenskra króna. Danir líta svo á að hinn aldni æv- intýrasmiður sé þeirra stærsta framlag til heimsmenningarinnar og það sé á þeirra ábyrgð að halda merki hans á loft. Og það gera þeir. Þeir leggja mikið fé til H.C. And- ersen safnsins í Óðinsvéum, styðja rannsóknir á verkum hans og stóru bókaforlögin gefa út ævintýrin góðu á fjölmörgum tungumálum og selja út um allan heim. En Danir eru líka miklir peningamenn og enginn frýr þeim vits. Bókmenntaleg eiginfjárstaða Við Íslendingar eigum fjársjóði í bókmenntum, sem eru svo stórkost- legir á alla mælikvarða að við eig- um bágt með að trúa því sjálfir. Sumt eigum við einir, eins og Ís- lendingasögur og sumt í félagi við skyldmenni okkar í Skandinavíu, eins og Fornaldarsögur og Eddurn- ar. En fjársjóði er þungt að bera og vandasamt að varðveita. Við höfum þó ekki talið eftir okkur að veita fjármunum í rannsóknir á fornbók- menntum okkar á hverju ári. Og heimurinn kann að meta bókmennt- ir okkar og án þeirra værum við varla frjáls þjóð. Því án eigin tungu stenst engin þjóð. Og án eigin bók- mennta stenst engin tunga. Við erum slíkt stórveldi í menn- ingunni að það er í raun óskiljan- legt. Þessi stærð gerir það að verk- um að við teljum okkur þjóð meðal þjóða á öllum sviðum. Smáþjóða- leikarnir eru varla fyrir okkur. Smáþjóðaleikarnir eru fyrir smá- þjóðir. En í raun erum við að mann- fjölda álíka stór og Huddersfield í Bretlandi eða Krefeld í Þýskalandi, borgir sem ekki margir hafa heyrt um eða þekkja. Hvorug þessara borga er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga eigin tungu; það er hvorki til huddersfíldska né krefeldska. Hvorug borgin rekur eigin Seðla- banka né á heldur eigin mynt. Hvorug borgin heldur úti sendiráð- um í Tókyó, Peking, Washington, London, Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi, París, Berlín, Osló, Moskvu eða Maputo. Sjálfstraust og sóknarkraftur Við erum auðvitað ekki hver sem er, við erum nefnilega Íslendingar. Við förum léttilega með að hafa næsthæsta söluskatt á bókum í öll- um heiminum, enda íslenskan heim- stunga og ef reiknað væri út frá bókmenntaarfinum erum við að minnsta kosti 300 milljónir. Samt er það nú einstaklingsframtakið sem á stóran þátt í að viðhalda bók- menntafjársjóðnum og gæta þess að halda honum á lífi og standa vörð um hann á markaðstorgi heims- menningarinnar, þar sem margir eru kallaðir einsog venjulega en fá- ir útvaldir. Það er gott og ekki bara gott heldur lífsnauðsynlegt. Það er ekkert eins örugg ávísun á menn- ingardauða eins og opinber menn- ingarrekstur. Ég leyfi mér að fullyrða að sjálfs- traust Íslendinga væri minna en hálft ef við ættum engar fornbók- menntir og landhelgin væri þá í hæsta lagi 50 mílur. Forsætisráð- herrann myndi telja það löður- mannlegt að skrifa bækur og við hefðum aldrei átt nóbelskáld. Og þó að hægt væri að færa rök fyrir því að við kæmumst af án sendiráða kæmi slík ráðstöfun ef til vill niður á sóknarkrafti þjóðarinnar. Besta hvatningin sem við getum gefið sjálfum okkur er að muna að rækta bókmenntir okkar og listir, sérstak- lega með því að finna bókmennt- irnar gömlu upp aftur og aftur og aftur og skattleggja þær alltaf minna og minna og minna. Hefur einhver heyrt þetta áður? Það er vegna þess að þetta er ennþá satt. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Við verðum þó að átta okkur á því Íslendingar, að betur má ef duga skal. Hver veit nema að menningarstarfið muni í framtíð- inni fjármagna undirbalansinn á stóriðjunni. Og þó að Alþingi hafi styrkt útgáfu á Snorra Sturlusyni um 5 milljónir, þá er ekki jafnræði með honum og H.C. Andersen. H.C. gamli fær bókstaflega þúsund sinnum meira en Snorri þó að mað- ur gæti haldið því fram að Snorri sé minnst jafngóður og H.C. og jafnvel tvisvar sinnum betri. Menningarstórveldið Ísland Við setjum sem sagt tvo milljarða í sendiráðin, tvo milljarða í Seðla- bankann, þrjá milljarða í utanferðir og ráðstefnur um það nýjasta í skriffinnsku og fimm milljónir í Snorra. Við setjum síðan 14% sölu- skatt á Snorra, þannig að Snorri endar í mínus. Sennilega stendur Snorri þetta af sér en gerum við Ís- lendingar það? Allt sem máli skiptir í markaðssetningu á fornbókmennt- um okkar með alþýðlegum hætti er margskattað einkaframtak. Rann- sóknarstarfið, sem er mikilvægur grundvöllur alls hins, hefur fengið opinbert fé, en þó ótrúlega lítið miðað við nauðsyn og mikilvægi. En eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði – og brýna herinn. Við skulum gleðjast yfir stöðu þjóð- arinnar sem menningarstórveldis og muna að ef við ættum að leika landsleik í bókmenntum með núlif- andi höfundum værum við stöðugt að leika úrslitaleiki og stöðugt að keppa um gull og það eigum við einnig þúsund ára bókmenntahefð að þakka. Fimm milljarðar í H.C. Andersen, fimm milljónir í Snorra Sturluson Eftir Björn Jónasson „Við erum slíkt stór- veldi í menn- ingunni að það er í raun óskiljanlegt.“ Höfundur er bókaútgefandi. LENGI hefur verið þekkt að há- vaði yfir ákveðnum mörkum skaðar mannlega heyrn. Víða á hávaðasöm- um vinnustöðum hafa verið gerðar fyrirbyggjandi aðgerðir til að vernda heyrn starfsfólks. En heyrnin getur því miður skað- ast af fleiru en hávaðasömum vinnu- stöðum. Rannsóknir á undanförnum árum víða um heim sýna að heyrn barna og ungs fólks er skert af völdum há- vaða. Heyrn er mæld innan ákveðins tíðnisviðs sem spannar talað mál. Hávaði skaðar hærri tíðnir talsviðs- ins þar sem liggja óraddaðir sam- hljóðar eins og s, f, þ, b, d og fleiri hljóð í íslensku. Þegar þessi hljóð heyrast ekki lengur verður niður- staðan misheyrn og misskilningur með tilheyrandi afleiðingum. Í stað þess að heyra þessi hljóð með eyr- unum þegar heyrnin er eðlileg þarf að „heyra“ þau með augunum, lesa af vörum. Hæfileiki til að greina talað mál í klið minnkar. Þessar heyrnarskemmdir hafa áhrif á nám og félagsleg samskipti. Nýlegar rannsóknir frá Banda- ríkjunum, Frakklandi og Ástralíu sýna allar fram á þá alvarlegu stað- reynd að heyrn barna og ungmenna í þessum löndum hefur skaðast af há- vaða. Í bandarísku rannsókninni kemur fram að 12,5% barna á aldr- inum 6-19 ára eða 5,2 milljónir eru talin bera einhvers konar hávaða- skaða á heyrn á öðru eða báðum eyr- um. Í 25% tilvika er skerðingin frá því að vera fremur væg upp í mjög alvarlega. Í áströlsku og frönsku rannsókn- inni kemur fram m.a. að þeir sem nota heyrnartól við geislaspilara hafa frekar heyrnarskaða en aðrir. Sú bandaríska staðfestir ekki sér- staka orsakavalda en bendir á al- gengar skaðlegar hávaðauppsprett- ur í daglegu lífi nútímamannsins s.s. ferðageislaspilara, flugelda, blístrur og önnur leikföng, flugvélar og fleira. Tölvuleikir með miklum smellum og sprengingum eru einnig á listanum en hvell hljóð eru ein- hverjir mestu skaðvaldar fyrir heyrnarfrumurnar sem um getur. Á sama hátt hafa menn haft áhyggjur af diskótekum og rokktónleikum. Ekki er ástæða til að ætla að lífs- mynstur okkar Íslendinga sé ýkja frábrugðið því sem áðurtaldar þjóðir lifa við. Framundan eru jól og áramót. Fá- ar þjóðir heims heilsa nýju ári með jafnmiklum tilþrifum og við en bögg- ull fylgir skammrifi. Hávaðinn er það mikill og hvellirnir að full ástæða er til aðvörunar. Það var gott fram- tak þegar hlífðargleraugun voru sett í flugeldapakkana. Nú þarf að bæta um betur og hafa einnig sett af eyrnatöppum í hverjum pakka og fleiri til sölu á áberandi stað! Einnig vil ég skora á foreldra að setjast með börnum sínum með tölvuleikina og geisladiskana sem koma upp úr pökkunum um jólin og ræða alvöru þess að spila of hátt eða of lengi. Því hærra sem spilað er því styttri tíma þarf til að heyrnin skað- ist. Hávaðaskaði á heyrn er óbætan- legt tjón! Bestu jóla- og nýársóskir. Er heyrn barna í hættu? Eftir Bryndísi Guðmundsdóttur „Hávaða- skaði á heyrn er óbætanlegt tjón!“ Bryndís Guðmundsdóttir heyrn- arfræðingur, deildarstjóri barna- starfs hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Þ að er kalt að bíða, enda hafði ég ekki búið mig fyrir úti- legu. Ég hélt við fengjum að bíða inni á Hótel Íslandi eftir Nick Cave. Þess vegna mætti ég snemma til að ná sæti og tæp klukkustund í tónleikana. Smám saman lengist röðin og nær alveg út að Veg- múla. Sokkarnir eru rakir eftir langan vinnudag og mér er orðið kalt á fótunum. „Gott er að vera einn í biðröð,“ segir Sverrir Stormsker. Það gerist bara alltof sjaldan. Þar sem ég stend í röðinni fer ég að velta fyrir mér öllum biðröð- unum, sem þykja næsta sjálf- sagðar. Þetta er fyrirbæri sem er til staðar fyrir getnaðinn, sjálfa sköpunina, þegar verðandi for- eldrar bíða norpandi í kuldanum fyrir utan skemmtistaðina. Drjúgum hluta með- göngunnar er eytt á bið- stofum lækna og margir skrá sig strax á ýmsa biðlista lífsins, s.s. eftir ungbarnasundi. Eftir fæðingu þurfa börnin svo að bíða eftir því að komast að á leikskóla. Í því biðskýli halda til 1.411 börn í Reykjavík. Ef til vill má segja að þetta sé þeim dýrmæt lexía; eru ekki allir skólar að leggja svo mikið upp úr verklegu námi? Vart er hægt að hugsa sér betri undirbúning fyrir lífið fyrir tveggja ára börn heldur en að bíða í biðröð. Fjöllistamaður og kærasta hans, sem er leiklistarnemi, ganga glöð í bragði meðfram röð- inni með blað, þar sem þau aug- lýsa eftir miðum og nota slag- orðið: „Má vera ofurprís.“ Ég hristi höfuðið yfir glópskunni; að- eins miklir aðdáendur Nick Cave nenna að bíða klukkutíma í bið- röð eftir góðu sæti. Og þeir fara ekki að gefa eftir miðann sinn. Ekki er annað hægt en að bera virðingu fyrir þeim óléttu konum sem standa í biðröðinni og vilja leyfa fóstrinu að njóta tónlistar Nick Cave í móðurkviði. Biðin eftir sæti er aðeins for- smekkurinn að því sem koma skal, því flestir þurfa einhvern tíma á lífsleiðinni að leita til heil- brigðiskerfisins. Og þá er bara að taka númer. Hundruð eru á bið- lista eftir skurðaðgerðum og er meðalbiðtími um tvö ár. Þeir sem eru óforsjálir í veikindum lenda í lengstu röðunum, t.d. þykir það mikil skammsýni að fara í biðröð eftir aðgerð vegna bæklunar, gerviliða, kviðarhols, blöðruháls- kirtils eða hjartaþræðingar. Fjöllistamaðurinn og leiklist- arneminn taka aðra umferð á röðina og eru tvíefld, því þau eru komin með einn miða. Maður hafði stigið út úr röðinni, rétt þeim miðann og sagt úrillur: „Ég nenni þessu ekki! Ég hef aldrei haldið neitt sérstaklega upp á Nick Cave!“ Við svo búið struns- aði hann í burtu. Ef eitthvað bregður út af í líf- inu, þá eru líka til raðir fyrir það. Segjum að næsti maður á eftir mér í röðinni láti undan freisting- unni og kýli mig. Þá væri biðinni ekki lokið. Ég færi beint í næstu röð á bráðamóttökunni. Sú röð er þó barnaleikur hjá því að kæra ofbeldið til lögreglunnar, því þá gæti ég þurft að bíða í ár eftir að kæran yrði afgreidd. Ef ég væri óbrotinn væri mér líklega ráðlagt að hætta við. Ástæðan er víst sú að 120 mál koma á borð ofbeldis- brotadeildar lögreglunnar í hverjum mánuði, s.s. líkams- árásir og nauðganir, og aðeins 12 vinna að því að rannsaka þau. Fyrir vikið fá alvarlegustu brotin flýtimeðferð, en hin sitja á hak- anum. Fjöllistamaðurinn og leiklist- arneminn kyssast ástfangin og lukkuleg, eru komin með annan miða, sem þau keyptu „aðeins“ þúsund krónum yfir upphaflegu miðaverði. Þau eru alsæl þegar þau taka sér stöðu aftast í röð- inni. Þannig er það þegar maður er orðinn gamall og loksins búinn með mesta erfiðið í þessu jarðlífi, þá upphefst biðin fyrir alvöru. Það er ósköp óskynsamlegt að fara að missa heilsuna á gamals aldri. Því þá getur biðin verið ár eftir rými á hjúkrunarheimili, þ.e. ef þörfin er „brýn“. Og bið- raðirnar ná yfir mörk lífs og dauða, því það þykir sjálfsögð fyrirhyggja að panta sér graf- arstæði með sæmilegu útsýni. „Djöfuls ósanngirni“, ragnar maðurinn fyrir framan mig í röð- inni þegar gestir streyma inn baksviðs um áttaleytið. „Það er ekki sama, Jón og séra Jón,“ seg- ir annar spekingslega. Það er þó gott að sjónin er ekki farin að bila hjá þeim, því meðalbiðtími eftir augnaðgerð á Landspít- alanum er rúmt hálft ár. Biðraðir eru mjög til óþurftar. Þær þrýsta fólki út af vinnu- markaðnum sem er knúið til að vera heima, hvort sem það er til að bíða eftir aðgerð eða sinna að- standendum. Þegar þörfin er orðin „brýn“ eftir hjúkr- unarrýmum getur fólk alls ekki verið heima lengur, nema ein- hver sé yfir því allan sólarhring- inn og geta orsakirnar t.d. verið hrörnun eða ellisjúkdómar. Reynt er að veita þessu fólki eins mikla heimaþjónustu og unnt er, en þann tíma sem eftir er verður einhver ættingi að brúa. Stund- um neyðist viðkomandi til að hætta að vinna eða tapar vinnunni vegna þeirra fjarvista sem fylgja umönnuninni og getur þetta ástand farið með heilu heimilin. Sem betur fer er ég bara að bíða eftir nógu góðu sæti á tón- leikum. Og allt í einu er ekkert svo kalt lengur. Stundum er biðin þess virði. Áður beið unga kynslóðin eftir ljóðabókum Davíðs frá Fagra- skógi og Stefáns frá Hvítadal. Nú bíður hún ljóðanna frá Nick Cave og hans líkum. Öskubakkinn glamrar á píanóinu. Líkaminn logar og hendurnar dansa. Sömu lögmál gilda á tónleikum og hag- yrðingamótum; flutningurinn bætir upp stöku ambögur. Nick Cave flýtir sér gegnum lögin til næstu sígarettu, logi af loga og líkaminn er eins og logandi sígar- etta. Bassaleikarinn stýrir grettu andlitinu með strengjunum. Sal- urinn er öskubakki. Sviðið baðað grænu. Bjórinn er grænn gegn- um flöskuna. Grænt ljós á tón- leikum með Nick Cave. En rauð- ur er litur jólanna. Þá verður ekki þverfótað fyrir biðröðum. Biðraðir jarðlífsins Vart er hægt að hugsa sér betri undir- búning fyrir lífið fyrir tveggja ára börn heldur en að bíða í biðröð. VIÐHORF Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.