Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 38

Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér um sefa. (Úr Hávamálum.) Elsku litla systir. Það er erfitt að ímynda sér að þú sért dáin, það var svo mikið líf í kringum þig. Ég sé þig og Gunnu systur alltaf fyrir mér sem litlu syst- urnar mínar. Þú varst ekki lítil í þeim skilningi heldur stórhuga og hjartahlý með afbrigðum. Ósjálfrátt hugsa ég um ykkur systurnar báðar í einu, þið voruð svo mikið saman þeg- ar þið voruð litlar og svo núna síðustu tíu árin, þið hittust daglega eða a.m.k. töluðuð saman í síma. Gunna hefur misst sína bestu vinkonu, Guð gefi henni styrk. Minningabrotin eru mörg og það sem kemur upp í hugann í dag er ekki það sama og kom upp í hugann í gær. Ég sé fyrir mér litla, glaðlega, krull- inhærða stelpuhnátu sem alla heillaði með glaðværð, brosi og uppátækja- semi. Sem krakkar prófuðum við auð- vitað margt og þú varst meiri hrak- fallabálkur en ég. Hver man ekki eftir teygjutvistinu sem við stelpurnar kepptum í og við systurnar vorum góðar í. Þú þurftir bara aðeins að æfa þig betur og „æfðir“ að hoppa yfir baðkarið og endaðir í fatla á báðum höndum. Manstu þegar við stálumst í Vesturbæjarlaugina þegar við vorum unglingar og löggan kom. Eða þegar við gengum upp Laugaveginn bros- andi og heilsuðum öllum sem urðu á vegi okkar. Eða þegar við systurnar þóttumst vera söngkonur og sungum í þriggja arma kertastjaka á kvöldin. STEINUNN NÓRA ARNÓRSDÓTTIR ✝ Steinunn NóraArnórsdóttir fæddist í Reykjavík 12. október 1958. Hún lést 30. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 11. desember. Eða þegar við vorum að spila undir sæng með vasaljós að vopni svo pabbi heyrði ekki í okk- ur. Ég get enn hlegið að þessum uppátækjum og mörgum svipuðum sem við brölluðum. Ég minnist útileikjanna okkar á Meistaravöllun- um sem „allir“ krakk- arnir tóku þátt í. Brenniboltinn var vin- sæll og þú spændir upp fleiri pör af strigaskóm á sumri. Þarna kynnt- umst við mörgum krökkum sem við höldum tryggð við enn í dag. Það er einmitt þetta trygg- lyndi þitt og hlýja sem hafa gert það að verkum að þú átt svo marga vini í dag. Upp í huga mér koma Bára og Randý vinkonur þínar og Steini mað- urinn minn. Svona brot á ég til í hundraðatali. Tveimur dögum áður en þú dóst ræddum við saman og upp kom um- ræðan um vináttu okkar systra. Við vorum sammála um það að þó svo að við þrjár værum ekki alltaf einhuga þá værum við mjög góðar vinkonur og reyndum að styðja hver aðra eftir bestu getu. Allar eigum við fjölskyldu sem hlúa þarf að og sinna og ekki allt- af hægt að hittast, vorum meira sam- an í huganum. Ég minnist nokkurra atburða sem mér eru kærir þegar þú Steina mín með stórhug og hlýju hjálpaðir mér, stóru systur þinni. Óborganleg er sagan þegar þú varst hjá mér þegar ég átti mitt fyrsta barn og þú gast ekki hugsað þér að ég kæmi heim með barnið og ekki væri til neitt sófa- sett. Þú fórst því í húsgagnaverslun til þess að sækja „sófasettið“ sem þú hélst að ég væri búin að kaupa. Kaup- maðurinn var sammála þér að kona með barn á brjósti yrði að hafa sæti og sendi sófasettið heim til mín í eigin reikning. Við höfum oft hlegið saman að þessari sögu. Ég minnist þess hve gott var að leita til ykkar Tómasar ef maður átti í vanda. Það varst þú sem bauðst húsrými þegar ég, með tvö börn, varð skyndilega húsnæðislaus. Enn saga af þér. Þú varst á fæðing- ardeildinni nýbúin að eiga Rikka og ég í námi og vanfær af Ara. Ég átti ekki fyrir jólamatnum og þú og Tóm- as rukuð af stað og keyptuð í jólamat- inn og eina jólaseríu, síðan lagðist þú aftur inn á fæðingardeild. Svona hefði enginn gert nema þú. Getur verið að vinátta sona okkar hafi byrjað þarna? Ég hef a.m.k. ekki enn kynnst meiri vinum en þeim. Þú lagðir mikið á þig til þess að öðrum liði vel og fannst manni stund- um nóg um. Ég veit að þú studdir stúlku í Indlandi til mennta og eflaust eru börnin fleiri. Elsku Steina, ég veit að þú varst gædd góðum gáfum, leik- list, tónlist og málaralist voru í blóði þínu. Þú hafðir áhuga á bóklestri, menntun, menningu og listum og öllu sammannlegu. Þú menntaðir þig á ýmsan hátt, fórst á námskeið, í skóla, tókst þátt í listsköpun og þróunar- starfi því tengdu. Þú hafðir ófáar list- sýningar heima hjá þér og víðar og tókst að þér að kynna sjálfa þig og aðra listamenn. Það var með ólíkind- um hvað þú gast búið til fallega hluti úr einföldum efnivið. Ég man þegar þú eitt árið varst frekar blönk um jól- in og ákvaðst að gefa aðeins eina jóla- gjöf, mömmu. Þú bjóst til skúlptúr úr trékolli sem þú áttir. Ég var samferða þér í lyftunni í blokkinni þinni þegar maður á miðjum aldri snýr sér að þér og spyr hvar þú hafir fengið þetta verk. Þú segir sem var og hann bauð þér háa upphæð fyrir verkið sem þú þáðir og næstu daga varstu komin á fullt við að hanna og smíða ýmiss kon- ar listaverk til sölu. Einnig man ég eftir fallegum skreytingum hönnuð- um af þér í blómabúðum í bænum. Ekki má gleyma heimili þínu sem er mjög fallegt og ber listfengi þínu gott vitni. Húmor var þér í blóð borinn og hef ég oft furðað mig á hvernig þú getur endalaust munað alla þessa brandara, það var á stundum eins og þú værir á kaupi við að læra þá. Ekki var líf þitt dans á rósum og áttir þú við langvarandi sjúkdóm að etja. Eins var með baráttuna við hann eins og annað að þú varst stórhuga og ætlaðir að sigra hann. En sjúkdómar eru læ- vísir og hopa undan þegar reynt er að sigrast á þeim. Þú lagðir mikið á þig til þess að upplýsa fólk um geðsjúk- dóma og skrifaðir ófáar greinar um þessi efni í blöð og fórst og hélst fundi bæði heima og heiman til stuðnings geðfötluðum. Vegna þess hve ábyrg þú varst í þínum veikindum finnst mér með ólíkindum hve sjúkrastofn- unin sem þú varst á sýndi litla ábyrgð. Eins og hlutirnir snúa að mér þá varst þú mesti fagmaðurinn í þín- um veikindum, sérfræðingarnir og við öll hin hlustuðum ekki nógu vel á þig. Steina mín, þrátt fyrir veikindi þín hefur þú átt marga góða og ham- ingjuríka daga. Þrjú falleg og greind börn og eiginmann sem hefur elskað þig í gegnum þunnt og þykkt. Þín er sárt saknað og vona ég að góður Guð styrki fjölskyldu þína í sárri sorg. Elsku Tómas, Laufey, Oddur og Rikki, megi Guð leiða ykkur í gegn- um sorgina og gefa ykkur hugarró. Mig dreymdi hamingjuna. Hún kom til mín sveipuð svartri blæju, strauk höfuð mitt löngum hvítum höndum og hvíslaði þýðlega í eyra mér: Þú mátt sofa barnið mitt. (Vilborg Dagbjartsdóttir.) Ég elska þig litla systir, kveðja Elsa. Örlagadísir sem spunnuð mér örlög úr þrumum og eldingum svörtu og gylltu nótt og mána nóttinni þegar ást mín var ennþá gullin Mér flugu í hug þessar ljóðlínur Ragnhildar Pálu úr „Örlagadísirnar“ sem slepptu ekki hendinni af vinkonu minni Steinunni Arnórsdóttur sem lést 30. nóvember sl. Ég kynntist Steinu þegar hún varð unnusta eldri bróður míns heitins, Sturlu. Steina var áberandi falleg og glæsileg kona, þá ung og feimin sem fór henni vel. Hún var vel greind, orð- heppin, ljóðelsk og glaðlynd. Hún hafði góða kímnigáfu. Illmælgi var henni ekki að skapi. Hún kom oft í heimsókn til skrafs og ráðagerða. Við urðum fljótt vinkonur og tengdumst fjölskylduböndum. Sturla og Steina eignuðust tvö börn, Laufey Lind og Odd. Steina varð svo gæfusöm að kynn- ast og fella hug til Tómasar Ríkharðs- sonar tölvunarfræðings. Ást og virð- ing þeirra hvor til annars varð drifkrafturinn í lífi Steinu. Þau eign- uðust saman soninn Ríkharð. Steina og Tómas voru mjög sam- hent en fyrst of fremst bestu vinir og góðir foreldrar barna sinna. Steina barðist hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm og leitaði sér samviskusamlega hjálpar. Betri mann og föður en Tómas, þolinmóðan og umhyggjusaman, gátu börnin þá ekki fengið. Er það sérstaklega þakk- arvert. Laufey Lind var stoð og stytta móður sinnar. Elsku Tómas, Laufey Lind, Oddur og Rikki. Ykkar missir er mikill og bið ég algóðan Guð að veita ykkur og fjölskyldunni styrk í sorg ykkar og lýsa ykkur fram á veginn. Fallegar minningar um fjölhæfa, hlátursmilda og kærleiksríka konu og móður lifir og mun græða sárin. Elsku Steina mín. Líf mitt varð ríkara af að þekkja þig. Auður Pétursdóttir. Ég kynntist Steinu fyrir um 25 ár- um síðan, þá vorum við ungar og trúðum á lífið og samferðafólk okkar. Steina var vel gefin, ótrúlega fjölhæf en hún var veik og oft mikið veik, en alltaf þorði hún að vera manneskja með öllu sem því fylgir. Ég vil þakka henni fyrir húmorinn, dillandi hláturinn og tryggðina í gegnum öll þau ár sem okkar leiðir lágu saman. Elsku Tómas það var gæfa Steinu að verða þinn lífsförunautur. Elsku Laufey, Oddur, Rikki og Tómas megi minningar um góða manneskju lifa. Ásta. Elsku Steina mín, þakka þér fyrir allt. Þakka þér fyrir einlægni þína, hjartahlýju og húmorinn sem þú geislaðir svo oft af. Það er þungt áfall þegar ástvinur tekur líf sitt, svo þungt að því er ekki hægt að lýsa með orðum. Við sem eftir lifum erum ekki bara harmi slegin, heldur erum við máttlaus af vanmætti. Þannig líður mér núna. En þegar ég hugsa um stundir okkar saman þá gleðst ég og finnst ég vera miklu ríkari af því að ég kynntist þér. Þú gafst mér verðmæti sem ryð og mölur fær ekki grandað. Elsku Tómas, Laufey Lind, Oddur og Ríkharð, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, guð veri með ykkur. Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (27. Davíðssálmur.) Elsku vinkona, þakka þér fyrir að vera þú. Þín vinkona Anna. Elsku Steina. Það er ofsalega sárt að þurfa að kveðja þig núna, ég er nýbúin að kynnast þér, en mér finnst eins og ég hafi þekkt þig heillengi. Þú gafst svo mikið frá þér, Steina mín, meira en þig nokkurn tímann grunar. Þessi fáu kvöld sem við hittumst eru mér eftirminnileg, við deildum reynslu og sögum, góðum og erfiðum og ég dáðist að því hvað þú varst opin. Þú varst svo hlý við mig, fyrsta skipt- ið þegar ég kom heim til þín tókstu utan um mig og sagðir vertu velkom- in, og mér leið líka þannig. Elsku Steina mín, þín verður saknað. Kveðja Fanney Marín. Fyrst þegar ég heyrði í þér, Stein- unn, var það þessi innilegi hlátur. Þessi hlátur kom oft við sögu í sam- skiptum okkar í gegnum árin og ómar enn í höfði mér og mun gera um ókomin ár. Þú varst sterkur persónuleiki, stórvel gefin, listræn og fram- kvæmdasöm atorkukona í eðli þínu. Veikindin komu því miður í veg fyrir að þú gætir notið allra þessara hæfileika til fullnustu, annars værir þú án efa í fremstu röð athafna- kvenna. Göngutúrarnir með þér voru sko engin lognmolla, öðru nær. Það var fátt sem ekki bar á góma. Flest sjónarhorn mannlegs lífs voru brotin til mergjar og skalinn sprengdur á sviði heimspekinnar. Þrátt fyrir erfið veikindi varst þú ávallt að hugsa um líðan annarra og hvað mest þegar þú varst hvað veik- ust sjálf. Nærtækt dæmi er hversu vel þið Tómas hafið reynst sameiginlegri vinkonu okkar og dóttur hennar. Síðastliðið haust þegar við hjálp- uðumst að við að flytja þær mæðgur í nýtt húsnæði gekkst þú til verka af röggsemi þótt sjúkdómurinn lægi í leyni. Eftirminnilegt er síðan matarboðið sem haldið var í nýja húsnæðinu sem heppnaðist einstaklega vel, enda samansafn af kærleiksríku og skemmtilegu fólki. Að lokum vil ég þakka þér þær gjafir sem þú gafst mér á sl. tveimur árum sem lýsa ekki síst hvaða mann þú hafðir að geyma. Einnig vil ég þakka þér fyrir ljóðið góða sem þú ortir fyrir nokkrum ár- um sem bar vott um að hæfileikarnir leyndust víða. Nú ertu laus úr jarðneskum ham og getur óhikað brett upp ermar í nýjum heimkynnum og verður ef- laust snögg að átta þig á staðháttum. Þér Tómas og börnunum, sem og öðrum aðstandendum, votta ég mína dýpstu samúð. Hvíldu heil og njóttu friðar. Heimir Guðmundsson. Elsku vinkona, Steina mín, mikið óskaplega er sárt að kveðja þig en ég trúi því að það sé bara í bili. Kæra vin- kona, þegar ég sest niður og hugsa um allar okkar samverustundir sl. 37 ár þá er ýmislegt sem kemur upp í hugann, útileikirnir, leikþættirnir, ferðalögin og ekki má gleyma spröng- unni, þar hafði nú enginn roð við okk- ur. Svona mætti nú lengi telja. Hjartans Steina, ljúfa Steina, árin liðu, við urðum fullorðnar og alvara lífsins tók við. Við stofnuðum fjöl- skyldur. Mikið var gaman að fylgjast með og horfa á þig þegar þú eignaðist börnin þín. Hvílíkur dugnaður, allt soðið niður og barnamaturinn heima- gerður. Steina mín, þú varst svo stolt af börnunum þínum, enda full ástæða til. Síðustu árin áttir þú við veikindi að stríða. Þetta var oft mjög erfiður tími fyrir þig og fjölskyldu þína, en þú átt- ir góða að þar sem Tómas og börnin ykkar voru. Elsku Steina mín, ég á svo margar minningar um þig sem ég geymi í hjarta mínu. Steina mín, fyrir fáum vikum skrif- aði ég í gestabókina þína: Takk fyrir að vera þú. Elsku Tómas, Laufey, Oddur og Rikki, megi góður guð styrkja ykkur og blessa. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Góða nótt, elsku ljúfa. Guð geymi þig. Þín vinkona, Rannveig (Randý). Hún Heiða okkar, konan hans frænda míns, er fallin frá. Haf- liði Jónsson, móður- bróðir minn, átti því láni að fagna að kynnast ungur Heiðu sinni og áttu þau saman farsælt og gott hjóna- band í 62 ár. Þau bjuggu allan sinn hjúskap á Njálsgötu 1. Fljótlega eft- ir giftingu þeirra féll amma mín, Ingibjörg Þorláksdóttir, frá og tóku þau að sér móður mína, Kristínu Jónsdóttur sem þá var 14 ára og ólst hún upp hjá þeim eftir það. Hún er Heiðu ævinlega þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir hana og hennar fólk. Heiða var mikill dugnaðarforkur, hún tók ekki einungis að sér móður mína, heldur bjuggu einnig í húsinu ýmsir ættingjar sem allir voru undir verndarvæng hennar. Eftir giftingu foreldra minna, sem einnig hafa búið allan sinn hjúskap á Njálsgötu 1, átt- um við því láni að fagna að vera í ná- vistum við Heiðu, Hafliða og dætur þeirra þrjár. Voru samskipti okkar mikil og farsæl alla tíð, við vorum sem ein stór fjölskylda þar sem Heiða var driffjöður í öllu sem gert var. Minningarnar hrannast upp og verða ljóslifandi fyrir hugskotssjón- JÓNHEIÐUR NÍELSDÓTTIR ✝ Jónheiður Níels-dóttir fæddist á Æsustöðum í Saur- bæjarhreppi í Eyja- firði 21. maí 1916. Hún andaðist á Elli- og dvalarheimilinu Grund 5. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 12. desember. um mínum. Yndislegar voru stundirnar á heimili þeirra á að- fangadagskvöldum þegar við komum öll saman við flygilinn og sungum jólasálma við undirleik Hafliða. Á eftir fengum við ekta súkkulaði og smákökur hjá Heiðu. Dásamlegar voru ferðirnar í sumar- hús Hafliða og Heiðu, Hraunskóga. Þar var dekrað við okkur á alla lund, það var svo sann- arlega sveitin mín. Gestrisni Heiðu voru engin takmörk sett, ávallt var tekið upp úr nestis- boxum ef nýja gesti bar að garði, þó að það væri löngu búið að pakka nið- ur og jafnvel verið að leggja af stað í bæinn. Alltaf var kátt á hjalla við laufa- brauðsgerð hjá Heiðu, sem stjórnaði okkur unga fólkinu af stakri prýði og kenndi okkur réttu handtökin við þennan norðlenska sið, sem er orð- inn að fastri venju hjá okkur. Lokið er farsælli ævi góðrar konu. Megi fegurð og hlýja umlykja Heiðu þar sem hún er nú. Við Hilmar, for- eldrar mínir, bróðir og fjölskyldur okkar vottum Hafliða, dætrum og fjölskyldum þeirra samúð okkar í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Jónheiðar Níelsdóttur. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini, sem aldrei svíkja. (D. St.) Ingibjörg Þóra Marteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.