Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 47
EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist frá Skotveiðifélagi Ís- lands: „Að undanförnu hafa verið nokkrar umræður í Bréfi til blaðs- ins, í Morgunblaðinu, um stefnu Skotvís í deilum við landeigendur og um landréttarmál, meðal ann- ars í blaðinu 13. desember undir fyrirsögninni „Siðferði Skotvís- forystunnar“. Skotvís telur afar brýnt að leið- rétta þann misskilning sem þar kemur fram. Skotveiðifélag Íslands brýnir fyrir félagsmönnum sínum að ávallt leita leyfis við veiðar á eigna- og heimalöndum. Sömuleið- is teljum við brýnt að félagsmenn okkar kanni til þrautar hvar heim- ilt sé að veiða og hvar ekki. Telji veiðimaður að hann sé í fullum rétti, að hann hafi heimild til að veiða á ákveðnu svæði, en meintur landeigandi vilji vísa hon- um af svæðinu, ráðleggjum við honum eftirfarandi: 1. Á korti eða með GPS-tæki komast að samkomulagi við meintan landeiganda hvar veiði- maðurinn sé nákvæmlega stadd- ur. 2. Sé veiðimaðurinn sannfærður um að hann sé í fullum rétti að standa ekki í illdeilum við meintan landeiganda heldur kalla til lög- reglu og fá lögregluskýrslu um málið. Okkur sýnist að sjaldan spinnist deilumál á milli landeiganda á af- réttum eða almenningum. Deil- urnar eru yfirleitt þær að veiði- maður fær veiðileyfi hjá ákveðnum landeiganda en annar landeigandi telur að veiðimaður- inn sé á hans landi. Veiðimaðurinn lendir sem sagt í klemmu á milli tveggja landeigenda. Það skal enn og aftur endurtek- ið að Skotvís hefur alla tíð lagt ríka áherslu á að veiðimenn afli sér tilskilinna leyfa til veiða á eignarlöndum. Hvað varðar svo kallaðar magn- veiðar þá er það staðreynd að 10% veiðimanna veiða helming allra rjúpna, þ.e.a.s. að um 500 veiði- menn eru að veiða um 60–70.000 rjúpur. Þessir veiðimenn búa ekk- ert frekar á landsbyggðinni en í þéttbýli, þeir koma alls staðar að. Hugmyndin um að draga úr svo- kallaðri magnveiði kemur úr ýms- um áttum, ef svo má segja, í því sambandi mætti nefna Náttúru- fræðistofnun Íslands, svokallaða villidýranefnd, Skotveiðifélag Ís- lands, Veiðistjórembættið og um- hverfisráðuneytið. Þá er rétt að geta þess að fjöldi þéttbýlisbúa er landeigendur.“ Skotvís vill hafa það sem sann- ara reynist FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 47 Laugavegi s. 511 4533 Kringlunni s. 533 4533 Smáralind s. 554 3960 Mikið úrval af tískuskartgripum TED LAPIDUS Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir Röng mynd Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Hildi Jónsdótt- ur, jafnréttisráð- gjafa Reykjavíkur- borgar. Röng mynd birtist með grein- inni. Beðizt er vel- virðingar. Rangur bókartitill Í viðtali á blaðsíðu 8 í gær var ný- útkomin bók um golf ranglega nefnd „Golfhringur Íslands“. Þetta er rangt. Bókin heitir Golfhringur um Ísland“. Beðizt er velvirðingar. LEIÐRÉTT Hildur Jónsdóttir Stuðningshópur um krabbamein í eggjastokkum verður með jólafund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skóg- arhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðviku- daginn 18. desember, kl. 17. Á dag- skrá verður m.a. upplestur, tónlistaratriði og kynning á nýjum bókum. Heitt súkkulaði og smákök- ur á boðstólum. Í DAG Meistaravörn í hjúkrunar- fræðideild Ingibjörg Eiríksdóttir mun verja meistararitgerð sína: Útkoma úr tvíburameðgöngum og fæðingum með tilliti til heilsufars mæðra og barna árin 1991–2000 á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, á morgun, fimmtudaginn 19. desem- ber kl. 13. Vörnin fer fram í kennslustofunni á 3. hæð í Lækna- garði (Tanngarði), Vatnsmýrarvegi 16. Leiðbeinendur: Hildur Harð- ardóttir, læknir og Ólöf Ásta Ólafs- dóttir, lektor. Prófdómarar: Reynir Tómas Geirsson prófessor og Marga Thome dósent. Meistarafyrirlestur í véla og iðn- aðarverkfræði við Háskóla Íslands Bjarni Þór Hafsteinsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í véla- og iðn- aðarverkfræði, á morgun, fimmtu- daginn 19. desember kl. 16. Verk- efnið heitir Vinnslunýtni varmarafmagns. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR-II á Hjarðarhaga 2–6 og eru allir vel- komnir. Leiðbeinendur Bjarna eru: Páll Valdimarsson, prófessor í véla- verkfræði og Þorsteinn I. Sigfús- son, prófessor í eðlisfræði. Próf- dómari er Sveinn Ólafsson, sérfræðingur við eðlisfræðiskor. Nemendur við hönnunar- og arki- tektúrdeild LHÍ, Listaháskóla Ís- lands verða með jólabasar á Skóla- vörðustíg 22c. Opnað verður á morgun, fimmtudaginn 19.desem- ber kl.17. Opið verður alla daga til jóla frá kl. 12 – 22. Á MORGUN Vikunámskeið gegn reykingum hefst í Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði sunnudaginn 5. janúar 2003. Innritun lýkur 19. desember. Á NÆSTUNNI LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn hefur nýverið gefið Barnaspítala Hringsins tvo nákvæma blóð- þrýstingsmæla, sem jafnframt mæla súrefnisþéttni blóðs í gegn- um húð og hita. Jafnframt gáfu Fjörgynjarmenn endurlífg- unardúkku til æfinga fyrir starfs- fólk. Verðmæti gjafarinnar er um 750 þúsund krónur. Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur á undanförnum árum gefið Barnaspítala Hringsins heilasírtia, öndunarvél fyrir fyrirbura og nýbura ásamt hita- kassa í samvinnu við Bónus. Auk þess hefur Fjörgyn gefið Barna- spítalanum magaspeglunartæki, ristilspeglunartæki, fullkominn hjartsláttarvaka með önd- unarvaka, súrefnismettunarmæli og blóðþrýstingsmæli, brunabað með viðeigandi búnaði, myndavél og fleira. Fjörgyn gaf til Barna- spítala Hringsins Morgunblaðið/Árni Torfason SEXTÁN verkefni hlutu styrk úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar á dög- unum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1984 á grundvelli erfðarskrár þeirra hjóna til að styrkja nýjungar í lækn- isfræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúk- dóma, augnsjúkdóma og öldrunar- sjúkdóma. Í ár var veitt úr sjóðnum í 18. sinn, alls 5.450.000 krónum. Eftirtaldir vísindamenn eru styrkþegar í ár: Ástríður Pálsdóttir og Elías Ólafsson til framhaldsrannsóknar á sjúkdómaferlinu í arfgengri heila- blæðingu, Ársæll Jónsson og Pálmi V. Jónsson til að gera gagnagrunn um víðtækar heilsufarsbreytur vist- manna á hjúkrunarheimili, Ásdís Kristjánsdóttir til að rannsaka lang- tíma áhrif hjartaskurðaðgerðar með bringubeinaskurði á öndun, Björn Guðbjörnsson til rannsóknar á líf- færasértækum ónæmissjúkdómum, Brynhildur Thors til rannsókna á boðleiðum í æðaþeli, Einar Stefáns- son og Gunnar Már Zoëga til þróun- ar tækja og hugbúnaðar til litrófs- greiningar og mats á súrefnisbúskap sjóntaugar og sjón- himnu, Friðbert Jónsson, til augn- rannsóknar sem er faraldsfræðileg rannsókn á þremur augnsjúkdóm- um: aldursbundnu skýi á augasteini, aldursbundinni gláku og aldurs- bundinni ellihrörnun í augnbotnum, Guðleif Helgadóttir til að kanna ein- staklinga sjötuga og eldri sem ekki hafa aldursbundna hrörnun í augn- botnum. Leitað verður verndandi þátta gegn sjúkdómnum, bæði skoð- aðir umhverfisþættir og ættgengi, Hanna Lára Steinsson til að kanna félagslegar aðstæður sjúklinga sem fá heilabilun fyrir 65 ára aldur sem og fjölskyldna þeirra, Jón Hersir Elíasson til rannsóknar á faralds- fræði heilablóðfalls á Íslandi 1996- 2201, Jón Snædal og Jakob Krist- insson til rannsóknar á magni kop- ars og cerúlóplasmins í sermi ásamt ákvörðun í virkni súperoxíðdismú- tasa einstaklinga með Parkinsons sjúkdóm, Kolbrún Albertsdóttir til rannsókna á lífsháttum og lífsgæð- um sjúklinga með beinþynningu, María K. Jónsdóttir til rannsóknar á þunglyndi í kjölfar heilablóðfalls, Margrét Leósdóttir og Davíð O. Arnar til rannsókna á heilsutengd- um lífsgæðum fólks sem fengið hafa ígrætt hjartarafstuðstæki, til sam- anburðar verður hópur sjúklinga með ígræddan hjartagangráð, Ólaf- ur Eysteinn Sigurjónssonar til rannsókna á frumuskuldbindingu, sérhæfingu og krosssérhæfingu blóðmyndandi stofnfruma yfir í taugafrumur og Vilhjálmur Rafns- son til rannsókna á skýmyndun á augasteini hjá flugmönnum. Sjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar 16 verkefni hlutu styrk VERSLUNIN Garðheimar í Mjódd færðu Mæðrastyrksnefnd 10% af ágóða sölu allra jólatrjáa fyrirtækisins frá því um helgina 14. og 15. desember, alls um 250.000 krónur. Auk framlagsins frá því um helgina gáfu Garðheimar mæðra- styrksnefnd einnig 10 tré sem gefin verða skjólstæðingum nefndarinnar. Það var Gísli Sigurðsson sem færði Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni nefndarinnar, ávís- unina. Ásgerður þakkaði Gísla góðar gjafir. Garðheimar styrkja Mæðra- styrksnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.