Morgunblaðið - 18.12.2002, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Hvað gerist þegar þú týnir
hálfri milljón dollara frá mafíunni?
Hörku hasarmynd með töffaranum Vin Diesel
úr xXx, Dennis Hopper og John Malkovich.
YFIR 40.000 GESTIR
DV
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
RadíóX
Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 5, 8 og 10.10.
Rapparinn Lil Bow Wow finnur galdraskó
sem Jordan átti og kemst í NBA! Margur
er knár þó hann sé smár - frábær
skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 4 og 6.
Frumsýnd 26. des.
Tryggðu þér miða í tíma
Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50. B.i.12 ára
kl. 5
Sendu jólakveðju
til vina og vandamanna!
Nú getur þú farið inn á mbl.is og sent
jólakveðjur til vina og ættingja.
Þú velur úr fjölda skemmtilegra mynda,
kveðjum á ýmsum tungumálum
og skrifar inn eigin kveðju.
Með því að skrá þig getur þú nýtt
þér eftirfarandi þjónustu:
Notað og keypt myndir úr Myndasafni
Morgunblaðsins sem fylgja eiga korti. Hver mynd
úr Myndasafninu kostar 500 kr.
Listi yfir keyptar myndir sem hægt er að nota aftur
án frekari greiðslu.
Yfirlit yfir þá sem þú hefur sent jólakort.
Tölvupóstur sem staðfestir að kort hafi verið lesin.
Einföld leið til að gleðja vini og
vandamenn hvar í heimi sem er!
mbl.is
Ný þjónusta!
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
i i
RadíóX
DV
YFIR 40.000 GESTIR.
Sýnd kl. 6. B.i. 16 áraSýnd kl. 6 og 9. B.i. 12 ára
Frumsýnd 26. des.
Tryggðu þér miða í tíma
HLJÓMSVEITIN Ampop, sem
skipuð er þeim Birgi Hilmarssyni
og Kjartani Friðriki Ólafssyni, gaf
út Made for Market á dögunum.
Þetta er önnur breiðskífa dúettsins
en árið 2000 leit Nature is not a
Virgin dagsins ljós, tveimur árum
eftir stofnun sveitarinnar og út-
komu tveggja laga á safnskífunni
Flugunni.
„Við vorum kortér að stilla saman
strengi okkar í eitt lag, sem var
fyrsta lagið okkar sem kom út,“
segir Kjartan. Þetta fyrsta lag ætla
þeir einmitt að spila á tónleikum á
vegum Thule-útgáfunnar í kvöld
auk laga af nýju plötunni.
Ampop leikur að eigin sögn til-
raunakennda rafpopptónlist og fell-
ur nýja breiðskífan í góðan jarðveg.
„Fólk hefur tekið vel í þessa plötu
og það hefur verið vítamín fyrir
okkur,“ segir Birgir. „Það er alltaf
markmiðið með því að halda áfram
að bæta sig eitthvað,“ segir Kjart-
an.
Strákarnir eru ánægðir með að
vera komnir á mála hjá Thule.
„Maður vill líkja þessu við að vera
kominn með pabba. Það er séð um
okkur,“ segir Kjartan. Fyrri breið-
skífan kom út hjá Error, Rafni
Jónssyni, „pabba okkar hingað til“,
eins og Birgir orðar það.
„Það eru mun vandaðri vinnu-
brögð á þessari plötu og maður býr
yfir meiri tækni sjálfur, með öflugri
tölvu,“ segir Kjartan.
„Hin platan var gerð rosalega
mikið að eigin frumkvæði, við feng-
um mjög litla hjálp við hana nema
náttúrulega frá Rafni,“ segir Birgir.
Þeir segjast hafa eytt drjúgum
tíma með Finni Hákonarsyni í litlu
hljóðveri í Hafnarfirði við gerð
Made for Market, þar sem platan
var tekin upp að mestu leyti. Enn-
fremur fór einhver vinna fram í
„vinnukompum“ strákanna, „okkar
litlu stúdíóum“. Lokavinnsla plöt-
unnar fór síðan fram í Thule Stud-
ios.
Platan er búin að vera í vinnslu
meira og minna frá því að Nature is
not a Virgin kom út. Þeir tóku upp
15 lög og níu þeirra enduðu á plöt-
unni.
Athygli vekur að mörg lagaheitin
tengjast vetri. Upphafslagið er
„January“, platan endar á „Winter
Solstice“ og inn á milli hljómar
„S.a.d.“, sem er skammstöfun yfir
enska heitið á skammdeg-
isþunglyndi. Myrkasta lagið á plöt-
unni er síðan „Sociopath“, segja
þeir.
Skyldu þeir strákar vera mikið
fyrir vetrartímann? „Við höfum að
minnsta kosti ekki enn verið með
lag á Svona er sumarið og stefnum
ekki á það,“ segir Kjarri.
Þeir útskýra að lagið „January“
hafi orðið til í janúar og „Winter
Solstice“ í jólafríinu fyrir ári, um
vetrarsólstöður. „Þetta eru svona
dagbókarlög,“ segir Kjartan.
Þeir eru því ekkert þunglyndari
en gengur og gerist heldur hugnast
þeim að vinna á veturna. „Þetta er
skammdegisiðja að gera þessa mús-
ík. Þú ferð frekar út á línuskauta á
sumrin. Það er voða fátt annað að
gera á veturna en að finna sér ein-
hverja andlega næringu innandyra,“
segir Kjartan.
Þeir taka þó sjálfa sig ekkert of
alvarlega. „Við tökum að vísu tón-
listina frekar alvarlega en ekki okk-
ur sjálfa,“ útskýrir Kjarri og ber
kaldhæðnislegt nafn breiðskífunnar,
Made for Market, því vitni.
Smáskífan Made for Market með
samnefndu lagi kom út hjá breska
útgáfufyrirtækinu Static Caravan í
júní. Lagið kom út á sjötommu í
litlu upplagi.
Þrátt fyrir það hefur Ampop vak-
ið athygli á erlendri grundu fyrir út-
gáfuna og segjast þeir félagarnir
hafa séð dóma á japanskri vefsíðu.
„Ég held að þessi smáskífa sé búin
að ryðja svolítið brautina fyrir okk-
ur á erlendum vettvangi,“ segir
Birgir. „Svona í jaðri jaðarsins,“
bætir Kjartan við.
Andleg næring
innandyra
Morgunblaðið/Jim Smart
Kjartan og Birgir skipa tilraunakenndu rafpoppsveitina Ampop.
Made for market er komin út.
Ampop, Apparat Organ Quartet,
Worm is Green og Call him Mr. Kid
halda tónleika í Iðnó í kvöld. Húsið
opnað kl. 20 og lítur Rassi prump
jafnvel inn.
TENGLAR
................................................
www.thulemusik.com
Ampop gefur út Made for Market
WINONA Ryder hefur verið beðin
um að taka þátt í auglýsingaherferð
fyrir Marc Jacobs.
Blússa eftir þennan
bandaríska hönnuð
var á meðal fatnaðar
er Ryder var dæmd
fyrir að ætla að stela
úr verslun Saks.
Ryder var jafnframt
íklædd fötum frá Jacobs á meðan á
réttarhöldum stóð en hún var dæmd
til skilorðsbundinnar fangelsis-
vistar. Robert Duffy, forstjóri Marc
Jacobs, segir að fyrirtækið vilji
gjarnan njóta starfskrafta Ryders.
„Hún hefur verið mjög góður við-
skiptavinur hjá okkur.“
Donny Deutsch, sérfræðingur í
auglýsingum, bætti við: „Í okkar
heimi er gott að vera illræmdur.“
…Jennifer Aniston hefur tilkynnt
að hún ætli ekki að leika í annarri
þáttaröð um Vinina vegna þess að
hún hyggur á barneignir með eig-
inmanninum Brad Pitt. Leikkonan
hefur farið með hlutverk Rachel
Green í níu ár en ætlar ekki að leika
í tíundu þáttaröðinni ef hún verður
framleidd. Aniston hefur enda geng-
ið betur í kvikmyndunum heldur en
hinum vinunum og hefur sýnt ágæt-
an leik í myndum á borð við The
Good Girl en sem stendur standa yf-
ir tökur á Bruce Almighty þar sem
hún leikur á móti Jim Carrey.
FÓLK Ífréttum
Winona
Ryder