Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 57
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd kl. 8. Vit 485Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Vit 487
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem
kemur öllum í jólaskap
Jólamyndin 2002
Kvimyndir.is
Það voru 1200 manns
um borð þegar það
týndist fyrir 40 árum..
nú er það komið aftur
til að hrella þig!
KRINGLA ÁLFABAKKI AKUREYRI ÁLFABAKKI KRINGLA AKUREYRI KEFLAVÍK
RadíóX
Y F I R 5 1 . 0 0 0 G E S T I R
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 461 Sýnd kl. 4. Ísl tal Vit 448
1/2HK DV ÓHT Rás2
SV Mbl RadíóX
Sýnd kl. 10.10.
ÁLFABAKKIÁLFABAKKIÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8. Vit 474
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 10.
KEFLAVÍKKEFLAVÍK
.
a
FULLTRÚAR Íslands, atvinnudans-
ararnir Karen Björk Björgvinsdóttir og
Adam Reeve úr ÍR, náðu þeim árangri að
vinna til tvennra gullverðlauna á Opna
ástralska meistaramótinu í samkvæm-
isdönsum sem fram fór í Melbourne í Ástr-
alíu í nótt. Þau kepptu í báðum greinum,
þ.e. standard- og latin-dönsum og unnu
báðar greinarnar. Um 50 pör kepptu í
þessum flokki. Á síðasta ári kepptu þau
einungis í standarddönsum og unnu þá til
gullverðlauna. Karen og Adam hafa að
undanförnu verið að keppa bæði í Evrópu-
og Heimsmeistarakeppni með mjög góð-
um árangri og bættu um betur með tvö-
földum sigri sínum í nótt en þau komust í
3ja sætið í Heimsmeistarakeppninni í 10
dönsum í lok nóvember.
„Mótið stendur í þrjá daga og er stærsta
danskeppni Ástralíu sem mörg hundruð
keppendur taka þátt í. Um 5.000 áhorf-
endur fylgdust með keppninni. Ástralska
sjónvarið tók keppnina upp og er hún
sýnd á jóladagskvöld um alla Ástralíu.
Karen og Adam hefur verið boðið að
halda danssýningu í Tókýó í Japan 21.
desember og er það mikill heiður fyrir
þau, því einungis listamönnum í fremstu
röð er boðið að halda slíkar sýningar þar í
landi,“ segir í fréttatilkynningu.
Tveir gulldansar í Ástralíu
Yoko Ono, ekkja Johns Lennons,
hefur höfðað mál til að koma í veg
fyrir að Sir Paul McCartney breyti
höfundaröð á lögum Bítlanna á þann
veg að nafn hans verði ætíð nefnt
fyrst. Tilefni illdeilnanna er nýút-
komin tónleikaplata McCartneys
Back in The US þar sem Bítlalögin
19 sem þar er
að finna eru
sögð eftir
Paul Mc-
Cartney og
John Lennon
en höfund-
armerkið
margfræga
„Lennon/
McCartney“
hefur hingað til verið notað um öll lög
sem þeir McCartney og Lennon
lögðu til Bítlasamstarfsins, saman
eða hvor í sínu lagi. Ono þykir þetta
bragð hins gamla samstarfsmanns
bónda síns heitins óskammfeilið og
hefur kallað til her lögfræðinga sem
segja verknað McCartneys þvert á
vilja Ono og brjóta á bak aftur sam-
komulag sem Lennon og McCartney
gerðu með sér fyrir rúmum 40 árum.
McCartney hefur fyrir sitt leyti
haldið því fram nokkuð lengi að tími
sé kominn til að koma því á hreint
hvor eigi lögin sem þeir sömdu ekki
saman. Lengi hefur angrað Paul að
John hafi fengið mestan heiðurinn af
lögum þar sem hann lagði kannski
ekki til nema eina laglínu. Bítla-
sérfræðingurinn Stephen Maycock
segir að meirihluta laganna á nýrri
plötu McCartneys hafi hann samið
að nær öllu leyti, John kynni að hafa
lagt til eina ljóðlínu eða svo. May-
cock segir að álykta megi að Sir
Paul hafi þótt tímabært að eigna sér
lögin sem hann samdi, en um leið hafi
hann viðurkennt aðstoð Lennons
með því að nefna hann sem samhöf-
und.
Talið er að óbreyttum aðdáendum
Bítlanna muni hins vegar finnast að
Sir Paul hefði átt að láta ógert að
hrófla við þeirri arfleifð sem fyrir
margt löngu væri hluti af tónlistar-
sögunni.
Á plötu McCartneys eru 22 lög og
var hún gefin út í Bandaríkjunum
einvörðungu 26. nóvember sl. Þar er
að finna dáð Bítlalög á borð við
„Eleanor Rigby“, „Can’t Buy Me
Love“, „Let It Be“, „Hey Jude“ og
„Yesterday“ ásamt nýrri lögum eftir
McCartney … Moby flúði frá hóteli,
sem hann gisti á í Los Angeles, þeg-
ar hann komst að því að Eminem
ætlaði að halda veislu þar en þrír
meintir aðdáendur rapparans réðust
nýlega á hinn rólega Moby. „Þetta er
gert vegna öryggis míns. Mig langar
bara ekkert til þess að rekast á tutt-
ugu drukkna vini Eminem á hót-
elganginum. Kannski er ég með
snert af ofsóknarbrjálæði en ég vil
bara forðast öll átök,“ sagði Moby
vegna þessa … Elijah Wood roðnaði
rosalega þegar hótelþerna hélt að
hann væri barn að aldri. Hann er í
raun 21 árs og fer með hlutverk
Fróða í Hringadróttinssögu. Wood
mótmælti því að það þyrfti að þrífa
hótelherbergið hans þegar þernan
kom á staðinn. Hún tók hins vegar
ekkert mark á honum heldur sagði:
„Hvar er mamma þín?“ Wood hefur
sagt að honum finnist hann mun eldri
en hann er í raun og að margir vinir
hans séu á fertugsaldri. „Samt hitti
ég fólk sem heldur að ég sé 16 ára.
Þetta er vonlaust,“ sagði hann.
FÓLK Ífréttum