Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 60

Morgunblaðið - 18.12.2002, Side 60
UNGU fólki á atvinnuleysisskrám hefur verið að fjölga og er nú svo komið að um 25% atvinnulausra eru fólk á aldrinum 16 til 24 ára, sam- kvæmt skýrslu Vinnumálastofnun- ar um atvinnuleysi í nóvembermán- uði sl. Atvinnuleysi í aldurshópnum 25–29 ára er einnig hátt. Þá hefur háskólamenntuðu fólki á atvinnu- leysisskrá fjölgað verulega undan- farna mánuði. Í lok nóvember voru 4.582 á atvinnuleysisskrá á landinu en í gær var sá fjöldi kominn í 4.906, sem er aukning um 7% á tæpum þremur vikum. Samkvæmt upplýsingum Vinnu- málastofnunar versnar atvinnu- ástandið iðulega í desember. Er gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist um 23,4% milli mánaða. „Það er mun fleira menntafólk á skrá núna heldur en var fyrir til dæmis einu og hálfu ári,“ segir Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðu- maður Vinnumiðlunar höfuðborg- arsvæðisins. Atvinnulaus í tæpt ár Í hópi þessa unga fólks sem hefur síðustu mánuði verið án vinnu er María Steinsson, 26 ára, en hún missti starf sem einkaritari fyrir tæpu ári. Hún hefur verið að leita að skrifstofustarfi og segir við Morgunblaðið að greinilega hafi dregið úr framboði á slíkum störf- um. „Ég hef verið skráð hjá vinnu- miðlunum og sótt um heilan helling af störfum. Stundum hef ég verið boðuð í viðtöl en oft er umsóknum ekki einu sinni svarað,“ segir María. Hún segir atvinnuleitina vera slítandi. Fjórðungur atvinnu- lausra er ungt fólk  Almennur samdráttur/4 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞÓTT útséð sé um að landsmenn gæði sér á græn- lenskum rjúpum um þessi jól gætu skoskar rjúpur ratað á matseð- ilinn þar sem forsvarsmenn Nóatúns- verslananna hafa óskað eftir leyfi til að flytja inn 5.000 rjúpur frá Skotlandi. Yfirdýralæknir mun gefa svar í dag um hvort innflutningurinn verði leyfð- ur. Verði innflutningurinn leyfður ættu rjúpurnar að vera komnar í Nóa- túnsbúðirnar um hádegi á föstudag. Sigurður Markússon, rekstrarstjóri Nóatúnsverslananna, segir að Nóatún hafi haft spurnir af því að hægt væri að fá góða rjúpu í Skotlandi. „Þar er aðili sem við erum búin að koma okkur í samband við sem er tilbúinn að skaffa okkur rjúpur og eftir mínum bestu heimildum er hún skrambi góð.“ Sigurður segir framboð á rjúpu vera mun minna hér á landi fyrir þessi jól en verið hafi í áraraðir og þess vegna sé verðið hátt. Of snemmt sé að segja til um hvað skoska rjúpan geti kostað, verði innflutningurinn leyfður, en allt útlit sé fyrir að verðið yrði svipað og verð íslensku rjúpunnar. Rjúpan kosti í dag 1.298 krónur í Nóatúni í ham og 1.498 krónur hamflett. Nóatún vill flytja 5.000 skoskar rjúp- ur til landsins og er unninn af IBM Business Con- sulting Services á Íslandi ehf. fyrir Samband hljómplötuframleiðenda og Morgunblaðið. ÍRAFÁR er enn söluhæst íslenskra sveita, en platan Allt sem ég sé hef- ur nú selst í tæplega 7.000 eintök- um samkvæmt Tónlistanum. Sá listi tekur mið af plötusölu allra helstu sölustaða geislaplatna hér á landi Morgunblaðið/Jim Smart Írafár enn söluhæst  Draumur/55 RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært tæplega sextugan Þjóðverja fyrir að flytja 1½ kíló af kókaíni til landsins. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er mesta magn kókaíns sem lagt hefur verið hald á í einu lagi hér á landi. Maðurinn var handtekinn af toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli 24. október sl. með kókaínið vandlega falið innanklæða. Gera má ráð fyrir að smásöluverðmæti efnanna sé 16– 65 milljónir króna en verðmætið veltur á því hversu hreint efnið er. Maðurinn hefur ekki greint frá þætti annarra í málinu og er því ákærður fyrir að hafa staðið einn að innflutn- ingnum. Annar Þjóðverji á svipuðu reki sit- ur nú í gæsluvarðhaldi á Litla- Hrauni en hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með um 900 grömm af amfetamíni og um eitt kíló af hassi. Tveir Íslendingar voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á því máli. Ákærður fyrir innflutning á 1½ kílói af kókaíni HELENA Sverrisdóttir, körfuknatt- leiksstúlka í Haukum í Hafnarfirði, er yngsti leikmaðurinn sem hefur verið valinn í A-landsliðshóp Íslands í hópíþrótt. Hún er 14 ára og í gær var hún valin í íslenska landsliðið, sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Lúxemborg milli jóla og nýárs. „Þetta er mjög gaman,“ segir Hel- ena um landsliðssætið. Helena er í 9. bekk í Víðistaðaskóla, en hún spilar með unglingaflokki, 9. flokki og 10. flokki auk þess sem hún hefur leikið í meistaraflokki í tvö ár. Ennfremur hefur hún æft með unglingalandsliði 16 ára og yngri í um tvö ár, lék með því fimm leiki á Möltu í sumar og fer með því í fjögurra daga keppnisferð til Skotlands 2. janúar. „Ég ætlaði að vera með mömmu og pabba um jólin en verð bara með þeim hina frídag- ana,“ segir hún um breytta dagskrá. Fjölskyldan er á kafi í körfubolt- anum, pabbi Helenar er formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, mamma hennar er fyrrverandi leik- maður og systkini hennar þrjú æfa eins og hún. „Ég byrjaði að æfa fimm ára með bróður mínum og ein- hverjum strákum,“ segir Helena, sem hefur vakið mikla athygli í íþróttinni. Henning Henningsson, fyrrverandi þjálfari hennar, segir að hún hafi alla burði til að ná mjög langt í greininni. „Hún er geysilega fjölhæfur leikmaður og stórkostlegt efni,“ segir hann. „Eftir stúdents- próf langar mig mest til að fara í skóla í Bandaríkjunum eða á Ítalíu og æfa körfubolta með,“ segir hún um framtíðina. Morgunblaðið/Sverrir „Mjög gaman“ 14 ára stúlka í landsliði  Fjórtán ára nýliði/B2 ÞAÐ var mikið sungið á Hrafnistu í Hafnarfirði í gærkvöld þegar útgáfu geisladisks með söng Kristins Hallssonar var fagnað. Þetta í fyrsta skipti sem gef- inn er út geisladiskur með Kristni, að sögn Sigurðar Kristinssonar Hallssonar en fjölskyldan stendur að útgáfunni. Kristinn býr á Hrafnistu sem vildi heiðra hann í til- efni útgáfunnar. Því heimsótti Karlakórinn Fóst- bræður heimilið í gærkvöld og söng nokkur lög til að heiðra Kristin sem sjálfur var félagi í kórnum. Faðir Kristins var stofnfélagi í kórnum og er Sigurður þriðji ættliðurinn sem syngur með Fóstbræðrum. Á myndinni má sjá Kristin syngja með Hrafn- istukórnum, sem var stofnaður fyrir rúmum tveimur árum. „Meðalaldurinn er rúmlega áttrætt. Þetta er mest til gamans fyrir gamla fólkið,“ segir Kristinn. Morgunblaðið/Sverrir Kristinn Hallsson heiðraður LÍFEYRISSJÓÐUR arkitekta og tæknifræðinga, LAT, samþykkti sam- einingu við Almennan lífeyrissjóð Ís- landsbanka, ALVÍB, á fundi sem hald- inn var í gær. Sameiningin var einnig samþykkt á fundi hjá ALVÍB auk þess sem ákveðið var að breyta nafni sjóðsins í Almenna lífeyrissjóðinn. Haldinn var fundur vegna sameining- arinnar í lok nóvember en þar var henni frestað þar til í gær vegna ósamkomu- lags um samþykktir sjóðsins þar sem sagði að samþykki bankaráðs Íslands- banka þyrfti til að breyta samþykktun- um. Þessu ákvæði samþykktanna hefur verið breytt þannig að nú þarf samþykki bankaráðs eða meirihluta heildarat- kvæðamagns í sjóðnum. Sameinaður sjóður verður tíundi stærsti sjóður landsins með um 18 þúsund félaga og eignir upp á um 19 milljarða. Samþykkt að sameina LAT og ALVÍB ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.