Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 1
STOFNAÐ 1913 299. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 mbl.is
Beint frá
hjartanu
Þórunn Antonía, pabbi hennar
og nýja platan Fólk 76
Einar Már Guðmundsson í viðtali
um skáldskap sinn Lesbók 4
Myndlistin
heiðruð
Listasjóður Pennans styrkir Erlu
og Jóhann Ludwik Listir 38
HALLDÓR Ásgrímsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, segir að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri verði að velja hvort hún
vilji vera borgarstjóri áfram eða
fara í framboð til þings. Alfreð
Þorsteinsson, oddviti Framsóknar
í borgarstjórn, segir að líf Reykja-
víkurlistans sé í höndum Ingi-
bjargar Sólrúnar.
Halldór sat fyrir svörum í Kast-
ljósinu í Ríkissjónvarpinu í gær-
kvöld. Hann sagði að Ingibjörg
yrði að velja hvort hún vildi áfram
vera borgarstjóri fyrir R-listann,
eða fara í framboð fyrir Samfylk-
inguna. „Við erum líka búin að
segja það að þetta gangi ekki upp
og við stöndum á því. Það veit
hún,“ sagði Halldór.
Hann sagði það vera frekar
spurningu um daga en vikur að
framtíð R-listasamstarfsins yrði
ráðin. „Ég get ekki séð að það
gangi [að borgarstjóri bjóði sig
fram] og lokaákvörðunin í þessu
verður að sjálfsögðu tekin af borg-
arfulltrúum Framsóknarflokksins
og vinstri-grænna en mín afstaða í
þessu er alveg ljós og þetta er af-
staða framsóknarmanna í Reykja-
vík ... við getum ekki haft neina
aðra afstöðu,“ sagði Halldór.
Verður að víkja
Alfreð Þorsteinsson segir um-
mæli Halldórs í takt við þá kröfu
borgarfulltrúa Framsóknar og
vinstri-grænna að Ingibjörg Sól-
rún þurfi að víkja úr sæti borg-
arstjóra ætli hún í framboð. Að-
spurður hvort VG og Framsókn
muni leysa borgarstjórnarmeiri-
hlutann upp, taki Ingibjörg ekki
annan hvorn kostinn, segir Alfreð
að ekki sé komið að slíku. „Þetta
er nú ennþá á þessu viðræðustigi
og við eigum eftir að ræða betur
við borgarstjóra um þetta. Það er
ráðgerður fundur milli jóla og ný-
árs og það stendur bara,“ segir Al-
freð. Aðspurður hvort R-listinn
eigi framtíð fyrir sér fari Ingi-
björg úr borginni, segir hann: „Ég
tel það nú afar hæpið en þetta er
að okkar mati í höndum borgar-
stjóra. Það má segja að líf Reykja-
víkurlistans sé í hennar höndum.“
Anna Kristinsdóttir, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, seg-
ist sammála afstöðu Halldórs.
„Það hefur ekkert breyst, það er
öllum alveg ljóst og hefur verið al-
veg ljóst frá því við gáfum út þessa
yfirlýsingu að þetta er okkar skoð-
un,“ segir Anna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sagðist ekki hafa heyrt ummæli
Halldórs í Kastljóssþættinum og
vildi ekki tjá sig um málið.
Líf R-listans sagt í
höndum Ingibjargar
Krafa um afsögn/6
Alfreð segir framtíð R-lista hæpna án borgarstjóra
Frekar spurning um daga en vikur, segir Halldór
ÞEIR sem voru í jólagjafainn-
kaupum í miðbæ Reykjavíkur í
gær ráku sumir upp stór augu
þegar þeir sáu tvo lögregluþjóna
ganga upp Bankastrætið með
lögregluhund í bandi. Þarna var
austurríski lögregluhundurinn
Rex ekki á ferðinni, eins og ein-
hver gæti hafa haldið, heldur
hinn rammíslenski schäfer-
hundur Flóki, sem hefur gengið
til liðs við lögregluna í Reykjavík.
Karl Steinar Valsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn segir að lög-
reglan í Reykjavík hafi fimm lög-
regluhunda á sínum snærum en
fleiri séu í þjálfun. Vegna ákvörð-
unar ríkislögreglustjóra um að
fjölga hundum hjá lögregluemb-
ættum landsins hafi verið tekin sú
stefna að nota hundana meira en
til þessa og þjálfa þá til almennra
lögreglustarfa eins og þekkist
víða um heim. Lögreglan muni
fara meira inn á þá braut á næst-
unni og stefnt sé að fjölgun lög-
regluhunda á næsta ári.
Sigurður Jónasson lög-
reglumaður er eigandi Flóka en
Ríkharður Örn Steingrímsson er
með honum á myndinni. Karl
Steinar segir að Flóki hafi verið
tekinn með í almennt lögreglueft-
irlit í miðbænum í gær, ekki síst
sökum veðurblíðunnar, en
hundar geti haft margs konar
þjálfun. Hundar geti nýst við
fíkniefnaleit, sprengjuleit, mann-
fjöldastjórnun og almennt eftirlit,
þá megi nota til sporleitar og til
að leita uppi menn, t.d. í húsnæði
sem hefur verið brotist inn í.
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglumenn á gangi í jólaösinni í miðbænum með lögregluhundinn Flóka sér til aðstoðar.
Fleiri lögregluhundar við eftirlit
VOPNASKÝRSLA Íraka er vonbrigði fyrir
„þá sem vilja koma á friði“, sagði George W.
Bush Bandaríkjaforseti í gær um skýrslu
Íraksstjórnar um vopnaeign hennar er skil-
að var til Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Tók
Bush undir með Colin Powell utanríkisráð-
herra, sem sagði á fimmtudag að því færi
fjarri að skýrsla Íraka hefði aukið líkurnar
á friðsamlegri lausn Íraksdeilunnar.
Rússar sögðu aftur á móti í gær að þeir
teldu ekki að skýrsla Íraka sýndi að þeir
hefðu gengið gegn ályktun SÞ um afvopn-
un. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, sagðist þó ekki geta sagt af eða á
hvort Rússar væru ánægðir með skýrsluna.
Bandaríkjamenn hafa hótað því að þeir
muni beita vopnavaldi til að neyða Íraka til
að eyða öllum gereyðingarvopnum sínum,
afvopnist þeir ekki sjálfviljugir.
Reuters
George W. Bush talar í Hvíta húsinu í gær.
Bush segir
skýrsluna
vonbrigði
Washington, Moskvu. AFP.
Rússar telja ekki sýnt
fram á brot Íraka
STEINGRÍMUR
J. Sigfússon, for-
maður Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs,
segir einfalda og
skýra afstöðu fel-
ast í yfirlýsingu
borgarfulltrúa
VG og Fram-
sóknar. Með ummælum sínum í
Kastljósinu hafi Halldór Ásgríms-
son staðfest stuðning sinn við þá yf-
irlýsingu. „Ég hef sagt líka að ég
styð þeirra viðhorf, að þetta sé
ósamrýmanlegt, þetta fari ekki
saman og hún verði að velja.“
Hann segir að staða flokkanna sé
ólík. Framsókn sé í ríkisstjórn en
vinstri-grænir í stjórnarandstöðu
með Samfylkingu. „Það flækir enn
frekar málin í samskiptum Ingi-
bjargar Sólrúnar og Samfylking-
arinnar annars vegar og Fram-
sóknarflokksins hins vegar. Þeim
flækjum er í öllu falli ekki fyrir að
fara í okkar samskiptum,“ segir
Steingrímur.
„Ég ætla ekki að fara út í getgát-
ur eða vangaveltur um hvað er
framundan á næstu sólarhringum.
Það verður bara að skýrast. Það er
niðurstaða borgarfulltrúanna að
þetta sé ósamrýmanlegt og við höf-
um sagt það forystumennirnir að
við séum sammála þeirri afstöðu.
Það getur í sjálfu sér ekki skýrara
verið. Boltinn er hjá Ingibjörgu Sól-
rúnu og hún verður að velja.“
Boltinn er hjá
borgarstjóra
♦ ♦ ♦
Með vængi
á heilanum
SAMKOMULAG náðist í gærkvöldi á fundi
sjávarútvegsráðherra Evrópusambands-
ríkjanna um niðurskurð á þorskkvóta um
45%. Ráðherrarnir höfðu fundað um málið í
fimm daga og ekki hafði verið búist við sam-
komulagi fyrr en eftir helgi.
Franz Fischler, sem fer með sjávarút-
vegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins (ESB), hafði lagt til að niður-
skurðurinn á þorskkvótanum yrði 80%.
Hann fagnaði í gær samkomulaginu er náð-
ist og sagði það marka tímamót.
Sjávarútvegsráðherra Þýskalands, Ren-
ate Künast, sem ásamt sjávarútvegsráð-
herra Svíþjóðar greiddi atkvæði gegn sam-
komulaginu, lét í ljósi vonbrigði sín. Sagði
hún að niðurskurðurinn yrði ekki nægur til
að tryggja að þorskstofninn næði að end-
urnýjast.
Samkomulagið var einnig gagnrýnt
vegna þeirra slæmu áhrifa er það myndi
hafa á afkomu sjómanna. Sagði talsmaður
skosku stjórnarandstöðunnar að samkomu-
lagið væri „skelfilegt. Miklu verra en nokk-
ur hafði óttast“.
Framkvæmdastjórn ESB hefur sagt að
eftir margra ára ofveiði sé nú nauðsynlegt
að gera breytingar á sameiginlegri fisk-
veiðistefnu sambandsins.
Þorskkvóti í
ESB minnk-
ar um 45%
Brussel. AFP, AP.