Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þú ert nú algjör jóli, auðvitað bið ég þá að freta ekki á okkar vélar. Rjúpnastofninn í lægð Ekki víst að botni sé náð LÆGÐ í íslenskarjúpnastofninumhefur mjög verið til umræðu og skiptast lands- menn í nokkrar fylkingar varðandi hvort eitthvað megi til bragðs taka til að hjálpa stofninum að rétta við. Ólafur Karl Nielsen líffræðingur hefur um ára- bil fylgst grannt með stöðu rjúpnastofnisns. – Er botninum náð? „Nei, ekki er það nú endilega. Athugaðu að til dæmis hefur núverandi fækkunarskeið á Norð- austurlandi aðeins varað í fjögur ár. Eftir toppinn 1986 fækkaði jafnt og þétt í átta ár.“ – Er þetta stærsta dýfa sem þú hefur séð? „Ég tel rjúpur á Norðuraust- urlandi og hef gert frá árinu 1981. Þetta er í sjálfu sér ekki langur tími á mælikvarða rjúpnasveifl- unar, en að jafnaði líða um tíu ár á milli toppa. Þannig að sjálfur hef ég aðeins upplifað tvær lægð- ir. En rjúpnafjöldinn á talning- arsvæðum mínum á liðnu vori var sá lægsti sem verið hefur.“ – Hvernig var þetta á árum áð- ur? „Menn vita með vissu að topp- arnir á árum áður voru miklu hærri. Það var t.d. mjög góður toppur árið 1956 og ef ég miða við mitt talningarsvæði á Norðaust- urlandi, þá erum við að tala um fjórum sinnum stærri toppa held- ur en þann síðasta sem var árið 1998. Annar toppur árið 1966 var helmingi minni eða rúmlega það heldur en 1956. Síðan kom gat í talningarnar, en aftur erum við með topp árið 1986 sem var svip- aður og 1966 eða heldur minni. Varðandi lægðirnar, þá eru taln- ingargögn takmörkuð. Af þeim sem til eru, benda sum til þess að lægðir hafi verið dýpri, en aðrar til svipaðra lægða og nú sést. Það er óumdeilt að fyrri hluta síðustu aldar var hér miklu meira af rjúpu. Á þeim tíma voru menn að skjóta hátt í 300 þúsund rjúpur til útflutnings með þeirri takmörk- uðu sóknargetu sem þá var og lakari byssum og skotfærum heldur en nú tíðkast.“ – Sumir skotveiðimenn tala um að mikið sé af rjúpu, hvernig ber að túlka það? „Þrjú orð koma upp í höfuðið, ofskynjanir, blekkingar, raup!“ – Er hætta á að rjúpan deyi út? „Sá ótti er óþarfur, við útrým- um rjúpunni ekki svo auðveld- lega. Hitt er svo annað mál að það er hægt að halda stofninum niðri með ofveiði.“ Hefði verið heppilegra að banna rjúpnaveiðar á þessu ári? „Menn ákváðu að fara aðrar leiðir og ekki meira um það að segja.“ – Telur þú að sölubann muni stöðva veiðar magnveiðimanna? „Ég tel að þær nái kannski ekki að stöðva magnveiðimenn- ina, en þær geta veru- lega heft umsvif þeirra.“ – Er sannað eða ósannað að skotveið- arnar hafi áhrif á stofnsveiflurnar? „Það er fráleitt sannað, en það er möguleiki á því að þær hafi neikvæð áhrif. Þegar stofninn er á leið niður þá er um að ræða náttúrulega sveiflu þar sem áhrifavaldarnir eru á fullu og það stoppar ekkert þann feril. Þegar botninum er náð dregur sjálf- krafa úr virkni þessara áhrifa- valda sem aftur veldur því að stofninn fær svigrúm til að taka við sér á ný. Það er kannski á þessum tímapunkti sem skotveið- ar geta haft þau áhrif að stofninn fær ekki nægilegt svigrúm til að nýta sér tækifærið sem hefur myndast til stækkunar. Vaxtar- geta rjúpnastofnsins er gríðarleg, fuglinn verður kynþroska eins árs og í sveiflunum á árum áður var um 50% stækkun á einu ári. Núna erum við að sjá aðeins 20% aukn- ingu þótt glugginn til stækkunar sé jafnstór og áður.“ – Hefurðu séð teikn á lofti sem benda til að rjúpnastofninn fari að rétta við? „Einu merki aukningar á milli áranna 2001 og 2002 voru á Norð- austurlandi, nánar tiltekið í Þist- ilfirði og á Melrakkasléttu.“ – Hvað með kenningar um að minnkandi hafís, sem dragi úr flugi rjúpna milli Íslands og Grænlands, friðun refa á Vest- fjörðum og stóraukin skógrækt hafi áhrif á viðkomu rjúpunnar og skekki bæði veiðitölur og tíu ára innlendu sveifluna? „Grænlenskar rjúpur koma sannanlega til Íslands en það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé í stórum stíl. Varðandi skógræktina, hef ég ákveðnar skoðanir, en ég tel varla við hæfi núna við upphaf jólahelgarinnar að ergja geð alþýðu sem og vina minna hjá skógræktinni með því að viðra þær hér á þessum vett- vangi. Hvað refinn varðar þá eru þessar breytingar á rjúpn- astofninum að byrja eftir stóra toppinn 1958. Á þeim tíma var refastofninn í sögulegu lágmarki og byrjaði ekki að klifra upp aftur fyrr en eftir 1980 og seinni árin hefur verið mikið af ref. Ég er ekki að segja að refurinn sé ekki áhrifavaldur í þessu sambandi og það er enginn einn þáttur sem veldur þessum breytingum. Hins vegar er auðvelt að finna blóra- böggul í refnum þegar betra væri að hver og einn liti í eigin barm.“ Ólafur K. Nielsen  Ólafur Karl Nielsen er fæddur í Reykjavík 21. nóvember 1954. Stúdent frá Verslunarskóla Ís- lands 1975 og BS í líffræði við Háskóla Íslands 1978. Doktor í vistfræði frá Cornell-háskóla í New York árið 1986. Var starfsmaður við Háskóla Íslands á árunum 1986–92, Veiði- stjóraembættið 1993 og Náttúrufræðistofnun frá árinu 1994. Ólafur hefur um árabil ver- ið einn helsti vísindamaður Ís- lands á sviði rjúpnarannsókna. Hann á þrjú börn, Ólaf, Sólveigu og Maríu. Topparnir á ár- um áður voru miklu hærri Í AÐEINS örfáum fyrirtækjum þar sem eiturefni eru notuð reyndust starfsmenn hafa tilskilin leyfi til notkunar efnanna. Þetta kemur fram í könnun sem eiturefnasvið Hollustuverndar gerði síðastliðið sumar. Reyndust allar verslanir sem selja eiturefni selja vöru sína til leyfislausra einstaklinga, sem er brot á söluleyfi. Umsvifamestu selj- endurnir reyndust hafa leyfi til sölu eiturefnanna og voru varnaðar- merkingar almennt í lagi hjá þeim sem höfðu söluleyfi en yfirleitt ekki hjá öðrum. Sala og notkun eiturefna í fyr- irtækjum var athuguð í könnuninni sem og hvort seljendur eiturefna hefðu tilskilin leyfi til að selja og flytja inn eiturefni. Þá var kannað hvort notendur hefðu sérstök leyfi til að kaupa og nota eiturefni en samkvæmt lögum eru viðskipti með eiturefni og notkun þeirra leyfis- skyld. Segir í fréttatilkynningu að Hollustuvernd hafi ákveðið að kanna þetta þar sem handhöfum leyfa hafi fækkað mikið á undan- förnum árum en það sama eigi ekki við um notkunina. Sala og notkun eit- urs reyndust í ólestri SNJÓRUÐNINGUR á gangstígum hefur ekki verið óalgeng sjón í Reykjavík á þessum tíma árs en nú bregður svo við að enginn er snjórinn og aðstæður allar reynd- ar eins og þær bestar gerast að sumarlagi. Það hentar hellulagn- ingarmönnum ágætlega og hafa þeir náð að sinna verki sínu við Fríkirkjuveg án þess að hafa áhyggjur af snjókomu eða snjó- ruðningstækjum. Morgunblaðið/Jim Smart Hellulagning við Fríkirkjuveg Mannabreyt- ingar í sam- gönguráðuneyti HALLDÓR S. Kristjánsson, stað- gengill ráðuneytisstjóra samgöngu- ráðuneytis, hefur verið settur ráðu- neytisstjóri í samgönguráðuneytinu frá og með 1. janúar nk. til allt að sex mánaða en Jón Birgir Jónsson ráðu- neytisstjóri hefur fengið leyfi frá störfum til sama tíma. Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri mun á sama tímabili gegna stöðu staðgeng- ils ráðuneytisstjóra. Þá hefur Unnur Gunnarsdóttir lögfræðingur verið sett skrifstofu- stjóri á skrifstofu ráðherra og ferða- mála og Ólafur Hilmar Sverrisson viðskiptafræðingur verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu fjármála og póstmála. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.