Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, færði breskum hermönnum þau skilaboð í gær að þeir þyrftu að vera viðbúnir stríði í Írak ef Saddam Hussein Íraksforseti yrði ekki við kröfu Sameinuðu þjóðanna um að afvopnast. Breska dagblaðið The Times sagði að Bretar myndu óska eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilaði hernað í Írak með nýrri ályktun í lok janúar ef vopnaeftirlit samtak- anna leiddi í ljós að Írakar hefðu gerst brotleg- ir við síðustu ályktun öryggisráðsins. Hans Blix, formaður vopnaeftirlitsnefndar SÞ, sagði að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu ekki enn veitt nefndinni nægar upplýsingar um þá staði þar sem þeir teldu að gereyðingarvopn Íraka væru falin. „Mikilvægast er núna að hefja nauðsynlegan undirbúning og byggja upp hernaðarmátt á svæðinu,“ sagði Blair í útvarpi breska hersins. „Sem stendur vitum við ekki hvort eftirlits- mennirnir afhjúpi brotin eða ekki,“ bætti hann við og skírskotaði til yfirlýsinga Breta og Bandaríkjamanna í fyrradag um að Írakar hefðu gerst sekir um „skýlaust brot“ á afvopn- unarskilmálum öryggisráðsins. Blair sagði að Írakar myndu ekki verða við kröfum öryggisráðsins nema það heimilaði hernað. „Stundum er besta leiðin til að komast hjá stríði að búa sig undir stríð ef það er nauð- synlegt.“ Telja að öryggisráðið heimili hernað The Times sagði að breska stjórnin vildi að öryggisráðið samþykkti nýja ályktun í lok jan- úar og heimilaði hernaðaraðgerðir til að af- vopna Íraka. Stjórnin væri vongóð um að sam- staða næðist um ályktunina og Banda- ríkjastjórn hefði fallist á þessi áform svo fremi sem hún teldi að ályktunin yrði samþykkt. Heimildarmenn The Times sögðu að kín- verskir og rússneskir embættismenn hefðu sagt í einkasamtölum að þeir myndu styðja ályktunina. Frakkar, sem eiga einnig fastafull- trúa í öryggisráðinu, hafa alltaf krafist ann- arrar ályktunar áður en látið yrði til skarar skríða gegn Írökum. Búist er við að George W. Bush Bandaríkja- forseti tilkynni að óskað verði eftir heimild til hernaðar í Írak þegar hann flytur stefnuræðu sína 28. janúar. Daginn áður á Blix að afhenda öryggisráðinu ýtarlega skýrslu um vopnaeft- irlitið í Írak. Blair sagði í viðtali við breska blaðið The Guardian að aðildarríki öryggisráðsins myndu meta hversu alvarleg brot Íraka væru en ekki vopnaeftirlitsnefndin sem myndi aðeins skýra frá staðreyndum málsins. The Daily Telegraph sagði að breska varn- armálaráðuneytið hefði þegar leigt þrjú skip til að flytja hergögn og hygðist leigja fjögur skip til viðbótar frá 15. janúar. Að sögn blaðsins er franska varnarmálaráðuneytið einnig að búa sig undir að leigja skip til hergagnaflutninga og bendir það til þess franska stjórnin sé líkleg til að styðja hernað gegn stjórn Saddams. Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði þó í gær að öryggisráðið ætti að gera allt sem það gæti til að komast hjá stríði í Írak og líta ætti á hernað sem neyð- arúrræði. The Washington Post hafði eftir embætt- ismönnum í Pentagon að allt að 50.000 banda- rískir hermenn kynnu að verða sendir á Persa- flóasvæðið í byrjun janúar. Fyrir eru þar um 50.000 bandarískir hermenn. Embættismennirnir sögðu að Bandaríkja- menn hefðu flutt þangað hergögn í um það bil mánuð svo að lítið bæri á. Þeir teldu að Bush gæti hafið hernað í Írak í lok janúar eða byrjun febrúar. Timothy Garden, varnarmálasérfræðingur við Konunglegu alþjóðamálastofnunina í Lond- on, sagði hins vegar að ekki væri líklegt að stríð hæfist í Írak fyrr en í lok febrúar þar sem það tæki Breta og Bandaríkjamenn margar vikur að flytja nægan herafla á svæðið. Vonast eftir leyniþjónustugögnum Hans Blix sagði í viðtali við BBC að eftirlits- nefndin hefði ekki enn fengið nægar upplýs- ingar frá Bandaríkjamönnum og Bretum um vopnaeign Íraka. „Við höfum fengið mikið af samantektum um hvaða vopn þeir telji að Írak- ar eigi, en við þurfum upplýsingar um staðina þar sem þau eru geymd.“ Þegar Blix var spurður hvort nefndin hefði fengið gögn frá leyniþjónustum Bandaríkjanna og Bretlands svaraði hann: „Ekki mjög mörg, enn sem komið er. Ég vona að við fáum þau nú þegar starfsemi okkar er komin á skrið. Þeir geta hlerað símtöl, hafa njósnara, gervihnetti og fleira. Þeir búa því yfir upplýsingum sem við höfum ekki.“ Blix sagði á fundi öryggisráðsins í fyrradag að í 12.000 síðna skýrslu Íraka um vopnaeign þeirra væri lítið sem styddi fullyrðingar þeirra um að þeir hefðu horfið frá kjarnorkuáætlun sinni og eytt efna- og sýklavopnum. Blair segir hermönnum að vera viðbúnir stríði Bretar hyggjast óska eft- ir heimild öryggisráðs SÞ til hernaðar í lok janúar Reuters Íraskir vegfarendur ganga framhjá stórri mynd af Saddam Hussein forseta eftir að hafa sótt bænastund í mosku í Bagdad í gær. London. AFP, AP. INDVERJAR eru komnir í jólaskapið og varning- urinn flæðir út af bekkjum og borðum á mörkuðum og í verslunum. Í bæjum og borgum lífga skreyting- arnar upp á og ekki vantar kappklædda jólasvein- ana. Kemur þetta jólahald sumum dálítið spánskt fyrir sjónir því að af rúmlega milljarði landsmanna eru aðeins 2,4% kristin. Á Norður-Indlandi er jóla- dagur kallaður „Bada Din“ eða „Stóri dagur“. AP Indverjar komnir í jólaskap DÓMARI í New York í Bandaríkjunum varð á fimmtudag við beiðni sak- sóknara um að fella úr gildi dóma yfir fimm svörtum mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað konu og barið til óbóta í Central Park árið 1989. Er þetta gert á grundvelli þess að önnur játning liggur nú fyrir í mál- inu og hefur rannsókn á DNA-erfðaefni í sýnum sem fundust á vettvangi glæpsins staðfest að þar er hinn eig- inlegi sökudólgur á ferðinni. Mennirnir fimm, sem voru táningar er þeir voru hneppt- ir í fangelsi, hafa allir afplán- að dóma sem voru á bilinu 5– 13 ár. Annar maður sekur Dómarinn sagði að senni- legt hlyti að teljast að ef játn- ing Matias Reyes, sem situr nú í fangelsi vegna nauðgana og morðs, hefði legið fyrir, sem og niðurstaða DNA- rannsóknarinnar, hefðu fimm- menningarnir aldrei verið sakfelldir. Því myndi hann verða við beiðni saksóknara og fyrirskipa ný réttarhöld í málinu. Fjórir af mönnunum fimm játuðu á sínum tíma að hafa nauðgað ungri konu, sem var á ferð um Central Park, og barið hana til óbóta. Seinna drógu þeir játningu sína hins vegar til baka og verjendur þeirra segja lögregluna hafa þvingað þá til að játa. Saka þeir lögregluna í New York jafnframt um að hafa beint sérstaklega sjónum sínum að fimmmenningunum sökum hörundslitar þeirra. Gamlir dómar ógiltir New York. AFP. CARLA Del Ponte, aðalsóknari við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Hollandi, krafðist þess af stjórnvöldum í Júgóslavíu í gær að þau framseldu Milan Milutino- vic um leið og fimm ára kjör- tímabili hans sem forseti Serb- íu lýkur eftir tvær vikur. Mil- utinovic hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi vegna aðgerða serbneskra hersveita í Kosovo 1998–1999. Del Ponte sagði júgóslavnesk stjórnvöld engan veginn hafa sýnt stríðsglæpadómstólnum þann sam- starfsvilja sem vænst væri, en farið hefur verið fram á að yfirvöld í Belgrað framselji ákærða glæpa- menn og láti af hendi gögn, sem kynnu að koma að notum í rétt- arhöldum yfir mönnum eins og Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Stjórnvöld í Júgóslavíu hafa sagt að Milutinovic njóti sem forseti Serbíu, annars af lýðveldunum sem saman mynda Júgóslavíu, friðhelgi. Sagði Zoran Zivkovic, innanríkis- ráðherra Júgóslavíu, í gær að hann tryði því að Milutinovic myndi gefa sig fram við dómstólinn er hann léti af embætti. Krefst framsals Milutinovic Haag. AP. Milan Milutinovic DÓMARI í New York í Bandaríkjunum hefur dæmt mann, sem fleygði hundi unn- ustu sinnar út af 23. hæð í húsi þar í borg, í tólf ára fangelsi fyrir grimmd gegn dýrum og ýmislegt annað, sem tengdist ofbeldi hans gegn konunni. John Jefferson, sem er 43 ára, hafði lýst sig sekan vegna ákæra um rán, innbrot og of- beldi gegn dýrum. Kom fram í dómsorðinu að tvö af tólf ár- unum, sem Jefferson fær að dúsa í fangelsi, tengist síðast- nefndu ákærunni. „Ég hef allt- af átt gæludýr,“ sagði dóm- arinn, James Yates. „Ég varð alveg eins hneykslaður og hver annar þegar ég las um þetta afbrot.“ Dómari úrskurðaði enn- fremur að Jefferson mætti ekki koma nálægt fyrrverandi unnustu sinni, Eugeniu Miller, næstu 17 árin. Fleygt út af 23. hæð Jefferson fleygði 16 ára gömlum hundi Miller út af svölunum á 23. hæð eftir rifr- ildi þeirra 26. maí sl. Hund- urinn lenti á gangstéttinni fyrir neðan og drapst sam- stundis. Jefferson hótaði Mill- er einnig með hnífi og neitaði lengi vel að láta hana lausa. Jefferson hafði brotist inn í íbúðina en samband þeirra Miller var um það bil að flosna upp. Hlaut tólf ár fyrir hundsdráp New York. AP.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.