Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 31
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 31 Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862 Gleðileg jól Galakjólar Laugavegi 53 Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir Skarphéðinn Pétursson, einn eigenda loðdýrabúsins Dýrholts Ekki tilbúinn að gefast upp Morgunblaðið/Kristján Skarphéðinn Pétursson og Zophanías Jónmundsson, tveir af eigendum minkabúsins í Dýrholti, við brunarústirnar. „ÞAÐ ER virkilega erfitt að sjá þetta fara svona, maður hefur lagt sig allan fram í ræktuninni og þetta voru góð dýr,“ sagði Skarp- héðinn Pétursson einn eigenda loð- dýrabúsins Dýrholts í Svarfaðardal en tæplega 900 minkar drápust þar í eldsvoða snemma á fimmtu- dagsmorgun. Húsið samanstóð af tveimur skálum með tengibyggingu á milli, en eldurinn kom upp þar. Tengi- byggingin brann til grunna og tæki sem þar voru inni gjöreyðilögðust. Tæplega 900 dýr sem voru í hús- inu drápust, en Skarphéðinn fann tvær læður á lífi í rústunum og var hleri á búri þeirra opin, þannig að svo virðist sem þær hafi sloppið út. Í öðrum skálanum voru 480 dýr og sluppu þau öll. Skinnaverkun stóð yfir hjá Dýr- holti og urðu 630 fullverkuð skinn eldinum að bráð. Skarphéðinn sagði það umtalsvert tjón, en gera megi ráð fyrir að um 1,5 milljónir króna hefðu fengist fyrir skinnin á markaði. Verið er að skoða hvort unnt verði að nýta skinn af 4–500 dýrum sem köfnuðu, „það er að minnsta kosti tilraunarinnar virði“, sagði Skarphéðinn og bjóst við að skinnin yrðu unnin á Sauðárkróki. Um 4.000 skinn voru í gámi utan við húsið og verður þeim einnig komið í verkun. Eldsins varð vart skömmu eftir kl. fimm að morgni fimmtudags og sagðist Skarphéðinn hafa vaknað um það leyti en hann fann greini- lega reykjarlykt. Hann býr að Hrísum, örfáum kílómetrum norð- an við Dýrholt. „Ég gekk um allt húsið og leitaði og þá kannaði ég hvort allt væri í lagi með frysti- kistuna, en það var svo hringt í mig skömmu síðar og mér sögð tíðindin,“ sagði Skarphéðinn. Ná- granni varð eldsins fyrst vart, en hann býr á móti Dýrholti og sá eldtungur stíga upp frá húsinu er honum varð litið út um gluggann. Slökkvistarf gekk erfiðlega til að byrja með vegna vatnsskorts, en tankbílar voru sendir á vettvang frá Ólafsfirði og Akureyri. Skarp- héðinn sagði að engum björgunar- aðgerðum hefði verið viðkomið. „Ég kom fyrstur á staðinn um 20 mínútur yfir 5 og hélt ég gæti kannski bjargað tækjunum út, en það var aldrei möguleiki,“ sagði Skarphéðinn. Öll gögn varðandi ræktunina voru í tölvu sem brann og sagði Skarphéðinn það ómet- anlegt tjón, því mikið rækt- unarstarf hafi verið unnið á búinu síðustu ár. Hann hóf loðdýrabú- skap fyrst árið 1982, en hætti í nokkur ár og byrjaði að nýju um áramótin 1996 og 97. „Maður er ekkert farinn að hugsa um framhaldið, það er best að sjá hvað kemur út úr matinu. Ég er ekki tilbúinn að gefast upp, ég er ekki þekktur fyrir það, en það á eftir að koma í ljós hvort maður ræður við að byggja þetta upp að nýju. Það eru allir tilbúnir að leggja manni lið, ég finn það,“ sagði Skarphéðinn. HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Þingvallastrætis og Mýr- arvegar skömmu eftir kl. 14 í gærdag. Bifreið var ekið vestur Þingvallastræti og inn á gatna- mótin gegn rauðu ljósi að sögn varðstjóra lögreglunnar á Ak- ureyri. Lenti bifreiðin á öðrum bíl og kastaðist svo á umferðar- vita. Engin slys urðu á fólki. Bíl- arnir eru mikið skemmdir og voru fjarlægðir af vettvangi með kranabíl. Ekið var á hross um kl. 8 í gærmorgun á þjóðveginum ofan við Svalbarðsstönd. Hrossið var aflífað og bíllinn skemmdist mik- ið. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Harður árekstur FORMENN sjö stéttarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu hafa sent bæjar- stjóranum á Akureyri bréf þar sem félögin skora á bæjarstjórn Akureyr- ar að skjóta sér ekki undan þeirri ábyrgð sem á henni hvílir að taka þátt í að tryggja lága verðbólgu og stöðugt efnahagslíf á Íslandi. Í bréfinu kemur einnig fram að heyrst hafi af boðuðum hækkunum hjá ríki og fyrirtækjum, hækkanir sem séu langt umfram hækkun neysluvísitölu. Í þennan hóp hafi sveitarfélög nú verið að skipa sér. Nái þessar hækkanir fram að ganga er hætta á að sú mikla vinna sem lögð var í að ná niður verðbólgunni fyrr á árinu, sé unnin fyrir gíg. Akureyrar- bær boðar hækkanir á ýmsum þjón- ustugjöldum um allt að 8%, sem er allverulega meira en t.d. neysluvísi- tala hefur hækkað, segir einnig í bréf- inu. Formennirnir telja það líka alvar- legt að þessar boðuðu hækkanir skuli leggjast þyngst á foreldra barna í leikskólum og grunnskólum. Þessi hópur á hvað erfiðast uppdráttar og því þar ekki um „breiðu bökin“ að ræða. Í vaxandi atvinnuleysi er það skylda sveitarfélaga að stilla hækk- unum sínum í hóf, þannig að menn geti staðið af sér tekjusamdráttinn sem af því leiðir. Formennirnir von- ast til þess að bæjarstjórn Akureyrar vilji áfram vera í samvinnu við þá sem vilja að verðbólgan sé sem minnst og skattleggi ekki þegna sína meira en almennar hækkanir gefa tilefni til. Bæjar- og sveitarstjórnum á Eyja- fjarðarsvæðinu var sent samskonar erindi en undir það skrifa Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar-Iðju, Hákon Hákonarson, formaður Fé- lags málmiðnarmanna, Helgi Jóns- son, formaður Rafvirkjafélags Norð- urlands, Eggert Jónsson, formaður Verkstjórafélags Akureyrar og ná- grennis, Guðmundur Ómar Guð- mundsson, formaður Félags bygg- ingamanna Eyjafirði, Páll H. Jónsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri, og Kon- ráð Alfreðsson, formaður Sjómanna- félags Eyjafjarðar. Hækkun þjónustu- gjalda á Akureyri Boðaðar hækkanir leggjast þyngst á barnafólk MARKÚSARGUÐSPJALL er komið út á tveimur geisla- diskum í flutningi Aðalsteins Bergdal leikara. Aðalsteinn flutti Markús- arguðspjall á leiksviði árið 1998 í tilefni af 30 ára leikaf- mæli sínu og hefur síðan bor- ist fjöldi fyrirspurna um hvort ekki væri við hæfi að gefa það út á geisladiski. „Ég hugleiddi málið og ákvað svo að láta slag standa,“ segir Aðalsteinn, sem telur að þessi útgáfa geti orðið upphafið að því að gefa alla Biblíuna út á hljóðbók. Hann segir að disk- urinn gæti reynst ungmenn- um t.d. í framhaldsskólum mesta þarfaþing, því oft skorti þau þekkingu á guð- spjöllunum, hvaðan hugtök sem þau vinni með í bók- menntum og tilvitnanir í þau komi. Þá sé ekki úr vegi að byrja fyrr, leyfa börnum allt niður í leikskólaaldur að hlusta á guðspjallið. „Ég hugsa að mynd barnanna af lífinu og tilverunni myndi breytast til hins betra, sið- ferði hins vestræna heims er byggt upp af guðspjöllunum, þó að við höfum hrokkið svo- lítið af leið varðandi suma hluti,“ segir Aðalsteinn. Hann bendir einnig á að sí- fellt fleiri eigi í erfiðleikum með að lesa og því ætti útgáfa af þessu tagi að koma sér vel. Engu skipti heldur hvort fólk sé trúað eður ei, allir ættu að geta hlustað og notið. Undir leiklestrinum er leik- in hugljúf tónlist Friðriks Karlssonar gítarleikara. Guð- spjallið tekur tvo tíma í flutn- ingi. Það verður til sölu eink- um í blómaverslunum, m.a. Blómabúð Akureyrar í miðbæ og Glerártorgi og þá má nálg- ast það með því að skrifa í netfangið skralli@mi.is eða hafa samband við Aðalstein. Markúsar- guðspjall á geisla- diskum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.