Morgunblaðið - 21.12.2002, Side 35
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 35
LISTIR
ÁRSHÁTÍÐ Grunnskóla Ólafsvíkur
fór fyrir nokkru í Félagsheimilinu á
Klifi. Setið var í hverju sæti og
þurftu jafnvel einhverjir að standa.
Að venju var hver bekkur með sitt
atriði og mátti varla á milli sjá
hvaða atriði var frumlegast, þarna
mátti sjá frumsamda leikþætti, tón-
listaratriði ýmiss konar, frum-
samda dansa og línudans auk dans-
spora sem fengin voru að láni frá
söngflokk sem kennir sig við tóm-
atsósu.
Greinilegt er að nemendur og
kennarar hafa lagt mikla vinnu í
undirbúning árshátíðarinnar og
gaman að sjá hve börnin voru
óhrædd að koma fram fyrir framan
allan þennan fjölda áheyrenda, ef
til vill steig þarna á svið eitthvað af
kvikmyndastjörnum framtíð-
arinnar.
Síðastur á svið var „11. bekkur“
en það eru kennarar og starfsfólk
skólans, þau fluttu lag með frum-
sömdum texta sem fjallaði um
hvaða hlutverki hver og einn gegn-
ir í skólanum.
Morgunblaðið/AlfonsNemendur dönsuðu hinn vinsæla línudans á árshátíð grunnskólans.
Árshátíð grunnskólans
Ólafsvík
ÞAÐ er komin hefð hjá stéttarfélög-
unum í Þingeyjarsýslum að bjóða
gestum og gangandi í jólakaffi einn
laugardag á aðventunni. Það gerðu
þau á dögunum og er það vinsælt
meðal Húsvíkinga sem og annara
Þingeyinga að þiggja þetta boð.
Um 400 manns þáðu boðið að
þessu sinni og komu í sal stéttar-
félaganna á Húsavík. Þar gerðu
gestir stærðar tertu frá Heimabak-
aríi góð skil með kaffinu, ásamt
reyndar fleira góðgæti sem boðið var
upp á. Þá var í gangi tveggja tíma
tónlistardagskrá þar sem fram komu
m.a. nemendur úr Tónlistarskóla
Húsavíkur og Samkór Húsavíkur
tók lagið. Þeir rauðklæddu þ.e.a.s.
jólasveinarnir áttu leið hjá, litu inn
og tóku m.a. lagið með börnunum.
Starfsfólk á skrifstofu stéttar-
félaganna var að vonum ánægt með
daginn og sérstaklega þann fjölda
gesta sem sá sér fært að þiggja boðið
og eins alla þá sem spiluðu og eða
sungu fyrir gestina.
Jólakaffi
stéttarfélag-
anna vel sótt
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Meðal þeirra nemenda sem spiluðu voru þessi fjögur sem komu fram ásamt
kennara sínum, Margréti Sverrisdóttur.
Húsavík
AUSTUR-Hérað hefur gert viðamik-
inn samning við Skyggni hf. um end-
urskoðun upplýsingatæknimála sveit-
arfélagsins. Er þar átt við hýsingu og
rekstur tölvukerfa og leigu á miðlæg-
um búnaði fyrir Austur-Hérað og
stofnanir þar. Þá verður allur tölvu-
og hugbúnaður sömuleiðis endurnýj-
aður.
Efnt var til kynningarfundar um
samninginn og kom þar m.a. fram að
öryggi mun aukast mjög í gagna-
vinnslu og meiri hagkvæmni nást í
rekstri tölvu- og hugbúnaðar. Betur
verður hægt að mæta auknum kröf-
um um reikningsskil og nútímalega
upplýsingaskyldu og skjalavistun
verður markvissari, sem aftur leiðir
af sér skilvirkari afgreiðslu mála og
aukna þjónustu við íbúa sveitarfé-
lagsins. Einnig mun þessi endurnýjun
öll bæta mjög vinnuaðstöðu starfs-
manna og bæjarfulltrúa sveitarfé-
lagsins.
Skyggnir ehf. verður í samstarfi við
Tölvusmiðjuna ehf. á Egilsstöðum um
þjónustu á tölvubúnaði sveitarfé-
lagsins. Hýsing búnaðar verður í sér-
stökum tölvusal Tölvusmiðjunnar og
tengjast bæjarskrifstofa, allar skóla-
stofnanir, félagsmiðstöð, íþróttamið-
stöð, Vilhjálmsvöllur og áhaldahús
sveitarfélagsins við hann. Þá felur
samningurinn við Skyggni í sér int-
ernetþjónustu, vistun á vefsvæði,
flutning á tölvupósti og rekstur innra-
netsbúnaðar. Sveitarfélagið mun svo í
framhaldinu endurnýja tölvur sínar
og jaðarbúnað og láta uppfæra m.a.
netkerfi og allan stýribúnað.
Kostnaður vegna samningsins við
Skyggni fæst ekki gefinn upp.
Austur-Hérað endurnýj-
ar upplýsingatæknina
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs, og Svavar G. Svav-
arsson, framkvæmdastjóri Skyggnis hf., kynna nýjan samning um endur-
nýjun upplýsingatæknimála sveitarfélagsins.
Egilsstaðir
SLAGVERKSHÓPURINN Benda
stendur fyrir áttundu og síðustu
tónleikum 15:15 syrpunnar á
Nýja sviði Borgarleikhússins kl.
22 í kvöld, undir yfirskriftinni
„Næturtónleikar á vetrarsól-
stöðum“. Flytjendur verða þeir
Steef van Oosterhout, Pétur
Grétarsson, Eggert Pálsson og
Snorri Sigfús Birgisson ásamt
gestum.
Á efnisskrá eru þrjú tónverk:
„Rain Tree“ fyrir þrjá slagverks-
leikara og „Litany“ fyrir píanó
eftir japanska tónskáldið Toru
Takemitsu (1930–1996) og
„Dream Sequence (Images II)“
eftir Bandaríkjamanninn George
Grumb (1929).
Aðgangur að tónleikunum
verður ókeypis og segir Pétur
Grétarsson Bendu-meðlimur að
hugmyndin með tónleikunum sé
að veita fólki nokkurs konar and-
lega næringu í miðju skammdegi
og jólastressi og stendur til að
skapa miðnæturstemmningu á
tónleikunum sem hefjast eftir að
verslanir loka. Tónleikarnir eru
jafnframt hluti af árstíð-
arbundnum tónleikum sem Benda
mun standa fyrir með sex mán-
aða millibili. „Við höfum lengi
gengið með það í maganum að
flytja miðsumartónlist Georges
Grumb og höfum áætlað slíka
tónleika 21. júní. En það er líka
til næturtónlist eftir Grumb og
fannst okkur hún eiga betur við
vetrarmánuðina. Þess vegna
höldum við tónleikana seint um
kvöld á stysta degi ársins. Þetta
verður því eiginlega mjög langur
upptaktur að tónleikunum sem
við ætlum að vera með í sumar,“
segir Pétur.
Verkið sem flutt verður eftir
Grumb nefnist „Dream Seq-
uence“ og leika þeir Sigurður
Halldórsson og Zbigniew Dubik
með Benduslagverksleikurum á
selló og fiðlu. Í verkinu verður
einnig leikið á kristalsglös. „Með
verkinu eftir Grumb ætlum við að
flytja verk eftir Japanann Toru
Takemitsu en tónlist þessara
tveggja tónskálda fer mjög vel
saman. Takemitsu er eins og
Grumb mikill snillingur í að fara
með þögnina. Verkin hans passa
líka mjög vel inn í grunn-
hugmyndina, verkið „Rain Tree“
kallast skemmtilega á við veð-
urfarið þessa dagana og titill síð-
ara verkefnsins, „Dream Seq-
uence“, lýsir e.t.v. þeim friðsæla
anda sem verður á tónleikunum.
Ef fólk er að upplifa eitthvað
jólastress geta tónleikarnir orðið
mjög gott tækifæri til þess að fá
andlegt nudd og núllstilla sig dá-
lítið fyrir jólin,“ segir Pétur.
Næturtónleikar á vetr-
arsólstöðum hefjast sem fyrr seg-
ir kl. 22 í Borgarleikhúsinu í
kvöld og er aðgangur ókeypis.
Morgunblaðið/Sverrir
Slagverkshópurinn Benda stendur ásamt gestum fyrir kyrrlátum nætur-
tónleikum á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þeir hefjast kl. 22.
Andlegt nudd í
jólastressi miðju
„FÓLK og fjöll“ – Óður til
öræfa nefnist sólstöðuhátíð
sem hópur listamanna stendur
fyrir á Austurvelli í dag. Há-
tíðin hefst kl. 17 og stendur
fram eftir kvöldi. Fram koma
rithöfundar, tónlistarmenn,
fræðimenn, leikarar, ljós-
myndarar, myndlistarmenn og
fleiri sem leggja dagskránni
lið.
Listamenn sýna myndbönd
og ljósmyndir af náttúruperl-
um hálendisins, lýsa upp Aust-
urvöll.
Blíðfinnur kemur í heim-
sókn, trúðar skemmta og
„Grýla“ kynnir atriðin að sín-
um hætti. Myndlistarmenn
tjalda á elsta tjaldstæði borg-
arinnar og myndbandasýning-
ar verða í gluggum við Lauga-
veginn frá Hlemmi niður á
Austurvöll.
Hópur
listamanna
flytur
„óð til
öræfanna“
2 Jazz gítarar
nefnist ný geisla-
plata þar sem Jón
Páll og Ólafur
Gaukur leika ís-
lensk og erlend
lög sem margir
kannast við, þar á meðal nokkur al-
kunn þjóðlög s.s. Sofðu unga ástin
mín, Hani, krummi, hundur, svín, Ó
blessuð vertu sumarsól, Litrík og ljós-
hærð, Krummi krunkar úti. Einnig eru
á plötunni lögin Tondeleyó, Einskonar
blús, greensleeves, Fly me to the
Moon og Stardust.
Ólafur Gaukur hefur starfað í ára-
tugi sem tónlistarmaður. Hljómplötur
þær sem hann hefur átt einhvern eða
verulegan þátt í eru á annað hundrað.
Hann hefur einnig fengist mikið við
kennslu og rekur gítarskóla sem hef-
ur starfað í um 30 ár í Reykjavík.
Jón Páll hóf feril sinn sem jassleik-
ari árið 1955. Starfaði við djass og
dansmúsík fram til 1964 m.a. með
KK sextettinum og eigin hljóm-
sveitum. Hann starfaði sem hljóð-
færaleikari og kennari í Svíþjóð og bjó
um árabil í Los Angeles. Hann kom
heim árið 2000 og starfar nú sem
kennari og hljóðfæraleikari.
Útgefandi er Tónaljóð en Edda sér
um dreifingu. Upptökur fóru fram árið
2002. Útsetningar voru í höndum
Ólafs Gauks en Gunnar Smári ann-
aðist hljóðblöndun.
Djass