Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 46
NEYTENDUR 46 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ E r ég stuðningsmaður hryðjuverka? Þess- arar spurningar neyddist ég til að spyrja sjálfan mig eftir að hafa lesið grein eftir Pét- ur Gunnarsson rithöfund í Fréttablaðinu, en í greininni seg- ir Pétur: „Kárahnjúkavirkjun er hryðjuverk í náttúru Íslands.“ Ég hef alla tíð stutt Kára- hnjúkavirkjun og hef talið að þeg- ar á allt væri litið væri verið að stíga framfaraskref með bygg- ingu virkjunar og álvers á Aust- urlandi. Getur verið að ég hafi að óathuguðu máli gerst stuðnings- maður hryðju- verka. Eru þeir sem standa að þessari fram- kvæmd, þ.e. Landsvirkjun og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, þá ekki hryðjuverkamenn? Kárahnjúkavirkjun er ekki fyrsta vatnsaflsvirkjunin sem ráðgert hefur verið að byggja á Íslandi og því má álykta sem svo að þetta sé ekki fyrsta „hryðju- verkið“ sem framið hafi verið í náttúru Íslands. Var framið hryðjuverk þegar Þórisvatn var búið til? Er Blöndulón talandi vitnisburður um hryðjuverk? Íslendingar hafa vissulega gert mistök við byggingu vatnsafls- virkjana. Steingrímsstöð í Soginu hafði óumdeilanlega slæm áhrif á lífríki Þingvallavatns og fáum blandast hugur um að virkjun í Elliðaánum hefur haft neikvæð áhrif á laxagengd í ánum. Mér finnst þó allt of sterkt að tala um hryðjuverk í því sambandi. Andstæðingar stórra vatnsafls- virkjana hafa bent á að miklu skynsamlegra sé að byggja litlar rennslisvirkjanir eða gufuafls- virkjanir. Þær séu mun umhverf- isvænni og skemmi umhverfið minna. Þær rennslisvirkjanir sem helst hafa verið í umræðunni hafa þó engu að síður mætt mikilli andstöðu. Hörð mótmæli hafa komið fram við áformum um byggingu Villinganesvirkjunar og rennslisvirkjana í neðri hluta Þjórsár. Mikil andstaða er einnig við áform Rafmagnsveitu ríkisins við að reisa gufuaflsvirkjun í Grændal og raunar hafnaði Skipulagsstofnun virkjuninni. Það eru kannski ekki margir sem átta sig á því að gufuaflsvirkjun- um fylgir einn stór ókostur. Þeim fylgir mikil mengun. Upp með gufunni kemur gífurlegt magn af gróðurhúsalofttegundum sem fer út í andrúmsloftið. Þetta er eitt af því sem ræður afstöðu minni til Kárahnjúka- virkjunar. Ég sé ekki að aðrir virkjanakostir séu miklu betri þó að ég viðurkenni að með Kára- hnjúkavirkjun sé verið að vinna tjón á náttúrunni. Það tjón felst fyrst og fremst í því að verið er að fara inn á tiltölulega ósnert svæði. Það má hins vegar spyrja hvort við þurfum yfirleitt nokkuð á þessari virkjun að halda. Þarf nokkuð að byggja álver á Austur- landi? Íslendingar eru rík þjóð og ég efast ekki um að andstæðingar álvers og virkjunar, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu, koma til með að hafa það ágætt þó að ál- verið verði ekki byggt. Það er aftur á móti óumdeilt að álverið kemur til með að hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir Austurland og ég hef alla tíð haft mikla samúð með málstað Aust- firðinga og hagsmunabaráttu þeirra. Mestu skiptir þó í mínum huga að með álverinu í Reyð- arfirði og stækkun álversins á Grundartanga aukast útflutn- ingstekjur Íslendinga af vinnslu áls úr 26 milljörðum í 75 milljarða árið 2010. Þessi aukning er tals- vert meiri en allar tekjur sem Ís- lendingar hafa af ferðaþjónustu í dag. Samt virðast sumir þeirrar skoðunar að svæðið fyrir norðan Vatnajökul geti skapað ferða- þjónustunni meiri tekjur í fram- tíðinni en álverið. Það eru örugglega til þeir menn sem telja að við getum vel verið án þeirra peninga sem ál- verið skapar. Árangur fyrirtækja eins og OZ og deCODE hefur hins vegar gert mig svartsýnan á að við getum hafnað þessum tekjum. Sumir segja að það sé ekkert vit að byggja Kárahnjúkavirkjun því að milljarða tap verði af henni. Að sjálfsögðu eigum við ekki að byggja mannvirki sem vitað er fyrirfram að skilar ekki hagnaði. Það er erfitt fyrir mann sem er einungis með stúdentspróf í stærðfræði að mótmæla rökum hámenntaðra manna sem halda því fram að tap sé af virkjuninni. Samt hefur mér alltaf fundist ótrúlegt að stjórnendur Lands- virkjunar, sem hafa vel menntaða reikningsmenn í vinnu, fari út í að byggja virkjun sem þeir vita að skili tapi. Og jafnvel þó að þeir séu svo ósvífnir að gera það, þá hef ég alltaf treyst því að erlendir bankamenn sem koma til með að lána peninga til framkvæmda muni stöðva þetta feigðarflan. Bankarnir munu gera sína sjálf- stæðu útreikninga áður en þeir lána hundruð milljarða í þetta verkefni. Ef þeir komast að þeirri niðurstöðu að tuga milljarða tap sé af verkefninu trúi ég ekki öðru en að þeir muni neita að lána til framkvæmda. Ef bankarnir telja einhvern vafa leika á um arðsem- ina og að áhætta af verkefninu sé mikil munu þeir væntanlega gera kröfu um hærri vexti og þar með hlýtur það að draga úr líkum á að af framkvæmdum verði. Ég vil því leyfa mér að trúa því að stjórnendur Landsvirkjunar og ráðamenn þjóðarinnar fari ekki út í það glapræði að byggja virkjun sem þeir vita fyrirfram að verður rekin með milljarða tapi. Og ef þjóðin er svo ólánsöm að eiga slíka forystumenn treysti ég því að erlendir bankamenn hafi vit fyrir þeim. Það er auk þess útilokað að erlendir bankar láni fé til framkvæmda beinlínis á þeirri forsendu að þeir verði að láta reyna á ábyrgð eigenda Lands- virkjunar. Vörn „hryðju- verkamanns“ „Kárahnjúkavirkjun er hryðjuverk í náttúru Íslands.“ […] Var framið hryðjuverk þegar Þórisvatn var búið til? Er Blöndulón talandi vitn- isburður um hryðjuverk? VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Á ÞORLÁKSMESSU gæða marg- ir landsmenn sér á kæstri skötu og eflaust taka einhverjir for- skot á sæluna nú um helgina. Fisksölum ber saman um að skötusalan hafi farið vel af stað undanfarna daga og þeir eru ekki frá því að með ári hverju séu æ fleiri að komast upp á lag- ið með skötubragðið. Verðið er svipað og í fyrra, al- gengt verð er 800 til 1.000 krón- ur fyrir kæsta skötu og um 600 krónur fyrir kílóið af tindasköt- unni. Í Bónusi hefur skötuverðið lækkað frá því í fyrra, kostar núna 599 krónur en var á 699 krónur. Út á svalir, elskan Það eru ekki allir hrifnir af skötulyktinni og mörg dæmi eru um að skötuunnendum sé skipað að fara út á svalir með prím- usinn eða út í garð og sjóða ljúf- metið þar. Enn aðrir fara á veitingahús og láta matreiðslumeistarana sjá um eldamennskuna þennan dag. Þeir sem elda fiskinn heima hafa ýmis ráð á takteinum til að losna við lyktina. Þeir strá kan- ildufti á eldavélarhelluna þegar búið er að sjóða skötuna og slökkva á hellunni, þeir sjóða hangikjöt strax á eftir eða kveikja á mörgum kertum með- an soðningin stendur yfir. Enn aðrir brenna greni eða væta klút í ediki og leggja yfir skötupott- inn þegar suðan kemur upp. Þá hafa sumir fisksalar selt lykt- areyðandi efni. Kallar fram tár og svita Helgi Helgason hjá fiskverslun Hafliða Baldurssonar býst við að þar á bæ selji þeir skötu í um 25.000 máltíðir. Skötusalan fór vel af stað en Helgi segir að um helgina verði salan örugglega mest. „Við erum að selja kæsta tindabikkju og saltaða og kæsta skötu.“ Hann segir að munurinn á tindabikkju og skötu sé sá að tindabikkjan sé smáskata en lítill sem enginn bragðmunur sé á þessum tegundum. Tindabikkjan sé þó fíngerðari en sú stóra. Hann segir að boðið sé upp á miðlungskæsta og vel kæsta skötu hjá fiskbúð Hafliða og bætir við að velji fólk hina síð- arnefndu þá nái hún fram tárum og svita og losi fólk við kvef og magakveisur. Hann segir að íbúar á suðvest- urhorni landsins vilji þó fremur miðlungskæsta skötu. Vestfirð- ingar eru sér kapítuli segir hann því þeir sækjast eftir henni mjög vel kæstri og kóróna máltíðina með hnoðmör á meðan Reykvík- ingar kjósa hamsatólg. En svo eru þeir sem ekki borða skötu og fara samt í boð á Þorláksmessu þar sem hún er á borðum. „Þessi boð hafa færst í vöxt og þá býður fólk oft upp á saltfisk með skötunni fyrir þá sem ekki þora. En mér hefur fundist skötuát á Þorláksmessu færast í vöxt. Ég held að þeir sem borða saltfisk í þessum boð- um á Þorláksmessu taki kannski einn bita af skötu og falla þar með fyrir henni. Þó lyktin kunni að þykja slæm er bragðið hreint yndislegt.“ Helgi segir að lokum að skatan sé best með nýsoðnum kartöflum, rúgbrauði og smjöri. Afgreiðslufólkið kvartar aðeins Bónus hóf sölu á kæstri skötu í fyrra, enda framkvæmdastjór- inn, Guðmundur Martreinsson, skötumaður eins og hann orðar það. „Salan gekk mjög vel í fyrra og í ár bauðst okkur kæst skata á góðu verði. Við getum því lækkað kílóverðið um hundrað krónur í ár, seljum það á 599 krónur í stað 699 króna. Við er- um á hinn bóginn ekki með tindabikkju.“ Kvarta engir undan ilminum í Bónusi þessa dagana? „Ekki viðskiptavinirnir, en einstaka starfsmaður hefur látið í sér heyra.“ Saltfiskur fyrir þá sem ekki þora Ásgeir Baldursson hjá fiskbúð- inni Vör segir viðskiptavini fisk- búðarinnar sækja frekar í með- alkæsta skötu en þó séu Vestfirðingarnir alltaf á hött- unum eftir vel kæstri skötu. Þeir bjóða einnig þurrkaða kæsta skötu og kæsta tindaskötu. Hann er sjálfur Vestfirðingur og kýs að hafa sína skötu vel kæsta. „Margir sem eru með boð á Þorláksmessu blanda þessu saman, bjóða upp á allar teg- undir svo gestirnir geti prófað sig áfram. Með þessu er svo bor- in fram hamsatólg og hnoðmör, rúgbrauð með smjöri og nýjar kartöflur.“ Skötustappan úr afgöngum Þorkell Diego hjá fiskbúðinni Vegamótum segir að fisksalar leggi æ meiri áherslu á að bjóða skötu með fjölbreyttum vinnslu- aðferðum. Hjá honum stendur viðskiptavinum til boða að fá kæsta og þurrkaða skötu, kæsta tindabikkju, kæsta og nætursalt- aða skötu eða kæsta, saltaða og útvatnaða skötu. Og hvernig eru svo herleg- heitin matreidd? „Skatan er soðin í ósöltuðu vatni uns hún er laus frá brjósk- inu og venjulega tekur það nokkrar mínútur en suðutíminn veltur á þykkt bitanna. Ef fólki líkar ekki hnoðmör þá getur það haft með henni tólg og einhverjir kjósa bráðið smjör.“ Kanntu að búa til skötu- stöppu? „Þá eru afgangarnir af skötu stappaðir saman eða settir í hrærivél með heitum hnoðmör. Margir setja með í stöppuna soðnar kartöflur og síðan er stappan sett í jólakökukmót og látin harðna. Stappan er svo borðuð fram að áramótum, not- uð sem álegg jafnvel eða borðuð með laufabrauði.“ Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi, er svo lokkandi Æ fleiri eru að komast upp á lagið með skötubragðið Morgunblaðið/Golli Þorkell Diego hjá fiskbúðinni Vegamótum býður upp á kæsta og þurrkaða skötu, kæsta og nætursaltaða og kæsta, saltaða og útvatnaða skötu. Skötuát á Þorláks- messu virðist færast í vöxt með hverju ári segir Guðbjörg R. Guðmundsdóttir og einn fisksalinn taldi henni trú um að skat- an væri bráðhollur herramannsmatur, sérstaklega fyrir þá sem eru með kvef eða magakveisu. Verðið er svipað og í fyrra. BEISIK ehf. hefur gefið út marg- miðlunardiskinn Leikur að elda. Diskinum er dreift í DVD-umbúðum og honum fylgja plöstuð spjöld með uppskriftum. Benedikt Jónsson leið- ir notendur í gegnum 10 hátíðaupp- skriftir, t.d. hamborgarhrygg, rauð- vínssósu, brúnaðar kartöflur og daim-rjómaís. Leikur að elda fæst í öllum versl- unum Hagkaupa og kostar 999 krón- ur sem er tilboðsverð fyrir þessi jól. Diskurinn fæst einnig á Hagkaup.is Upplýsingar og sýnishorn er að finna á slóðinni www.beisik.is/leik- uradelda. NÝTT Leikur að elda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.