Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðrún Jónsdótt-ir, Lágafelli í
Hveragerði, var
fædd í Vorsabæ í Ölf-
usi hinn 20. maí 1904.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Ási í
Hveragerði hinn 13.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Jón Ög-
mundsson, ættaður
frá Bíldsfelli í Grafn-
ingi, lengst af bóndi í
Vorsabæ, f. 19.7.
1874, d. 15.1. 1964,
og kona hans, Sól-
veig Diðrika Nikulásdóttir, ættuð
frá Engey, f. 13.6. 1875, d. 13.3.
1958. Guðrún var fjórða elst af
tólf börnum þeirra hjóna og lifði
hún þau öll. Þau voru: Ragnheið-
ur, f. 1898, d. 1975, Þórður, f.
1901, d. 2000, Nikulás, f. 1903, d.
1973, Kristín, f. 1906, d. 1977, Ög-
mundur, f. 1907, d. 2001, Þuríður,
f. 1909, d. 1911, Benedikt, f. 1911,
d. í mars 1983, bjó í Kanada, Guð-
munda, f. 1913, d. 1951, Sæmund-
ur, f. 1914, d. 1995, Sigríður, f.
1916, d. 1996, Ög-
mundur, f. 1917, d.
1989.
Guðrún bjó og
starfaði lengst af á
heimili foreldra
sinna í Vorsabæ, eða
til ársins 1947 er hún
fluttist ásamt þeim
að nýbýlinu Lága-
felli í Hveragerði.
Árið 1936 fór Guð-
rún til Hafnarfjarð-
ar og lærði þar
saumaskap og starf-
aði síðan við það hjá
Einari klæðskera í
nokkra vetur. Á Lágafelli annað-
ist Guðrún foreldra sína allt til
dauðadags. Síðan bjó hún ein á
Lágafelli en í nábýli við Sæmund
bróður sinn og fjölskyldu hans á
Friðarstöðum. Árin 1996 til 1998
dvaldi hún á heimili Ögmundar
bróður síns í Vorsabæ en var síð-
ustu árin á Hjúkrunarheimilinu
Ási í Hveragerði.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Hveragerðiskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Guðrún Jónsdóttir ólst upp í
Vorsabæ í Ölfusi í stórum systk-
inahópi og tók virkan þátt í bústörf-
um og uppeldi yngri systkina sinna.
Þetta voru erfiðir tímar á Íslandi og
var Guðrún ein af þeim sem upp-
lifðu tímana tvenna í íslensku sam-
félagi. Ég man eftir því að hún tal-
aði um hið mikla vinnuálag og
erfiðan aðbúnað í sveitinni á fyrri
hluta síðustu aldar og fannst mikið
hafa breyst til batnaðar frá þeim
tíma.
Guðrún gerði ekki víðreist um
dagana en fór þó árið 1936 til Hafn-
arfjarðar að læra sauma. Hún flutti
með foreldrum sínum þegar þau
brugðu búi og byggðu nýbýli í landi
Vorsabæjar að Lágafelli. Guðrún
annaðist foreldra sína til dánardags
þeirra. Auk þess að sinna foreldrum
sínum rak hún hænsnabú og var
talsvert til aðstoðar við búrekstur
föður míns á Friðarstöðum. Var
Guðrún sönn sveitakona og hafði
gott vit á skepnum og búskap.
Guðrún var hávaxin, myndarleg
og virðuleg kona, hæglát og mild.
Hún skipti sjaldan skapi en gat ver-
ið ákveðin þegar hún þurfti á því að
halda. Hún hafði góða kímnigáfu og
gat hlegið innilega. Þrátt fyrir það
að hún hefði lifað fábreyttu lífi var
hún djúpvitur og skynsöm kona
með góða innsýn í mannlegt eðli og
samskipti enda hafði hún áhuga á
fólki og fylgdist vel með ættingjum
sínum og sveitungum. Hún naut
virðingar og væntumþykju systkina
sinna og reyndar allra í fjölskyld-
unni. Við kölluðum hana stundum í
gríni sem alvöru höfðingja ættar-
innar.
Á Lágafelli var gestkvæmt og var
þar í rauninni eins konar miðpunkt-
ur fjölskyldunnar, enda var Guðrún
vinsæl og gestrisin. Systkini hennar
og fjarskyldari ættingjar eyddu til
að mynda oft sumarfríi sínu hjá
Guðrúnu. Heimili hennar var ekki
íburðarmikið en ávallt mjög snyrti-
legt og aðlaðandi. Hjá Guðrúnu var
athvarf og skjól. Hún lét ekki nægja
að sinna öldruðum foreldrum sínum
fram í andlátið heldur sinnti hún
einnig systkinum sínum sem áttu
ávallt athvarf hjá henni. Bæði
Ragnheiður og Sigríður systur
hennar dvöldu hjá Guðrúnu í alvar-
legum veikindum og sinnti hún og
þjónaði systrum sínum af sinni sér-
stöku ljúfmennsku, umhyggju og
þolinmæði. Auk foreldra Guðrúnar
létust tvö systkina hennar á heimili
hennar, þau Sigríður og Ögmundur.
Hún Guðrún frænka eins og hún
var alltaf kölluð bjó frá því ég man
fyrst eftir mér í næsta húsi við for-
eldra mína. Lágafell, heimili Guð-
rúnar, var í bernsku minni mitt
annað heimili og með Guðrúnu
frænku í næsta húsi má nánast
segja að ég hafi búið svo vel að eiga
tvær mæður. Í minningu minni er
þessi rólega, trausta og umhyggju-
sama kona klettur í lífi mínu og
annarra sem stóðu henni næst. Ég
minnist Guðrúnar fyrst sem góðrar
frænku minnar sem gaf mér athygli
og tíma, fræddi mig og sýndi mér
ástúð. Hún var mjög barngóð og
skilningsrík. Ég sótti sérstaklega til
hennar þegar ég hafði verið óþekk,
sem var býsna oft því ég var bald-
inn krakki. Þá leitaði ég oft til Guð-
rúnar sem hafði lúmskt gaman af
litlu baldintátunni og veitti um-
hyggju og skjól þar til sú litla taldi
að foreldrunum væri runnin reiðin.
Það er með söknuði og væntum-
þykju sem ég minnist og kveð hana
Guðrúnu föðursystur mína. Ég vil
þakka henni fyrir fjölmargar dýr-
mætar samverustundir og það
hversu mikið mér finnst það hafa
auðgað líf mitt að hafa fengið að
alast upp með þessari ljúfu heið-
urskonu. Ég vil svo að lokum færa
starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Ási
í Hveragerði mínar bestu þakkir
fyrir sérstaklega góða umönnun
síðustu árin í ævi Guðrúnar.
Jónína.
Merk ágætiskona, Guðrún Jóns-
dóttir á Lágafelli, er látin 98 ára
gömul. Guðrún fæddist í Vorsabæ í
Ölfusi 1904, ein 12 systkina og var
hún þriðja elst. Í þá daga var lífs-
baráttan harðari en við þekkjum í
dag og margt að gera á stóru heim-
ili. Það sem einkenndi Guðrúnu var
skapgerðarfesta og ábyrgðartilfinn-
ing og því ekki að undra að hún færi
snemma að hjálpa til við bústörfin
og uppeldi yngri barnanna. Lærði
hún til að mynda að mjólka sex til
sjö ára og mjólkaði hún reglulega
frá átta ára aldri og þar til hún var
fullra 92ja ára. Guðrún leit snemma
á það sem hlutverk sitt að hjálpa
móður sinni með heimilið, ekki síst
þegar karlmennirnir voru að heim-
an í veri alla útmánuðina. Þetta hef-
ur ugglaust orðið til þess að hún
hleypti seint heimdraganum. En
1936 fer hún til Ingimundar föð-
urbróður síns í Hafnarfirði og ræðst
til náms og starfa á saumastofu hjá
Einari klæðskera. Vann hún þar
síðan við fatasaum í nokkra vetur.
Árið 1947 eru foreldrar Guðrúnar
farin að kröftum og ákveða að
hætta búskap. Er þá ráðist í að
byggja lítið hús handa þeim á Lága-
felli í Hveragerði þar sem þau gætu
eytt ellinni. Flyst þá Guðrún með
þeim og annast foreldra sína þar til
dauðadags. Sextug fylgir hún föður
sínum til grafar. Eftir lát foreldra
sinna fann Guðrún sér áframhald-
andi hlutverk innan stórfjölskyld-
unnar. Sérstaklega má nefna að hún
reyndist börnum Sæmundar bróður
síns, sem bjó í næsta húsi, á Frið-
arstöðum, eins og besta amma.
Þangað var alltaf gott að koma, ný-
bakað flatbrauð og seytt hvera-
brauðið úr jarðpottinum ásamt
hlýju, festu og rósemi. Hún var
heldur ekki sein með kaffisopann
bæri aðra gesti að garði. Einkum
sóttu systkini hennar til hennar og
voru þær helgar færri að eitthvert
systkina hennar væri ekki hjá
henni. Má nefna að þrjú þeirra
komu til hennar við lok ævinnar og
önduðust þar. Var sagt í eftirmæl-
um eins þeirra, að hann hefði kosið
að deyja hjá þeirri manneskju sem
hann treysti best. Síðast hjúkraði
hún Sigríði systur sinni með erfiðan
parkinsonsjúkdóm og var þá Guð-
rún 92ja ára gömul. Ekki var að
undra þótt hún fyndi sig þá farna að
kröftum og treysti sér ekki til að
búa lengur ein. Fer hún þá að
Vorsabæ til Ögmundar bróður síns
sem enn bjó þar með konu sinni
Júdit, og leið henni vel þar. Er hún
hjá þeim í tvo vetur. Sumarið eftir
býr hún síðan með hjálp á Lágafelli
og Friðarstöðum þangað til hún
flytur inn á Hjúkrunarheimilið að
Ási þegar það var opnað í desember
1998.
Það er ekki fyrr en eftir lát Sig-
ríðar 1996 að fundum okkar Guð-
rúnar ber fyrst saman. Guðrún var
seintekin og eiginlega kynntumst
við ekkert að ráði fyrr en þann tíma
sem hún dvaldi hjá okkur á Frið-
arstöðum og var að bíða eftir að
komast á hjúkrunarheimilið en það
má segja að þá hafi tekist með okk-
ur vinskapur sem ég met mikils.
Hafði þessi kona mikill áhrif á mig,
ekki síst vegna hinnar einlægu og
heitu trúarsannfæringar hennar.
Má að orði komast að Guð hafi alltaf
verið henni nálægur. Fannst mér
hún að vissu leyti fyrirmynd í því að
lifa grandvöru og heiðarlegu lífi,
ekki síst var henni ljós þýðing tung-
unnar og var orðvör svo af bar og
lagði aldrei illt til nokkurs manns.
En hún hafði samt sívirkan huga og
fylgdist af áhuga með öllu lífi og
starfi vina og vandamanna, barns-
fæðingum, atvinnu og námi. Var
það oft þegar henni voru sagðar
fréttir þá lagði hún ekkert til mál-
anna í það skiptið en þegar næst
var komið að máli við hana spurði
hún nánar út í þetta og hafði þá
hugsað um málið og hvað myndi
best gert í stöðunni. Hún hafði einn-
ig alla tíð lifandi áhuga á búskapn-
um og að allt gengi þar sem best.
Þessi kona hafði marga strengi í
hörpu sinni, og þótt hún mjólkaði
kýr meira en áttatíu ár ævi sinnar
og hefði hænur mestan þann tíma
sem hún bjó á Lágafelli þá var
bóndinn bara einn hluti af henni.
Öðrum þræði var hún líka mynd-
arhúsmóðir og bar heimili hennar
og fatasaumur fáguðum og örugg-
um smekk hennar gott vitni. Hún
hafði sínar föstu skoðanir sem hún
var ekki að hvika frá. Til dæmis var
hún alla ævi á móti því að hlaða nið-
ur börnum án þess að hugsa fyrir
uppeldi þeirra en hins vegar var
hún barngóð með afbrigðum og átti
auðvelt með að ná til barna.
Seinustu árin kom ég nokkuð
reglulega í heimsókn til hennar á
hjúkrunarheimilið með dætur mín-
ar litlar og sakna þær hennar nú.
Góð kona er gengin. Blessuð sé
minning hennar.
Steinunn Kristjánsdóttir.
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
✝ Heiðrún KristínÓskarsdóttir
fæddist á Hofsósi
17. apríl 1960. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnuninn á Siglu-
firði 10. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Óskar Stefánsson, f.
5. júlí 1908, d. 17.
júlí 1989, bóndi, og
Sigríður Jóhanns-
dóttir, f. 30. sept-
ember 1921, hús-
móðir að Skugga-
björgum í Deildar-
dal. Systkini Heiðrúnar eru: 1)
Stefán Jón, f. 8. desember 1953,
maki Anna Guðrún Tryggvadótt-
ir, f. 29. nóvember 1969. Börn
þeirra eru Sigurrós Bára, f. 18.
febrúar 1989, og Óskar Þór, f.
samvistum. Dætur þeirra eru
Sigurósk Tinna, f. 9. desember
1983, og Heiðrún Sara, f. 18.
ágúst 1986. 4) Hafdís, f. 2. apríl
1963, maki Viggó Jón Einarsson,
f. 12. febrúar 1965. Börn þeirra
eru Vigdís Ósk, f. 13. mars 1989,
Karen Inga, f. 20. mars 1992, og
Einar Viggó, f. 25. ágúst 1995. 5)
Sigurjóna Ósk, f. 15. febrúar
1969, maki Sveinn Guðmunds-
son, f. 26. maí 1970. Synir þeirra
eru Guðmundur, f. 12. janúar
1990, og Óskar, f. 19. ágúst
1999.
Eftirlifandi eiginmaður Heið-
rúnar er Stefán Jóhannsson, f. 9.
júní 1959. Börn þeirra eru Sig-
ríður Dana Stefánsdóttir, f. 14.
október 1994, og Edda Rún Stef-
ánsdóttir, f. 13. maí 1998. Heið-
rún eignaðist tvö börn með
Bjarna Þór Bjarnasyni, f. 15. júlí
1963, þau Hafþór Inga Bjarna-
son, f. 7. júní 1990, og Kolbrúnu
Björk Bjarnadóttur, f. 4. ágúst
1991.
Útför Heiðrúnar fór fram í
Siglufjarðarkirkju 18. desember.
26. mars 1993. 2)
Þóranna Guðrún, f.
24. júlí 1957, maki
Magnús Sigurbjörns-
son, f. 9. nóvember
1954. Börn þeirra
eru Sigurbjörn
Hreiðar, f. 4. júlí
1976, og Linda Rut,
f. 28. janúar 1983.
Sigurbjörn Hreiðar
er í sambúð með Sig-
fríði Sigurjónsdótt-
ur, f. 30. apríl 1969,
og eiga þau saman
soninn, Magnús
Loga, f. 31. ágúst
2002. Fyrir á Sigfríður börnin
Sædísi Bylgju Jónsdóttir, f. 7.
maí 1990, og Ingimar Jónsson, f.
3. mars 1992. 3) Páll Birgir, f.
13. apríl 1959, var kvæntur
Hrafnhildi Scheving en þau slitu
Hún Heiðrún (eða Heyja eins og
við kölluðum hana alltaf) er dáin,
langt fyrir aldur fram. Kynni okkar
hófust árið 1979 er við bjuggum sam-
an í Flugumýri og unnum saman í
frystihúsinu á Hofsósi. Seinna flutt-
ist ég norður og hóf búskap með
bróður hennar, Páli. Heiðrún var
fjórða í röðinni af sex systkinum sem
eru frá Skuggabjörgum í Deildardal.
Foreldrar hennar voru Óskar Stef-
ánsson sem er látinn og Sigríður Jó-
hannsdóttir sem lifir dóttur sína.
Heiðrún kom víða við á ævi sinni og
má helst nefna vinnu hennar um
borð í frystitogaranum Siglfirðingi
en þar stóð hún sína vakt eins og hin-
ir skipverjarnir í mörg ár. Þar um
borð kynntist hún eftirlifandi eigin-
manni sínum, Stefáni Jóhannssyni,
og með honum stofnaði hún heimili á
Hólaveginum á Siglufirði. Heiðrúnu
varð fjögurra barna auðið, tvö átti
hún áður, þau Hafþór og Kolbrúnu,
en Sigríði og Eddu átti hún með
Stefáni.
Heiðrún var góð vinkona og trú.
Minningarnar sem koma upp eru
óteljandi og yrði of langt að telja þær
allar hér upp, en minningin um ynd-
islega manneskju og góða vinkonu
mun ávallt lifa. Dætur mínar, Guð-
rún, Tinna og Heiðrún, syrgja góða
og yndislega frænku.
Elsku Stebbi, Hafþór, Kolbrún,
Sigga Dana, Edda Rún, tengda-
mamma og aðrir ættingjar, góður
Guð gæti ykkar allra, verndi og gefi
ykkur styrk í þessari sorg.
Við spyrjum margs en finnum fátt
um fullnægjandi svör.
Við treystum á hinn mikla mátt
sem mildar allra kjör.
Í skjóli hans þú athvarf átt
er endar lífsins för.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem enginn tekið fær.
Ást í hjarta, blik á brá
og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá
er öllum reyndist kær.
Þú minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum Guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(G. Ó.)
Hrafnhildur Scheving og dætur.
Besta frænka mín er dáin. Hún
Heyja mín var alltaf svo góð við mig
og ég leit svo mikið upp til hennar.
Alltaf þegar ég kom norður til pabba
fórum við alltaf að heimsækja hana á
Siglufjörð. Maður fór alltaf ánægður
frá Heyju því hún var alltaf svo glöð
og ánægð og þótt hún hafi veikst
svona mikið lét hún það ekki á sig fá
og barðist hetjulega við sjúkdóminn
sem hrjáði hana. Fyrir nokkrum
dögum var ég að tala við mömmu
mína um hana Heyju og hún sagði
mér að það hefði ekki verið að
ástæðulausu sem hún skírði mig
Heiðrúnu, hún sagði það hafa verið
vegna þess að hún liti svo mikið upp
til Heyju. Mér hefur alltaf þótt svo
mikið vænt um Heyju og ég skil
varla af hverju Guð þurfti að taka
hana frá okkur. Ég veit samt að
henni líður miklu betur núna en ég
sakna hennar samt.
Elsku Stebbi, Hafþór, Kolla,
Sigga Dana, Edda Rún, amma og
aðrir ættingjar, góður Guð gæti ykk-
ar allra og gefi ykkur styrk.
Heiðrún Sara.
HEIÐRÚN KRISTÍN
ÓSKARSDÓTTIR
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, vinarhug og styrk við and-
lát og útför eiginmanns míns, sonar, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR
bifreiðarstjóra,
Sóleyjargötu 18,
Akranesi.
Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Guð blessi ykkur öll.
Ester Teitsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Þórður Þ. Þórðarson, Fríða Sigurðardóttir,
Teitur B. Þórðarson, Ásdís Dóra Ólafsdóttir,
Lilja Þ. Þórðardóttir, Valgeir Valgeirsson,
Guðni Þórðarson, Linda G. Samúelsdóttir,
Sigríður Þórðardóttir, Göran Håkanson,
Ólafur Þórðarson, Friðmey B. Barkardóttir,
Kristín Þórðardóttir,
afabörn og langafabörn.