Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 53 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vélfræðingur Vélfræðing vantar sem vélstjóra á fiskiskip frá Fáskrúðsfirði. Búseta í þorpinu mjög æskileg. Allar nánari upplýsingar í síma 893 3009. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Vélstjórafélags Íslands verður hald- inn laugardaginn 28. desember kl. 14.00 í Kiw- anishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík. Fundardagskrá samkvæmt lögum félagsins. Vélstjórar á farskipum Fundur um kjaramál farmanna verður haldinn föstudaginn 27. desember kl. 11:00. Fundarstaður: Borgartún 18, 3. hæð. Vélstjórar á fiskiskipum Fundur um kjaramál fiskimanna verður haldinn föstudaginn 27. desember kl. 15:00. Fundarstaður: Borgartún 18, 3. hæð Vélstjórafélag Íslands. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Arnardrangur, sumarhús, Skaftárhreppi, þingl. eig. Ólafur Logi Jón- asson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., föstudaginn 27. desember 2002 kl. 13.00. Sýslumaðurinn í Vík, 19. desember 2002. TIL SÖLU Verðhrun á silkivörum Lagersala á silkivörum þ.e. silkináttföt, silki- náttkjólar, silkisloppar, silkibolir, silkitreflar, silkislæður. Frábært verð. Opið laugardag 21.12. og sunnudag 22.12. frá kl. 13.00—17.00. Toja, Skógarhjalla 19, bílskúr, 200 Kópavogur, sími 898 5111. Lagersala Í dag, laugardaginn 21. desember, og sunnu- daginn 22. desember verðum við með opið frá kl. 13.00 til kl. 16.00 síðdegis. Ódýrustu leikföngin. Bílar, risaeðlur, með hljóðum, dúkkur, gæsaveiðitækið vinsæla, tölvustýrðir jeppar og fjórhjól, stórar vatnsbyssur, mikið úrval leikfanga í skóinn. Vorum að fá gott úrval af nýjum leikföngum fyrir 3ja mánaða til 5 ára. Ódýrar kaffivélar og brauðristar. Veiðarfæri: Stangir, hjól, veiðikassar, flugulínur, vatteraðir gallar. Verkfærakassar á lækkuðu verði. Gervijólatré á góðu verði. Hleðslubatterí og fleira. Lítið við, því nú er tækifæri til þess að gera góð kaup og kaupa ódýrar jólagjafir og ýmsar vörur á góðu verði. Kredit- og debit kortaþjónusta. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TILKYNNINGAR Gvendur dúllari Fallegar jólagjafir - með sál Silfurkertastjakar, silfurkaffi- og tesett, silfurstaup og bakki, út- skorin vegghilla, útskorinn bóka- skápur, 12—14 manna borðstofu- borð, Íslandskort anno 1650, mál- verk, myndir, veggteppi, plattar og að sjálfsögðu mikið úrval góðra bóka til að gefa og njóta um jólin. M.a. Ferðafélag Íslands '28-'80 frump. m/k í glæsibandi, Ísl. sjávarhættir, tölusett glæsi- band, Laxness, Strandamenn, Bergsætt og fleira og fleira. Opið 12-22 til jóla. Gvendur dúllari - góður í gjöfum Fornbókaverslun með meiru Klapparstíg 35 Sími 511 1925 SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Áramót í Básum 30/12—2/1. Skemmtileg og fjölbreytt dag- skrá að hætti Útivistar, göngu- ferðir, kvöldvökur, flugeldar og áramótabrenna. Ferð fyrir hresst fólk sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér saman í faðmi fjalla og jökla. Fararstjórar eru Berg- þóra Bergsdóttir og Reynir Þór Sigurðsson. Verð 12.100/13.500 kr. Þrettándaferð Jeppadeildar í Bása 4.—5. jan. Þrettándagleði jeppamanna á einum fallegasta stað á Íslandi og þó víðar væri leitað. Léttar göngur, kvöldvaka, blysför og álfabrenna. Byrjað er að bóka í þessa vinsælu ferð. Verð 2.300/2.800 kr. á mann. ATVINNA mbl.is Ég hef þekkt Steina mág minn í rúmlega fjörutíu ár. Endur- minningarnar eru eins og stiklur og ég staldra við þá elstu, þegar ég sá hann í fyrsta sinn. Hnellinn átta ára strák með ljóst liðað hár, alveg að springa úr lífsgleði og fjöri þegar hann hentist í fangið á mér og faðmaði mig að sér. Að vísu þekkti hann mig ekkert en það skipti ekki máli. Við vorum stödd í eldhús- inu heima í Snekkjuvogi og allir sem þar komu voru vinir eða frændur. Á næstu stiklu birtist fermingar- dagurinn hans. Þann dag átti Steini, hann stjórnaði gleðskapnum, sagði STEINGRÍMUR FRIÐFINNSSON ✝ SteingrímurFriðfinnsson fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1952. Hann andaðist á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi hinn 13. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 20. desember. brandara, hermdi eftir þekktum persónum í þjóðlífinu, sem honum fórst prýðilega, spilaði á gítar og söng með gestunum. Sú veisla gleymist tæplega þeim sem voru svo heppnir að vera boðið. Næst stingur hann upp kollinum norður í Mývatnssveit á sól- björtum sumardegi og er þá kominn á þrítugs- aldurinn. Hann bjó á Akureyri hjá Lillu syst- ur sinni sem var honum eins og önnur móðir. Þaðan var stutt að fara til að heimsækja okkur hjón- in. Hann kom með rútunni og ég tók á móti honum á planinu. Ég gleymi ekki hrifningu amerískrar konu sem hann hafði setið hjá og rabbað við alla leiðina. Ekki veit ég hvar Steini lærði ensku en hann átti mjög auðvelt með að bjarga sér á því tungumáli og ég man hve konan kvaddi hann með miklum kærleikum. Svo fluttum við öll suður og ein jól- in heimsóttum við Kristínu systur mína á Akranesi og lentum á jóla- balli. Þar var gengið í kringum jólatré og jólasveinninn að sjálfsögðu mættur. Steini tók hann að sér og saman léku þeir við hvern sinn fing- ur. Barnið í Steina naut sín til fulls og víst er að hann gerði ekki minni lukku en jólasveinninn. Á eftir fórum við heim til systur minnar. Þá varð Steini allt í einu fullorðinn aftur, kveikti sér í vindli, sneri sér að Krist- ínu og spurði: Áttu ekki koníakstár? Konur löðuðust auðveldlega að Steina enda var hann glaðlyndur og hið mesta ljúfmenni. En hann átti líka sínar erfiðu stundir og þegar sorgin bankaði upp á var hún sár. Þó var jafnan stutt í brosið og vafalaust átti glaðlyndið sinn stóra þátt í að fleyta honum yfir þá erfiðleika sem á köflum steðjuðu að. Í mínum augum var Steini alltaf ungur. Samt varð hann fimmtugur á liðnum vetri. Þá var slegið upp veislu sem fór nærri því að jafnast á við fermingarveisluna forðum tíð. Það var sungið og spilað og Steini tók dú- etta með ýmsum vinum og ættingj- um. Þeirra tímamóta er gott að minn- ast nú þegar hann er horfinn. Andlátið kom óvænt. Steini var harður af sér og kvartaði ekki yfir smámunum. Vafalaust var hann bú- inn að vera veikari en okkur sam- ferðafólkið grunaði, en bar sig alltaf svo vel að menn áttuðu sig ekki á að hverju fór. Nú er hann horfinn en eftir sitja minningar sem vekja bros og ylja okkur í svörtu skammdeginu. Ég trúi að hann sé kominn til for- eldranna, Báru frænku og annarra ástvina sem á undan eru gengnir og það verði glatt á hjalla þegar þau halda jólin með englunum uppi hjá Guði. Iðunn Steinsdóttir. Elsku amma, nú ert þú farin þá ferð sem okkur öllum er áskap- að að fara, fyrr eða síðar. Eftir situr söknuður, sorg, en fyrst og fremst hlýtt þakklæti til þín fyrir að hafa verið það sem þú varst. Þú varst hreint ævintýri, alltaf svo glöð og til í sprell. Einu sinni sagðir þú að ef þú hefðir verið uppi á öðrum tíma þá hefðirðu viljað vera sjóræningi. Nú, þegar við stöldrum við og leið- um hugann til þín, elsku amma, þá standa upp úr alls konar grams- ferðir sem við systurnar fengum að fara í skápana þína. Ekkert lumaði á jafn miklum fjársjóði og skáparnir þínir. Þetta var það eft- irsóknarverðasta þegar við komum í heimsókn til þín. Hver gramsferð hófst á því að éta sig í gegnum gamlar konfektbirgðir frá síðustu jólum sem þú hafðir steingleymt okkur til mikillar ánægju. Eftir það var allra hluta von. Eftir því sem við komumst dýpra inn í skáp- ÞÓRDÍS GUNN- LAUGSDÓTTIR ✝ Þórdís Gunn-laugsdóttir fæddist á Reynihól- um í Miðfirði 8. jan- úar 1914. Hún lést í Víðinesi 10. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 18. desember. inn varst þú orðin svo forvitin af öllu þessu glingri sem okkur tókst að rífa fram í dagsljósið að ekki leið á löngu þar til við vor- um allar þrjár, Edda systir, ég og þú, elsku amma, komnar á fjóra fætur, hálfar inn í skáp að gramsa. Þú varst svo hugmynda- rík. Okkur þykir svo vænt um allt spjallið sem við áttum saman um tilgang lífsins, dauðann og ljósið. Endalaust gátum við talað um það og það var alltaf eitt sem ein- kenndi allar þínar skoðanir, en það var vonin, enginn hlutur var von- laus, það var alltaf til lausn, ein- hvers staðar, bara að finna hana. Alltaf héldum við heimleiðis eftir þessar heimsóknir til þín með fullan hausinn af sögum og mik- ilvæga minnispunkta fyrir framtíð- ina. Þér tókst á svo skemmtilegan hátt að blása lífi í hlutina. Hvort sem þeir voru tilgangslausir eða ekki... Við efumst ekki um á þessari stundu, að þú hafir í nógu að snú- ast, svo við fyllum bara andartakið af kveðjum og minningum um þig og okkur, amma mín. Þakkir fyrir allt og allt. Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, Edda Eir Ingadóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.