Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 57

Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 57 FYRIR sveitarstjórnarkosning- arnar sl. vor var borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, spurð að því, hvort hún ætl- aði í framboð til Alþingis næsta vor. Hún svaraði spurningunni neitandi og án fyrirvara um að slíkt framboð gæti komið til greina ef aðstæður breyttust. Ástæða þess að fréttamenn spurðu um þetta hefur vafalaust verið sú, að þeir töldu svarið geta skipt ein- hverja kjósendur máli í kosning- unum. Kannski hafa einhverjir kosið R-listann vegna svarsins. Nú nokkrum mánuðum síðar segist borgarstjórinn ætla í þetta framboð. Skýringin sem hún gefur er, að aðstæður hafi breyst. Hún ætlar sem sagt ekki að standa við loforðið sem hún gaf kjósendum sínum fyrir kosningarnar. Málatilbúnaður borgarstjórans um að aðstæður hafi breyst er svo sem illskiljanlegur venjulegu fólki. Hann sýnist vera hreinn fyrirslátt- ur. Þetta er þó ekki það sem mestu máli skiptir, heldur hið einfalda og augljósa, að þessi stjórnmálamað- ur hyggst ekki standa við orð sín. Á bak við orðræðuna núna virðist birtast sú hugsun, að stjórnmála- menn þurfi ekki að standa við orð sín. Allir megi búast við að slík orð séu marklaus. Þessu ber að mót- mæla. Sá stjórnmálamaður sem lofar kjósendum sínum einu en gerir annað er ekki að afnema al- mennt gildi orða í stjórnmálum. Hann er aðeins að lækka sjálfan sig í verði. Jón Steinar Gunnlaugsson Að lækka sjálf- an sig í verði Höfundur er prófessor við Háskólann í Reykjavík. FÓLKI með ólæknandi sjúkdóm, sem kallaður hefur verið því frumlega nafni „vanvirkni í skjaldkirtli“ á ís- lensku, og á líf sitt og heilsu undir því að fá rétt lyf, hefur undanfarna mán- uði verið meinaður aðgangur að skaldkirtilslyfinu Thyroxin-Natrium, og það jafnvel þótt það lyf hafi haldið fólki á góðu og sæmilegu róli og á lífi árum saman. Í staðinn er því gert að taka lyfið Euthyrox, sem í mörgum tilfellum hefur valdið verri og verri líðan og síauknum einkennum skjald- kirtilssjúkdómsins. – Ég sem skrifa þessi orð er fyrir þó nokkru farin að velta því fyrir mér hvort ég tóri fram að jólum, svo hratt hefur mér farið aftur þá mánuði sem ég hef þurft að taka þetta nýja lyf. Engin læknisfræðileg úttekt eða forsenda á neinn hátt til að breyta um lyf? Ég spurði innkirtlalækni minn, hvort nýja lyfið væri kannski eitthvað fullkomnara og betra en gamla Thyr- oxin Natrium. Nei, ekki taldi hann það. Og hann gat heldur ekki sagt mér, hvers vegna við fengjum ekki lengur að taka gamla lyfið. Eru sérfræðingar að ganga í lið með einhverjum hagsmunaaðilum gegn betri vitund? Ég var svo óheppin að minn gamli og góði sérfræðilæknir í skjaldkirt- ilsmálum hætti að praktísera rétt áð- ur en ég fór á nýja lyfið. Ég var búin að taka það í hálfan mánuð þegar ég fór að setja eitthvað sem ég hélt að að væri flensa í samband við lyfjaskipt- in. En einkennin urðu fljótt mjög erf- ið og ég vissi eiginlega ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Ég hafði verið and- varalaus varðandi lyfjaskiptin og ekkert hugsað fyrir að komast að hjá nýjum sérfræðingi fyrr en ég var orð- in mjög veik. Var því búin að vera á nýja lyfinu í tíu og hálfa viku, þegar ég loksins komst að hjá nýjum lækni, 25. nóvember sl. Hann ráðlagði mér að halda út í 6 vikur í viðbót í stað þess að sækja um undanþágu fyrir mig til Lyfjastofnunar. Taldi mig ekki vera komna með raunhæfa reynslu fyrr. Fjóra mánuði alls! En hvað lætur maður ekki segja sér þegar þekkingarvitarnir tala? Vongóð hélt ég áfram að þreyja fram á jólaföstu. En þegar vikurnar liðu og ekkert bólaði á batanum hætti mér að lítast á blikuna. Ég fór inn á vefinn hjá Lyfjastofn- un. Þar var heillöng grein til varnar nýja lyfinu. Þar er sagt að það taki 3–4 vikur að ná jafnvægi eftir svona breytingu. – Ekki 4 mánuði eins og innkirtlalækn- irinn hafði sagt við mig. Þar er líka sagt að meðalaðgengi (hvað sem það nú þýðir) sé 80%. Ég er að hugsa um að gefa mér það að aðgengi þýði í þessu tilfelli möguleiki lyfs til að gagnast sjúklingi. Sé það rétt hjá mér lítur út fyrir að 20% fólks með vanvirkni í skjaldkirtli geti ekki notað sér þetta nýja lyf. – Af hverju láta þá bæði læknar og lyfjafyrirtæki eins og þessi 20% séu ekki til? Svo er manni sagt undir rós að þetta sé ímyndun eða hysteria! Já, af hverju eru sérfræðingar svona til í að leggja á fólk í fullri vinnu og góðum gír pínslir og örkuml? Það liggur við að það hvarfli að manni að þeir séu komnir á mála hjá þessum fínu lyfjafyrirtækjum. Eða þá Lyfjastofnun! Af hverju gengur hún eins hart fram og raun ber vitni í að þrælpína fólk sem ekki þolir nýja lyfið til að taka það samt? Af hverju taka hún og heilbrigð- isyfirvöld yfirleitt í mál að hafa bara eitt lyf við vanvirkni í skjaldkirtli á markaðinum, þegar það er í ofanálag vitað að það gagnast bara 80% þeirra sem þurfa á lyfi við sínum sjúkdómi að halda? Var ekki búið að afnema einokun- arverslun á Íslandi fyrir um 200 ár- um? Hvað getur þetta verið annað en einokun? Varla er það þjóðhagslega hag- kvæmt að gera nýta þjóðfélagsþegna að sveitarómögum? Ja, kannski á bara að fórna öllu! Kannski borgar sig ekki að hafa neitt viðskiptasiðgæði. Þeir hæfustu lifa! Markaðslögmálið og náttúruúrvalið má bara hirða hina. Þó til sé nóg af ódýrum og góðum lyfjum í heiminum til halda í þeim fínasta lífi á því Herr- ans- eða Mammonsári 2002. Læknar hafa sagt mér að Lyfja- stofnun sé svo treg til að veita und- anþágu fyrir gamla thyroxininu, að það sé t.d. engan veginn nóg að segja í umsókn, að sjúklingi líði illa á því nýja jafnvel þótt liðinn sé aðlögunar- tíminn uppgefni. Það þurfi að útskýra á sérstakan fræðilegan hátt, af hverju sjúklingi líði svona illa. Hafi ég skilið læknana rétt, getur það hreinlega vafist fyrir þeim sjálfum að vera nógu fræðilegir í umsókn sinni þrátt fyrir óyggjandi þjáningar sjúklinganna. Í mínu tilfelli er málið a.m.k það al- varlegt, að ég get oft ekki bjargað mér með nauðþurftir. Er algerlega óvinnufær og hef orðið að aflýsa öll- um skuldbindingum sem ég hafði gert frá því í septemberlok til dagsins í dag og sér ekki fyrir endann á því með þessu áframhaldi. – Og vel að merkja: Jafnvel þó ég fái thyroxinið mitt á morgun, tekur það a.m..k. tvær vikur fyrir mig að komast í samt lag aftur – jafnvel fjóra mánuði – ef sama gildir um það og nýja lyfið, Euthyrox, sbr. orð innkirtlasérfræðingsins um að- lögunartíma þess. (Það hefur tekið mig margar vikur að nudda þessari grein saman, svo erfitt hef ég átt með vinnu.) Skyldi ég tóra til jóla? Eftir Sigrúnu Björnsdóttur „Varla er það þjóð- hagslega hagkvæmt að gera nýta þjóðfélagsþegna að sveitarómögum?“ Höfundur er skólastjóri Nýja tónlistarskólans. Í MORGUNBLAÐINU 10. des- ember sl. er frétt á bls. 6. Þar segir: „Dæmi eru um 34% hækkun leigu á íbúðum í eigu Félagsbústaða vegna jöfnunar leigu 1. desember sl. og 12% hækkunar vegna vaxtahækkana Íbúðalánasjóðs 1. mars 2003. Jöfnun leigu hafði það í för með sér að sum- ar íbúðir hækkuðu umtalsvert og aðrar lækkuðu. Fyrir einstakling sem greiddi 22. 914 kr. í leigu fyrir 1. desember verður leigan 30.860 kr. að meðtalinni leigujöfnun og 12% hækkuninni. Þýðir þetta að nálega helmingur heimilistekna viðkomandi einstaklings fer í húsaleigu. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félags- málaráðs Reykjavíkurborgar, segist ekki þekkja dæmi um jafnmikla hækkun og hér um ræðir, en viður- kennir að dæmi kunni að vera um þetta. Til að mæta þessum miklu hækkunum eigi þeir leigjendur, sem verst verða úti, rétt á að leita sex mánaða fjárhagsaðstoðar hjá Fé- lagsþjónustunni.“ Það kemur á óvart að Björk Vil- helmsdóttir skuli ekki vita um hækk- un húsaleigu upp á 34% því hún er formaður Félagsmálaráðs Reykja- víkurborgar sem samþykkti báðar áðurgreindar hækkanir. Staðreynd- in er sú að ekki finnast aðeins „dæmi“ um 34% húsaleiguhækkun hjá Félagsbústöðum heldur eru þess fjölmörg dæmi. Íbúðir í heilu blokk- unum hækka um og yfir 30%. Sagt er að tilgangurinn með „jöfn- uninni“ í desember sé sá að eyða því óréttlæti er fólst í mishárri greiðslu fyrir sams konar íbúðir Félagsbú- staða eftir aldri þeirra. En með því að rétta hlut eins hóps með því að skerða hag annars hóps, sem enga ábyrgð ber á upphaflega ranglætinu, er skapað nýtt ranglæti, hálfu verra en það sem fyrir var. Það sem skiptir mestu máli er auðvitað fjárhagsleg geta fólks til standa í skilum með leiguna. „Við gerum okkur grein fyr- ir því að við erum að hækka leigu á hópum sem hafa verið verst settir í samfélaginu,“ segir Björk Vilhelms- dóttir í Morgunblaðinu 18. október. Samt er það gert. Í frétt Morgunblaðsins 18. októ- ber sl. segir: „Samhliða breytingun- um veitir félagsmálaráð Félagsþjón- ustunni heimild til að skoða aðstæður þeirra sem breytingarnar bitna verst á og mæta þörfum þeirra tímabundið.“ Hvað þýðir þetta í raun og veru? Það merkir að ýmsir leigj- endur Félagsbústaða sem hingað til hafa náð endum saman verða bók- staflega neyddir til þess að leita til Félagsþjónustunnar eftir aðstoð. Þar verða þeir að væntanlega að gera nákvæma grein fyrir högum sínum. Auðmýking þeirra verður takmarkalaus. Svona er farið að því að brjóta fólk niður, jafnt hópa sem einstaklinga. Það gengur glæpi næst að borgaryfirvöld skuli markvisst stuðla að því að hrinda fólki úr þeirri stöðu að hafa úr litlu að spila en vera þó sjálfbjarga út í þá niðurlægingu að verða að leita opinberrar aðstoð- ar. Húsaleiguhækkunin verður svo auðvitað varanleg en „hjálpin“ að- eins bundin við hálft ár. Hún er málamyndakák til þess að gera þess- ar aðfarir ofurlítið mildari ásýndar í bili. Síðan er treyst á varnarleysi þeirra sem fyrir verða. Annaðhvort borga leigjendur Félagsbústaða það sem upp er sett eða þeir missa hús- næðið. Leigjendum eru þannig settir afarkostir. Í Morgunblaðsgrein á al- þjóðlega mannréttindadeginum 10. desember sl. er áréttað að þegar fólk búi við fátækt sé brotið á mannrétt- indum þess. Í því ljósi eru húsaleigu- hækkanir Félagsbústaða, sem bitna á efnaminnsta fólki borgarinnar, al- varlegt mannréttindabrot á þeim sem fyrir verða. Þeir eru sviptir möguleikunum á öllu sem líkist mannsæmandi lífi sem er auðvitað óhugsandi þegar fólk á eftir kringum 30 þúsund krónur á mánuði þegar það hefur greitt húsaleigu. Þær íbúðir Félagsbústaða sem hækka í leigu eru kringum 900. Þrátt fyrir tilraunir til að afla upplýsinga frá Félagsbústöðum og Félagsmála- stjóra um félagslega stöðu þessara 900 leigjenda hefur það engan ár- angur borið. Líklega eru þeir lang- flestir öryrkjar af ýmsum ástæðum. Allir sem vita eitthvað um samspil lífskjara og heilsufars ættu að geta sagt sér það sjálfir að þegar þrengt er svona harkalega að fólki, sem er efnalítið fyrir, muni það mjög líklega hafa heilsupillandi áhrif. Þeir er verða fyrir þessari kjaraskerðingu eru svo margir að það má alveg bú- ast við því að greina megi, þegar tímar líða, tölfræðilega aukningu á t.d. geðröskunum og jafnvel sjálfs- vígum í Reykjavík. Það er auðvitað óskaplegt að segja svona í Morgun- blaðinu en það er enn óskaplegra að þegja yfir því. Félagsbústaðir og borgaryfirvöld verða að gera sér grein fyrir raunveruleikanum í sam- félaginu og afleiðingum gerða sinna. Það er svo tímanna tákn um mis- kunnarleysi samfélagsins að leigj- endur Félagsbústaða, sem verða fyr- ir þessum þungu búsifjum, virðast ekki eiga sér neina málsvara. Hvers vegna í ósköpunum heyrist t.d. ekki aukatekið orð frá Öryrkjabandalag- inu um þessa stórkostlegu árás á lífs- kjör fjölda öryrkja í Reykjavík? Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta grimmilega ranglæti ef ekki mannréttindabrot í ljósi nú- tímaviðhorfa um það að efnahagsleg grunnréttindi teljist mannréttindi. Ranglæti og jafnvel mannréttindabrot Eftir Sigurð Þór Guðjónsson Höfundur er rithöfundur. „Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta grimmilega ranglæti.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.