Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 69 Sólstöðuhátíð á Austurvelli. Í dag laugardaginn 21. desember og hefst kl. 17.00 og stendur fram eftir kvöldi. Yfirskrift hátíðarinnar er „Fólk og fjöll“ – óður til öræfanna. Rithöf- undar, tónlistarmenn, fræðimenn, leikarar, ljósmyndarar, myndlist- armenn og fleiri leggja dagskránni lið. Ljósmyndir af náttúruperlum hálendisins munu lýsa upp Aust- urvöll og sömuleiðis prýða valda verslunarglugga við Laugaveginn. Stutt ávörp flytja rithöfundarnir Pétur Gunnarsson, Andri Snær Magnason og Elísabet Jökulsdóttir og Ásdís Thoroddsen, kvikmynda- gerðarmaður, Guðjón Jensson leið- sögumaður, Ólafur S. Andrésson, líf- efnafræðingur og séra Bjarni Karlsson. Milli ávarpa verða hljómsveitarupp- ákomur, söngur og rapp, stuðvekja Hjálmars Hjálmarssonar, saxófón- leikur Jóels Pálssonar, og frumflutn- ingur á landslagstónverki eftir Guðna Franzson. Blíðfinnur kemur í heimsókn. Trúður leikur listir sínar og hin eina og sanna grýla mun kynna atriðin að sínum hætti. Hljóm- sveitirnar Barduhka, 5. herdeidlin, Hr. Muzak, Rottveilerhundar, Bæj- arins bestu, Hafdís Bjarnadóttir og vinir, Jólabörnin Magga Stína og Hörður, Megas og Súkkat taka lagið. Sýnd verða myndbönd eftir Sig- urrós, Björk og Gjörningaklúbbinn. Myndlistarmenn tjalda á Aust- urvelli, elsta tjaldstæði borgarinnar og Listaháskólanemar sýna hvað í þeim býr. KK og Eldbandið koma fram á lóð- inni nr. 40 við Laugaveg í tengslum við forvarnasýningu SHS þar síð- degis í dag. Slökkviliðsmenn munu auk þess selja reykskynjara á staðn- um og ráðleggja vegfarendum um brunavarnir. Á lóðinni stóð áður hús sem eyðilagðist í eldsvoðanum að- faranótt 20. október sl. Stærsta blót ásatrúarmanna Jólablót ásatrúarmanna verður hald- ið í dag laugardaginn 21. desember í húsnæði félagsins að Grandagarði 8. Blótið hefst með ljósaathöfn sem er ætluð börnunum og undir borðhaldi verður skemmt með rímum, rappi og frásögnum. Meðal þeirra sem koma fram eru kvæðamaðurinn Steindór Andersen, rappararnir Erpur og Eyjólfur Eyvindarsynir, Hilmar Örn Hilmarsson, Þorri Jóhannsson, Jó- hanna Harðardóttir og Eyvindur Eyþórsson. Húsið verður opnað klukkan sjö, en borðhald hefst klukkan átta. Að- gangseyrir er 1.500 krónur fyrir full- orðna, en 750 krónur fyrir börn eldri en 12 ára. Í DAG Þriðji í jólamarkaði á Lækj- artorgi. Jólamarkaðurinn á Lækj- artorgi verður opinn á sunnudag- inn 22. desember og á Þorláksmessu. Á boðstólum er handverk af ýmsu tagi bæði al- íslenskt og frá framandi löndum, m.a. handunnið jólaskraut, föt – bæði á fólk og dúkkur. Eyjólfur Kristjánsson, Hörður Torfason, K.K., Valgeir Guð- jónsson, Vinabandið, hljómsveitin Santiago og fleiri koma fram. Á Þorláksmessu kl. 20 predikar biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson á Lækjartorgi. Konur í Léttsveit Reykjavíkur syngja jólasálmana undir stjórn Jóhönnu V. Þorhallsdóttur. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytja jóla- guðspjallið. Á MORGUN Jólatrésskemmtun barna stúd- enta. Föstudaginn 27. desember næstkomandi munu Stúdentaráð Háskóla Íslands, Félag háskóla- kennara, Félag prófessora og Félag guðfræðinema standa fyrir jólatrés- skemmtun fyrir börn stúdenta og starfsfólks Háskóla Íslands. Jóla- sveinarnir mæta að sjálfsögðu á svæðið og hljómsveit spilar hress- andi jólalög. Skemmtunin er frá 15:00 til 17:00 og fer fram í hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis. Á NÆSTUNNI ISAL hefur enn á ný ákveðið að styrkja Barnaspítala Hringsins til tækjakaupa. Á undanförnum árum hefur ISAL stutt Barnaspítalann á sama hátt og stuðlað að bættum tækjabúnaði til að meðhöndla veik börn. Í ár veitir ISAL styrk til tækjakaupa að upphæð 1.000.000 krónur. Skammt er nú í að nýr Barnaspít- ali Hringsins verði tekinn í notkun. Aðstaða til umönnunar veikra barna batnar verulega. En betur má ef duga skal. Tækjaþörf Barna- spítala Hringsins er mikil og eykst með vaxandi starfsemi. Því hefur ISAL ákveðið að styrkja Barnaspít- alann og þakkar Barnaspítali Hringsins ISAL stuðninginn nú og á undanförnum árum. Morgunblaðið/Sverrir Frá vinstri eru Magnús Ólafsson, sviðsstjóri hjúkrunar, Gunnlaugur Sigfússon, sviðsstjóri lækninga, Anna Ólafía Sigurðardóttir deildarstjóri, Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum, og síðan fulltrúar gefenda, þau Rannveig Rist, forstjóri ISAL, og Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri steypuskála. Alcan á Íslandi ISAL styður Barnaspítalann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.