Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 71
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 71 FYRIR nokkrum áratugum var undirrituð stödd á Pradasafninu í Madrid. Þar hékk uppi á vegg mynd af gnægtarhorn- inu. Úr því flóðu lystisemdir lífs- ins. Hversvegna kemur þessi hugsun upp svona sterk? Því skal reynt að svara hér eftir bestu getu. Það er stigið svo frek- lega á rétt aldraðra og öryrkja. Rétt- lætiskennd fólks er freklega misboð- ið. Það er nóg til af lífsins gæðum í þessu landi. Það er ekki nokkur ástæða að líða misvitrum stjórn- málamönnum það að skammta öðr- um svo naumt að það sé varla nema til hnífs og skeiðar eða illa það. Einn stjórnmálamaður var spurður að því í sjónvarpi hvort hann gæti lifað af þeim tekjum sem öryrkjar hefðu? Hann kvað nei við og bætti við: Ekki eftir hans lifistíl. Þarna er sannleik- urinn í hnotskurn! Það sem höfðingj- arnir hafast að hinir halda sér leyfist það! Svona siðir tíðkast ekki í öðrum löndum. Það fer ekki fram hjá nokkrum hugsandi manni hvernig landið liggur. Sú sjón hefur lengi blasað við, að það búa hér í þessu landi tvær stéttir. Hástétt sem ekki veit aura sinna tal og lágstétt. Mið- stéttin er horfin. Þegar málsvari lág- stéttanna frú Jóhanna Sigurðardótt- ir alþingismaður mætti Pétri Blöndal alþingismanni í Íslandi í bít- ið í vetur fór Pétur hamförum að sannfæra Jóhönnu um að jaðar- skattar yrðu að hækka. Jóhanna sagði að þetta væri bara bull. Magn- þrungið augnatillit hennar var raf- magnað. Í því fólst hirting svo um munaði. Pétur er doktor í stærð- fræði. Hann veit manna best að það fer eftir hverju menn stilla upp í jöfnu hvað menn fá út. Réttlætis- kennd manna er misboðið. Svo er það ein meinsemdin, sem blasir við. Þeim sem taka að sér ein- hverja vinnu til að rétta við fjárhag- inn (öryrkjar) er refsað með því að taka desemberuppbótina af þeim. Þessa líka hungurlús! Hafa menn virkilega enga þekkingu á hvað það kostar að lifa í þessu landi? Fáfræðin er svo ríkjandi hér á landi eða hvað? Eða er það eitthvað annað sem kem- ur óþægilega við einhverja? Eitt- hvað sem hefur verið sópað undir sóplista? Menn eru svo seinir að rísa upp og svara fyrir sig. Til þess þarf kjark og þor! Menn veigra sér við að skrifa í blöðin. Það gerir eflaust fá- mennið. En nauðsyn brýtur lög! Menn verða bara að þora að standa undir eigin skrifum. Annars breytist ekki neitt, staðan verður sú sama, status quo. Persónuafsláttur verður að hækka. Lægstu mannsæmandi laun ættu enga skatta að bera. Sím- inn sem er nauðsynlegur hverjum manni, hann er öryggistæki. Menn fóðra þá hækkun með einhverju heimtaugagjaldi, sem eflaust er þeg- ar búið að taka. Menn og konur hafa ritað greinar um þessa misbeitingu. Nú síðast er bréf frá Arnóri Péturs- yni skrifað af réttsýni og mann- gæsku. Hann er formaður Sjálfs- bjargar. Það skal þakkað hér. Á þessum vettvangi er því hér með komið á framfæri til aldraðra og öryrkja að bjóða fram til alþingis- kosninga. Ólafur Ólafsson fyrrum landlæknir sagði það í sjónvarps- þætti, að aldraðir hefðu fundið spít- ala, og glotti við tönn. Þar er á ferð- inni maður sem veit hvar skórinn kreppir að. Að það séu 39.000 manns sem fengu bréf frá Tryggingastofn- un Ríkisins með fyrirspurn um tekjur maka. Það gleymdist bara hjá þessari stofnun að sumir eru maka- lausir (einyrkjar). Ragnar Aðal- steinsson hrl. gat ekki orða bundist um innihald þessa bréfs. Þessar upp- lýsingar hljóta að liggja fyrir. Skatt- framtöl manna eru gleggstu dæmin! Það liggur frumvarp fyrir Alþingi um að kanna gerviskilnaði. Það er tilkomið vegna þess að fólk hefur gerst lögbrjótar til að missa ekki fót- festuna í lífinu. Það er ekki verið að mæla þessu bót, síður en svo. Það er hart vegið að fólki sem leiðist út í svona hluti. Tæplega fjörutíu þús- und manns geta valdið byltingu í al- þingiskosningum. Þetta fólk á líka aðstandendur, það skyldi maður halda. Það er ekki nokkur þörf á því að líða þetta óréttlæti lengur. Það er bara tímaskekkja, svo einfalt er það. Það vilja allir eldast með reisn. Það er lögmál lífsins. Svo er það ekki líð- andi að öryrkjar séu vændir um leti og ómennsku. Maður líttu þér nær. Það vill enginn missa heilsuna. Það er heimska að væna menn um slíkt. Það virðist hafa farið fyrir ofan garð hjá hinu opinbera, að einyrkjar bera þyngstu byrðarnar í þessu þjóð- félagi. Enda ekki verið að hugsa um fólkið, sem slíkt, heldur fyrirtækin, sem raka saman gróða. Það er af hinu góða, skattlagning á að vera í samræmi við það. Það þarf að brjóta upp þetta munstur. Það verður eigi gert nema með breiðri samstöðu. Það er deginum ljósara. Til að fram- kvæma hlutina er vilji allt sem þarf. Vænti þess að menn láti nú hendur standa fram úr ermum. Menn skyldu vera þess minnugir, að kosn- ingar eru unnar í sjónvarpi og blöð- um. Tæplega fjörutíu þúsund manns geta lyft Grettistaki. Þess er þörf, sem aldrei fyrr. SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, rithöfundur, Erluhólum 3. Gnægtarhornið Frá Sigrúnu Halldórsdóttur MIKIÐ er ánægjulegt að vera loks- ins kominn með læknismenntaðan samherja gegn nikótíninu. Ég vil þakka Guðmundi Karli Snæbjörns- syni lækni sér- staklega fyrir það hugrekki að stíga fram gegn lyfjafyrirtækjun- um og ítreka það sem ég hef verið að segja í mörg ár, í raun frá árinu 1997 þegar ég byrjaði fyrst að hjálpa fólki að hætta að reykja, og margir höfðu þá sagt á undan mér. Nikótínið er ekki vandamálið. Ef fólk vill virkilega hætta að reykja þarf góðan undirbúning og viðhorfsbreytingu. Síðan á einfald- lega að nota viljann til að umbreyta fíkninni. Ég veit það vegna þess að ég notaði þessa aðferð sjálfur og hef kennt fjölmörgum öðrum að gera slíkt hið sama. Engin önnur lyfjameðferð fengi stuðning yfir- valda miðað við þann litla árangur sem er af notkun nikótínlyfja. Þeir sem nota nikótínlyf eru vissulega betur staddir en þeir sem reykja en sannleikurinn er sá að þeir eru enn fíklar. Ef fólk vill virkilega losna undan fíkninni bjóðast margar leið- ir en það þarf hugrekki til að leita sér hjálpar. Því miður er það svo að nikótíniðnaðurinn er fjársterkur og greinar mínar í blöðunum hafa yfirleitt drukknað í auglýsingum lyfjafyrirtækjanna. Ég vona að upphróp Guðmundar Karls verði til þess að fólk hugsi sig tvisvar um. Þetta snýst nefnilega um valið milli þess að taka upp nýja fíkn (og nikótínlyf hafa vissulega aukaverk- anir) eða nýjan lífsstíl. Hvort velur þú? GUÐJÓN BERGMANN, jógakennari og rithöfundur. Nikótínið er ekki vandamálið Frá Guðjóni Bergmann FRÉTTIR SAMNINGUR um Menntagátt, vef með menntatengdu efni, námskrám og leitarvél, milli mennta- málráðherra og fyrirtækisins Hug- ar hf. hefur verið undirritaður. Verkið var boðið út og Hugur hf. var eitt þriggja fyrirtækja sem áttu tilboð. Samningurinn er til þriggja ára og tekur hann til smíði, hýsingar og reksturs Menntagáttar. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi gáttarinnar verði opnaður á ráðstefnu um upp- lýsingatækni í skólastarfi sem hald- in verður á Akureyri 28. febrúar nk. Á Menntagáttinni verður boðið upp á margvíslega þjónustu sem kemur til móts við þarfir nemenda, kennara, skóla, foreldra og annarra sem tengjast menntun, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu. Þá verða einnig veittar upplýsingar um styrki og nýsköpunarverkefni og opnaðir möguleikar fyrir til- raunir og prófanir vegna nýrra lausna sem stuðlað gætu að ný- breytni í skólastarfi svo eitthvað sé nefnt. Mun ráðuneytið á næstu mán- uðum og árum leita samstarfs við fyrirtæki og stofnanir um uppbygg- ingu fjölbreyttrar þjónustu á Menntagáttinni. Samið um Mennta- gátt Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra og Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri Hugar hf., inn- sigla samninginn með handabandi. Morgunblaðið/Árni Torfason MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Náttúru- verndarsamtökum Íslands: „Vegna skrifa stjórnarformanns Landsvirkjunar í Morgunblaðinu í dag (19. desember) er rétt að gera at- hugasemd við þau orð hans um að þrátt fyrir að lengi hafi verið talað um tap á virkjunum safni Landsvirkjun eigin fé. Það hefur Landsvirkjun gert í krafti einokunarstöðu á íslenskum markaði. Fyrirtækið hefur getað jafnað út tap á t.d. Blönduvirkjun með hærra verði til almennings- veitna. Í skýrslu sem unnin var fyrir iðn- aðarráðherra árið 1996, Framtíðar- skipan orkumála, kemur fram að verð Landsvirkjunar til almenningsraf- veitna sé þá 46% hærra en kostnaðar- verð frá nýjum virkjunum (langtíma- jaðarkostnaður), þ.e.a.s. það verð sem ríkja myndi á samkeppnismark- aði (og verð til almenningsveitna hef- ur sáralítið breyst frá 1996). Með öðr- um orðum, Landsvirkjun hefur hingað til getað velt tapi af slæmum fjárfestingum yfir á almenning. Einnig er rétt að minna á að Landsvirkjun greiðir hvorki tekju- né eignaskatt, nýtur ríkisábyrgða á lán- um og þar af leiðandi mun lægri vaxta en ella, auk þess sem fyrirtækið greiðir ekki fyrir það tjón sem það veldur á náttúru landsins með um- svifum sínum.“ Athugasemd frá Náttúruverndar- samtökum Íslands ÍSLENSKAR friðarhreyfingar standa að blysför niður Lauga- veginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman kl. 17.30 á Hlemmi og lagt af stað klukkan 18. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur flytur ávarp Sam- starfshóps friðarhreyfinga. Fundarstjóri verður Katrín Jakobsdóttir háskólanemi. Þetta er 23. árið sem friðar- ganga er farin á Þorláksmessu. Friðarhreyfingarnar munu selja kyndla á Hlemmi og á leiðinni, segir í frétt frá Samstarfshópi friðarhreyfinga. Friðarganga á Þorláks- messu SIGURVEGARAR SMS-leiksins í nóvember eru fimmtán og sextán ára, þeir Birgir Ólafur Guðlaugsson og Páll Ágúst Hallsson. Aðalvinning- urinn er stafræn fjögurra milljóna pixla SONY DCS-P9 myndavél en það var BT músin sem afhenti þeim myndavélina að viðstöddum fulltrú- um BT og SmartAds. Við sama tækifæri voru Gunnari Ragnarssyni framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna færðar 150 þúsund krónur að gjöf frá BT og SmartAds. Frá afhendingu verðlaunanna og gjafafjárins, f.v.: Gunnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, Guðjón Elm- ar Guðjónsson frá BT, Halldór Sanne frá SmartAds, BT-músin, Páll Ágúst Hallsson og Birgir Ólafur Guðlaugsson, sigurvegararnir í SMS-leiknum. Sigurvegarar í SMS-leik Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. DILBERT mbl.is FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.