Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 84

Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 FÖRUNEYTI hringsins, fyrsti hluti Hringadróttinssögu, hefur selst í 10 þúsund eintökum á mynddiski hér á landi að sögn Magnúsar Gunn- arssonar hjá dreifingaraðila mynd- arinnar Myndformi. Diskurinn hef- ur komið út í tveimur útgáfum á árinu og er sérstök viðhafnar- útgáfa af diskinum sem kostar 4.999 kr. fullu verði út úr búð nú söluhæsti mynddiskur landsins, samkvæmt nýjum mynddiska- sölulista sem birtist í Morgun- blaðinu í fyrsta sinn í dag. Þykir salan á mynddiskinum vitnisburður um hversu mjög sala mynddiska hefur aukist að undan- förnu og tala framleiðendur um að í ár séu haldin mynddiskajól. Hringadrótt- inssaga vinsælust  Jól/80 „ÞAÐ er kraftaverk að við skulum vera á lífi,“ segir Anna María Friðriksdóttir, sem fær að fara í jólafrí á morgun eftir að hafa verið á sjúkrahúsi undanfarnar þrjár vikur í kjölfar umferðarslyss, en bifreið hennar lenti á hvolfi úti í Hólmsá við Suðurlandsveg í lok nóvember. Anna María var ásamt börnum sínum, Jónu Guð- rúnu, Árna Rúnari og Júlíu Björk Baldursbörnum, á leið til Reykjavíkur, þegar slysið varð. „Ég var nær drukknuð,“ segir Anna María. „Jóna Guðrún lyfti höfðinu á mér upp úr vatninu í bílnum og hélt því þannig. Það bjargaði mér.“ Jóna Guðrún segir að það hafi verið erfitt. „Ég sat frammí en komst ekki út af því að mamma var fyrir mér. Þegar ég sá að hún var ofan í vatninu reyndi ég að lyfta henni en það var erf- itt því flíspeysan hennar var full af vatni og þess vegna svo þung.“ Árni Rúnar segist hafa farið svipað að með litlu systur. „Ég bjargaði henni.“ Vegfarend- ur björguðu fólkinu út úr bifreiðinni og í kjölfarið bar að óeinkennisklædda lögreglumenn, en þeir gátu veitt aðstoð þar til slökkviliðsmenn komu og tóku við lífgunaraðgerðum á Önnu Maríu og Júlíu Björk. Morgunblaðið/Júlíus Fjölskyldan á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut í gær, en hún fær að vera saman heima um jólin. Frá vinstri: Jóna Guðrún, Anna María Friðriksdóttir, Júlía Björk, Árni Rúnar og Baldur Rúnarsson. „Kraftaverk að við skulum vera á lífi“  Eldri börnin/6 ÍSLANDSBANKI, Landsbanki Íslands, Seltjarn- arnesbær og Reykjanesbær hafa í sameiningu stofnað fasteignafélag, Eignarhaldsfélagið Fast- eign hf., sem sjá mun um rekstur og viðhald fast- eigna bankanna og verulegan hluta af eignum sveitarfélaganna. Verðmæti þeirra eigna sem renna til félagsins nemur um fjórtán milljörðum króna en hlutafé félagsins er 2,1 milljarður. Hver aðili á fjórðung hlutafjár og einn mann í stjórn fé- lagsins. Áform eru uppi um að fleiri opinberir aðilar muni koma að félaginu og eru bundnar vonir við að umsvif þess vaxi hratt á næstunni og að það verði jafnvel skráð á hlutabréfamarkað þegar fram í sækir. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmda- stjóri félagsins, segir hugmyndina vera að stofna traust og öflugt fasteignafélag um fasteignir lána- stofnana, ríkis og sveitarfélaga. Hann segir ekki skipta máli hvert eðli eignanna er og þannig muni félagið t.d. sjá um rekstur og viðhald skrifstofu- húsnæðis, íþróttamannvirkja og skóla jöfnum höndum. Framtíðin í sérhæfingu og hagræðingu Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi, segir að til viðbótar við hin almennu hagkvæmnisrök sem búi að baki viðskiptahug- myndinni sé það einkum tvennt sem sveitarfélögin hafi í huga. „Í fyrsta lagi ber okkur samkvæmt nýjum reikningsskilavenjum að stofna til fast- eignafélaga sem reka fasteignir sveitarfélaganna og leigja þær síðan bæjarsjóði. Í annan stað gefur einhvern veginn augaleið að framtíðin í slíkum rekstri hlýtur að vera sú að leita fyrst sérhæfingar og að lokum hagræðingar.“ Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að menn hafi séð bæði sveitarfélög og ríki stuðla að því að setja málin í þann farveg að þeir sem hæfastir séu til þess að framkvæma verkin á sem ódýrastan og hagkvæmastan hátt sjái um þau. Það sé miklu frekar hlutverk hins opinbera að sjá til þess að verkin verði framkvæmd. „Þannig lítum við einnig á þetta. Við viljum gera það sem við gerum best, þ.e. veita fjármálaþjónustu, en teljum okkur aftur á móti ekki vera sérfræðinga í fasteignarekstri.“ Fasteignir fyrir um 14 milljarða í nýju félagi  Eignir/10 EF við erum skotin í þeirri hugmynd að Snorri sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar, þá verðum við að viðurkenna að hann skrifaði ekki þá Egils sögu sem við lesum í útgáfum í dag,“ segir Guðrún Nordal í grein sem birtist í Lesbók. Hún telur því að ekki sé hægt að líta svo á að Snorri sé höfundur Egils sögu eins og hún birt- ist í nýútkomnu Ritsafni Snorra Sturlusonar. Guðrún bendir á að handrit Egils sögu sýni að sagan breytist í meðför- um nýrra kynslóða og því sé erfitt að draga upp mynd af þeirri Eglu sem fyrst varð til á fyrri helmingi þrett- ándu aldar. Guðrún segist þó ekki í nokkrum vafa um að sagan hafi orðið til á Vesturlandi, meðal afkomenda Mýramanna, og meðal Sturlunga. Telur Snorra ekki höfund útgefinnar Eglu  Lesbók/8 STÆRSTA fyrir- tæki Íslands gæti verið í burðarliðn- um, verði af samein- ingu SH og SÍF. Stjórnir fyrirtækj- anna hafa lýst áhuga sínum á formlegum samningaviðræðum. Munu þær hefjast í upphafi næsta árs. Sameinað fyrirtæki yrði með um 120 milljarða króna veltu. Talið er að sparnaður í rekstri vegna sameiningar- innar gæti numið a.m. k. hálfum milljarði. Töluvert er síðan umræðan um samein- ingu félaganna hófst og að undanförnu hafa óformlegar viðræður átt sér stað. Í gær sendi stjórn SÍF svo frá sér ályktun þar sem hún lýsti áhuga sínum á viðræðum og talið var nauðsynlegt að úr því yrði skorið sem fyrst hvort vilji væri fyrir sameiningu eða ekki. Stjórn SH sagðist tilbúin til viðræðna. „Það hefur verið sannfæring mín að félög- in eigi að sameinast. Það yrði styrkur fyrir þetta félag og eigendur þess og ekki síður fyrir þá framleiðendur sem félögin kaupa af- urðir af. Ég fagna því innilega að þeir hjá SÍF skuli nú taka undir þessar hugmyndir mínar. Þetta er fyrsta skrefið og það er mikil vinna framundan,“ segir Róbert Guðfinns- son, formaður stjórnar SH. „Ég hef fulla ástæðu til þess að ætla að það komi til sameiningar nema menn reki sig á einhver þau ljón í veginum, sem menn sjá ekki fyrir sér í dag. Þetta hefur verið lengi í umræðunni og við höfum ekki hnotið um neina þá annmarka sem væru það alvarlegir að við teldum sameiningu ólíklega. Ella hefð- um við ekki farið af stað,“ segir Friðrik Páls- son, formaður stjórnar SÍF.  Full ástæða/14       + #( 6"#( #( <"#  #(  -  KJHLH IM JLM JJJ 0 #- ( Ræða sam- einingu SH og SÍF TVEIR fólksbílar skullu saman við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum um kvöldmatarleytið í gær. Að sögn lög- reglunnar á Húsavík urðu engin meiðsl á fólki en það miklar skemmdir á bílunum að draga þurfti þá brott með kranabifreið. Um er að ræða einbreiða bogabrú og aðkoma að henni getur verið varasöm. Stórslys hafa þó verið fátíð á þessum slóðum, að sögn lögreglu, en árekstrar nokkrir í gegnum tíð- ina. Bílvelta í Langadal Fólksbíll valt við bæinn Geita- skarð í Langadal í Austur-Húna- vatnssýslu um níuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi sakaði ekki þær tvær stúlkur sem voru í bílnum og varð það þeim til happs að bíllinn lenti utan vegar í dýi. Lögreglan sagði lúmska hálku hafa myndast á þjóðveginum, en mikil umferð var um Húnaþing fram á kvöld. Árekstur við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.