Morgunblaðið - 10.01.2003, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 9
REKSTRARLEIGA á bílum til ein-
staklinga hófst í haust en er þegar
orðin nokkuð útbreidd víða erlendis.
Viðhorf fólks til bílaeignar hefur
smám saman verið að breytast, þ.e
að frekar sé um að ræða nauðsyn-
legan kostnað en ekki fjárfestingu.
Einna algengast er að fólk taki bíl á
rekstrarleigu í tvö ár. Óneitanlega
vakna spurningar um hvort hag-
stæðara sé að fá bíl á rekstrarleigu
eða kaupa hann á lánum.
Runólfur Ólafsson hjá Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir
að FÍB hafi borið saman annars
vegar fjármögnun með bílaláni, fjár-
mögnun með rekstrarleigu og svo að
greiða fyrir bíl með eigin fé. „Miðað
við þær vaxtaforsendur sem voru
síðasta haust, þegar rekstrarleiga
til einstaklinga kom til sögunnar,
kom rekstrarleiga betur út en kaup
með bílalánum miðað við heildartil-
kostnað af heildardæminu. En auð-
vitað eru annmarkar á þessu, þetta
er takmarkaður fjöldi bíla og þeir
hafa verið í eigu fyrirtækja eða bíla-
leiga og það er ekki tekið tillit til
þess.“
Vissir annmarkar
á rekstrarleigu
Runólfur segir að að gefnum for-
sendum sé svo sem auðvelt að
reikna út krónur og aura en fleiri
hluti geti þurft að skoða, t.d. sé tak-
markað úrval af bílum. „Það er í
sjálfu sér ekkert nema gott eitt um
það að segja að eiga þennan kost að
taka bíl á rekstrarleigu. Það er líka
af sem áður var að menn líti á öku-
tæki sem fjárfestingu, þetta er ein-
faldlega nytjahlutur og menn eru
því að kaupa ákveðin afnot og menn
eru ekki bundnir af því að þurfa að
eiga bílinn. En auðvitað erum við í
vaxtaumhverfi neyslulána sem er
umtalsvert dýrara en við þekkjum í
nágrannalöndunum.“
Runólfur segir að einnig hafi ver-
ið reiknaður út kostnaður hjá manni
sem keypti bíl og ætti fyrir honum.
„Þá tökum við einnig mið af
ákveðnum vaxtafórnarkostnaði við
það fé sem bundið er í bílnum. En
eftir sem áður kom sá kostur eðli-
lega langbest út. Það liggur við að
rekstrarleiga hafi verið mitt á milli
þessara tveggja kosta, þ.e. að kaupa
á lánum eða eiga fyrir bílnum. En ég
tek fram að þetta var aðeins frum-
athugun hjá okkur, það er margt
sem getur breyst á skömmum tíma,
og við hyggjumst skoða þetta betur
aftur innan tíðar.
Leiga betri en kaup á lánum
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
sent frá sér tilkynningu vegna máls
konu sem leitað var að hér á landi um
áramótin en reyndist síðan hafa farið
til Kaupmannahafnar í árslok.
Segir í tilkynningunni að lögregl-
an í Reykjavík hafi óskað aðstoðar
lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli
vegna hvarfsins þann 30. desember
og óskað eftir að athugað yrði hvort
Guðrún Björg Svanbjörnsdóttir
hefði farið úr landinu þann dag. Þau
mistök hafi verið gerð að óska ekki
eftir athugun á því hvort Guðrún
hefði farið úr landi fyrir þann tíma,
en síðar kom í ljós að hún fór úr landi
þann 29. desember.
Tekið er fram í tilkynningunni, til
að forðast misskilning, að skjót úr-
lausn lögreglunnar á Keflavíkurflug-
velli hafi að öllu leyti verið í sam-
ræmi við verkbeiðni lögreglunnar í
Reykjavík.
Mistök í verk-
beiðni við
leit að konu
Bankastræti 14, sími 552 1555
Útsala
Hefurðu prufað nýju buxurnar frá
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Útsala
Gallabuxur á útsölu
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
Laugavegi 84, sími 551 0756
Útsala • Útsala
Vantar þig tösku?
30% afsl. af töskum
50% afsl. af útsöluvörum
Laugavegi 58 — Smáralind,
sími 551 3311 — 528 8800
Laugavegur
Gríptu
tækifærið!
Nýtt kortatímabil
Smáralind
Laugavegi 4, sími 551 4473 - www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Útsala
www.oo.is
BARNAVÖRUVERSLUN
ÚTSALA
30—70% AFSL.
Á BARNAFÖTUM
Útsala aldarinnar í fullum gangi
Allt að 70% afsláttur
Stórar stærðir
Nýtt kortatímabil Opið
frákl. 11-18lau. frá kl. 10.30til 16