Morgunblaðið - 10.01.2003, Side 11

Morgunblaðið - 10.01.2003, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 11 VEL á annað hundrað fulltrúa mætti á fyrsta samningafund Evr- ópusambandsins og EFTA- ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, í Brussel í gær vegna stækkunar Evrópska efna- hagssvæðisins. Kjartan Jóhanns- son, aðalsamningamaður Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að fátt hafi komið á óvart á fundinum. Fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB lögðu fram kröfu um að fram- lög EFTA-ríkjanna í þróunarsjóði ESB 38-földuðust frá því sem nú er. Það svarar til að Íslendingar greiði 3,8 milljarða króna í sjóðina árlega. Kjartan segir þetta svim- andi háar og algerlega óraunhæfar tölur Hann segist hafa bent á að ef opnað væri fyrir fjárfestingar í sjávarútvegi Íslendinga væri verið að mismuna fjárfestum þar sem ís- lenskir fjárfestar hefðu ekki að- gang að styrkjum eða sporslum sem fylgja sameiginlegri fiskveiði- stefnu ESB. Krafan um fjárfest- ingu í sjávarútvegi Íslendinga væri því um leið krafa um að Ísland gerðist aðili að sameiginlegri fisk- veiðistefnu ESB sem ekki komi til greina. EFTA-ríkin taki þátt í kostnaði vegna stækkunar Chris Patten, sem fer með utan- ríkismál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, lagði áherslu á að Ísland, Noregur og Liechtenstein taki þátt í kostnaði vegna stækk- unar sambandsins: „Við verðum að veita aðildarríkjunum nýju fjár- hagsaðstoð svo þau geti lagað sig að hinum frjálsa markaði, það er forsenda fyrir þeim gríðarmiklu tækifærum sem skapast við tilurð stærri innri markaðar ESB. Það er ekki nema eðlileg krafa að öll ríkin, sem njóta góðs af hinum innra markaði, taki þátt í þessum kostn- aði. Þar með talið Ísland, Liechten- stein og Noregur,“ sagði Chris Patten. Norska fréttastofan NTB hefur eftir Bjørn T. Grydeland, sendi- herra Noregs hjá Evrópusamband- inu, að á fundinum hafi Percy Westerlund, sem fer fyrir samn- inganefnd ESB, lagt fram kröfur um að Noregur, Ísland og Liech- tenstein greiði samtals 2,7 millj- arða evra, eða um 225 milljarða ís- lenskra króna, á þriggja ára tímabili. Þar af greiði Norðmenn um 95%. Ekki hefur þá verið tekið tillit til þess hve mikið ríkin fá til baka frá ESB. Athygli vakti hversu mikla áherslu umsóknarlöndin lögðu á að sitja fundinn. Sendi hvert þeirra á bilinu fimm til tíu fulltrúa og tóku öll löndin til máls á fundinum. Þá sátu fundinn, auk fulltrúa fram- kvæmdastjórnar ESB og EFTA- ríkjanna þriggja, fulltrúar frá all- mörgum aðildarlöndum ESB. Ell- efu samningamenn sátu fundinn af hálfu Íslands en um tvöfalt fleiri af hálfu Norðmanna. Kunnuglegar kröfur settar fram af hálfu ESB Kjartan segir að framkvæmda- stjórn ESB hafi opnað umræðuna með því setja fram kunnuglegar kröfur, sem fjallað hafi verið um í fjölmiðlum, s.s. miklar fjárkröfur á hendur EFTA-ríkjanna þriggja, tregðu að því er varðar fríverslun með fisk og hugsanlega einhverjar kröfur um fjárfestingar í sjávar- útvegi Noregs og Íslands. Þá hafi verið lögð áhersla á aðlögunartími fyrir hin nýju lönd sem ganga í ESB verði í takt við það sem þegar er búið að semja um. Aðspurður segir Kjartan ekkert hafa komið sér á óvart í kröfugerð ESB; tölur sambandsins um fjár- kröfur hafi verið uppi í háloftunum og algerlega óraunhæfar: „Ég vil satt að segja ekki gera mjög mikið með þær vegna þess að ég tel þær vera gersamlega óraunhæfar. Við erum ósammála þeirri nálgun sem ESB notar, þ.e. að leggja okkur að jöfnu við aðildarríkin og eins hitt að blanda saman málefnum sem eru óskyld að okkar dómi.“ Tekist að koma sjónarmiðum EFTA-landanna á framfæri Norðmenn sem fara með for- mennsku í EFTA fluttu sameig- inlega yfirlýsingu landanna þriggja og síðan talaði hvert þeirra og skýrði sín eigin sjónarmið. Kjartan segir að bent hafi verið á að ESB virtist stundum vilja meðhöndla EFTA-ríkin eins og þau væru aðilar en stundum ekki. „Við bentum t.d. á stálmálið svo- kallaða sem gott dæmi um að við værum ekki hluti af innri mark- aðinum með þeim hætti að leggja mætti að jöfnu við aðild. Eins mættu menn ekki gleyma því að enda þótt við værum að fá viðbót- armarkað fyrir austan þá væru þau lönd líka að fá aðild að mörkuðum okkar.“ Kjartan segist einnig hafa minnt ESB á að það væri ekkert sam- ræmi í því að ætlast til þess að fá að fjárfesta í sjávarútvegi okkar á meðan við værum ekki aðilar að sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB; með því væri verið að mismuna mönnum þar sem fjárfestar innan ESB hafi aðgang að alls konar sporslum og styrkjum en íslenskir fjárfestar aftur á móti ekki. Ef ESB ætlaði sér að hafi uppi kröfur um fjárfestingar væri sambandið jafnframt að fara fram á að Íslend- ingar gerðust aðilar að fiskveiði- stefnu þess sem ekki kæmi til greina. „Ég held að það hafi tekist bæri- lega að koma sjónarmiðum EFTA- landanna og Íslands á framfæri á þessum fyrsta fundi. Og þótt um- sóknarlöndin hafi auðvitað mikinn áhuga á peningum þá sýndist mér vera heldur dempaðri í þeim efnum en framkvæmdastjórnin.“ Kjartan segist að lokum hafa lagt áherslu á það væri stigsmunur á því að ganga frá samningum varðandi aðlögunartíma og annað þess háttar sem menn eigi ekki von á að verði mikið vandamál og hins vegar þess að semja um peninga- mál. „Við yrðum að leggja áherslu á fyrri þáttin fyrst og svo mætti sjá hvernig okkur gengi með fjármál- in.“ Fulltrúar allra umsóknarlandanna mættu á fyrsta samningafund EFTA og ESB í Brussel Mismunun ef opnað er fyrir fjárfestingu í sjávarútvegi VÍSINDAMENN Íslenskrar erfða- greiningar hafa skilgreint ákveðinn breytileika í erfðavísi sem veldur verulega aukinni hættu á beinþynn- ingu, ÍE og Roche Diagnostics greindu frá þessu í gær. Beinþynn- ing er alvarlegt heilbrigðisvandamál hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt, sérstaklega hjá konum. Íslensk erfðagreining hlýtur áfangagreiðslu frá Roche Diagnostics fyrir þessar niðurstöður. Beinþynning lýsir sér í því að styrkur beina minnkar, þau verða stökk og brothætt og sjúklingum er hætt við beinbrotum. Samkvæmt samningi fyrirtækjanna um þróun og markaðssetningu á erfðafræði- legum greiningarprófum vinna fyr- irtækin nú að frekari rannsóknum á þessum og öðrum breytileika í erfða- vísinum með það að markmiði að smíða próf til að greina einstaklinga sem eru í hættu á að fá sjúkdóminn. Slíkt rpróf gæti orðið mikilvægur lið- ur í forvörnum gegn sjúkdómnum og beinbrotum af völdum hans. Lýðerfðafræðilegar rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar á bein- þynningu hafa leitt í ljós sjö erfða- mörk af flokki einbasa breytileika (e. SNP) innan erfðavísis á litningi 20 sem orsaka margfalt aukna hættu á beinþynningu. Þessi breytileiki stuðlar að minnkuðum beinmassa á seinni stigum ævinnar og beinbrot- um sem eru alvarleg og algeng af- leiðing sjúkdómsins. Þúsund manns í rannsókn Einangrun erfðavísisins sem um ræðir fór fram með lýðerfðafræði- legum rannsóknum með þátttöku 1.000 einstaklinga, sjúklinga og ætt- ingja þeirra í 139 íslenskum fjöl- skyldum. Erfðavísirinn var síðan raðgreindur og þau afbrigði hans sem tengjast sjúkdómnum skil- greind. Unnið er að frekari rann- sóknum utan Íslands til að staðfesta að þau erfðamörk sem höfðu sterk- ustu tengslin við beinþynningu á Ís- landi tengist aukinni hættu á bein- þynningu um allan heim. Íslensk erfðagreining áætlar að birta grein í erlendu vísindatímariti þar sem kortlagningu og einangrun erfðavís- isins er lýst, að því er fram kemur í frétt frá ÍE. Unnt að sjá beinþynningu fyrir „Þessar niðurstöður eru gott dæmi um það hvernig niðurstöður erfðafræðirannsókna okkar gætu bætt heilsugæslu í nánustu framtíð. Þróun greiningarprófs sem byggist á þessum niðurstöðum gerir læknum kleift að veita sjúklingum sínum upplýsingar um hvort þeir séu í hættu á að fá beinþynningu síðar á ævinni og veita þeim ráðgjöf um fyr- irbyggjandi aðgerðir sem minnka líkurnar á því að þeir fái sjúkdóminn. Við erum nú að vinna með Roche að þróun slíks greiningarprófs. Hjá Ís- lenskri erfðagreiningu erum við einnig að vinna að þróun nýrra lyfja sem beint er að lyfjamarki sem teng- ist sama erfðavísi,“ segir Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. Skilgreina mikilvægan erfðafræðilegan áhættu- þátt beinþynningar REKTOR Konunglega tæknihá- skólans í Stokkhólmi, dr. Anders Flodström, er í heimsókn hér á landi í tilefni af því að skólinn hefur gefið Háskóla Íslands tæki sem not- að er í eðlisfræðirannsóknum. „Ef við keyptum samsvarandi tækjabúnað þyrftum við að greiða um 60 milljónir króna,“ segir Sveinn Ólafsson, sérfræðingur á eðlisfræðistofu Raunvísindastofn- unar Háskólans. Álíka tæki hafi mest verið notuð til rannsókna á hálfleiðurum undanfarin tíu til tutt- ugu ár. Nú sé það meðal annars notað í þróun hálfleiðara til fjar- skipta. „Þetta er grunnur að ljós- leiðaratækninni.“ Sveinn segir að notkun tækisins auki mikið möguleika á grunnrann- sóknum og þróun í eðlisfræði „Hingað til höfum við fengið sýni að utan. Núna getum við farið meira í rannsóknir sem eru nær því sem er í gangi í dag og gerir okkur gjaldgengari í samstarf við erlenda háskóla.“ Þetta séu því spennandi tímar fyrir rannsóknarfólk og falli vel að öðrum rannsóknum sem eru í gangi í eðlisfræði í Háskólanum. Hann segir hálfleiðararannsóknir orðnar mikilvægari en áður og það líti út að auðveldara verði að búa til og þróa örtækni. Tilkoma tækisins bæti því stöðu Íslands á sviði ör- tækni. Undirrituðu samstarfssamning Í febrúar á síðasta ári var sam- starfssamningur á milli Háskóla Ís- lands og Konunglega tækniháskól- ans, KTH, undirritaður. Sveinn segir að við það tækifæri hafi And- ers Flodström skoðað aðstöðu vís- indamanna sem starfa við eðl- isfræðirannsóknir í Háskólanum. Hann hafi séð möguleika á að stofna til samstarfs við HÍ og eðl- isfræðideildin í KTH myndi færa skólanum tæki og koma þeim í starfhæft ástand. Einnig er stefnt að því að einn doktorsnemi starfi að rannsóknum í báðum skólunum. Sveinn segir að tækin séu þegar komin til landsins og vinna hafin við að setja þau upp. Dr. Flodström mun sitja ráð- stefnu um hátæknikjarna á Íslandi sem hefst í dag í Norræna húsinu. Þar mun hann m.a. ræðaum sam- starf háskólanna og hefst ráð- stefnan klukkan 13. Konunglegi tækniháskólinn í Svíþjóð gefur HÍ rannsóknartæki Morgunblaðið/Árni Sæberg Anders Flodström, rektor Konunglega tækniháskólans í Stokkhólmi, Haf- liði P. Gíslason, prófessor við HÍ, og Sveinn Ólafsson, sérfræðingur á Raun- vísindastofnun, við tækið sem Háskólanum var fært að gjöf. Bætir stöðu Íslands á sviði örtækni JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra hefur í samráði við Landspít- ala – háskólasjúkrahús (LSH) ákveðið að breyta rekstrarformi sjúkrahúsapóteks spítalans. Með breytingunni verður sá hluti rekstrarins sem telst til samkeppn- isrekstrar skilinn frá öðrum rekstri. „Þessi hluti rekstrarins verður áfram rekinn sem hlutafélag, eða hann boðinn út. Að öðru leyti verður sjúkrahúsapótekið rekið sem hluti af almennri starfsemi sjúkrahússins og nú sem hefðbundið sjúkrahúsapó- tek,“ segir í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hafa stjórn Sjúkrahúsapóteksins ehf. og LSH ákveðið að skipa tíma- bundna starfsnefnd til að vinna að breytingunni, sem á að vera komin að fullu til framkvæmda 1. júní nk. Nefnd geri tillögu um hvað megi færa til einkaaðila Verkefni nefndarinnar er m.a. að undirbúa aðgerðir vegna breytinga á hlutafélaginu, gera tillögu um hvaða hluta núverandi rekstrar megi færa til einkaaðila og gera tillögu um hvernig skipa skuli lyfjamálum í starfsemi LSH með hliðsjón af nú- verandi skipun þeirra mála. Breytingar á sjúkrahúsapóteki LSH Samkeppnisrekstur skilinn frá annarri starfsemi STARFSMAÐUR leikskóla í Reykjavík sem var tímabundið við störf þar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn fjögurra ára barni og er lögreglan í Reykjavík að ljúka rannsókn á málinu. Málið var kært í desember síðastliðnum. Að lokinni lög- reglurannsókn málsins verður tekin ákvörðun um hvort það verður tekið til ákærumeð- ferðar með opinberri máls- höfðun. Kærður fyrir kyn- ferðisofbeldi gegn barni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.