Morgunblaðið - 10.01.2003, Page 21

Morgunblaðið - 10.01.2003, Page 21
Eftir Jón B.K. Ransu Á FIMMTA áratugnum tók banda- ríski listmálarinn Jackson Pollock málverkið og myndlistina að nýjum mörkum með því að leggja strigann á gólfið og sletta á hann málningu. Þökk sé kvikmyndaiðnaðinum þekkja nú almennt fleiri til lista- mannsins en fyrir um tveimur ár- um, en þá var frumsýnd kvikmynd um Jackson Pollock sem nú er kom- in á flestar myndbandaleigur. Þrátt fyrir ágæti myndarinnar ber að var- ast að falla í gildru tilgerðarlegs drama sem svo oft er í bandarískum kvikmyndum. Helst er að nefna undanfara fyrsta slettumálverksins þar sem kvikmyndin sýnir Pollock velta sér upp úr mold og leika við ótaminn fugl, líkt og Mjallhvít eða Bambi, áður en hann fer á vinnu- stofu sína til að mála. Þar á sér stað örlagastund þegar listamaðurinn horfir á málningu leka af penslinum og falla á gólfið. Atriðið er auðvitað tómt bull. Jackson Pollock var ekki fyrstur listamanna til að sletta málningu á myndflöt. Þýski mál- arinn Hans Hofman gerði tilraunir með það nokkrum árum áður en þá aðeins sem hluta af málaðri mynd. Hofman bjó í New York og voru hann og Pollock vel kunnugir. Slett- an var því ekki ókunn Jackson Pollock, en hann tók þessa aðferð aftur á móti á leiðarenda og „sprengdi upp“ málverkið með því að gera sjálfa athöfnina eða gjörn- inginn að meginatriði verksins. Mál- verk Pollocks heyra undir abstrakt expressjónisma en eru annars köll- uð „athafnarmálverk“ eða „action paintings“, og var það listfræðing- urinn Harold Rosenberg sem fyrst- ur setti orðið „athöfn“ í samband við aðferðina. Íslenska orðið „gjörningur“ er jafnan notað yfir allar lifandi uppá- komur í myndlist. Á enskri tungu er það „performance“ sem þýðir rétti- lega „flutningur“. „Happenings“ er aftur á móti tegund af „perform- ance“ sem á betur við orðið „gjörn- ingar“, sbr. „að gerast“ og „to happ- en“. Gjörningalistamaðurinn Allan Kaprow greindi frá því á sjötta ára- tugnum í „The legacy of Jackson Pollock“ að gjörningar eða „happen- ings“ væru í beinu framhaldi af at- hafnarmálverkum Pollocks og að gjörningalistamenn væru einfald- lega að taka athöfnina umfram myndverkið. Austurríkismaðurinn Hermann Nitsch gaf út sambæri- lega yfirlýsingu í kjölfar fyrsta gjörnings síns árið 1962, þar sem hann lét krossfesta sig og hella yfir sig blóði. Listmálarar hafa tileinkað sér tækni Pollocks á ólíkan hátt. Helen Frankenthaler var fyrsti málarinn til að nýta sér hana á sjötta ára- tugnum, en í stað þess að sletta málningunni hellti hún henni á ógrunnaðan strigann sem drakk í sig litina svo að málningin sat ekki eftir á yfirborði flatarins heldur sökk inn í sjálft strigaefnið. Morris Louis gerði slíkt hið sama í svoköll- uðum „One shot“ málverkum, nema að hann stjórnaði rennsli málning- arinnar með veltigrindum. Þannig má halda lengi áfram að rekja þró- unarferlið. Í áratug hefur borið talsvert á listamönnum sem nálgast eða nota athafnarmálverkið á öðrum for- sendum en tíðkaðist í upphafi. Einn þeirra er bandaríska listakonan Pat Steir, en hún hefur vakið verðskuld- aða athygli fyrir málverk sem unnin eru líkt og athafnarmálverk, en vísa í fossa og vatnsöldur. Verk hennar sýna því myndir af náttúrulegum fyrirbærum, sem er í mótsögn við það sem abstrakt expressjónískir málarar hafa gengið út frá. Hollend- ingurinn Daan Van Golden vakti einnig alþjóðlega athygli fyrir seríu af málverkum sem hann nefndi „Pollock-stúdíur“ og mátti sjá nokkrar slíkar á Feneyjatvíær- ingnum fyrir fjórum árum. Van Golden valdi nokkrar slettur úr málverki eftir Jackson Pollock eins og þær væru betri slettur en aðrar, sem er írónískt í ljósi þess sjálfráða ferlis sem fólst í aðferð Pollocks. Handmálaði hann svo uppstækk- aðar eftirmyndir af slettunum og gaf hverri þeirra sjálfstætt vægi á nýjum myndfleti líkt og um portrettmynd væri að ræða. Arfleifð Jacksons Pollocks er meiri en flestir gera sér grein fyrir og efast ég um að nokkur listamað- ur eftir síðari heimsstyrjöldina hafi haft jafn afdrifarík áhrif á þróun myndlistar, nema þá kannski Andy Warhol og Joseph Beuys. Og ekki skemmir goðsögnin, en Jackson Pollock er fyrir myndlistina það sem James Dean, Marilyn Monroe og Montgomery Clift eru fyrir leik- arastéttina. Hann var fyrsti Banda- ríkjamaðurinn til að slá í gegn í al- þjóðlegum myndlistarheimi og hann var einnig fyrsti dramatíski harm- leikur bandarískrar myndlistarsögu, en Pollock ók ölvaður bíl sínum á tré árið 1959 og lést 44 ára gamall. Arfleifð Jacksons Pollocks „Athafnir“ Hermann Nitsch eru í framhaldi af athafnarmálverkum Pollocks. Jackson Pollock að störfum árið 1949. Höfundur er myndlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu. „Foss“, olíumálverk eftir Pat Steir, 1992. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 21 RÓTARÝHREYFINGIN efnir til sinna árlegu hátíðartónleika í kvöld kl. 20 og er þetta sjöunda árið sem hreyfingin stendur fyrir slíkum tón- leikum fyrir fé- lagsmenn og gesti þeirra. Stjórnandi er Jónas Ingi- mundarson píanó- leikari. Á tónleikunum stíga á sviðið, ásamt Jónasi, tveir ungir söngvarar sem báðir eru við framhaldsnám og störf í London, þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó- sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór. Þau munu syngja einsöng og sam- söng, íslensk og er- lend sönglög, söng- leikjatónlist og óperulög. Guðrún og Eyjólfur hafa vakið at- hygli fyrir söng sinn. Þau hafa tekið þátt í uppfærslum á óperum og kirkjutónlistarverkum, haldið tón- leika hér heima og erlendis og hlot- ið mikið lof. Guðrún Jóhanna hefur á síðustu tveimur árum unnið til margvís- legra verðlauna og viðurkenninga í Bretlandi og á Íslandi. „Þegar Eyj- ólfur, sem enn er kornungur, hugði á framhaldsnám að loknu söngnámi hér heima, opnuðu allir helstu tón- listarskólar Bretlands dyr sínar fyr- ir honum og buðu nánast í hann, en slíkt er fátítt þar sem biðlistar eru langir,“ segir í fréttatilkynningu frá Salnum. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Eyjólfur Eyjólfsson Tvær ungar söngraddir á Rótarýtónleikum Spæjarafélagið I - Dularfullar vís- bendingar er eftir Fionu Kelly í þýð- ingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Halla Adams er 15 ára. Ekkert heillar hana meira en ráðgátur og dularfullir atburðir. Hún stofnar Spæjarafélagið og Tinna og Linda ganga til liðs við hana. Þegar þær rekast á vísbendingar um glötuð verðmæti lenda þær í ævintýri sem er þó rammasta alvara. Hver eru leyndarmál Davíðs, Bernharðs, Rú- riks og Hvítklæddu konunnar? Spæjarafélagið kemst á slóðina sem vörðuð er leyndardómum, hætt- um og tvísýnu. Útgefandi er Æskan. Bókin er 152 bls. Verð: 2.380 kr. Unglingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.