Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 25
Í UMRÆÐUM og greinarskrifum
pólitískra andstæðinga Ingibjargar
Sólrúnar og Samfylkingarinnar und-
anfarinn hálfan mánuð eða svo hefur
mikið borið á vangaveltum um það
hversu hún hafi svikið, metið stöðuna
skakkt og málað sig út í horn. Hver á
fætur öðrum birtast þeir, gjarnan
drýldnir eða sigri hrósandi á svip, og
útlista mistök hennar og afleiki. „Hún
er lúser! Hún er lúser!“ sagði síðast
Pétur þingmaður Blöndal í spjall-
þætti á Stöð 2 á þrettándanum,og
aldrei þessu vant virtist hann heldur
glaður í bragði – kannski fann hann
loks sem stjórnmálamaður til ein-
hverrar samkenndar með borgar-
stjóranum.
Í þessu sambandi er rétt að rifja
upp nokkrar staðreyndir.
Á Alþingi
Ingibjörg Sólrún hóf sinn pólitíska
feril fyrir tæpum tveimur áratugum
sem borgarfulltrúi í Reykjavík.
Nokkrum árum síðar var hún svo kos-
in á Alþingi, og sem þingmaður vakti
hún strax mikla athygli fyrir rökfestu,
mælsku og hæfileika til að setja sig
inn í mál – bæði meðal samherja, and-
stæðinga og alls áhugafólks um póli-
tík. Menn þóttust sjá að þarna væri
kominn fram á sjónarsviðið stjórn-
málamaður í stóru broti: pólitíkus
með alvöru leiðtogahæfileika. Svona
þykist fólk stundum greina í fari byrj-
enda á stjórnmálasviðinu; það gerist
ekki oft hér á landi, helst mætti
kannski rifja upp það þegar Davíð
Oddsson eða Ólafur Ragnar Gríms-
son komu fyrst fram á sjónarsviðið.
Í það minnsta er öruggt mál að
hefði hún haldið áfram á Alþingi og í
landsmálapólitík væri hún fyrir löngu
komin í forystu þeirrar hreyfingar
sem varð til með sameiningu þriggja
eða fjögurra lítilla stjórnmálaafla sem
mynduðu Samfylkinguna.
Í borgarstjórn
Víkur nú sögunni að sveitarstjórn-
armálum. En á þeim tíma, fyrir um
það bil áratug, var ástandið þannig í
borgarstjórn Reykjavíkur að þar ráf-
uðu um í þoku áhrifa- og valdaleysis
borgarfulltrúar þriggja eða fjögurra
miðju- og vinstriflokka, og höfðu gert
næstum samfleytt í hálfa öld! Að vera
í borgarstjórn fyrir minnihlutaflokk-
ana þótti raunar fremur lítið eftir-
sóknarverð staða; Sjálfstæðismenn
höfðu öll völd, þeir þurftu ekkert að
hafa hina með í ráðum og gerðu það
sjaldnast; hin síðari ár sáust þeir helst
þegar Davíð borgarstjóri hafði þá
með eins og einhverjar grínfígúrur,
hann vantaði einhvern til að geta
beint bröndurum sínum að – svona
svipað og hljómsveitarstjórar í amer-
ískum spjallþáttum eru hafðir sem
skotmark fyrir gamansemi stjórn-
endanna. Og þótt ýmist væri reynt,
jafnvel bræddir saman einhverjir
samflotslistar þá gerði það minna
gagn en ekkert, uns það rann upp fyr-
ir mönnum að þeir yrðu að tefla fram
einhverjum alvöru stjórnmálaskör-
ungi gegn frægum og vinsælum borg-
arstjórum Sjálfstæðismanna. Og
hann fannst á Alþingi – þangað sóttu
forystumenn Framsóknarflokksins
og vinstriflokkanna Ingibjörgu Sól-
rúnu og fólu henni að leiða þá út úr
valdaleysinu.
Sigurför
Allir vita hvernig fór. Hún tók bar-
áttusætið árið 1994. Og aftur 1998. Og
enn einu sinni síðasta vor, 2002 – og
þá fór fylgi Sjálfstæðismanna í sögu-
legt lágmark og í raun formlega
bundinn endi á valdaeinokun þeirra í
borginni. Þriðja kjörtímabilið í röð
geta Framsóknar- og vinstrimenn
beitt sínum áhrifum, hrint stefnu
sinna flokka í framkvæmd, ráðið ein-
hverju.
Og hvernig unnust þessir sigrar?
Með því að Reykjavíkurlistinn keyrði
stöðugt á vinsældum Ingibjargar Sól-
rúnar, og æ meir eftir því sem leið á
kosningabarátturnar eða dró saman
með listunum, og mættu ýmsir sem
nú tala um hana sem svikara og virð-
ast halda að hún hefði aldrei náð völd-
um nema í þeirra umboði, rifja upp
áróðurstækni, auglýsingar og vegg-
spjöld R-listans, þó ekki væri nema
frá því síðasta vor: allt var keyrt á
persónu og vinsældum borgarstjór-
ans.
Hinsvegar átti það líka að blasa við
flestu hugsandi fólki að þessu samfloti
undir hennar forystu hlyti senn að
linna. Ætti hún til dæmis að bjóða sig
fram til borgarstjóra að þremur árum
liðnum? Gefa kost á sér enn eitt kjör-
tímabil í sama embætti, bjóða sig
fram til að sitja í allt að sextán ár? Slík
slímuseta í sama embættinu getur
varla talist heppileg, hvorki fyrir
kjósendur né viðkomandi stjórnmála-
mann. Að auki er það almennt viðhorf
meðal alls þorra almennings í landinu
að þörf sé á kröftum borgarstjórans í
landsmálapólitík. Og í ljósi alls þessa
hefði mátt ætla að samstarfsmennirn-
ir í borgarstjórn sýndu þá stór-
mennsku að umbera hugmyndir
hennar um að fara að fikra sig í átt til
landsmálanna með því að stefna á
varaþingmennsku næstu árin, á með-
an hún lyki ferli sínum sem borgar-
stjóri. En það gerðu þeir ekki sem
kunnugt er, og óþarft að ég velji þeim
einkunn fyrir vikið; það gerir fólk
sjálft.
Næstu mánuðir
Þá er komið að þætti hennar eigin
flokks, Samfylkingarinnar. Ég held
að allur þorri kjósenda og stuðnings-
manna flokksins hafi talið það afar
mikilsvert að nýta styrk og vinsældir
borgarstjórans í næstu kosningum –
þótt ekki væri nema til að reyna að af-
stýra því að sama klíkan nái öllum
völdum í landsmálunum, fjórða kjör-
tímabilið í röð! Enda hefur verið alveg
sama hvern maður hittir úr röðum
vinstrimanna; allir hafa sagt: Við
verðum að fá Ingibjörgu Sólrúnu í
slaginn. Og til að mæta slíkum óskum
steig formaðurinn svo fram, vafalaust
í umboði flokksforystunnar, og bauð
henni sæti á framboðslista.
Borgarstjórinn svaraði þessu kalli
flokksforystunnar og ákvað að taka
slaginn, jafnvel þótt það kostaði hana
embætti sitt og starf. Og nú stendur
upp á Samfylkinguna að nýta hennar
krafta til fulls. Og það er engin
ástæða til að ætla annað en að for-
maðurinn og hans nánustu samverka-
menn muni sýna þá herkænsku að
setja hana framar en á varamanna-
bekk eins og málin hafa þróast, því að
það sem máli skiptir er að vinna þann-
ig sigur í kosningunum í vor að afger-
andi breyting verði á landslagi ís-
lenskra stjórnvalda.
Eftir Einar Kárason „… allir hafa
sagt: Við
verðum að
fá Ingibjörgu
Sólrúnu í
slaginn.“
Höfundur er rithöfundur.
Stöðumat og
herkænska
Í MORGUNBLAÐINU 6. janúar
sl. svarar Jón Steinar Gunnlaugsson
Morgunblaðsgrein minni frá 3. jan-
úar. Margar athugasemdir þyrfti að
gera við svargrein Jóns, en tvær
verða látnar nægja.
1. Jón Steinar les úr grein minni
að ég telji málsókn Magnúsar Haf-
steinssonar fréttamanns gegn sjáv-
arútvegsráðherra hafa verið tilefn-
islausa. Þetta er rangt. Í grein minni
kemur fram skilyrt afstaða í þessa
veru: ef kenning Jóns Steinars um
merkingu orða ráðherrans væri rétt
þá hefði ekkert tilefni verið til máls-
sóknar. Jón Steinar má ekki vitna til
þessarar skilyrtu afstöðu eins og hún
væri óskilyrt. Þetta er því mikilvæg-
ara sem grein mín dregur mjög í efa
sannindi forsendunnar í skilyrðis-
setningunni þe. sannindi kenningar
Jóns Steinars.
2. Jón Steinar lætur sem dóms-
málið hafi snúist um sérvitringslega
orðnotkun ráðherrans, hvort ráð-
herrann megi kalla það sviðsetningu
þegar frétt er kvikmynduð. Þetta er
rangt. Í útvarpsviðtalinu umdeilda
gerði ráðherrann atlögu að starfs-
heiðri fréttamannsins. Þetta blasir
við hverjum þeim sem hlustar á við-
talið og leggur venjulega merkingu í
algeng íslensk orð og leggur hvers-
dagslegan skilning í samhengi orð-
ræðunnar. Hafi ráðherrann ekki ætl-
að orðum sínum þá merkingu, sem
venjulegur hlustandi leggur óhjá-
kvæmilega í þau, þá bar honum að
sjálfsögðu að skýra frá því opinber-
lega sem fyrst og koma þannig í veg
fyrir óþarfa sárindi og tjón.
Að lokum: Hingað til hefur Árni
Mathiesen ekkert gert til að stað-
festa orðskýringar Jóns Steinars.
Kannski má skilja skrif Jóns Stein-
ars þannig: ef ráðherrann hefur talið
brottkastsfréttina tilefni til að gera
atlögu að starfsheiðri fréttamanns-
ins, þá er Jón Steinar ekki sammála
ráðherranum. Meðan engin staðfest-
ing fæst á langsóttum orðskýringum
lögmannsins hlýtur almenningur, og
kannski lögmaðurinn sjálfur, að
halda áfram að undrast hvers vegna
ráðherrann beindi spjótum að frétta-
manninum, sem tók að sér að vera
boðberi slæmra en almæltra tíðinda
um veiðar á Íslandsmiðum. Skyldi
það hafa skipt máli að viðkomandi
fréttamaður hafði á öðrum vettvangi
gagnrýnt núgildandi kvótakerfi?
Mega vinir kerfisins einir tala upp-
hátt um galla þess?
Starfsheiður
varinn fyrir dómi
Eftir Jónas Ólafsson
Höfundur er kerfisfræðingur.
„Jón Steinar
lætur sem
dómsmálið
hafi snúist
um sérvitr-
ingslega orðnotkun.“
MIKILL kraftur hefur verið í
uppbyggingu stúdentagarða Fé-
lagsstofnunar stúdenta á allra síð-
ustu árum. 78 í einstaklingsíbúðir
voru teknar í notkun á árunum
1998 og 1999 og nú í haust voru
fyrstu 30 íbúðir nýs stúdentagarðs
við Eggertsgötu 24 tilbúnar. Voru
það fyrstu 30 íbúðirnar af 124 en
áætlað er að afhenda þær síðustu í
september á þessu ári. Auk þess
opnaði Garðabær 24 námsmanna-
íbúðir í samstarfi við Félagsstofnun
sem er í samræmi við stefnu Stúd-
entaráðs um að bjóða námsmönn-
um ódýrar íbúðir í öðrum sveit-
arfélögum. Önnur nágranna-
sveitarfélög Reykjavíkur hafa
einnig skoðað þann möguleika að
reisa slíkar íbúðir fyrir stúdenta
með sama rekstrarfyrirkomulagi.
Er hér um hreina viðbót að ræða
og kemur ekki niður á frekari upp-
byggingu stúdentagarða í eigu Fé-
lagsstofnunar.
Þegar hinum nýja stúdentagarði
á Eggersgötu 24 er lokið eru blikur
á lofti varðandi áframhaldandi upp-
byggingu stúdentagarða Félags-
stofnunar. Land, sem Félagsstofn-
un, hefur til umráða á
Háskólalóðinni, er fullnýtt og hafa
því forsvarsmenn Stúdentaráðs og
Félagsstofnunar leitað að heppileg-
um lóðum í nágrenni Háskólans.
Hafa þeir fengið augastað á svo-
kölluðum Barónsreit við Hverfis-
götu til að reisa þar stúdentagarð.
Bygging stúdentagarðs í miðborg
Reykjavíkur er framsækin hug-
mynd og binda stúdentar miklar
vonir við að af þeirri framkvæmd
verði. Því voru mikil gleðitíðindi
þegar borgarstjóri skrifaði undir
viljayfirlýsingu, í síðustu sveitar-
stjórnarkosningum, um að lóðin
yrði notuð undir stúdentagarð. Þó
að skýr vilji hafi komið fram um að
byggja stúdentagarð í miðbænum
var ljóst að Reykjavíkurborg þyrfti
að leysa mörg tæknileg atriði áður
en Félagsstofnun gæti hafið bygg-
ingu garðs. T.d. er nauðsynlegt að
leysa bílastæðavandamál sem fylgja
byggingum í miðbænum. Nokkrar
viðræður hafa farið fram um málið
en nú er svo komið að fulltrúar
stúdenta eru orðnir langeygir eftir
raunhæfum úrlausnum til að af
byggingu garðsins geti orðið.
Mjög hastar á að þessi mál fari
að skýrast enda húsnæðisvandi
margra stúdenta mikill. Í upphafi
þessa skólaárs voru t.a.m. 600 stúd-
entar á biðlistum hjá Stúdentagörð-
um Félagsstofnunar og útlit er fyr-
ir að sá listi lengist á næstu árum
samfara fjölgun nemenda við H.Í.
Stúdentar H.Í. treysta á að vilja-
yfirlýsing fráfarandi borgarstjóra
standi og bygging stúdentagarðs í
hjarta borgarinnar verði að veru-
leika. Nýr og glæsilegur stúdenta-
garður, á þessum stað, myndi án
efa treysta miðborgina og veita
mótvægi gagnvart umræðu um
hnignandi miðborg. Í þessu máli
fara því hagsmunir borgarinnar og
stúdenta saman þar sem miðbærinn
yrði gæddur meira lífi jafnframt því
sem bætt yrði úr húsnæðisvanda
fjölmargra stúdenta. Ályktun þessa
efnis var samþykkt í hagsmuna-
nefnd Stúdentaráðs á dögunum
enda hafa stúdentar tekið þessum
hugmyndum fagnandi. Stúdenta-
garður í miðbænum er skemmti-
legur valmöguleiki sem ráðamenn
ættu að stuðla að í hvívetna.
Stúdentagarðar
í miðbænum
Eftir Guðjón
Ármannsson
Höfundur er formaður
hagsmunanefndar SHÍ.
„Stúdentar
HÍ treysta á
að vilja-
yfirlýsing
fráfarandi
borgarstjóra standi.“
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111