Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 12. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 mbl.is Á sviðinu í Noregi Leikarinn Þórir Sæmundsson haslar sér völl ytra Listir 23 Ólöf María Jónsdóttir í atvinnu- golf í Bandaríkjunum Íþróttir 1 Fiðrildin á filmu Þekktur framleiðandi kvikmyndar Slóð fiðrildanna Fólk 46 VILHELM Þorsteinsson EA, fjölveiðiskip Samherja, kemur til Grindavíkur um hádegisbil í dag með full- fermi af loðnu, alls um 2.600 tonn. Skipið var á veið- um fyrir austan land, um 90 sjómílur austur af Glettinganesi. Að sögn Arngríms Brynjólfssonar skipstjóra gekk veiðin vel, þótt ekki hafi orðið vart við mikið af loðnu á svæðinu. „Veiðin var á svip- uðum slóðum og á sama tíma í fyrra en þó heldur norðar.“ Um 15 nóta- og togskip voru á svæðinu þegar mest var síðustu daga og var afli þeirra mis- jafn. 54.000 tonn Loðnuaflinn frá áramótum er nú orðinn um 54.000 tonn og hafa veiðarnar gengið mjög vel í góðu veðri. Tilkynnt var um 18.500 tonna afla til Samtaka fiskvinnslustöðva frá föstudegi til mánu- dags. Loðnunni er landað víða um landið, allt frá Akranesi í suðvestri og austur og norður um til Siglufjarðar. Mestu af loðnu hefur verið landað hjá SR-mjöli á Seyðisfirði, 10.500 tonnum og 9.500 tonnum hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Loðnuveiðin gengur vel í góðu veðri fyrir austan land Skipverjar taka trollið á miðunum austur af Vopnafirði í gær. Á myndinni eru Unnsteinn Sigurgeirsson, Trausti Hákonarson, Guðmundur Fr. Sigurðsson, Örn Guðmundsson og Brynjar Jacobsen. Með fullfermi til Grindavíkur Glettinganesgrunni. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristján Loðna í stríðum straumum: Trausti Hákonarson stendur við skiljuna um borð í Vilhelm Þorsteins- syni EA. Niðri á dekki eru þeir Gunnar Gunnarsson og Örn Guðmundsson að gera klárt fyrir næsta hol. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að samningar náist við Evr- ópusambandið um aðlögun EES- samningsins að stækkun sam- bandsins á tilsettum tíma í apríl. Halldór segir að fyrsti samninga- fundur ESB og EFTA-ríkjanna í síðustu viku hafi staðfest að samn- ingarnir verði mjög erfiðir. „Evrópusambandið hefur ekki dregið úr kröfum sínum og það liggur jafnframt fyrir að það er ekki verið að bjóða þessum ríkjum [EFTA-ríkjunum] meiri aðgang að samvinnunni á nokkurn hátt held- ur fyrst og fremst krefja um meiri greiðslur án þess að neitt nýtt komi í staðinn. Að því er varðar að- gang að mörkuðum hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Halldór. Hann segir Ísland ekki eiga ann- an kost en að halda áfram að vinna að málinu á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. „Það er engin leið að segja til um niðurstöðuna. Það er stefnt að því að ljúka samningum í apríl en ég hef enga ástæðu til að ætla að það muni takast.“ Vont ef staðfesting frestast Stefnt er að því að breytingin á samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið verði staðfest á þjóð- þingum ESB-ríkjanna samhliða fjölgun aðildarríkja. Aðspurður hvaða áhrif tafir á samningavið- ræðunum myndu hafa á það ferli sagði utanríkisráðherra að vissu- lega gæti það haft slæm áhrif. „Upphafspunktur samningavið- ræðna er hins vegar með þeim hætti að það er lítil ástæða til bjartsýni. Tafir gætu aftur á móti skapað mikla erfiðleika varðandi staðfestingu og það er líka vondur kostur.“ „Engin ástæða“ til að ætla að semjist um EES í apríl Utanríkisráðherra er svartsýnn á gang viðræðna við ESB  Má ekki rugla/10 Halldór Ásgrímsson KARLMAÐUR, sem talinn er elsta fót- boltabullan í Bretlandi, var í gær dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir að hafa hvatt til óeirða á leikvangi Lundúnaliðsins Millwall 2. maí í fyrra þegar liðið mætti Birmingham. Breskar fótboltabullur eru venjulega menn á tvítugs- og þrítugsaldri en Everest er hins vegar 56 ára gamall. Dómarinn, Philip Statman, sagði við dómsuppkvaðninguna að Everest ætti sér engar málsbætur. „Þú ert elstur þeirra sem voru handteknir. Þú hefur aldrei sýnt neina iðrun. Þú hefur orðið fjölskyldu þinni til skammar, sem og fótboltaliðinu sem þú þykist styðja,“ sagði Statman en Everest vann um tíma sem vallarstarfs- maður hjá Millwall. Everest var einnig bannað að sækja leiki í ensku knattspyrnunni næstu átta árin. Elsta fótbolta- bullan í grjótið London. AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, lagði á blaðamannafundi í gær áherslu á mikilvægi þess að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í að setja Saddam Hussein Íraksforseta stólinn fyrir dyrnar. En þrátt fyrir mikinn þrýsting í Verkamannaflokki ráðherrans gekk hann ekki svo langt að segja að árás kæmi einvörðungu til mála ef SÞ samþykktu aðgerðina. „Hvað sem gerist mun Saddam verða af- vopnaður,“ sagði ráðherrann. „Við erum al- gerlega staðráðnir í að sjá til þess.“ Blair sagði jafnframt að þeir sem legðu fram til- lögu um ályktun þar sem árás væri sam- þykkt myndu ekki láta það stöðva sig ef eitthvert ríki, þrátt fyrir sannanir um brot Íraka, „kæmi fram með óskynsamlegar eða einhliða hömlur á aðgerðir“. Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í gær að forsetinn hefði ekki enn ákveðið nákvæma tímasetn- ingu árásar ef til hennar kæmi. Forsetinn teldi sem fyrr mikilvægt að eftirlitsmenn- irnir lykju verki sínu og fengju til þess næg- an tíma. Blair hvik- ar hvergi London, Washington. AP, AFP.  Vopnaleitin/15 FIMM menn sækjast nú eftir því að verða forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum árið 2004. Joseph I. Lieberman, varaforsetaefni Al Gore árið 2000, gaf kost á sér í gær. „Ég er reiðubúinn til að lýsa því yfir að ég gef kost á mér í embætti forseta Bandaríkj- anna og ég ætla að sigra,“ sagði Lieberman á fundi í gamla framhaldsskólanum sínum í Stamford í Connecticut-ríki. Hann var árum saman öldungadeildarþingmaður fyrir ríkið. Lieberman fram Reuters Stamford í Connecticut. AFP.  Yrði/16 ♦ ♦ ♦ BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa, sem stofnað hefur Fjarðaál sf. til að reisa álver í Reyðarfirði, útilokar ekki frekari fjárfestingar hér á landi, einkum í tengdum iðnaði og þjónustugreinum þegar álverið tek- ur til starfa árið 2007. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við talsmann Al- coa, Jake Siewert, sem staddur er hér á landi til viðræðna við ýmsa að- ila. Siewert segir að álver Fjarðaáls verði hið fullkomnasta og umhverf- isvænsta sem Alcoa hafi reist til þessa, og í raun fyrsta álverið sem fyrirtækið hafi reist frá grunni í ein 20 ár. Það geti einnig orðið hið dýr- asta sem Alcoa hafi reist, en reiknað er með 1,1 milljarðs dollara bygging- arkostnaði, eða tæpum 90 milljörð- um króna. Siewert segir ennfremur ljóst að Alcoa muni eiga talsverð við- skipti við verktaka og þjónustufyr- irtæki á Austfjörðum og víðar. Borgarstjóri hittir Alcoa-menn Jake Siewert mun ásamt fleiri fulltrúum Alcoa m.a. hitta Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra í dag, sem og Þórólf Árnason, verðandi borgarstjóra. Borgarstjórn tekur ákvörðun á fundi sínum á fimmtudag um ábyrgðir á láni Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka- virkjunar, sem ætlað er að selja ál- veri Alcoa raforku. „Við höfum verið að fylgjast með fréttum um borgarstjórnina og vilj- um fá að kynnast sjónarmiðum borgarstjóra. Líkt og á öðrum fund- um sem við eigum munum við fara fram á stuðning við okkar áform. Við viljum að verkefnið nái fram að ganga eins hratt og mögulegt er. Al- coa hefur tekið sína ákvörðun í mál- inu en eftir er að taka ýmsar ákvarð- anir hér á landi, sem við viljum afla okkur upplýsinga um,“ segir Sie- wert. Alcoa úti- lokar ekki frekari fjár- festingar  Gæti orðið/26–27 ♦ ♦ ♦ Draumur rætist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.