Morgunblaðið - 14.01.2003, Page 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 15
MOHAMED ElBaradei, yfirmaður
Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
ar (IAEA), sagði í gær að eftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna þyrftu
nokkra mánuði í viðbót til að ljúka
vopnaleitinni í Írak. Fyrr um daginn
var haft eftir talsmanni stofnunar-
innar að „trúverðug vopnaleit“ í
Írak myndi taka um það bil ár.
Richard Perle, háttsettur ráðgjafi
Bandaríkjastjórnar í varnarmálum,
segir hins vegar að eftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna hafi „enga
möguleika“ á að finna meint gereyð-
ingarvopn Íraka vegna þess að þau
séu falin og stríð sé óhjákvæmilegt
láti þeir þau ekki af hendi.
Fréttavefur BBC hafði í gær eftir
talsmanni kjarnorkumálastofnunar-
innar, Mark Gwozdecky, að ElBar-
adei og Hanx Blix, formaður vopna-
eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóð-
anna, hefðu lengi verið þeirrar
skoðunar að vopnaleitin tæki marga
mánuði.
„Við teljum að við þurfum um það
bil ár til að ljúka trúverðugri rann-
sókn,“ var haft eftir Gwozdecky.
„Þetta er mjög stórt land og rann-
saka þarf margar byggingar.“
Gwozdecky sagði að í mörgum til-
vikum þyrftu eftirlitsmennirnir að
rannsaka byggingarnar nokkrum
sinnum til að ganga úr skugga um
hvort þær séu notaðar til að fram-
leiða gereyðingarvopn. Hann kvaðst
hins vegar vera vongóður um að eft-
irlitsmenn IAEA gætu upplýst
hvort Írakar hefðu þróað kjarna-
vopn.
„Er það ekki þess virði að bíða til
að hægt verði að tryggja varanlega
og friðsamlega lausn á vanda-
málinu?“
Gert er ráð fyrir því að ElBaradei
og Blix afhendi öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna skýrslu 27. þessa mán-
aðar um árangurinn af vopnaleit
IAEA og eftirlitsnefndarinnar frá
því að hún hófst fyrir tveimur mán-
uðum.
ElBaradei kvaðst í gær ekki líta
svo á að rannsókninni myndi ljúka
27. janúar og sagði að eftirlitsmenn-
irnir þyrftu að halda henni áfram í
„nokkra mánuði“ til viðbótar.
„Vita ekki hvar þeir
eiga að leita“
Richard Perle, formaður stefnu-
mótunarnefndar bandaríska varnar-
málaráðuneytisins, kvaðst hins veg-
ar telja að eftirlitsmennirnir hefðu
enga möguleika á að finna meint
kjarna-, efna- og sýklavopn Íraka
nema þeir vissu nákvæmlega hvar
þeir ættu að leita. „Þeir hafa farið
aftur á staði sem þeir hafa þegar
skoðað vegna þess að þeir vita ekki
hvar þeir eiga að leita annars stað-
ar.“
Perle sagði að Írakar ættu ger-
eyðingarvopn en hefðu falið þau.
Stríð væri óhjákvæmilegt ef þeir
létu ekki vopnin af hendi og Banda-
ríkjastjórn væri tilbúin að hefja
hernað án stuðnings annarra ríkja ef
þörf krefði.
„Mér sýnist að annaðhvort af-
hendi Saddam vopnin á síðustu
stundu eða að hernaður hefjist,“
hafði BBC eftir Perle.
Bandaríkjastjórn fyrirskipaði á
föstudag að 62.000 hermenn til við-
bótar yrðu sendir á Persaflóasvæðið
á næstu vikum. Gert er ráð fyrir því
að yfir 150.000 bandarískir hermenn
verði á svæðinu um miðjan næsta
mánuð.
Bandarískar og breskar herþotur
vörpuðu í gær sprengjum á hern-
aðarmannvirki nærri borginni Basra
í Norður-Írak en þessar aðgerðir
voru að sögn framkvæmdar sökum
þess að herskipum Vesturveldanna
á Persaflóa stafaði ógn af flug-
skeytapöllum, sem þarna voru.
Aðeins 13% Breta hlynnt
hernaði án samþykkis SÞ
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, kvaðst í gær vera sann-
færður um að öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna myndi samþykkja hernað í
Írak ef landið reyndist hafa brotið
gegn ályktun ráðsins um afvopnun.
Bandaríkjamenn og Bretar áskildu
sér þó rétt til að láta til skarar
skríða ef reynt yrði að hindra sam-
komulag innan ráðsins um að heim-
ila valdbeitingu.
Mikil andstaða er innan breska
Verkamannaflokksins við hugsan-
legan hernað í Írak og Blair hefur
verið gagnrýndur fyrir fylgispekt
við stefnu George W. Bush Banda-
ríkjaforseta í Íraksmálinu.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
gerð var fyrir breska sjónvarpið
ITV, eru 58% Breta ekki sannfærð
um að heimsbyggðinni stafi hætta af
meintum gereyðingarvopnum Íraka.
61% aðspurðra sögðust þó telja að
tengsl væru á milli Íraka og hryðju-
verkasamtakanna al-Qaeda.
Ef marka má könnunina eru að-
eins 13% Breta hlynnt því að breski
herinn taki þátt í hugsanlegum
hernaði í Írak láti Bandaríkjamenn
til skarar skríða án samþykkis ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 53%
sögðust hins vegar myndu styðja
þátttöku Breta í hernaðinum ef ör-
yggisráðið heimilaði valdbeitingu.
Tæpur þriðjungur Breta er and-
vígur hernaði í Írak, hvort sem ör-
yggisráðið samþykkir hann eða ekki.
Vopnaleitin í Írak sögð
taka nokkra mánuði
Ráðgjafi Banda-
ríkjastjórnar
segir „enga
möguleika“ á að
eftirlitsmennirnir
finni vopnin
Nikósíu, Bagdad. AFP.
Reuters
Breska flugmóðurskipið Ark Royal á siglingu í Skotlandi en það er nú á leið til Persaflóa, þar sem því verður beitt
ef til hernaðarátaka kemur.
Richard
Perle
Mohamed
ElBaradei
NÁÐST hefur samkomulag
milli stjórnarflokkanna á Græn-
landi, Siumut og IA eða Inuit
Ataqatigiit, að halda samstarf-
inu áfram. Varð Siumut að vinna
það til að reka Jens Lyberth
ráðuneytisstjóra en hann
hneykslaði marga um jólin er
hann lét særingamann reka illa
anda út úr stjórnarráðsbygging-
unum í Nuuk.
Í síðustu viku virtist sem sam-
starf flokkanna væri búið og IA
átti þá í viðræðum um nýja
stjórn við borgaraflokkinn At-
assut. Um helgina náðu hins
vegar stjórnarflokkarnir saman
aftur. Hans Enoksen, leiðtogi
Siumut, féllst þá á þá kröfu Jos-
efs Motzfeldts, leiðtoga IA, að
Lyberth og tveir aðrir Siumut-
menn, sem skipaðir höfðu verið í
góð embætti, yrðu látnir fara.
Milosevic
veikur
DÓMARAR við stríðsglæpa-
dómstól Sameinuðu þjóðanna í
Haag í Hollandi úrskurðuðu í
gær að
læknar
skyldu gera
frekari rann-
sóknir á
Slobodan
Milosevic,
fyrrverandi
forseta
Júgóslavíu,
en fresta
varð réttar-
höldunum yfir Milosevic í gær
vegna krankleika hans. Áður
hefur þurft að gera hlé á rétt-
arhöldunum vegna heilsuleysis
Milosevic, en í fyrra sögðu
læknar hann hafa háan blóð-
þrýsting og að hætta væri á að
hann fengi hjartaáfall.
Trufla bylgj-
ur fuglana?
BRESKIR vísindamenn telja að
rafsegulbylgjur frá farsíma-
stöðvum geti átt þátt í því að
gráspörvum hefur fækkað um
75% í London síðustu sjö árin en
illa hefur gengið að finna skýr-
ingu á því. Rosie Cleary, sem
stýrir rannsókn á fuglastofnin-
um, segir í viðtali við The
Guardian að fækkunin hafi orðið
samtímis því sem farsímanetið
þandist út. Kannanir hafa sýnt
að bylgjurnar hafa slæm áhrif á
tímgun og geta því verið orsök-
in, að sögn Cleary. Rafsegul-
bylgjur hafa slæm áhrif á heilsu
ýmissa lítilla spendýra og geta
skaðað getu fugla til að rata.
Danskir prest-
ar fluttir út
SVÍAR reyna nú að lokka at-
vinnulausa Dani úr prestastétt
til starfa hinum megin Eyrar-
sunds en í Svíþjóð er skortur á
prestum. Þetta gera þeir m.a.
með því að halda fyrirlestra í
Danmörku og bjóða dönskum
prestum í rútuferðir til Svíþjóð-
ar. Danska prestafélagið er
ánægt með þessa þróun enda
var í nóvember sl. tíundi hver
prestur þar atvinnulaus, eða alls
157. Helmingur þeirra var innan
við fertugt. Í Þýskalandi er
einnig prestaskortur og Berl-
ingske Tidende segir því hugs-
anlegt, að útrás danskra presta
nái þangað líka.
STUTT
Sama
stjórn í
Grænlandi
Slobodan Milosevic
BRESKA lögreglan hefur handtekið
sex manns til viðbótar vegna gruns
um hryðjuverkastarfsemi eftir að
banvænt eitur, rísín, fannst í íbúð í
London í vikunni sem leið, að sögn
breskra fjölmiðla í gær.
Sérsveit lögreglunnar um varnir
gegn hryðjuverkum handtók fimm
karlmenn og konu í Bournemouth á
suðurströnd Englands á sunnudag.
Bresk yfirvöld sögðu aðeins að sex-
menningarnir hefðu verið handtekn-
ir vegna „yfirstandandi rannsóknar“
og staðfestu ekki að handtökurnar
tengdust rísín-málinu.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
lögreglumenn og sérfræðingar frá
London hefðu rannsakað tvær íbúðir
í Bournemouth en ekki fundið nein
grunsamleg efni.
Sjö menn voru handteknir í Lond-
on í vikunni sem leið eftir að rísín
fannst í íbúð í borginni. Fjórir mann-
anna, allir ættaðir frá Norður-Afr-
íku, komu fyrir dómara í gær og voru
ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í þró-
un eða framleiðslu efnavopna og að
hafa átt „hluti til að fremja eða und-
irbúa hryðjuverk“.
Mennirnir fjórir – Samir Feddag,
26 ára Alsírbúi, átján ára bróðir
hans, Mouloud Feddag, Mustapha
Taleb, 33 ára, og sautján ára ung-
lingur sem ekki má nafngreina af
lagalegum ástæðum vegna aldurs
hans – voru dæmdir í gæsluvarðhald
þar til þeir koma aftur fyrir rétt á
föstudaginn kemur.
Fimmti maðurinn var ákærður
fyrir falsanir en hinir mennirnir
tveir voru handteknir fyrir að hafa
dvalið í Bretlandi án landvistarleyfis.
Baráttan gegn hryðjuverkum
Fleiri handtök-
ur í Bretlandi
London. AP.
LUCIA Gentile, ekkja Leopoldos
Galtieris, fyrrverandi stjórn-
arherra í Argentínu, kveður eig-
inmann sinn hinstu kveðju í gær en
Galtieri lést á sunnudag, 76 ára að
aldri. Með henni á myndinni er Julio
Galtieri, sonur hennar (t.h.), og Ric-
ardo Brinzoni, yfirmaður argent-
ínska heraflans (t.v.), en útför Galt-
ieris fór fram í Buenos Aires í gær.
Galtieri var einn leiðtoga hers-
höfingjastjórnarinnar, sem fór með
völdin í Argentínu á árunum 1976–
1983, og það var hann sem gaf út
skipunina um innrás Argentínuhers
í Falklandseyjar árið 1982.
Reuters
Galtieri kvaddur