Morgunblaðið - 14.01.2003, Page 20
AKUREYRI
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Stórsekkir
Helstu gerðir á lager.
Útvegum allar stærðir og gerðir.
Tæknileg ráðgjöf.
HELLAS ehf.
Skútuvogur 10F, Reykjavík,
símar 568 8988, 892 1570,
fax 568 8986.
e-mail hellas@simnet.is
HELLAS
JARÐGÖNG undir Vaðlaheiði eru
arðbær framkvæmd, tæknilega ein-
föld og fjárhagslega vel framkvæmd.
Þetta er niðurstaða nefndar sem
skipuð var af stjórn Eyþings, sam-
bands sveitarfélaga í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum, til undirbúnings
fyrir stofnun félags um framkvæmd
og rekstur jarðganga undir Vaðla-
heiði. Nefndin hefur skilað af sér til-
lögum, en í henni sátu Ásgeir Magn-
ússon, formaður, Kári Arnór Kára-
son og Helgi Kristjánsson.
Nefndin telur mikilvægt að hratt
og örugglega verði unnið að áfram-
haldandi vinnu við verkefnið.
Aðaláhrifasvæði jarðganga undir
Vaðlaheiði nær frá Hörgárbyggð í
vestri og yfir nánast alla Suður-
Þingeyjarsýslu til austurs. Á þessu
svæði búa um 22 þúsund manns.
Betri vegtenging um Vaðlaheiði er
því að mati nefndarinnar mikilvæg,
bæði með tilliti til atvinnusóknar og
stækkunar þjónustusvæðis. Einnig
er í tillögum nefndarinnar nefnt að
Austfirðingar, sem eru utan þessa
svæðis, sæki í auknum mæli hluta
þjónustu sinnar til Akureyrar. Með
fyrirhuguðum stórframkvæmdum á
Austurlandi munu flutningar á þess-
ari leið aukast mjög, m.a. vegna betri
vegar um Möðrudalsöræfin og vegna
þess að norðurleiðin er orðin talsvert
styttri en suðurleiðin milli Mið-Aust-
urlands og Reykjavíkur. Þá kemur
fram að það sé skoðun nefndarinnar
að jarðgögn undir Vaðlaheiði hafi af-
gerandi þýðingu fyrir nýtingu þeirra
auðlinda sem falin eru í háhitasvæð-
unum í Þingeyjarsýslum.
Telur nefndin að hægt verði að
fjármagna stóran hluta fram-
kvæmdakostnaðar með innheimtu
veggjalds, en eins kemur fram að
vart verði ráðist í þessa framkvæmd
án þátttöku ríkisins. Hvetur nefndin
til þess að sem fyrst verði boðað til
stofnfundar undirbúningsfélags um
byggingu jarðganga undir Vaðla-
heiði og að stjórn þess fái það hlut-
verk að tryggja framkvæmdinni
fjárhagslegan og pólitískan stuðn-
ing. Að þessu loknu verði svo boðað
til stofnfundar félags um gerð og
rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði.
Hluti jarðgangagerðar fjár-
magnaður með veggjaldi
TVÆR rúður voru sprengdar inn í
kennslustofu í Glerárskóla á sunnu-
dagskvöld, en Slökkvilið Akureyrar
fékk boð frá sjálfvirku eldviðvör-
unarkerfi skólans og fór þegar á
staðinn. Svo virðist sem um heima-
tilbúnar sprengjur væri að ræða,
en þær höfðu verið límdar á
gluggana og sprengdar þar. Gler-
brotum rigndi inn um alla stofu og
urðu af nokkrar skemmdir. Þá kom
einnig inn töluverður reykur og
þurfu slökkviliðsmenn að reyklosa
stofuna, en það gekk fljótt og vel
samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliði.
Mikið hefur verið um rúðubrot
við grunnskóla bæjarins nú eftir
áramót.
Annríki var hjá slökkviliði um
helgina en aðfaranótt laugardags
logaði eldur glatt í sinu skammt frá
bænum Höfn á Svalbarðsströnd og
var talin hætta á að hann bærist í
skógarreit norðan bæjarins.
Breiddist eldurinn hratt út í sunn-
anáttinni, en íbúar og gestir á bæn-
um brugðust skjótt við og hóf
slökkvistarf sem var langt komið
þegar slökkvilið bar að. Flugeldur
mun hafa verið orsök eldsins.
Á laugardagskvöld var slökkvilið
kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi
við Víðilund en þar hafði kviknað í
kertaskreytingu á eldhúsborði. Á
sama tíma kom upp bráðasjúkra-
flutningur og skömmu síðar urðu
tvær bílveltur á sama stað í
Fnjóskadal og var mikill viðbún-
aður vegna þeirra og fjöldi bíla
sendur á staðinn.
Fram kemur í upplýsingum frá
Slökkviliði Akureyrar að liðsmenn
þakki sínum sæla fyrir að tillögur
bæjaryfirvalda um að fækka mönn-
um á vöktum slökkviliðsins höfðu
ekki tekið gildi. „Þá hefði ekki ver-
ið hægt að bregðast svona skjótt
við þegar mörg útköll verða á sama
tíma,“ segir í frétt frá Slökkviliði
Akureyrar.
Engar breytingar fyrr en nýir
yfirmenn hafa verið ráðnir
Jakob Björnsson, formaður fram-
kvæmdaráðs, sagði að enn hefði
ekki verið tekin afstaða til þeirra
tillagna sem fram komu í skýrslu
verkfræðistofunnar Hnits sem
gerði úttekt á Slökkviliði Akureyr-
ar í lok síðasta árs. Slíkar tillögur
hefðu vissulega komið fram í
skýrslunni, en menn væru að vinna
að því nú að skipta um yfirmenn í
slökkviliðinu og engar breytingar
yrðu gerðar fyrr en nýir yfirmenn
tækju til starfa. Nú í vikunni fari
fram viðtöl við þá umsækjendur
sem ráðningarstofa hefði valið úr
hópi umsækjenda um stöður
slökkviliðsstjóra og aðstoðar-
slökkviliðsstjóra og í framhaldi af
því vænti Jakob þess að á næsta
fundi framkvæmdaráðs yrði tekin
afstaða til þess hverjir yrðu ráðnir í
stöðurnar. „Það er alveg ljóst að
það verða engar breytingar gerða á
vöktun slökkviliðs fyrr en búið er
að ráða nýja yfirmenn,“ sagði Jak-
ob.
Annríki hjá slökkviliði um helgina og nokkur útköll á sama tíma
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mikið annríki var hjá Slökkviliði Akureyrar um helgina, m.a. urðu tvær bíl-
veltur í Fnjóskadal á laugardagskvöld.
Rúður sprengd-
ar, bílveltur
og sinueldur
Fegnir að ekki var búið
að fækka á vöktunum
INNKOMNUM málum til Héraðs-
dóms Norðurlands eystra fjölgaði
umtalsvert milli áranna 2001 og
2002, eða úr 1.266 alls í 1.744.
Alls voru höfðuð 890 einkamál fyr-
ir dómstólnum á sl. ári en þau voru
nokkru færri 2001 eða 730. Örlítið
færri gjaldþrotamál komu til kasta
dómsins á liðnu ári en árið á undan,
eða 104 á móti 108. Kveðnir voru upp
54 úrskurðir vegna gjaldþrota mála
á síðasta ári. Mikil fjölgun varð í op-
inberum málum, þau voru alls 634 á
síðasta ári en 309 árið á undan. Þar
af voru ákærumál 309 talsins á móti
216 árið á undan.
Mikil fjölg-
un mála
BIFREIÐ var stolið úr bílageymslu
við Hjallalund aðfaranótt laugar-
dags, en tilkynnt var um þjófnaðinn
til lögreglu skömmu fyrir hádegi á
sunnudag. Bíllinn fannst á mánu-
dagsmorgun og var þá fastur utan-
vegar á leiðinni upp að golfvelli. Bíll-
inn var ekki skemmdur.
Þá var hljómflutningstækjum stol-
ið úr bíl sem stóð við Hrísalund um
helgina. Liðin vika var fremur róleg
hjá lögreglu, en alls var tilkynnt um
14 umferðaróhöpp en ekki var mikið
um slys á fólki í þessum óhöppum.
Sjö voru teknir fyrir of hraðan akst-
ur og þá var nokkur fjöldi ökumanna
áminntur um að hafa ljósabúnað bif-
reiða sinna í lagi.
Stolna bif-
reiðin fannst
utan vegar
UM 17 þúsund skotveiðimenn eru
þessa dagana að fá sendar veiði-
skýrslur frá veiðistjórnunarsviði
Umhverfisstofnunar vegna veiði á
liðnu ári.
Teknar hafa verið upp tvær nýj-
ungar á skilavef veiðistjórnunar-
sviðs að því er fram kemur í frétt
frá sviðinu. Annars vegar sú að
þegar skotveiðimenn skila veiði-
skýrslu geta þeir samtímis sótt um
leyfi til hreindýraveiða, þannig að
nú er hægt að sækja um veiðileyfi
með rafrænum hætti.
Tilgreina skal fjölda veiði-
daga á hverri tegund
Ennfremur var gerð sú breyting
á veiðiskýrslu síðasta árs að veiði-
menn eru beðnir að tilgreina fjölda
veiðidaga á hverri veiddri dýrateg-
und.
Áki Ármann Jónsson, forstöðu-
maður veiðistjórnunarsviðs, segir
afar mikilvægt að fá uppgefinn
fjölda veiðidaga sem veiði er
stunduð til að geta séð sóknar-
þunga að baki veiðinni, út frá hon-
um sé hægt að meta álaga á veiði-
stofna.
Minna pappírsflóð
Mjög hefur færst í vöxt að veiði-
menn skili veiðiskýrslum á raf-
rænu formi, en mikil hagræðing
felst í slíkum skilum og hefur
pappírsflóð því farið minnkandi
eftir að slíkt stóð til boða.
Á síðasta ári skiluðu um 11.100
veiðimenn veiðiskýrslu, þar af um
65% á rafrænu formi.
Skotveiðimenn geta nú skilað
veiðiskýrslum sínum inn á heima-
síðu Umhverfisstofnunar, en þeir
sem það gera fyrir 1. febrúar geta
dottið í lukkupottinn því dregið
verður úr þeim skýrslum sem bor-
ist hafa fyrir þann tíma.
Um 17 þúsund skotveiðimenn
fá sendar veiðiskýrslur
Fleiri skýrslur
á rafrænu formi
KRAKKAR á Akureyri voru
mörg hver greinilega himin-
lifandi í gærmorgun þegar
þau komust að því að fyrsti
snjórinn í langan tíma hafði
fallið um nóttina.
Harpa Sif Kelly, sem er í
1. bekk í Glerárskóla, dund-
aði sér við það á leiðinni
heim úr skólanum um hádeg-
isbil að rúlla upp snjó. Hún
kvaðst hafa tekið þátt í því
verkefni í frímínútum í skól-
anum um morguninn að út-
búa bæði snjókarl og snjó-
hús.
Einn galli hefði þó verið á
gjöf Njarðar; frímínúturnar
hefðu verið alltof stuttar til
að ljúka verkinu almenni-
lega. Verðum við að vona að
fleiri frímínútur eigi eftir að
gefast til framkvæmdanna
og að byggingarefnið endist.
Snjórinn
kominn
til Akur-
eyrar!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
♦ ♦ ♦