Morgunblaðið - 14.01.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 14.01.2003, Síða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 41 HUGRÆKTARNÁMSKEIÐ GUÐSPEKIFÉLAGSINS hefst fimmtudaginn 16. janúar nk. kl. 20.30 í húsa- kynnum félagsins í Ingólfsstræti 22. Námskeiðið verður vikulega á sama tíma í þrettán skipti frá janúar til apríl 2003 og er í umsjá Jóns L. Arnalds (3), Önnu S. Bjarnadóttur (2), Sigurðar Boga Stefánssonar (2), Birgis Bjarnasonar (2), Jóns Ellerts Benediktssonar (2), og Bjarna Björgvinssonar (2), Fjallað verður um mikilvæga þætti hugræktar, hugleiðing- ar og jóga. Námskeiðið er öllum opið og fer skráning fram við upphaf þess. Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar í heild kr. 2.700 fyrir utanfélagsmenn. Upplýsingar í síma 694 2532. www.gudspekifelagid.is Aðeins það besta fyrir andlit þitt Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 2.500. Hringdu og pantaðu tíma. Síminn er 552 4045. Snyrtiklefi www.lyfja.is Laugavegi, sími 552 4045. Stefnuþing, þorrablót og opn- unarhátíð verður hjá Samfylking- unni í Suðurkjördæmi laugardaginn 18. janúar í menningar- og listahús- inu Hólmaröst á Stokkseyri. Kl. 15 er stefnuþing flokksins og kl. 18 er opnunarhátíðin og sýning á lista- verkinu Brennið þið vitar eftir lista- manninn Elfar Guðna við tónsmíðar Páls Ísólfssonar. Á eftir verður hús- ið skoðað undir leiðsögn Björns Inga Björnssonar. Þorrablótið hefst kl. 19. Miðaverð á þorrablótið er 2.000 kr. Láta þarf vita í síðasta lagi á fimmtudaginn 16. janúar á net- fangið: bgs@samfylking. Allir stuðningsmenn flokksins velkomnir. STJÓRNMÁL Málstofa um stöðu smáríkja í Evr- ópusambandinu og áhrif þeirra á ákvarðanatöku í stofnunum sam- bandsins verður haldin á morgun, miðvikudaginn 15. janúar, kl. 12.15– 13.30, í hátíðasal Háskóla Íslands í aðalbyggingu skólans. Málshefjendur verða Stefán Már Stefánsson pró- fessor við lagadeild HÍ og Baldur Þórhallsson dósent í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild HÍ. Fund- arstjóri er Björg Thorarensen, pró- fessor við lagadeild HÍ. Á málstofunni verður fjallað um hverjir yrðu möguleikar Íslands til að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varð- ar hagsmuni þess hjá stofnunum ESB ef það gengi í sambandið miðað við stöðu smærri ríkja í sambandinu í dag og hver yrðu helstu vandamál í því sambandi. Einnig verður tekist á við spurninguna hvort áhrif og hags- munir Íslands verði betur tryggðir með ESB-aðild og framsali fullveldis til stofnana sambandsins heldur en með núverandi aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Að loknum erindum málshefjenda verða fyrirspurnir og umræður. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa á efn- inu. Náttúrufræðistofnun verður með opin fræðsluerindi, sem verða á dagskrá fram til vors. Erindin eru að jafnaði annan hvern miðvikudag og eru haldin í sal Möguleikhússins á Hlemmi. Þau hefjast kl. 12.15. Fyrsta erindið er á dagskrá á morgun, 15. janúar, en þá fjallar Sigurður H. Magnússon um þungmálmamælingar í mosum og loftmengun. Nánari upp- lýsingar er að finna í viðhengi og á heimasíðu stofnunarinnar: www.ni.is Á MORGUN Námskeið fyrir skógarbændur verður haldið laugardaginn 18. jan- úar í grunnnámskeið í skógrækt fyr- ir skógarbændur á Suðurlandi í húsakynnum Garðyrkjuskóla rík- isins, Reykjum í Ölfusi. Um er að ræða samstarfsverkefni skólans og Suðurlandsskóga. Námskeiðið stendur frá kl. 10 til 16. Leiðbeinendur verða starfsmenn Suðurlandsskóga, þau Björn B. Jónsson, Hallur Björgvinsson og Harpa Dís Harðardóttir ásamt Böðvari Guðmundssyni, skógrækt- arráðunauti Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um grundvallaratriði og skipulag bændaskógræktar, skilyrði fyrir þátttöku, undirbúning slíkrar ræktunar, skipulag og áætlanagerð, ólíkar ræktunaráherslur m.t.t. ólíkra búskaparhátta, notkun gróð- urkorta, landslagsformun, plöntu- framleiðslu, plöntuval, ræktunar- aðferðir, íbætur/umhirðu, eftirlit og ráðgjöf. Skráning og nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Garðyrkju- skólans eða á heimasíðu hans, www. reykir.is. Garðyrkjuskólinn stendur fyrir námskeiðinu „Tré og runnar – fróð- leikur og þekking“ sem haldið verð- ur í húsakynnum skólans föstudag- inn 24. janúar kl. 9–16. Námskeiðið er hugsað fyrir ófaglært starfsfólk garðyrkju- og umhverfisdeilda og aðra, sem áhuga hafa á viðfangsefn- inu. Leiðbeinandi verður Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Orku- veitu Reykjavíkur og stundakennari við Garðyrkjuskólann. Farið verður yfir öll helstu atriði varðandi þekk- ingu á trjám og runnum og með- höndlun á einstökum tegundum með tilliti til notkunar. Skráning og nán- ari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www.reykir.is. Á NÆSTUNNI STJÓRNENDASKÓLI Háskólans í Reykjavík og Fræðslumiðstöð sparisjóðanna hafa þróað sérstakt nám á háskólastigi fyrir starfsmenn sparisjóðanna sem kallað er Spar- nám. Sparnám er viðskiptanám á háskólastigi og er sérsniðið fyrir þarfir sparisjóðanna og er meg- ináherslan á fjármál, markaðs- fræði, stjórnun og starfsmanna- stjórnun. Námið tekur yfir tvær annir og er samtals 150 klst. Nýver- ið útskrifuðust 24 starfsmenn úr Sparnámi. Útskriftarnemar ásamt fulltrúum Fræðslumiðstöðvar sparisjóðanna og Háskólans í Reykjavík. Sparnám RÆÐISMANNSDEILD sendi- ráðs Bandaríkjanna verður lok- uð vegna byggingaframkvæmda frá 3. til 18. febrúar næstkom- andi. Þeim sem eiga erindi við deildina vegna áritana, útgáfu bandarískra vegabréfa eða ann- arra mála er vinsamlega bent á að þessa daga verða einungis af- greidd mál í sérstökum neyðar- tilvikum. Þar af leiðandi verða allar umsóknir um áritanir og vegabréf sem æskilegt er að séu afgreiddar fyrir 24. febrúar nk. að berast sendiráðinu í síðasta lagi mánudaginn 27. janúar. Frekari upplýsingar um lok- unina má finna á vefslóð sendi- ráðsins www.usa.is, segir í frétt frá sendiráðinu. Bandaríska sendiráðið Ræðismanns- deild lokuð 3.–18. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.