Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 16. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 mbl.is Aftökur og útrýmingar Þrjár áhrifaríkar sýningar opnaðar á Akureyri Lesbók 8 Veðmál í stað áfengis Fyrrverandi fyrirliði Arsenal um spilafíkn í fótbolta Íþróttir 4 Forkeppni Evróvisjón Fimmtán lög valin og flytjendur ákveðnir Fólk 52 STJÓRNVÖLD í Indónesíu og Pakistan mótmæltu í gær bandarískum reglum sem kveða á um að útlendingum frá 25 löndum beri að skrá sig hjá útlendingaeftirlitinu sem á að taka af þeim myndir og taka fingraför þeirra. Reglurnar voru settar samkvæmt lögum sem samþykkt voru til að auðvelda yfirvöld- um að hafa uppi á hugsanlegum hryðju- verkamönnum. Á listanum eru aðeins músl- ímaríki og Norður-Kórea og hafa reglurnar vakið mikla reiði meðal múslíma. Stjórn Indónesíu sagði að reglurnar væru „gerræðislegar, illskiljanlegar og óviðun- andi“. Pakistanar sögðust vera „í fylking- arbrjósti í stríðinu gegn hryðjuverkastarf- semi“ og því væri ósanngjarnt að þeir væru á listanum. Skráningu útlendinga mótmælt Washington. AFP, AP. BANDARÍKJASTJÓRN telur að sannað verði fyrir lok mánaðarins að Írakar hafi brotið gegn skilmálum öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um sam- starf við eftirlitsmenn samtakanna og frekari sannanir verði lagðar fram á næstu dögum. Þetta er haft eftir Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í viðtali sem þýska dag- blaðið Süddeutsche Zeit- ung birti í dag. Powell sagði að Írakar hefðu brotið gegn skilmálunum með því að veita ekki eftirlits- mönnunum óheftan aðgang að vopnabúrum og greina ekki frá öllum vopnum sínum í skýrslu til Sameinuðu þjóðanna. Efnavopnaoddarnir „áhyggjuefni“ Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði í gær að hann teldi það „áhyggjuefni og alvarlegt mál“ að ellefu tómir efnavopnaoddar skyldu hafa fundist í skotfærageymslu í Írak á fimmtudag. Ekki hefði verið greint frá odd- unum í vopnaskýrslu Íraka. Andstæðingar hugsanlegs hernaðar í Írak hafa skipulagt fjöldamótmæli í banda- rískum borgum, meðal annars Washington, og átján löndum í dag. Brot Íraka verði sönnuð fyrir febrúar Washington. AFP.  Varfærin viðbrögð/16 Colin Powell HEIMSÓKN Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og frú Ástríðar Thorarensen til Japans lýkur formlega í dag er þau heimsækja bæinn Kamakura, skammt frá Tókýó. Davíð hitti m.a. starfsbróður sinn í gær, Junichiro Koizumi, og átti með honum nærri klukkustundar langan fund. Davíð segir að fundurinn hafi verið mjög góður en þeir Koizumi kynntust vel í Jóhannesarborg í S-Afríku í fyrra þegar þeir voru borð- félagar í kvöldverði á leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál. Davíð segir að um langa hríð hafi samband Íslands og Japans verið gott. „Eftir að sendiráð voru opnuð fyrir rúmu ári, af Íslands hálfu hér í Tókýó og japanskt sendiráð á Íslandi, hef- ur samband þjóðanna styrkst enn frekar,“ segir Davíð en á fundinum ræddu þeir m.a. við- skipti landanna og hvalveiði- málið. Þakkaði Davíð starfs- bróður sínum sérstaklega fyrir stuðning ríkisstjórnar hans þeg- ar Ísland gekk aftur í hval- veiðiráðið. Áhugi á loftferðasamningi Á undan fundinum með Koiz- umi hitti Davíð einnig ráðherra samgöngu- og ferðamála í Jap- an, frú Oghi. Nefndi Davíð m.a. áhuga íslenskra stjórnvalda á að gerður yrði loftferðasamningur milli ríkjanna en slíkan samning þarf til að íslensk flugfélög geti flogið til Japans. Fram kom á fundinum að Japanar hefðu uppi áætlanir um að fjölga kom- um ferðamanna til landsins, sem nú eru um fjórar milljónir á ári, en hins vegar ferðast um 16 milljónir Japana úr landi árlega. Dagskrá gærdagsins hófst með því að Davíð og Ástríður heimsóttu, ásamt Ingimundi Sig- fússyni sendiherra og Valgerði Valsdóttur eiginkonu hans, höf- uðstöðvar japanska ríkissjón- varpsins þar sem þeim var m.a. sýnd nýjasta tæknin í þrívídd- arsjónvarpi. Samband Íslands og Japans hefur styrkst Morgunblaðið/Einar Falur Davíð Oddsson og Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, við upphaf fundar þeirra í gær.  Þakkaði/6 ENGIN loftmengun greindist frá flugumferð á Reykjavíkurflugvelli í mælingu Iðntæknistofnunar fyrir Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. Hins vegar mældi mælitæki við flugvöllinn umtals- verða mengun frá bílaumferð. „Niðurstaða mælinganna sýnir vel áhrif bílaumferðarinnar. Áhrif flug- umferðar koma hins vegar ekki fram á mælitækjum,“ sagði Lúðvík Gúst- afsson, deildarstjóri mengunarvarna hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Lúðvík sagði að mælingar hefðu sýnt að skýrt samhengi væri milli loftmengunar og bílaumferðar. Mengunin væri mun minni á nótt- unni þegar umferðin væri lítil en á daginn þegar umferðin væri mikil. „Sveiflan í loftmengun er ná- kvæmlega eins og umferðarsveiflan. Mælingastöðin var við suðurenda flugvallarins, þ.e. lengst frá umferð- inni. Mengunin kom fram á flugvell- inum en hún var ekki eins mikil og á tveimur öðrum mælistöðvum sem eru við umferðargötur.“ Lúðvík sagði að mengun væri eflaust frá flugumferðinni en það þyrfti að greina hana með öðruvísi tækjum. Loftmengun frá Reykjavík- urflugvelli mælist ekki ÁÆTLA má að heildarskuld- bindingar lífeyrissjóða aukist um 30 milljarða króna við upp- gjör ársins 2002 vegna aukinn- ar ævilengdar Íslendinga, en þá taka gildi nýjar líkindatöfl- ur um lífslíkur byggðar á reynslu áranna 1996–2000 en fyrri töflur miðuðust við árin 1991–95. Þessi skuldbinding gjaldfellur hins vegar á mjög löngum tíma eða á 50 til 60 ár- um alls. Töflurnar sýna að lífslíkur beggja kynja hafa aukist um rúmt hálft ár á þessum tíma, eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Karlar geta vænst að verða að meðaltali 76,92 ára og konur tæplega fimm árum eldri að meðaltali eða 81,73 ára, sem þýðir um 2% aukningu skuldbindinga lífeyrissjóðakerfisins. Ætla má að heildarskuld- bindingar lífeyrissjóðakerfis- ins séu um 1.500 milljarðar króna og hvert prósent í hækkun heildarskuldbindinga jafngildir því 15 milljarða aukningu. 2% hækkun skuld- bindinga jafngildir því um 30 milljörðum. Þessi skuldbind- ing gjaldfellur hins vegar á löngum tíma eða 50–60 árum, þar sem bæði eru tekin með í reikninginn réttindi sem félagi í lífeyrissjóði hefur þegar áunnið sér og réttindi sem ið- gjöld hans til lífeyrissjóðsins það sem eftir er starfsævinnar eiga eftir að ávinna honum. Ævilöng réttindi tryggð Samkvæmt lögum ber líf- eyrissjóðunum að tryggja fé- lögum ævilöng lífeyrisréttindi. Lengri ævi þýðir því auknar skuldbindingar sjóðanna. Meðalævilengd karlmanns sem hefur töku lífeyris 67 ára er 15,21 ár. Gera má hins veg- ar ráð fyrir að 67 ára kona sem hefur töku lífeyris lifi að með- altali tveimur og hálfu ári lengur eða í 17,85 ár. Lengri ævi þyngir byrðar lífeyrissjóða 30 millj- arða auk- in skuld- binding ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.