Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ RagnheiðurGuðmundsdóttir fæddist á Bæ í Stein- grímsfirði 24. júlí árið 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Selfossi 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon, f. 26. júní 1889, d. 5. júlí 1966, og Vigdís Guð- mundsdóttir, f. 26. október 1895, d. 14. október 1977. Þau bjuggu fyrstu bú- skaparárin í Bæ en á Hólmavík frá 1923. Ragnheiður var næst- elst níu systkina en þau eru: Magnelja Guðmundsdóttir, f. 15. mars 1914, d. 17. febrúar 1997, Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir, f. 6. júlí 1917, Þuríður Guðmunds- dóttir, f. 19. júlí 1918, Guðmund- ur Guðmundsson, f. 13. ágúst september 1937, kvæntur Gerði Pálsdóttur. Sonur Hrólfs er Ívar Örn Hrólfsson. Hrólfur á tvö fóst- urbörn af fyrra hjónabandi, Frið- rik Þór Friðriksson og Steinunni Birnu Friðriksdóttur. Gerður á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Guðfinnu Lind Guðmundsdóttur, Gunnlaugu Rut Guðmundsdóttur og Garðar Má Guðmundsson. 3) Halldóra. f. 25. nóvember 1945. Eiginmaður Halldóru, Sigurgeir Guðbrandsson, lést 10. apríl 1989. Synir Halldóru eru: Guðbjörn Sigurgeirsson, Guðjón Heiðar Sigurgeirsson, Guðbrandur Ás- geir Sigurgeirsson og Hrólfur Sigurgeirsson. 4) Ágúst Heiðar, f. 15. apríl 1948, í sambúð með Sig- rúnu Ingólfsdóttur. Dóttir Ágústs Heiðars er Ósk Ágústsdóttir og fóstursonur hans frá fyrra hjóna- bandi er Björgvin Gestsson. 5) Guðrún, f. 16. september 1953, gift Guðmundi Björgvini Magnús- syni. Börn Guðrúnar eru Ragn- heiður Birna Guðmundsdóttir, Drífa Guðmundsdóttir og Magnús Guðmundsson. Útför Ragnheiðar fer fram frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1921, d. 28. nóvember 1988, Sverrir Guð- mundsson, f. 17. ágúst 1923, d. 23. maí 1990, Gústav Adolf Guðmundsson, f. 19. ágúst 1925, Halldóra Guðmundsdóttir, f. 29. febrúar 1928, og Hrólfur Guðmunds- son, f. 22. júní 1933. Ragnheiður giftist 25. desember 1936 Guðjóni Halldórssyni, f. 27. mars 1908, d. 14. maí 1987, og bjuggu þau lengst af í Heiðarbæ. Ragnheiður og Guðjón eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Sigríður, f. 8. maí 1933, gift Ragnari Magnússyni. Börn Sig- ríðar eru Ragnheiður Hjarðar Jónasdóttir, Eyrún Ragnarsdóttir og Guðjón Valgeir Ragnarsson. Ragnar á tvö börn af fyrra hjóna- bandi. 2) Hrólfur Hafsteinn, f. 24. Nú ertu farin, elsku amma mín og nafna. Ekki grunaði mig þegar ég heimsótti þig á mánudeginum á Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Selfossi að þú værir svona mikið veik. Það var ekki þitt eðli að kvarta þá frekar en áður. Þú hugsaðir alltaf um aðra, líkt og þegar ég svaf hjá þér niðri á spít- ala. Eina nótt hafðir þú mestar áhyggjur af því að ég gæti ekki sofið. Þín fyrsta spurning um morguninn var hvort hún Heiða þín væri ekki örugglega sofandi. Er ég hugsa aftur í tímann kemur upp í huga mér eitt sinn er ég og Björgvin frændi vorum hjá ykkur afa í sveit í Heiðarbæ og þú varst að baka pönnukökur. Við komum hlaupandi inn í eldhús og réðumst á staflann. Þú brostir þínu blíðasta og hlóst að hamaganginum í okkur. Eftir að þið afi fluttuð að Heydalsá var eitt sinn að við sváfum í sama herbergi og ekki gat ég nú sofið mikið þá nótt því að þú hraust svo mikið og ég þorði ekki að vekja þig. Við amma fluttum á Suðurlandið um svipað leyti, amma til Hvera- gerðis og ég á Selfoss. Eftir að ég fékk bílpróf og bíl urðu bíltúrar að föstum lið hjá okkur báðum. Við fór- um í Þorlákshöfn að horfa út á sjóinn og fá okkur ferskt sjávarloft í lungun og stundum fórum við á kaffihús. Eitt sinn fórum við upp að Gullfossi og Geysi og höfðum með okkur nesti. Við fórum svo út í móa með teppi, fengum okkur nestið og spjölluðum saman. Í júní 2000 komstu og skoðaðir nýju íbúðina mína og mikið varstu hrifin. Elsku amma mín, takk fyrir allar stundirnar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Hvíl þú í friði. Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir. Elsku amma. Ferðalagið er á enda. Þetta hefur verið löng og viðburðarík ferð. Eftir standa minningarnar. Skrýtið, en oft vill það verða þannig að minningarnar, góðu stundirnar í lífinu, eru ekki rifjaðar upp fyrr en leiðir þeirra sem deildu þeim saman skilja. Við áttum svo sannarlega góðar stundir, elsku amma mín. Ég var ekki hár í loftinu þegar mamma og pabbi sendu litla snáðann í sveitina. Hjarta lítils drengs sló títt og vissulega gátu næturnar verið erfiðar þegar maður var langt að heiman, en það gleymd- ist fljótt þegar dagur gekk í garð. Þegar ég sem fullorðinn maður lít til baka, sé ég hvað árin með þér og hon- um afa heitnum hafa gefið mér mikið. Að fá að kynnast sveitamennskunni og umgangast dýrin var vissulega gaman, en að fá tækifæri til að njóta ástar, umhyggju og vináttu ykkar afa er sú minning sem situr eftir í hjarta mínu. Á ég ykkur og foreldrum mín- um ævarandi þakkir að gjalda fyrir að skapa ógleymanlegar æskuminn- ingar. Þú varst svo hjartahlý og hafðir til að bera einstaka umhyggju gagnvart öllum þeim sem þú umgekkst. Þú hugsaðir vel um okkur strákana sem vorum í heimili á þeim tíma; mig og afa ásamt sonum ykkar, Hrólfi og Gústa. Já, við liðum ekki skort á þeim bænum. Frystikistan var alveg sér á parti, yfirfull af góðgæti; íspinnum, ístertum og fleiru. Þetta var himna- ríki lítils drengs. Árin liðu og ávallt kom ég til ykkar á sumrin. Smám saman óx mér ásmegin og ég fékk að takast á við alvörustörf á bænum. Mér eru sérstaklega minnisstæðar tíðar ferðir okkar niður í fjöru þar sem við söfnuðum saman rekavið til kyndingar fyrir komandi vetur. Já, tímarnir hafa breyst, en þetta voru stundirnar okkar. Mikið hefðum við haft gaman af því að rifja þær upp, en við gerum það bara síðar. Það eru næstum 16 ár síðan Guðjón afi dó. Þið höfðuð hætt búskap að Heiðarbæ og flutt inn á Hólmavík þar sem þið áttuð ykkar síðustu ár saman. Eftir það fluttist þú suður og settist að á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Við það styttust leiðir milli okkar. Það var gaman að koma í heimsókn til þín og ekki kom til greina að fara aftur yf- ir heiðina án þess að þiggja kaffisopa og ýmislegt góðgæti með. Og svo var konfektkassinn að sjálfsögðu aldrei langt undan. Já, amma, þú hafðir yndi af því að gefa og það gerðir þú svo sannarlega. Mér er minnisstætt þegar þú komst í brúðkaupið okkar Maríu. Þú vildir ávallt skarta þínu fegursta og það gerðir þú vissulega þann dag. Þegar ég lygni aftur augunum og hugsa til þín birtist mynd af geislandi brosi þínu og glaðvær hlátur þinn hljómar í þögninni. Hin síðari ár fór líkami þinn smám saman að gefa sig. Þrátt fyrir það, varst þú ávallt jákvæð og glaðvær. Kvöldið áður en þú varst lögð inn á sjúkrahús ætlaðir þú að skella þér daginn eftir á jólaball á þrettándan- um. En það breyttist skyndilega, kall- ið var skammt undan og við tók stutt sjúkralega. Allt fram á það síðasta var hugur þinn skýr og þér var sérstak- lega annt um að gestir við sjúkrabeð þinn liðu ekki skort. Þú skildir við þennan heim með sannri reisn og eftir sitja ástvinir með góðar minningar um einstaka konu. Elsku amma, við María, Elísabet Mjöll og Daníel Snær kveðjum þig með söknuði. Guðjón Valgeir. Ég vil með örfáum orðum minnast tengdamóður minnar, Ragnheiðar Guðmundsdóttur frá Heiðarbæ, en hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi 10. janúar sl. Alvarleg veik- indi hennar höfðu ekki varað lengi þegar kallið kom, þótt ellin hafi gert vart við sig með ýmsum hætti nú seinni árin. Ragnheiður bjó lengst af í Heið- arbæ í Steingrímsfirði, eða tæplega fimmtíu ár. Árið 1933 hóf hún búskap með lífsförunaut sínum, Guðjóni Hall- dórssyni, en þeirra kynni hófust þegar þau voru í vinnumennsku í Innri- Fagradal á Skarðsströnd. Þau voru samhent hjón sem byggðu og ræktuðu í takt við tímann í fallegri sveit. Mörg voru handtökin og dagarnir oft langir en Heiðu lét vel að vinna, hún var dug- leg og hafði frá fyrstu tíð vanist mikilli vinnu. Sjaldan féll henni verk úr hendi. Þótt hún legði fyrst og fremst áherslu á að sinna húsverkum inni á heimilinu þá var hún oft úti og kom sér þá vel hve hraust hún var og vinnuglöð. Heiða söng oft við vinnuna enda var hún söngelsk og söng lengi í kirkjukór. Í minnum eru höfð mörg lög sem hún söng þegar hún stóð við skilvinduna eða strokkinn. Heiða var gestrisin svo af bar og reyndi að sjá til þess að enginn færi svangur frá henni. Hún unni sveitinni sinni og fylgdist vel með atburðum af heimaslóðum til hinstu stundar. Síðustu æviárin dvaldi hún á Dval- arheimilinu Ási í Hveragerði og undi sér vel þar. Ég vil færa öllu því góða fólki sem tók þátt í aðhlynningu henn- ar bæði í Hveragerði og á Heilbrigð- isstofnuninni á Selfossi kærar þakkir. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti til minnar elskulegu tengda- móður fyrir allar góðu stundirnar og þá hlýju og vinarhug sem ég fann ætíð fyrir í minn garð. Megi Guð blessa minningu þína. Guðmundur Björgvin Magnússon. Elsku hjartans amma. Okkur syst- urnar langar að þakka þér fyrir sam- fylgdina í gegnum árin. Margs er að minnast og þá sérstaklega þann tíma sem við dvöldum hjá þér og afa í Heiðarbæ. Oft var margt í heimili hjá þér en þú leystir það með mesta myndarbrag. Alltaf varst þú að vinna í eldhúsinu því þú vildir vera viss um að allir sem hjá þér dveldu fengju nóg að borða. Þú varst mikið fyrir að klæða þig upp á og fara á mannamót. Við minn- umst sérstaklega ferðanna í kaup- félagið, þú varst svo örlát og alltaf komum við til baka með ýmislegt góð- gæti. Seinna þegar við vorum komnar með fjölskyldu nutu þau sömu hlýju og við. Elsku amma og langamma, nú ert þú horfin okkur en við vitum að afi hefur tekið vel á móti þér. Takk fyrir allt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Ragnheiður, Eyrún og fjölskyldur. RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Karl Georg Aðal-steinn Guð- mundsson fæddist í Birgisvík á Strönd- um 23. janúar 1918. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 13. janúar síðastlið- inn. Karl Georg var næstelstur tíu barna hjónanna Ingibjarg- ar S. V. Guðmunds- dóttur, f. 28.9. 1893, d. 22.1. 1977, og Guð- mundar Guðbrands- sonar, f. 7.2. 1888, d. 23.5. 1972. Systkini Karls Georgs eru: 1) Sigmundur Kristberg, f. 27.11. 1915, d. 10.8. 1980, maki íelsdóttir, f. 9.9.1932, d. 19.3. 1981. 7) Aðalheiður, f. 10.4. 1932 maki Róbert Sigurjónsson, f. 12.4. 1932, 8) Ásta Minney, f. 20.12. 1934, maki Halldór Rúnar Júlíusson, f. 5.7. 1937, d. 13.2. 1968, og 9) Vikt- oría Kristín, f. 28.5. 1936. Karl Georg var ókvæntur og barnlaus. Karl Georg fæddist í Birgisvík á Ströndum en flutti ungur með for- eldrum sínum til Drangavíkur og ólst þar upp. Hann fór ungur til sjós, og vann ýmis störf fram til ársins 1947, er hann hóf búskap á Svarthamri við Álftafjörð ásamt foreldrum sínum og tveimur yngstu systrum. Hann var bóndi fram til ársins 1981 er hann hætti búskap. Eftir það bjó hann lengst af í Súðavík, en flutti á Dvalar- heimilið Hlíf á Ísafirði í nóvember 2002 og bjó þar til dánardags. Út- för Karls Georgs verður gerð frá Súðavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kristín Jónsdóttir, f. 16.1. 1922, 2) Arthur Herbert, f. 2.9. 1920 d. 18.11. 1970, maki Kristín Vilhjálmsdótt- ir, f. 18.6. 1929, þau slitu samvistum, seinni kona Friðbjörg Elísabet Þorsteins- dóttir, f. 21.4. 1932, 3) Stella Fanney, f. 7.5. 1923, maki Björn Jónsson, f. 21.8. 1912, d. 12.12. 1993, 4) Andrea, f. 30.7. 1925, maki Kristinn Jóns- son, f. 10.2. 1914, 5) Jón Ingimar, f. 8.9. 1928, 6) Magn- ús Guðbjörn, f. 28.8. 1930, d. 14.9. 1998, maki Sonja Friðborg Dan- Elsku besti karlinn minn. Kallið er komið, Georg frændi er dáinn. Georg fæddist í Birgisvík á Ströndum en flutti ungur til Kúvíkur og þaðan til Drangavíkur þar sem hann ólst upp. Lífsbaráttan var hörð á Ströndum og ekkert sjálfgefið. Oft þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum, en Georg setti það aldrei fyrir sig, allt sitt líf. Hann var alltaf tilbúinn að gera alla hluti fyrir aðra, og lét sjálfan sig þá oft sitja á hakanum. Hann var stolt- ur af því að vera Strandamaður, og Strandirnar hafa eflaust mótað hann. Hann hafði sig ekki mikið í frammi, og var frekar feiminn að eðlisfari. En hafði gaman af að spjalla í góðra vina hópi. Hann sýndi ekki mikið tilfinningar sínar, en Georg frændi var með yndislega fal- legt hjarta. Hann var börnunum okkar eins og besti afi. Hann kom suður og samgladdist okkur á hátíð- isdögum í lífi okkar. Hann vildi aldr- ei láta hafa neitt fyrir sér, en var alltaf tilbúinn sjálfur að gera allt fyr- ir okkur. Það eru ófáar stundirnar sem hann Georg frændi og börnin okkar sátu og spiluðu á spil. En hann hafði ómælda þolinmæði þegar kom að þeim. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að keyra um Strandirnar með honum fyrir nokkrum árum í ynd- islegu veðri. Þarna yngdist Georg um mörg ár og mundi vel nöfn á öll- um kennileitum og bæjum. Hvar var best að fara til að komast gangandi milli fjarða, og hvað bæri að varast. Hann var bóndi af lífi og sál, og umgekkst dýrin af natni og nær- gætni. En innan um kindurnar var hann í essinu sínu, og þekkti þær all- ar með nafni. Þó að hann væri barn- laus sjálfur, var oft barnmargt að Svarthamri. Við bræður ólumst þar upp, og á sumrin var oft gestkvæmt. Þar var margt brallað og mörg prakkarastrik gerð, en aldrei var Georg höstugur við okkur. Hann hafði oft á tíðum kannski svolítið gaman af öllu saman. Það verður aldrei eins að koma vestur og enginn Georg frændi. Við biðjum góðan Guð um að styrkja og vernda Viktoríu og aðra ættingja í sorginni. Og góði Guð, viltu taka á móti Georg okkar og leiða hann að ljós- inu. Þar sem hann fær nú hvíld og er laus við veikan líkama. Við geymum í hjarta okkar minn- ingu um góðan mann. Pétur og Guðríður Kolka (Didda). Elsku Georg minn, ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur. Súðavík verður aldrei söm án þín. Ég geymi allar minningarnar um þig á góðum stað í hjarta mínu. Þeg- ar ég frétti að þú værir dáinn þá var eins og himinn og jörð hefðu fallið saman, þvílíkur er missirinn. Ég minnist þess þegar ég var yngri og ég kom alltaf í heimsókn til þín þegar þú bjóst á Saurum, og ég fékk alltaf malt og krembrauð, það var alltaf fastur liður í því að fara vestur. Svo þegar þú lentir í snjó- flóðinu í des. 94 og varst fastur í flóð- inu í dágóðan tíma þá að nálgast 76. árið. Þetta dæmi lýsir alveg hörk- unni sem bjó í þér, þú ákvaðst bara að gefast ekki upp og barðist alveg til enda, en það var ekki fyrr en rúm- lega 8 árum seinna að guð hafði bet- ur. Ég hugsa að þér líði betur hjá honum heldur en þér leið í endann hérna. Ég vona að guð hugsi jafnvel um þig og þú hugsaðir um mig og það er ekki hægt að hugsa sér betri umönnun. Ég lofa þér því að hugsa um Yrsu og Ými eins og þér einum væri lagið, ég veit að þú mundir vilja það. Ég gleymi því ekki þegar ég kom til þín í sumar, það var í fyrsta skipti eftir að ég fékk bílprófið, þú varst svo stoltur af mér að hafa getað farið í þetta ferðalag og hafa ekki lent í neinum hrakförum. Mér þótti svo gaman að gera þig stoltan af mér. Ég lofa þér því, elsku besti Georg minn, að vera duglegri að heim- sækja Viktoríu ömmu. Fyrirgefðu, Georg, að ég skuli ekki skrifa meira en núna yfirbug- uðu tilfinningarnar mig. Þú verður alltaf hjá mér í anda. Elsku besta Viktoría amma, ég verð alltaf hjá þér í anda og veiti þér stuðning. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert, elsku Georg minn, guð geymi þig, passi þig og láti þér líða vel. Þinn Halldór Rúnar. KARL GEORG GUÐMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Guðmundsdóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.