Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vilmundur Haf-steinn Reimars- son útgerðarmaður fæddist á Bolungar- vík á Hornströndum 15. ágúst 1927 og ólst þar upp við sjó- sókn, sveitastörf og fleira. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsi Ísafjarðar mánudaginn 6. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Reimar Finnboga- son bóndi, f. 16. ágúst 1891, d. 28. maí 1962, og Guðrún Pálsdóttir húsmóðir, f. 12. júlí 1891, d. 3. nóvember 1967. Systkini Vilmund- ar eru: 1) Jóhanna Unnur Reim- arsdóttir húsmóðir, f. 25. maí 1929, eiginmaður hennar er Jón Vagnsson útgerðarmaður, f. 3. mars 1929, börn þeirra urðu fimm, þar af eru tvö látin. 2) Krist- ján Karl Reimarsson pípulagn- ingameistari og verslunarmaður, f. 10. ágúst 1936, eiginkona hans er Birna Guðrún Einarsdóttir skrifstofumaður, f. 28. júní 1936, börn þeirra eru tvö. Hálfsystir Vilmundar sammæðra var 3) Hall- dóra Friðgerður Maríasardóttir húsmóðir, f. 30. maí 1919, d. 30. október 1970, eiginmaður hennar var Kjartan Tómas Guðjónsson sjómaður, f. 29. mars 1907, d. 7. desember 1998, þau eignuðust tíu börn og þar af eru þrjú látin. Sambýliskona Vilmundar er Sigfríður Jóna Hallgrímsdóttir húsmóðir og fiskverkakona, f. 2. febrúar 1940 á Dalvík. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Friðrik 1972, þau eignuðust eina dóttur. 7) Sigrún Sveinsdóttir stuðnings- fulltrúi, f. 25. mars 1969, sam- býlismaður hennar er Hermann Dan Másson skrifstofumaður, f. 12. maí 1968. Vilmundur stundaði nám við farskóla á Dynjanda í Furufirði og í Reykjafirði. Nokkra vetur sá hann um ásamt frænda sínum að sækja póst í Hrafnfjörð og gekk með út í Látravík. Árið 1949 flutt- ist hann ásamt fjölskyldu sinni til Bolungarvíkur við Djúp og þau keyptu jörðina Hreggnasa, þar sem hann bjó til æviloka. Árið 1950 keypti Vilmundur fyrsta bát- inn með frændum sínum þeim Magnúsi Jónassyni, Kristjáni heitnum Jónassyni og Bergmundi heitnum Jónassyni, báturinn hét Ölver. Vilmundur stundaði sjó- sókn frá Bolungarvík utan vertíð frá Keflavík, Vestmannaeyjum og einn vetur við byggingu Borgar- spítalans í Reykjavík. Árið 1954 keypti hann svo 15 tonna eikar- bát, Sædísi ÍS 67, ásamt þremur öðrum og gerðu hana út til ársins 1998 en þá var Vilmundur orðinn einn eigandi að henni. Sædís ÍS 67 var gefin Byggðasafni Ísafjarðar 1998 til endurgerðar og varð- veislu. Vilmundur öðlaðist skip- stjórnarréttindi árið 1954. Hann stundaði reka og vann úr honum mestmegnis girðingastaura sem hann seldi út um allt land. Árið 1971 hóf Vilmundur aftur uppbyggingu á Bolungarvík á Ströndum ásamt frændfólki sínu. Húsið sem þá var byggt fauk á haf út í óveðrinu mikla í febrúar 1991 en árið 1986 var hafin uppbygg- ing á öðru húsi hinum megin í vík- inni, svonefndum Naustum. Vil- mundur vann að uppbyggingu húsa og ferðaþjónustu í Bolung- arvík á Ströndum og rak hann ferðaþjónustuna ásamt sinni nán- ustu fjölskyldu á sumrin. Útför Vilmundar verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigurðsson sjómaður, f. 19. október 1913, d. 1. september 1967, og Þóra Kristín Jóns- dóttir húsmóðir, f. 11. júlí 1903, d. 15. apríl 1974, bæði úr Svarf- aðardal. Börn Vil- mundar og Sigfríðar eru: 1) Reimar Haf- steinn Vilmundarson útgerðarmaður og skipstjóri, f. 9. mars 1972, barnsmóðir hans er Renata Anna Nowak frá Póllandi, f. 16.des. 1972, sonur þeirra er Vilmundur Róbert, f. 6. maí 1998, búsettur í Póllandi. 2) Guðrún Halldóra Vilmundardóttir húsmóðir og verslunarmaður, f. 19.sept. 1976, eiginmaður hennar er Sveinn Óðinn Ingimarsson vél- stjóri, f. 2. nóv. 1972, sonur þeirra er Ingimar Örn, f. 13. mars 2001. Börn Sigfríðar áður og fósturbörn Vilmundar eru: 3) Hallgrímur Þór Björnsson verslunarmaður, f. 6. apríl 1962, eiginkona hans Herdís Tómasdóttir bankastarfsmaður, f. 21. sept. 1967, þau eiga tvo syni. 4) Ása María Björnsdóttir galleríeig- andi, f. 25. maí 1963, eiginmaður hennar (þau slitu samvistir) Guð- steinn St. Þorláksson vélvirki, f. 17. des. 1962, þau eiga eina dótt- ur. 5) Kjartan Björnsson verslun- areigandi, f. 17. jan. 1965, sam- býliskona hans er Elín Granz rekstrarfræðingur, f. 21. maí 1974. Kjartan á tvær dætur. 6) Þórður Kristinn Andrésson, f. 18. feb. 1967, d. 9. júlí 1996, barns- móðir hans er Sigurbirna Ágústs- dóttir stuðningsfulltrúi, f. 10. okt. Vilmundur við stýrið stendur skoðar náið landsins strendur, hugur oft í heimahögum helst þar vildi eyða dögum í blárri vík og faðmi fjalla finna vin, um margt að spjalla heimabyggð hans, engu lík á Hornströndum er Bolungavík. (Guðrún Sigurbjörnsd.) Hornstrendingum fækkar, menn eins og Vilmundur Reimarsson eru óðum að hverfa okkur sjónum en þeir skilja eftir minningar sem við getum glaðst yfir á góðum stundum. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var sendur til sumardvalar hjá Guð- rúnu og Reimari, foreldrum Vilmund- ar. Þar dvaldi ég í fjöldamörg sumur og átti þar góða daga. Vilmundur bjó með foreldrum sínum á Hreggnasa í Bolungarvík en þangað fluttu þau frá Bolungavík á Hornstöndum árið 1949. Hreggnasi var fjölskylduhús og þar var alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Vilmundur var maður sem gaman var að hitta og spjalla við, fróður mjög og einstaklega orðheppinn. Hann var skipstjóri á Sædísi ÍS 67 í marga ára- tugi. Lengst af átti Vilmundur Sædísi í félagi við þá frændur sína Kristján (látinn 1982) og Magnús Jónassyni og Ólaf Guðmundsson á Árbæ, Ísafirði. Á Hornströndum voru hans kær- ustu staðir og þar vildi hans helst vera. Bolungavík var hans heima- byggð, falleg vík þar sem kyrrðin og fegurðin er engu lík. Vilmundur var eins og farfuglarnir, um leið og veður var til að komast norður þá var hann farinn, það héldu honum engin bönd. Þar var svo margt að gera, síga eftir eggjum, ná í rekavið, veiða lax og sil- ung svo eitthvað sé nefnt. Hugur hans var alltaf fyrir norðan og ferðir um aðra landshluta ekki efstar á vinsæld- arlistanum. Því um leið og komu í veð- urlýsingunni upplýsingar um að gráð væri á Hornbjargsvita þá var bílnum snúið við í áttina heim og ekið eins og druslan dró, skipt um föt og farið af stað norður á Strandir. Skipti þá engu máli hvort meðeigendur væru í óða- önn að mála þak eða smíða hús og ætl- uðu að nota tímann vel meðan Vil- mundur væri í ferðalaginu. Aldrei mátti neinn tíma missa og oft var mik- il keppni milli manna að ná í drumba þá sem rekið hafði að landi og vönd- uðu þeir ekki alltaf hver öðrum kveðj- urnar. Margar ferðir fór ég með þeim frændum Vilmundi, Kristjáni og Magnúsi. Oft komum við heim á Sæ- dísi sneisafullri af rekadrumbum og líka með nokkra drumba í eftirdragi. Þá var nú gaman að lifa. Rekaviður- inn var sagaður niður í girðingar- staura og þeir seldir. Gaf þessi vinna vel af sér þann tíma sem hún stóð yfir. Eggjatökuferðirnar í Hornbjarg eru ógleymanlegar og bara það að fara með þeim frændum, hvort sem það var í skemmtiferðir eða vinnuferðir norður er eitthvað sem lifir í minning- unni alla tíð. Ótal sögur hafa sprottið úr þessum jarðvegi, sögur sem sagðar eru á mannamótum vegna þess hve skemmtilegir og orðheppnir allir þessir frændur mínir voru. Þeir þekktu Hornstrandirnar eins og lóf- ann á sér og sögðu sögur af mönnum sem tengdust þessum stöðum á ógleymanlegan hátt. Minnisstæð er ferð sem við frænd- ur fórum saman með fjölskyldur okk- ar norður í Bolungavík og Furufjörð árið 1983. Það var ferð sem á sér enga líka bæði vegna þess hvað þau Vil- mundur og Sigfríður voru góðir gest- gjafar og eins veðrið sem lék við okk- ur. Sjálfsagt gleymum við aldrei þegar við þurftum að vaða yfir Ósinn í Bolungavík á nærbuxunum og ætluð- um ekki að komast yfir fyrir hlátri. Vilmundur var betri en nokkurt landakort, hann sagði okkur frá öllum kennileitum og örnöfnum sem við sigldum framhjá ásamt góðum sögum af mönnum sem þar bjuggu á árum áður. Í Bolungavík hafði Vilmundur ásamt fjölskyldu sinni komið upp vin- sælli ferðamannaþjónustu. Þar hef ég oft komið og alltaf er tekið vel á móti mér og mínu fólki. Hafa margir ferða- menn haft orð á því við mig hvað þeir hafa verið fegnir að sjá þau Vilmund og Sigfríði konu hans eftir langan og strangan göngutúr um Hornstrandir og þiggja hjá þeim veitingar. Á Sjúkrahúsinu á Ísafirði hitti ég Vilmund rétt fyrir andlát hans. Hann var vel málhress og gerði að gamni sínu. Þá taldi hann sig hafa lotið í lægra valdi í baráttunni við krabba- meinið. Æðrulaus og sáttur, maður sem hafði lifað góðu lífi og var tilbúinn til að takast á við ferðina sem bíður okkar allra. Hann átti góða konu og börn sem hugsuðu vel um hann í veik- indum hans, það var ómetanlegt. Hafði Vilmundur á orði við mig að hann kæmist líklega ekki norður næsta sumar, þeir segðu það lækn- arnir, það þótti honum verst. Við kvöddumst í síðasta sinn og ég fann það svo vel hvað mér þótti vænt um þennan frænda minn sem hafði haft auga með mér allt frá því að ég var lítill strákur. Ég fann líka hvað honum þótti vænt um mig. Farðu í friði, frændi, til þinna fal- legu stranda og stattu í höfn þegar við mætumst á ný. Samúðarkveðjur til Sigfríðar og fjölskyldunnar allrar. Magnús Jónsson. Okkur langar að minnast móður- bróður okkar Vilmundar Reimars- sonar (Villa) sem lést mánudaginn 6. janúar. Þegar hugurinn hvarflar til bernskuáranna þá kemur Hreggnasi fljótt upp í hugann, en þar bjó Villi. Villi var hvers manns hugljúfi og góð- ur heim að sækja. Hann var sjaldan verklaus. Ef ekki var veður til að fara á sjó var það rekaviðurinn sem þurfti að saga. Hann og amma Guðrún bjuggu lengi vel saman á Hreggnasa alveg þar til amma lést. Að fá að vera hjá þeim á Hreggnasa voru forrétt- indi, það var mikil tilhlökkun hjá okk- ur þegar kom að sunnudegi, því oftar en ekki var þá farið í Bolungarvík í heimsókn á Hreggnasa og tala nú ekki um að fá að gista. Villi bjó áfram á Hreggnasa eftir að amma Guðrún lést. Hann kynntist sambýliskonu sinni henni Sissu og eignuðust þau tvö börn Reimar og Guðrúnu. Elsku Sissa og börn, það verður skrítið að koma til ykkar án þess að finna Villa, en við erum viss um að hann er þar á meðal okkar. Erindin sem fylgja hér á eftir eru eftir föð- ursystur Villa, Hallfríði Finnboga- dóttur. Kæra Sissa og börn, megi Guð styrkja ykkur öll. Kær kveðja. Það sem allt auðn áður var að því skulum hyggja einhvern tíma aftur þar aðrir munu byggja. Ávallt hvarflar hugur heim um hlýjan morgunroða. Fylgi guð og gæfan þeim sem götur aftur troða. (Hallfríður Finnbogadóttir.) Guðrún Erla og Jóhannes. Vilmundi Reimarssyni kynntist ég á vordögum 1951 með þeim hætti að ég kom til Hornvíkur með kunningja okkar beggja, Jósef Stefánssyni frá Furufirði. Er ég kom til Hornvíkur var þar hópur ungmenna við eggja- töku úr Hornbjargi. Við féllum inn í hópinn og tókum þátt í bjargstarfinu. Þarna voru frændur Vilmundar: Bergmundur, Kristján og Magnús. Einnig bræður frá Reykjafirði á Ströndum. Af þeim mönnum sem ég hef nefnt með nafni eru fjórir látnir: Bergmundur, Jósef, Kristján og Vil- mundur, blessuð sé minning þeirra. Vilmundur og frændur hans voru ættaðir frá Bolungarvík á Ströndum. Þaðan höfðu þeir flutt til Bolungar- víkur við Djúp um 1950. Fjölskyldur þeirra höfðu keypt jörðina Hregg- nasa og þar var búið er ég kynntist þessu ágæta fólki. Vilmundur og frændur hans gerðu út bátinn Ölver. Ég var með þeim á þessum bát í tvö eða þrjú vor, er komið var fram um 20. júní var haldið til Hornvíkur til eggjatöku. Á þessum tíma kynntist ég Vilmundi mæta vel og varð okkur vel til vina eftir það. Vilmundur og frændur hans voru útgerðarmenn frá Bolungarvík við Djúp í hálfa öld eða rúmlega það. Það ég best veit gekk útgerð þeirra vel og lifðu þeir ágætu lífi af starfi sínu. Vil- mundur var mikið duglegur maður, um hann mátti segja að honum féll sjaldan verk úr hendi. Ég þekkti ekki mikið til daglegra starfa Vilmundar eftir að ég flutti frá Vestfjörðum. Hann og frændur hans gerðu mér margan greiða er ég var að flækjast um Hornstrandir á árunum á milli 60 og 70. Þá var ekki mikið um ferðir á þessa slóð. Þeir fóru nokkrar ferðir með mig til Látra. Ég minnist ferðar er þeir fóru með mig til Hlöðuvíkur 1968. Við vorum fjögur í ferðinni. Ekkert tóku þeir fyrir þessa ferð. Með þessum línum vil ég kveðja Vilmund og sýna hvað hann og frænd- ur hans voru mér velviljaðir eftir veru mína með þeim vorin 1951–1954. Ég sendi aðstandendum Vilmund- ar samúð mína og kveðju. Friðrik Hermannsson frá Látrum. VILMUNDUR HAFSTEINN REIMARSSON  Fleiri minningargreinar um Vil- mund Hafstein Reimarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Heiðarbæ, verður jarðsungin frá Kollafjarðarneskirkju í dag, laugardagnn 18. janúar, kl. 14.00. Sigríður Guðjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Hrólfur Guðjónsson, Gerður Pálsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir, Ágúst Guðjónsson, Sigrún Ingólfsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Guðmundur B. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, STEINDÓR GUÐMUNDSSON, bóndi í Hvammi í Lóni, lést á hjúkrunardeild HSSA á Höfn aðfaranótt fimmtudagsons 16. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Steinunn M. Sigurðardóttir og börn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, Miðhúsum, Garði, lést á Garðvangi, Garði, fimmtudaginn 16. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörnin. Elskuleg systir mín og frænka, ERLA SVEINSDÓTTIR frá Þingeyri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 16. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Nathanaelsson, Kristjana Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.