Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 16
Enginn bilbugur á Saddam Hussein BANDARÍKIN væru að fremja „sjálfsmorð“ ef þau réðust á Írak. Árás þeirra á landið – ef til hennar kemur – verður hrundið. Þetta sagði Saddam Hussein í sjónvarpsávarpi sem hann flutti í gær en ekki var af ræðunni að dæma að Íraksforseti væri á þeim buxunum að fara í út- legð, eins og rætt hefur verið um. „Íraska þjóðin og ráðamenn í Bagdad hafa sammælst um að sjá til þess að Mongólar okkar tíma fremji sjálfsmorð við veggi borgarinnar,“ sagði Saddam og var þar að vísa til Bandaríkjamanna. Varaði Saddam Íraka við því að hugleiða uppgjöf gagnvart þeim þrýstingi, sem fylgir harðri afstöðu Bandaríkjastjórnar, með því að rifja upp 40 daga langt umsátur Mongóla um Bagdad árið 1258, en þeir lögðu síðan borgina í rúst. Hét hann þjóð sinni því að ann- að yrði uppi á teningnum núna. „Öllum sem reyna að klífa borg- arveggina – hvort sem um er að ræða árásarmenn, óskammfeilna, ill- virkja, svikara eða kúgara – mun mistakast ætlunarverk sitt,“ sagði Saddam í ræðu sem flutt var til að minnast þess að tólf ár voru liðin frá upphafi Persaflóastríðsins. Saddam sakaði „zíonista-glæpa- mennina“, þ.e. Ísraela, um að æsa Bandaríkin til að gera árás á Írak. Þeim mislíki þau áhrif sem Írakar hafi í Mið-Austurlöndum, s.s. á Pal- estínumenn. „Með fánann að lofti, lyftið hátt á loft sverðum ykkar og rifflum, kæra þjóð mín,“ sagði Sadd- am í ávarpi sínu. Ungur drengur í Bagdad heldur á mynd af Saddam Hussein Íraksforseta og hrópar slagorð á fundi sem haldinn var til að minnast þess að 12 ár voru liðin í gær frá upphafi Persaflóastríðsins 1991. Reuters HANS Blix, yfirmaður vopnaeftir- litsnefndar Sameinuðu þjóðanna, gerði í gær lítið úr mikilvægi efna- vopnaodda sem fundust í skotfæra- geymslu fyrir sunnan Bagdad á fimmtudag. Hann kvaðst þó vilja „frekari skýringar“ frá Írökum vegna þeirra. Fréttaskýrendur segja ekki öruggt að tilvist efnavopnaodd- anna – sem voru tómir, þ.e. báru eng- ar eiturefnahleðslur – teljist „ótví- rætt brot“ á skilmálum ályktunar öryggisráðs SÞ. Hins vegar kom fram í máli Hiros Ueki, talsmanns vopnaeftirlitsmanna í Írak, að þeirra væri ekki getið í vopnaskýrslu Íraka til SÞ. Jafnan hefur verið litið svo á að ef Írakar gerðust uppvísir að „ótvíræð- um brotum“ á efni ályktunar örygg- isráðsins myndu Bandaríkin telja það réttlæta hernaðaraðgerðir gegn þeim. Hafi efnavopnaoddanna ekki verið getið í vopnaskýrslunni til SÞ væru Írakar í tæknilegum skilningi brotlegir við efni ályktunarinnar, enda fól hún í sér að þeim bæri að greina frá öllum vopnum sínum. Fréttaskýrendur virðast þó sam- mála um að ólíklegt sé að þessi fund- ur einn og sér nægi til að Bandaríkja- stjórn takist að fá hernaðarárás á Írak samþykkta í öryggisráðinu, Varfærin viðbrögð við fundi íraskra efnavopnaodda jafnvel þó að á daginn komi að Írakar hafi ekki getið þeirra í skýrslunni. Til þess var magnið m.a. of lítið, auk þess sem hugsanlegt er að um sé að ræða gamla odda, sem hafi „gleymst“, eins og talsmenn Íraka tóku fyrst til orða. Viðbrögð við tíðindum fimmtudags voru varfærin í gær en ekki er enn vitað hvort efnavopnaoddarnir hafi einhvern tíma verið hlaðnir eiturefn- um. Bandarískir embættismenn sögðust vilja fá frekari upplýsingar, áður en þeir ræddu málið, en sögðu þó að þessi fundur myndi ekki skipta sköpum. Írakar hafi þegar gerst brotlegir við ályktun öryggisráðsins, þar sem þeir hafi ekki vísað vopnaeft- irlitsmönnum á gereyðingarvopn, sem Bandaríkjastjórn er handviss um að séu í landinu. Írakar gerðu sjálfir lítið úr fundi oddanna. Sagði Hossam Mohammed Amin hershöfð- ingi að oddarnir væru frá árinu 1988 og að þeirra væri getið í SÞ-skýrsl- unni. Vopnaeftirlitsmenn segja að oddarnir ellefu, sem fundust í fyrra- dag, hafi verið í góðu ásigkomulagi. Þeir eru af sömu hlaupvídd, þ.e. 122 mm, og þær þúsundir sem fundust 1991 en þeir eru hins vegar hleðslu- lausir, sem fyrr greinir. Álitamál er hvort það teljist brot á banni við gereyðingarvopnum að eiga odda sem ætlaðir eru til að bera eit- urefnahleðslur. Spyrja menn hvers vegna Írakar myndu í raun vilja eiga oddana úr því þeir segist ekki hafa yf- ir eiturefnahleðslunum sjálfum að ráða. Vitað er að um 10.000 eiturefna- oddum, sem Írakar framleiddu á ár- unum 1991–1998, var sannanlega eytt á sínum tíma. Írakar hafa hins vegar aldrei fært sönnur á þær full- yrðingar að mörg þúsundum odda til viðbótar, sem vitað er að voru fram- leiddir, hafi einnig verið eytt. Mark Gwozdecky, talsmaður Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), sagði í gær að of snemmt væri að segja til um mikilvægi fund- arins. „Þetta er tæknileg spurning. Það er ekki hægt að fella dóm um svona hluti í skyndingu. Það þarf að grandskoða oddana,“ sagði hann. „Það er einmitt m.a. vegna þess sem yfirmaður minn [Mohamed ElBar- adei, yfirmaður IAEA] og [Hans] Blix hafa viljað fá meiri tíma til að geta komist að niðurstöðu í þessum málum sem við teljum okkur geta rökstutt og staðið við,“ sagði Gwozd- ecky einnig. Undir þessar óskir Blix og ElBar- adeis tóku Frakkar í gær en Blix ræddi við Jacques Chirac Frakk- landsforseta í París, áður en hann hélt til fundar við Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í London. Sagði Chirac að hernaðaríhlutun í Írak við núverandi kringumstæður myndi teljast brot á alþjóðalögum. Saddam til Afríku? Fullyrt var í þýska tímaritinu Der Spiegel í gær að ríkisstjórn Íraks hefði lagt fram lista yfir skilyrði sem sett væru fyrir því að Saddam færi í útlegð en talað hefur verið um að arabaríkin þrýstu nú á um þetta til að afstýra stríði í Mið-Austurlönum. Sagði Der Spiegel að Írakar krefð- ust þess m.a. að allir bandarískir her- menn á Persaflóasvæðinu yrðu kall- aðir heim. Einnig gerðu Írakar það að skilyrði að endi yrði bundinn á allt vopnaeftirlit í landinu og viðskipta- þvinganir á vegum SÞ, að því yrði heitið að hvorki Saddam né helstu embættismenn hans yrðu leiddir fyr- ir rétt, auk þess sem komið yrði í veg fyrir að Ísraelar gætu þróað gereyð- ingarvopn. Fylgdi sögunni að gert væri ráð fyrir að Saddam yrði í útlegð einhvers staðar í Afríku. Tímaritið sagði hins vegar að Bandaríkjastjórn hefði hafnað þess- um kröfum Íraka og að Egyptar ynnu nú að því að telja ráðamenn í Bagdad á að fækka skilyrðunum. París, London, Berlín, Bagdad, Washington. AFP, The Washington Post, AP. ERLENT 16 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útsala Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 Opið: mán-fös 11-18 lau 11-15 • sun 13-1715-60% afsláttur JAMES L. Jones, bandarískur hershöfðingi og nýr yfirmaður herafla Atlantshafsbandalags- ins, NATO, tók við emb- ætti í gær í Belgíu. Sagðist hann vera sannfærður um að kæmi til aðgerða gegn stjórn Saddams Husseins myndu þær bera árangur. Jon- es hét fullum stuðningi Atlants- hafsbandalagsins við tilraunir SÞ til að framfylgja ályktun ör- yggisráðsins um afvopnun Íraka. Fá greiðslu- frest hjá IMF ARGENTÍNA og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn, IMF, náðu í gær samkomulagi um að fresta til bráðabirgða greiðslu á 6,6 milljarða dollara skuld landsins við sjóðinn. Stjórn IMF á þó enn eftir að staðfesta samkomulagið. Það er talið duga til að efnahagur Argent- ínumanna hrynji ekki fyrir kosningarnar í apríl en efna- hagsóreiða hefur valdið sárri fátækt hjá mörgum. Forseti landsins, Eduardo Duhalde, lætur af embætti í maí. Tilræðis- maður hand- tekinn STJÓRNVÖLD í Kólumbíu handtóku í gær rúmlega tvítug- an karlmann, Rigoberto Garcia, sem þau sögðu að hefði játað að hafa staðið fyrir sprengjutilræði við skrifstofu saksóknara í borginni Medellin á fimmtudag. Er lögreglan fann Garcia var hann að lita á sér hárið í íbúð í borginni. Hann er sagður vera félagi í helstu uppreisnar- og hryðjuverka- hreyfingu vinstrimanna, FARC. Fjórir menn létu lífið í tilræðinu á fimmtudag og 27 slösuðust. Clinton allt of dýr BILL Clinton, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, er eftir- sóttur sem fyrirlesari á ráð- stefnum víða um heim. Búið var að ganga frá því að hann héldi fyrir- lestur á al- þjóðlegri stúdenta- ráðstefnu í Þrándheimi í Noregi 9. mars. En þegar til kom var hætt við að fá hann þar sem hann þótti allt of dýr. Clinton fór fram á að fá far með einkaþotu fram og til baka frá London til Þrándheims, auk þess fór hann fram á háar pen- ingagreiðslur, skipuleggjend- um ráðstefnunnar hafa ekki sagt hve háar. Clinton tók rúm- ar 14 milljónir ísl. króna fyrir að flytja ræðu í Ósló árið 2001. STUTT Heita stuðningi við SÞ James L. Jones Bill Clinton KÍNVERJAR ráðgera sitt fyrsta mannaða geimskot í október en þar með yrðu þeir þriðja landið í heiminum sem sendir mannað geimfar á braut umhverfis jörðu. Kínverskir fjölmiðlar segja fjór- tán fyrrverandi liðsmenn flug- hers landsins hafa „um árabil“ verið í þjálfun vegna þessa verk- efnis, en hver um sig er sagður eiga að baki meira en 1.000 klukkustundir í flugstjórasætinu. Geimskipið sem Kínverjar hyggjast senda mannað á braut umhverfis jörðu heitir Shenzhou V. Tveir verðandi geimfarar voru ekki fyrir löngu sendir í skóla fyrir geimfara, sem Rússar reka, og í apríl eyddu þeir viku um borð í geimskipinu Shenzhou IV, sem þá hafði nýverið snúið aftur til jarðar eftir ómannaða för út í geiminn. Áætlun um geimferð af stokkunum árið 1992 Qi Faren, sem teiknaði Shenzhou-geimflaugina, segir gert ráð fyrir að hið mannaða geimfar verði að minnsta kosti einn dag á flugi í geimnum. Lík- legt er talið að allt að þrír geim- farar verði um borð í flauginni. Kínverjar hleyptu geimferða- áætlun sinni af stokkunum árið 1992 en kínverski herinn hefur yfirumsjón með þróun hennar. Kínverji út í geim í október Peking. AFP. Segja 14 flug- menn í þjálfun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.