Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 39 ✝ Þuríður Jónsdótt-ir Edwald fædd- ist á Ísafirði 10. apríl 1913. Hún lést á öldr- unardeild Sjúkrahúss Ísafjarðar 7. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Matt- hildur Lýðsdóttir frá Skriðnesenni við Bitrufjörð, f. 24.2. 1883, d. 14.3. 1918, og Jón Samúelsson Ed- wald frá Miðdalsgröf í Steingrímsfirði, f. 17.6. 1886, d. 30.4. 1935. Alsystkini Þur- íðar voru Matthildur, f. 16.3. 1909, d. 22.8. 1975, og Hagbart, f. 17.12. 1915, d. 12.7. 1997. Hálfsystkini Þuríðar eru Kristján, Erling, Jón Ormar, Stella og Borghild. Eru þau öll á lífi nema Kristján. 8. maí 1937 giftist Þuríður Ás- geiri Jóhannessyni pípulagninga- meistara, f. 31. júlí 1913, d. 14.7. 1990. Foreldrar hans voru Hall- dóra Pétursdóttir, f. 4.6. 1871, d. 5.1. 1932, og Jóhannes Arason, f. 17.8. 1857, d. 11.12. 1918. Þeirra börn eru 1) Gunnar, fv. aðstoðarskólastjóri, hans kona Fríða Á Sigurðardóttir rithöfund- ur. Eiga þau tvo syni, Ásgeir og Björn Sigurð. 2) Samúel verkfræð- ingur. 3) Jóhanna Halldóra, aðstoðar- skólastjóri, hennar maður Pétur Guð- mundsson, myndlist- armaður. Þeirra börn eru Þuríður, Þór og Þröstur. Barnabarnabörnin eru fjögur. Eftir lát móður sinnar var Þuríður tekin í fóstur hjá frændfólki sínu í Strandasýslu. Lengst af dvaldi hún á Skriðnes- enni hjá móðurbróður sínum Jóni og Steinunni konu hans. Um tví- tugt flutti Þuríður svo aftur til Ísa- fjarðar. Hún fór til náms í Hús- mæðraskólann Ósk en starfaði síðan á Sjúkrahúsi Ísafjarðar sem gangastúlka en síðar á ævinni í eldhúsi sjúkrahússins. Seinna starfaði hún lengst af við rækju- vinnslu. Fyrst hjá Böðvari Svein- bjarnarsyni í verksmiðjunni á Torfunesi en síðan hjá Olsen í verksmiðjunni við Sundstræti. Útför Þuríðar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar kemur að kveðjustund verð- ur stundum tungan stirð í munni, og því stirðari sem nánari eru tengslin. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga slík tengsl við tengdamóður mína, Þuríði Jónsdóttur Edwald. Ég man að þegar ég heyrði nafnið fyrst setti að mér þó nokkurn skelk, þetta var svo virðulegt nafn. En hún var alltaf kölluð Billý. Nafn sem mér fannst stórmerkilegt, og undraðist alltaf hvernig hún hefði hlotið, en svörin eru óskýr jafnt í minni mínu sem annarra, ef til vill vissi hún það ekki heldur sjálf. Nafnið hæfði henni engu að síður vel, léttleiki í því og gleði, eitthvað strákslegt líka, skemmtileg þversögn við þá fallegu konu sem hún var og ég þekkti. Við Billý hittumst fyrst á blóma- tímum tengdamömmubrandaranna. Ég var aðeins sautján ára, nýtrúlofuð Gunnari, elsta syninum, og kvíði minn var mikill. En sá kvíði reyndist óþarfur. Billý gerði skrýtlurnar í einu vetfangi að lygi, tók mér frá fyrstu stund eins og sínu eigin barni, og ekki aðeins það heldur fylgdi ævi- löng vinátta hennar í kaupbæti. Fyrsta veturinn okkar Gunnars vorum við fyrir vestan hjá þeim Billý og Didda, tengdaföður mínum, og þar fæddist okkar fyrsta barn á heimili þeirra á Seljalandsveginum. Þá ríkti mikil gleði. Ég undrast enn hvernig Billý kom því til leiðar að þessi ósk mín um að fæða heima gæti ræst, það þótti yfirgengileg sérviska á þeim tíma, en það veit sá sem allt veit að ég er henni enn þann dag í dag þakklát. En þannig var Billý, hjálp- semi hennar og örlæti hjartans sú lind sem aldrei þraut, og hennar mesta gleði í lífinu að gefa og hjálpa öðrum. Enda fannst henni lífið orðið harla lítils virði þegar ellin gekk svo hart að henni að henni fannst hún einskis megnug lengur, engum geta rétt hönd. Þá varð hjarta hennar dapurt. Við fluttum suður til Reykjavíkur um vorið og lengra varð á milli, en samgangurinn var alltaf mikill, ferðir vestur fastur liður, og eins ferðir þeirra Didda og Billýjar suður. Billý var þó duglegri við þær ferðir en tengdapabbi, enda hún mun hrifnari af Reykjavík en hann. Og alltaf var jafn gaman að koma heim á Selja- landsveginn, móttökurnar frábærar, og ævinlega beið borð hlaðið mat ferðalanganna. Og þvílíkur matur! Sjálfsagt á ekki að segja frá svoleiðis, en það kemur enn fyrir að mig dreymir matinn hennar Billýjar. Hún var svo frábær kokkur! Ferðirnar strjáluðust nokkuð þegar heilsan leyfði mér ekki lengur að ferðast eins og mig lysti, en þá varð síminn líf- línan og ferðirnar suður. Billý var mikil sögukona. Þannig gaf hún okkur sem eftir lifum hlut- deild í lífi sínu, með sögum, mynd- brotum og minningum, þótt stundum hlustuðum við kannski ekki nógu grannt. Samt skýtur þeim upp úr minninu þessum sögum. Snöggum myndum úr ævi hennar sem var oft á tíðum erfið. Telpunni tæpra fimm ára nýbúinni að missa móður sína. Missir sem fylgdi henni ævilangt og mótaði líf hennar, þótt þann missi ræddi hún sjaldan. Harðduglega stelpuskottinu á Enni með tíkina Buslu, vininn sem gætti hennar ætíð í þoku og myrkri þegar hún var ein á ferð. Síðar þegar Billý fór til Ísafjarðar gróf Busla ein- hvers staðar upp gamla peysu sem Billý átti og svaf á þeirri peysu þar til hún kom aftur heim sumarið eftir. Ekki undarlegt að Busla skyldi birt- ast henni skömmu áður en hún dó til að fylgja henni síðasta spölinn! Og myndin af Billý þar sem hún lék listir sínar á hestbaki á útisamkomu í sveitinni, grönn, létt og ótrúlega lip- ur, í hvítu pilsi og bol, mynd sem hef- ur á sér draumkenndan blæ þar sem hún stendur á baki hestsins sem hleypur með hana hring eftir hring. Og sums staðar leyndust þar líka álf- ar og huldufólk. Svo ótal margar sög- ur, og eins var um sögurnar þegar hún vann á spítalanum. Það voru ár sem henni gleymdust aldrei. Hún sagði mér að sig hefði langað svo mikið til að læra hjúkrun. En af því varð ekki. Þess í stað fór hún á húsmæðraskóla. Menntunarskorturinn var henni engu að síður alla tíð sár kvika, eins og svo mörgum af hennar kynslóð. Og sjálfsagt var það þess vegna sem hún, og Diddi ekki síður, lagði svo ríka áherslu á menntun og að fólk nyti hæfileika sinna. Við nutum öll góðs af því, jafnt börn hennar sem tengdabörnin, hjálp hennar og stuðn- ing áttum við ætíð vísan á hverju sem gekk, þótt hún væri þá komin í fulla vinnu utan heimilis. Það er svo margs að minnast þegar kemur að kveðjustund. Á yfirborðinu er saga hennar lík sögum annarra kvenna frá sama tíma, en eins og saga okkar allra er hún einstök. Verður ævinlega einstök. Ég virði fyrir mér krosssaumsmyndirnar all- ar á heimili mínu sem Billý saumaði út og gaf okkur. Á einum vegg árstíð- irnar fjórar, vor, sumar, haust, vetur, lífsgangan sjálf. Svo margar myndir. Mundi ég að segja henni hvað mér fannst þær alltaf fallegar? Að fólk sem til okkar Gunnars kæmi dáðist að þeim? Ég vona það. Það var svo sárt að komast ekki vestur og fá að faðma hana Billý mína einu sinni enn áður en hún kveddi. En heilsan er harður húsbóndi eins og hún fékk að reyna í elli sinni, þessi hrausta dugn- aðarkona. Þá var huggunin Jóhanna dóttir hennar, hún Hanna hennar, sem alltaf gat létt henni lífið og gert það aðeins bærilegra. Eins og fjöl- skyldan öll fyrir vestan. Og svo var það Huja, Þuríður Halldórsdóttir, æskuvinkona hennar og náfrænka, sem lifir hana. Þær hringdust á dag- lega þar til Billý gat ekki lengur vald- ið símanum. Við hin stóðum aðeins fjær, gerðum það sem við gátum, fundum hjálparleysið í baráttunni við Elli kerlingu og biðum. Svo barði dauðinn að dyrum. Og þrátt fyrir ákveðinn létti yfir að stríðinu sé nú lokið, þá situr eftir söknuðurinn og treginn yfir öllu því sem við höfum misst, og þakklætið til hennar sem gaf okkur svo mikið. Fríða Á. Sigurðardóttir. Mig langar til að minnast ömmu minnar Þuríðar Jónsdóttur Edwald sem lést 7. janúar síðastliðinn. Kynni okkar byrjuðu snemma því ég fædd- ist í húsinu hennar og afa á Selja- landsvegi 18 á Ísafirði. Eftir að for- eldrar mínir fluttust suður var ég svo lánsamur að fá að fara til afa og ömmu á Ísafirði og dvelja þar á sumrin nær óslitið til 16 ára aldurs. Amma hafði til að bera einstaka þolinmæði sem við börnin nutum góðs af, auk þess sýndi hún okkur mikinn skilning. Minnisstætt er mér að hún lánaði mér þvottabala undir fiskeldistilraunir og eldavélaofninn við tilraunir til að bjarga fuglum sem höfðu orðið olíumengun að bráð. Minnisstæðast er mér þó þegar bát, sem ég og afi smíðuðum, rak mann- lausan á haf út eftir sjósetningu, hve mikla hluttekningu amma sýndi mér yfir skipsskaðanum. Þótt amma sæi um heimilið og væri útivinnandi á þessum tíma gekk hún næstu daga fjörur með unga útgerðarmanninum í leit að hinum tapaða bát. Amma var mikill sögumaður og sátum við börn- in oft spennt heilu og hálfu kvöldin yfir sögum hennar, sem oft voru um atvik úr viðburðaríkri æsku hennar á Skriðnesenni. Hægt væri að skrifa langan lista yfir kosti ömmu minnar en í endur- minningu minni stendur uppúr hversu stórt hjarta hún hafði, sem lýsti sér m.a. í einstakri hjartahlýju til barna og dýra og þeirra sem af einhverjum ástæðum áttu undir högg að sækja. Það er von mín og trú að amma sé núna á stað sem hún á skilið að vera á og ef svo er þá er það mjög góður staður. Ásgeir Gunnarsson. Sem barn var ég á Ísafirði hjá ömmu og afa í nær öllum fríum og þráði þá mest af öllu að flytja þangað. Sú ósk rættist þegar ég varð 9 ára og þá varð heimili þeirra mitt annað heimili. Mig dreymdi reyndar í laumi um að búa einhvers staðar ein með ömmu því hvergi var betra að vera, þar mátti allt og alltaf átti hún eitt- hvað gott í skápnum, kex eða annað góðgæti. En það besta við ömmu var að hún var aldrei reið og hún skamm- aði mann aldrei, sama hversu illa maður lét. Margar góðar minningar skjóta upp kollinum, sunnudagsbíl- túrarnir á Moscowich-bílnum hans afa með nestið hennar ömmu, smá- kökubaksturinn fyrir jólin, þar sem sírópskökurnar voru í aðalhlutverki, allir pakkarnir, fullir af ýmis konar glaðningi, sem við fengum með mjólkurbílnum vestur á Barða- strönd, og þannig mætti lengi telja. Amma var ein af þeim manneskjum sem hugsaði fyrst og fremst um að gleðja aðra. Til dæmis prjónaði hún ullarsokka og vettlinga fyrir jólin á alla sem tengdust henni á einhvern hátt og þær eru ófáar krosssaums- myndirnar og púðarnir sem hún saumaði um ævina og gaf. Jólagjaf- irnar frá ömmu og afa voru líka alltaf bestu pakkarnir sem við systkinin fengum. Eftir að ég flutti að heiman og fór að búa var hún gjörn á að gauka að manni smá aur einmitt þeg- ar mest þurfti á að halda. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við það að einhver sem hefur alltaf verið stór hluti af lífi manns þurfi að hverfa á brott. Af eigingirni hefði ég helst viljað að amma hefði orðið eilíf. En heilsu hennar hafði hrakað og hún hafði talað um það um nokkurt skeið að það væri kominn tími til að hún fengi að fara. Nú hefur hún feng- ið hvíldina og ég vil trúa því að nú líði henni vel um leið og ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Þuríður Pétursdóttir. Mig langar til að rita nokkur minn- ingarorð um ömmu mína, sem lést þriðjudaginn 7. janúar á nítugasta aldursári. Kynni okkar ömmu voru með ágætum alla tíð, þrátt fyrir að hafa takmarkast nokkuð af búsetu, en amma bjó allan sinn fullorðinsald- ur á Ísafirði en ég í Reykjavík. Sam- gangur var þó töluverður á mínum yngri árum, bæði kom amma oft suð- ur til Reykjavíkur og eins fór ég oft í fylgd foreldra minna og síðar ein- samall vestur. Ætíð var það tilhlökk- unarefni að koma í heimsókn á Selja- landsveginn og var manni tekið fagnandi af ömmu og afa, meðan hann lifði, en hann lést árið 1990. Er ég komst á fullorðinsár fækkaði vest- urferðum nokkuð og er ég kom þang- að ásamt unnustu minni og dóttur sumarið 2000 var orðið æði langt síð- an ég hafði hitt ömmu síðast. Urðu fagnaðarfundir með okkur og sér- staklega þótti mér gaman að geta leitt þær saman, langömmu og barnabarnabarn. Amma mín var einstaklega hjartahlý manneskja og velviljuð. Bar aldrei skugga á okkar samskipti, utan kannski einu sinni þegar ég, á hinum viðkvæma unglingsaldri, reyndi eftir bæjarferð með móður minni og ömmu að hundsa köll ömmu á mig þar sem ég sat aftast í strætó umkringdur fólki á líku reki. Þrátt fyrir að mér hafi ekki verið hlátur í huga þá, man ég að við amma hlógum hjartanlega saman að atvikinu síðar. Kæra amma, um leið og ég minnist með söknuði liðinna samverustunda, vil ég þakka þér fyrir þá góðvild og umhyggju sem þú hefur ávallt sýnt mér og mínum. Björn Sigurður Gunnarsson. Þuríður sem reyndar var alltaf kölluð Billý var starfsmaður rækju- verksmiðjunnar O.N. Olsen á Ísafirði í áratugi en í þeirri verksmiðju var unnið mikið brautryðjendastarf í vinnslu á bæði rækju og skelfiski og segja má að Billý hafi upplifað og unnið öll tímabil í þeirri þróun sem vinnsla þessarra afurða hefur tekið hér á landi allt frá handpillun til flók- innar vélvæðingar. Ég kynntist Billý þegar ég fór að vinna sem unglingur í rækjunni, í þá daga var gífurlega mikil vinna og all- ir sem vettlingi gátu valdið fengu vinnu ef þeir á annað borð vildu hana. Fyrstu dagarnir voru ekki árekstra- lausir, þú ert með vitlausa svuntu, könnuna mína, ekki gera svona, held- ur hinsegin, og Billý var svo sem ekki ein um það að setja ofan í við mann og fyrstu viðbrögðin voru auðvitað „þær þykjast vita allt þessar kerlingar!“ Seinna lærðist mér að skilja að þetta voru ekki aðfinnslur heldur voru þær að kenna mér og öðrum unglingum réttu vinnubrögðin og fyrir það verð ég þeim alltaf þakklát. Í minningunni var Billý ein af þessum konum sem unnu verkin sín af alúð, það var ekkert tiltökumál að standa vaktina frá fjögur á nóttunni til fimm síðdegis, koma með heima- bakað með kaffinu fyrir okkur vinnu- félagana og kaffitíminn var nýttur til að prjóna á barnabörnin eða sauma út myndir sem síðar prýddu veggi kaffistofunnar. Að sitja auðum hönd- um var ekki stíll þeirrar kynslóðar sem Billý taldist til. Ég minnist Billýjar með hlýhug hún hafði bein í nefinu til að segja okkur til syndanna ef á þurfti að halda en líka gat hún umvafið okkur og stappað í okkur stálinu ef þess þurfti. Því veit ég að ég mæli fyrir munn allra gömlu vinnufélaganna þegar ég kveð Billý okkar í síðasta sinn og þakka henni fyrir að hafa ver- ið vinur okkar. Fjölskyldu Billýjar vottum við okkar dýpstu samúð, hún átti góða að að eiga ykkur. Kolbrún Sverrisdóttir Ísafirði. ÞURÍÐUR JÓNS- DÓTTIR EDWALD Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, REIDAR VILHELM ISAKSEN, Hraunbæ 103, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 14. janúar. Sigríður Fanney Isaksen Viktoría Isaksen, Valdimar Steinþórsson, Vilhelmína Isaksen, Erling Guðmundsson, afabörn og langafabörn. BORGHILDUR MARÍA RÖGNVALDSDÓTTIR, Þórunnarstræti 115, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 16. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Traustadóttir, Trausti Pétur Traustason. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.