Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 27 Skrá›u flig núna! Hvernig vilt flú vera í símaskránni? Vertu í gó›u sambandi og skrá›u litprentun í rau›u, grænu e›a bláu 1.550 kr.Lína í lit feitletrun 540 kr. netfangi› flitt 540 kr. Vertu áberandi og fá›u Sker›u flig úr og fá›u Skráning í Símaskrá 2003 N O N N I O G M A N N I I Y D D A ¥ N M 0 8 0 5 4 / s ia .i s Hringdu í Símaskrá, 550 7050 Sendu tölvupóst á simaskra@siminn.is Far›u inn á fiínar sí›ur á siminn.is Allir geta skrá› sig – líka vi›skiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja. GRUNNNÁMSKEIÐ í starfrænni ljósmyndun, myndvinnsla I, hefst 27. janúar í Listaháskóla Íslands, Skipholti. Farið verður í uppsetn- ingu vélbúnaðar. Kennd verður myndataka á stafræna myndavél og innfærsla mynda í tölvu, vinnsla mynda í tölvuforriti og útprentun auk grundvallaratriða meðhöndlun- ar lita og leiðréttingar. Kennari er Sigurður Stefán Jónsson ljósmynd- ari. Þá hefst grunnnámskeið í Photo- shop, myndvinnsla II Photoshop 10. febrúar. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á Photo- shop. Unnið með breytingar á litum og tónum í ljósmyndum og lagskipta vinnslu (layers) mynda. Markmiðið er að nemendur kynnist forritinu og geti nýtt sér það á skapandi hátt. Kennari er Höskuldur Harri Gylfason, myndlistarmaður og graf- ískur hönnuður. Námskeið í mynd- vinnslu MÁLFUNDUR um leikhúsmál verður haldinn í forsal Borgar- leikhússins á morgun, sunnudag, kl. 20. Að þessu sinni verða leik- húsmál helguð þýðingum fyrir leiksvið og eru frummælendur Gauti Kristmannsson, bók- menntafræðingur og kennari í þýðingafræðum við HÍ, Hall- grímur Helgason, rithöfundur og þýðandi Rómeós og Júlíu, og Kjartan Ragnarsson leikstjóri. Í erindi Gauta verður litið á rökin með og móti því að þýða aftur og hvers vegna þýðingar sígildra verka geta oft valdið deilum. Erindið ber titilinn: „Að þýða aftur og aftur?“ Á eftir honum tekur Hallgrímur Helga- son til máls og fjallar um nýja þýðingu sína á Rómeó og Júlíu, sem er verið að sýna í Borg- arleikhúsinu í samstarfi við Vesturport. Því næst mun Kjartan Ragnarsson segja sína skoðun á þýðingum fyrir leik- svið. Að umræðum loknum verða umræður. Málfundur um leikhúsmál RAKSTUR er þriðja verk Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem sýnt er í ís- lensku leikhúsi; hin eru Fjögur hjörtu, sem sýnt var í Loftkastalan- um 1997, og leikgerð af skáldsögu hans Sniglaveislunni var sýnd á Ak- ureyri 2001. Öll eiga þessi verk það sameiginlegt að snúast um samskipti fárra persóna innan afmarkaðs rýmis (stofudrama) og lýsa má aðferð höf- undar sem sálfræðilegu raunsæi. Ólafur Jóhann reiðir sig á haganlega gerða fléttu, persónulýsingar og vel byggð samtöl, en gerir hvorki til- raunir með form né tungumál í leik- verkum sínum. Og það verður að segjast eins og er að yfir verkum hans svífur einhver andi fortíðar, jafnvel fortíðarþrár, og sker Ólafur Jóhann sig mjög úr hópi íslenskra höfunda af sömu kynslóð hvað þetta varðar. Rakstur er vandlega staðsett í tíma og rúmi, verkið gerist að mestu leyti á nokkrum dögum í júlí árið 1969 þegar Apolló 11. lenti á tunglinu og menn stigu í fyrsta skipti fæti á þá plánetu. Með þessum heimsviðburði fylgjast rakararnir Össi (Hjalti Rögnvaldsson) og Pétur (Jóhann Sigurðarson) af mikilli athygli, en sá þriðji Gulli (Friðrik Friðriksson) hef- ur meiri áhuga á nýju rokktónlistinni og hártískunni sem gert hefur innrás á plánetunni Jörð. Þeir félagarnir þrír vinna allir saman á lítilli rakara- stofu í Reykjavík þar sem bísnissinn fer þverrandi í réttu hlutfalli við síkk- andi hár unga fólksins. Að sjálfsögðu leikur höfundur sér með hliðstæður og andstæður á milli þessara tveggja heima verksins: al- heimsins óendanlega og litla heims rakarastofunnar og þarf ekki að fjöl- yrða um að táknmál verksins byggist mjög á slíkum leik. Leikmyndahönn- uðurinn, Snorri Freyr Hilmarsson, leikur sér hins vegar að því að draga upp hliðstæður í umhverfi rakaranna og geimfaranna með því að gefa sviðsmyndinni hringlaga form þar sem stólunum er raðað í kringum borð sem hefur tilvísanir í stjórnstöð og útlit geimferju. Þetta er vel til fundið hjá Snorra Frey og brýtur á skemmtilegan hátt um það ofur- raunsæi sem verkið hvílir að öðru leyti á. Rakstur er „persónuleikrit“ – leik- rit sem byggist öðru fremur á per- sónulýsingum og samskiptum per- sóna og því mikið undir því komið að leikararnir nái að miðla þessum per- sónum á trúverðugan hátt til áhorf- enda. Aðalleikaranir þrír fara allir mjög vel með sín hlutverk. Hjalti Rögnvaldsson náði góðum tökum á aldursforsetanum og eiganda stof- unnar, hinum góðlátlega Össa, þrátt fyrir að hann þjáðist greinilega af hæsi sem ef til vill kom í veg fyrir að hann nyti sín til fulls. Jóhann Sigurð- arson átti stórleik í hlutverki Péturs sem er af Elvis-kynslóðinni og á erf- itt með að fóta sig í Bítlaæðinu. Tján- ing Jóhanns á vandræðagangi þessa stóra en viðkvæma manns var feiki- vel unnin frá stærstu atriðum niður í þau smæstu. Friðrik Friðriksson var einnig trúverðugur í hlutverki yngsta rakarans, Gulla, þótt kannski hefði hann mátt sýna aðeins meiri upp- reisnargirni sem fulltrúi hinna nýju og byltingarkenndu tíma. Gunnar Eyjólfsson fer með hlut- verk „karlsins“, sem er leigusali og lánardrottinn rakaranna og getur þar af leiðandi ráðskast nokkuð með þá í krafti valds síns og peninga. Karlinn er reyndar litríkasti karakt- er leikritsins, hann er farinn að rugl- ast dálítið í ríminu og neitar að trúa öllu sem fyrir augu ber, þótt því sé haldið fram í útvarpi og sjónvarpi. Efasemdir hans um tunglförina eru skemmtilegt krydd í aðdáunarfullar samræður þeirra Össa og Péturs um geimfarana. Gunnar Eyjólfsson túlk- aði karlinn á öruggan og blæbrigða- ríkan máta. Linda Ásgeirsdóttir leikur Fjólu, eiginkonu Gulla, og Gunnar Gunn- steinsson leikur hárprúðan kúnna. Bæði skiluðu þau sínum hlutverkum ágætlega og í búningum þeirra fær Snorri Freyr greinilega nokkra útrás fyrir þörfina á að tengja verkið við tímann og vegur litríki þeirra nokkuð upp á móti hvítu sloppum rakaranna. Rakstur er verk sem fjallar um gömlu dagana og er um leið dálítið gamaldags (en þetta tvennt þarf alls ekki að fara saman). Það er ágætlega skrifað en ekki tilþrifamikið. Í því er hlýja og samúð með mannlegum breyskleika, en persónur koma sjaldnast á óvart og fléttan er átaka- lítil. Leikstjórinn Haukur J. Gunn- arsson velur að vera eðli verksins trúr og fylgir því hófstillta raunsæi sem það byggir á. Útkoman er sýn- ing sem er nokkuð pottþétt en skortir einhverja dirfsku og kraft. Ólafur Jóhann hefur ítrekað róið á mið fortíðarinnar í verkum sínum. Gaman væri að sjá hann takast á við samtíma sinnar eigin kynslóðar næst. Aftur til fortíðar Morgunblaðið/Sverrir „Verkið er ágætlega skrifað en ekki tilþrifamikið,“ segir meðal annars í dómnum. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson. Leik- stjóri: Haukur J. Gunnarsson. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Friðrik Friðriksson, Linda Ásgeirsdóttir og Gunnar Gunn- steinsson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Litla svið Þjóðleikhússins 17. janúar RAKSTUR Soffía Auður Birgisdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.