Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 24
HEILSA 24 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐALVERÐ á ávöxtum hefur lækkað í öllum tilvikum frá því í febrúar á síðasta ári, að undan- skildum vínberjum og bláberjum. Þetta kemur fram í nýjustu verð- könnun Samkeppnisstofnunar. Meðalverð á grænmeti er einnig í flestum tilvikum lægra nú en það var í febrúar á síðasta ári, segir ennfremur. Meðalverð á grænum vínberjum hefur hækkað um 50% frá í febr- úar, um 58% á rauðum vínberjum og 60% á bláum vínberjum. Þá hef- ur meðalverð á bláberjum hækkað um 12% frá því í febrúar, sam- kvæmt könnuninni. Forvitnilegt að skoða þróun verðlags sl. 12 mánuði „Í næsta mánuði verður liðið ár frá því að Samkeppnisstofnun fór að fylgjast með verði á grænmeti og ávöxtum. Verður forvitnilegt að sjá þróun verðlagsins á árinu en verð á mörgum tegundum er árs- tíðabundið,“ segir í niðurstöðum könnunarinnar. Samkeppnisstofnun hefur gert mánaðarlegar verðkannanir á ávöxtum og grænmeti til þess að fylgjast með verðþróun á þessum vörum eftir afnám tolla á ýmsum grænmetistegundum síðastliðinn vetur. Fyrsta verðkönnunin var gerð í febrúar síðastliðnum og náði til 11 matvöruverslana á höfuðborg- arsvæðinu. Meðalverð úr þeirri könnun hef- ur verið notað til samanburðar á verðþróun á þessum markaði. Í töflunni er birt meðalverð á nokkrum tegundum af ávöxtum og grænmeti 10. janúar síðastliðinn og það borið saman við meðalverð úr verslunum 8. febrúar á síðasta ári. Þá er einnig gefið upp lægsta og hæsta verð hverju sinni en eins og sjá má í töflunni er oft um veru- legan verðmun að ræða.        " 4 "!!4'56&*77 8& 94 66& !:'$6"%* 7 48",$ %*7 &66 ; !*7:8 *7 87 4 "9 +   #  , - . , -  , - /& & " , -     -     -    01 2 "   2 & 2 % -    % 2 % - 0  % 2 % -  3  4%  /  5 # 5  5 - .  5 -    5 - 5  + $-    + $-    6%  -    6%  -    7  8 &9 "&: # % 4   ; , "    %  .-    < <  = 5   #      0   -   0   -    0  7 5  7 -    3   - . 3   -  3   -   3   - & 3    #   >   4   4  4 &  4 4   4    *   4.      &  <    !  ?  @  < 76(  " 4 " ,$ %         ) ( )  *)  )  '(* ' * ( * * (   ( ( *( )* * (  ))  *   ) )  (* * () *) ) )  ) ( ) *                                                 " 4  '( (' ) *( ) +   ( + + ' ) *) + )) ' ' +*' +(( ( * ) () *  '* * '* '' '(( )  ')+ ' * )* + '+ )'   ) * '  '+ ' ( ++  ' (' * )* * ) (' )+ ( ( ((        ! "   (    * *     )  ' ') ( ( **   (    (     *  ( )  ( ( )  ( (  *  )*      *( *   * (  %: ' ; < % : : % %& : < &<  '  =; :=:%&    : %: ; %% : % :'& %< & %  < ; % % : : : %% %& : : : =<   : % =< %%   ; =& : : =87  4 "  /8  4 "  = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = 7                                                         !    !             %  %    !                        !          % % = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = =                                                            Meðalverð vín- berja 60% hærra nú en sl. febrúar Viðar Böðvarsson, framkvæmda- stjóri Foldar, hefur verið í forsvari fyrir fasteignasölu í 23 ár. Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að kaupa eða selja fasteign að vita að reynsla liggur að baki hjá þeim sem annast viðskiptin. Tjaldaðu ekki til einnar nætur heldur byggðu við- skiptin á traustum grunni. Viðar Böðvarsson Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is Traust og reynsla eru mikilvæg í fasteignaviðskiptum Spurning:Hvað er heimakoma? Hvers konar sýking er það? Er hætta á endurtekningu heima- komu? Svar:Heimakoma er stundum köll- uð húðnetjubólga en heitir erysip- elas á erlendum málum. Heima- koma er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrj- ar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sýkta svæðinu í átt til nærliggj- andi eitla. Heimakoma getur kom- ið fram hvar sem er á líkamanum en er algengust á fótum eða fót- leggjum, á handleggjum eða í and- liti. Þegar heimakoma er í andliti er hún oft báðum megin. Oft fylgir heimakomu sótthiti, skjálfti og al- menn vanlíðan. Heimakoma getur komið fyrir hjá fólki á hvaða aldri sem er en er algengust hjá börn- um og eldra fólki. Heimakoma orsakast af bakt- eríum, oftast keðjusýklum (t.d. betahemólýtiskum streptokokk- um) en einstaka sinnum af öðrum bakteríum. Ef ekkert er að gert getur heimakoma leitt til blóðsýk- ingar (blóðeitrunar) og hún getur komið fyrir aftur og aftur á sama stað og þá er hætta á langvarandi þrota og bjúg. Við grun um heima- komu er mikilvægt að leita læknis án tafar vegna hættu á alvarlegri blóðsýkingu. Stundum er til staðar langvarandi sveppasýking, t.d. milli táa, sem veikir húðina og ger- ir bakteríum mögulegt að komast í gegnum hana og valda endurtek- inni heimakomu eða annars konar sýkingum. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að meðhöndla sveppa- sýkinguna til að loka fyrir leið baktería inn í líkamann. Sjúkdómsgreining byggist að- allega á útlitinu, gangi sjúkdóms- ins og öðrum sjúkdómseinkennum (m.a. sótthita og slappleika), sem gefa vísbendingu um heimakomu. Stundum er þó erfitt að greina milli heimakomu og annarra sjúk- dóma. Til eru margar aðrar gerðir húðsýkinga sem orsakast af bakt- eríum, veirum eða sveppum og geta stundum líkst heimakomu. Oftast er erfitt að rækta bakt- eríuna beint frá sýkingunni en hún ræktast stundum úr blóði. Bakterían sem langoftast veldur heimakomu er venjulega vel næm fyrir algengum sýklalyfjum eins og penicillíni og erýtrómycíni og sjúkdómurinn læknast venjulega fljótt af slíkum lyfjum. Einstaka sinnum þarf að grípa til sterkari lyfja. Áður fyrr var heimakoma hættulegur sjúkdómur sem gat leitt til alvarlegra veikinda og jafn- vel dauða en nú á tímum öflugra sýklalyfja er sjúkdómurinn oftast auðlæknanlegur. MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Getur leitt til blóðsýkingar Hvað er heimakoma? MIKIL umræða hefur átt sér stað í Bandaríkjunum að undanförnu um ágalla fæðupíramíðans sem byggist á fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda þar í landi um fæðuval. Ýmsum næringar- fræðingum hefur þótt hann hafa í för með sér of miklar einfaldanir og ekki gefa rétta mynd af fæðuflokkunum. Píramíðinn hefur verið við lýði í um tíu ár og hefur ekki rekið breytingum þrátt fyrir nýjar upplýsingar í nær- ingarfræði. Hér á landi hefur opinberlega ekki verið notast við fæðupíramíða heldur fæðuhringinn sem Manneldisráð hef- ur umsjón með og er notaður m.a. við kennslu í grunnskólum. Laufey Steingrímsdóttir forstöðumaður Manneldisráðs segir að sams konar gagnrýni eigi við um hringinn og píramíðann. Hvoru tveggja byggjast á fæðuflokkum en því fylgir mikil ein- földun á hvað er heilsusamlegt fæði, til dæmis er allri fitu komið fyrir í ein- um flokki, ekki er hugað að því hvort um sé að ræða harða fitu eða olíu, og einnig eru kjöt, fiskur, egg og baunir sett saman í einn fæðuflokk, svo dæmi séu tekin. Aftur á móti er ástæða til að gera greinarmun á þess- um fæðutegundum þegar verið er að gefa ráðleggingar um mataræði. Spurningin sé því hvort hann og þá fæðuhringurinn sem notaður er hér á landi, séu ekki orðnir gamaldags. Gagnrýnin vestra snýr aðallega að því að benda á að öll fita er ekki jafn slæm eða jafn góð, t.d. er ekki gerður greinarmunur á olíu og mettaðri fitu sem tilheyra sama fæðuflokki ásamt sætindum auk þess sem leggja þurfi meiri áherslu á neyslu grænmetis og ávaxta en gert er í fæðupíramíðanum. Píramíðinn þykir einnig gamal- dags hvað varðar upplýsingar um prótínneyslu þar sem kjöti, fiski, baunum, eggjum og hnetum er skellt saman í einn flokk. Brauð, kornteg- undir, hrísgrjón og pasta tilheyra sama flokki jafnvel þótt hollustan sé mun minni í fínunnum kolvetnaríkum fæðutegundum svo sem fransbrauði og hvítum hrísgrjónum en í minna unnum vörum svo sem heilkorna- brauði, -pasta og -hrísgrjónum. Gagnrýnendur benda á að píramíð- inn sé afar mikilvægur, hægt sé að nota hann til þess að kenna fólki eink- um börnum um hollustu matvæla en nauðsynlegt sé að endurskoða hann og þróa í takt við nýjar upplýsingar. „Fæðupíramíðinn er alvarlega gallaður og getur aukið líkur sumra á sjúkdómum og jafnvel dauða,“ er haft eftir Walter Willett, formanni nær- ingardeildar Harvard School of Publ- ic Health, á netútgáfu LA Times ný- lega. Umræðan á rétt á sér Þessi umræða á fullkomlega rétt á sér, að mati Laufeyjar. „Sjálfsagt er að ræða þessa hluti. Fæðuhringurinn sem Manneldisráð gefur út, er fyrst og fremst ætlaður til þess að undir- strika fjölbreytni í fæðuvali. Hann er einkum notaður við kennslu í grunn- skólum. Aftur á móti eru manneld- ismarkmið og hollustukarfan frekar ætluð til þess að leiðbeina um fæðu- val.“ Laufey telur að fæðupíramíðinn og -hringurinn eins og þeir eru upp- byggðir séu ágætir til hliðsjónar. „Þar er skýrt tekið fram hvað æski- legt sé að borða mest af. Undirstaðan er korn, mjöl og grænmeti. Þar á eftir kemur mjólkurmatur, kjöt og fiskur og svo er fita og sætindi í minnstu magni. Fæðuhringurinn líkt og fæðu- píramíðinn undirstrikar þannig fjöl- breytni í fæðuvali.“ Sérfræðingar við Harvard School of Public Health hafi komið með til- lögur til breytinga á fæðupíramíðan- um að sögn Laufeyjar. „Um þær ríkir þó ekki einhugur en tillögurnar snúa meðal annars að því að auka skammta af grænmeti og ávöxtum daglega úr fimm í tíu og að borða skuli fisk fjórum sinnum oftar en kjöt.“ Fæðupíramíðinn gagnrýndur NEYTENDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.